Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Einstaka bóndi á Suðurlandi hefur lokið slætti Hætta á að heyfengur spill- ist vegna of mikillar sprettu Morgunblaðið/RAX GUÐMUNDUR stendur hér við hey sem sett var í rúllUr á 17. júní. AFAR góð grasspretta hefur verið á landinu síðustu daga og segir Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, að ef ekki geri þurrk næstu daga muni gras spretta mikið úr sér um sunnan- vert landið og gæði heyfengsins verða lítil. Guðmundur hefur lokið fyrri slætti og lýkur við að taka heyið saman í dag. Guðmundur hóf slátt 16. júní, en það er um tíu dögum fyrr en í meðal- ári. Hann hefur þegar lokið við að slá allt túnið, sem er um 55 hektar- ar. Afar óvenjulegt er að slætti sé lokið svo snemma. Ekki eru mörg ár síðan bændur töldu gott ef þeir náðu að ljúka heyskap fyrir verslun- armannahelgi. Þess má geta að sam- kvæmt gamla tímatalinu byija hey- annir 28. júlí. Ótryggur þurrkur Þrátt fyrir að þurrkur hafi verið ótryggur undanfarna daga hafa margir bændur á Suðurlandi reynt að eiga við heyskap. Gras er mjög víða fