Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚÚ 1996______________________________________________________________ MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þrjú alvarleg umferðarslys í borginni síðdegis Þrettán ára stúlka lífshættulega slösuð ÞRETTÁN ára gömul stulka slasað- ist lífshættulega í umferðarslysi á mótum Sæbrautar og Dalbrautar í gærdag. Fjórir til viðbótar voru fluttir á Sjúkrahús Reykjavíkur eft- ir tvö önnur umferðarslys í borginni síðar um daginn. Fyrsta slysið varð á mótum Sæ- brautar og Dalbrautar á þriðja tím- anum eftir hádegi. Þijár 13 ára stúlkur biðu eftir strætisvagni úr vesturátt í biðskýli SVR sunnan Sæbrautar. Ein stúlknanna hafði hlaupið yfir götuna að Sundanesti hinum megin Sæbrautarinnar þegar hinar kölluðu til hennar að stræt- isvagninn væri að koma. Hún sneri snögglega við yfír götuna og lenti framan á bíl á vinstri akrein á leið vestur Sæbrautina. Stúlkan hlaut mikla höfuðáverka og var flutt lífs- hættulega slösuð á Sjúkrahús Reykjavíkur.. Morgunblaðið/Jón Svavarsson AF slysstað á Sæbrautinni á þriðja tímanum. Annað umferðarslys varð á Sæ- braut við Skeiðarvog á fimmta tím- anum. Bíl var ekið úr Skeiðarvogi í veg fyrir annan á Sæbraut. Ung stúlka, farþegi í fyrrnefnda bílnum, kastaðist út úr bílnum og dróst með honum. Stúlkan og báðir ökumenn- irnir voru flutt á Sjúkrahús Reykja- víkur. Annar fór með sjúkrabfl en hinn með lögreglunni. Sá fyrri var lagður inn en hinn slasaðist lítils- háttar. Stúlkan hálsbrotnaði og átti að fara í aðgerð í gærkvöldi. Báðir bílarnir voru fluttir af slysstað með kranabíl. Þriðja umferðarslysið varð á mótum Vatnsstígs og Lindargötu um kl. 18. Bílamir skullu saman og farþegi í öðrum bflnum lenti með höfuðið í framrúðunni. Hann var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur með skurði á andliti og stóð rann- sókn á honum yfir i gærkvöldi. Ekki var um lífshættulega áverka að ræða. Morgunblaðið/Golli Sumarútsölumar að skella á NÚ eru sumarútsölur að hefjast í verslimum og um að gera að fara í leiðangur og fata sig upp, því nóg er af góðum tilboðum. Þessi mynd var tekin í versl- un Benetton á Laugaveginum í gærmorgun og eins og sjá má var nóg að gera. Kæra vegna tékka fyrir á fimmtu milljón KÆRA hefur borist Rannsóknarlög- reglu ríkisins vegna tékka sem gefnir voru út í tengslum við getraunaleikinn Lengjuna. Upphæð tékkanna nemur samtals á fimmtu milljón króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun maðurinn, sem gaf út tékkana, hafa spilað í getraunaleikn- um Lengjunni og komið sér upp kerfi sem tryggði honum vinning, eða því sem næst. Hann greiddi fyrir Lengju- seðlana með innistæðulausri ávisun sem geymd var á sölustaðnum og innleyst þegar maðurinn hafði fengið vinninginn greiddan. Þetta mun hafa gengið fyrír sig á þennan hátt um allnokkurt skeið. Samkvæmt upplýsingum frá ís- lenskri getspá varð vart við mikla hreyflngu hjá viðkomandi söluaðila og honum þá gerð grein fyrir að þær ávísanir sem hann tæki við sem greiðslu fyrir seðla úr sölukassa væru á hans ábyrgð. Raunar væri öllum söluaðilum gerð skýr grein fyrir þessum reglum. Þegar söluaðilinn gat ekki staðið í skilum við íslenska getspá var sölu- umboð tekið af honum og í kjölfarið var lögmanni falið að innheimta skuldina. Fram að þessum tíma höfðu viðskipti íslenskrar getspár við sölu- aðilann gengið eðlilega fyrir sig. _ Samningur söluaðilans er við fs- lenska getspá þótt getraunaleikurinn Lengjan sé starfræktur af Getraun- um. Áðumefnd kæra er lögð fram fyr- ir hönd söluaðilans á hendur útgef- anda tékkanna. Samið í læknadeilu SAMKOMULAG heilbrigðisráðuneyt- isins og heimilislækna verður væntan- lega kynnt undir lok vikunnar. Katrín Fjeldsted, formaður Félags íslenskra heimilislækna, sagði að unnið hefði verið ötullega með full- trúum frá heilbrigðisráðuneytinu að því að ná fram samkomulagi. Ef ekki hefur verið gengið frá sam- komulaginu taka uppsagnir heilsu- gæslulækna gildi 1. ágúst nk. Upp- sagnarfrestur heilsugæslulækna hafði áður verið framlengdur um þijá mánuði. Katrín sagði að haldinn hefði verið árangursríkur fundur á mánudag. Samkomulag yrði væntanlega kynnt undir lok vikunnar. Hún vildi ekki gefa upp í hveiju samkomulagið væri fólgið. Kjaraviðræður eru komnar í gang o g tveir fundir hafa verið haldn- ir með samninganefnd ríkisins. Morgunblaðið/Ásdís Fjölmenni á tónleikum Pulp VEL á fimmta þúsund ungmenni fögnuðu bresku hþ'ómsveitinni Pulp sem hélt tónleika sína í Laugardalshöll í gærkveldi. Hyómsveitin hóf tónleikana á tveimur rólegum lögum sem fáir þekktu, en herti síðan ferðina með lagi sem leiðtogi hennar, Jarvis Cocker, kynnti á íslensku, Manstu fyrsta skiptið? Brutust þá út mikil fagnaðarlæti sem jukust enn þegar hann reyndi að spjalla við viðstadda á ís- lensku. Tónleikarnir stóðu fram und- ir miðnætti og áhorfendur voru í yngri kantinum. Ekki bar mik- ið á ölvun. Þrjár íslenskar hljóm- sveitir hituðu upp fyrir Pulp, SS Sól, Funkstrasse og Botn- leðja. Sveitarfélögin taka að sér rekstur sérskólanna Samningar á lokastigi BLAÐINU í dag fýlgir Qög- urra síðna auglýsingablað frá BYKÓ. SAMNINGAR eru á lokastigi við sveitarfélögin um að þau taki að sér rekstur sérskólanna. Við yflrfærslu grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga var ijármagn ætlað sérskólum flutt til bráðabirgða í Jöfnunarsjóð sveit- arfélaga. Unnið að framtíðarskipulagi Að sögn Siguijóns Péturssonar, deildarstjóra grunnskóladeildar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, verður fyrirkomulag kennslu í sér- skólunum nær óbreytt næsta skóla- ár. Hann orðar það svo að í raun sé verið að frysta ástandið þetta árið. „Nú eru samningar um það bil að takast milli Reykjavíkurborgar, Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs um að Reykjavíkur- borg taki að sér að reka þá sérskóla sem staðsettir eru í Reykjavík. Enn- fremur er komin fram viljayflrlýsing frá hinum sveitarfélögunum, Ákur- eyri og Kópavogi, um að þau taki að sér rekstur þeirra deilda sem þar eru. Jöfnunarsjóður mun síðan greiða kostnaðinn við að halda þessari starf- semi uppi næsta ár,“ segir Sigurjón. Enn er ekki alveg ljóst hvemig framtíðarskipulag sérkennslunnar verður, en unnið verður að því á þessu ári. Sigurjón segir þó að uppi séu hugmyndir um að eðlilegt sé að fjár- munir fylgi hveijum nemanda þannig að heimasveitarfélag hans geti valið hvort það sendi hann í sérskóla í önnur umdæmi eða sinni kennslu hans heima fyrir, gegn því fjármagni sem myndi fýlgja nemandanum. „Við munum nota tímann fram að næsta vori til að móta þetta. Ef gerðar verða breytingar frá og með næsta skólaári, verða þær ákveðnar snemma þannig að allir geti haft tíma til að undirbúa sig og taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru,“ segir Siguijón. Stýrir Kvik- myndasjóði ÞORFINNUR Ómarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs. Stjórn sjóðsins mælti einróma með ráðningu Þorfinns og mun hann taka við starfinu 1. sept- ember næstkomandi. Þorfinnur er fæddur 25. október árið 1965. Hann lagði stund á frönsku í Montpellier árið 1990 og fjölmiðlafræði í París frá 1990 til 1993. Frá árinu 1993 hefur hann starfað á Ríkissjónvarpinu, fyrst sem umsjónarmaður Dagsljóss og síðar sem fréttamaður. Þorfínnur er kvæntur Önnu K. Hauksdóttur og eiga þau tvo syni. Umsóknir um stöðuna voru 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.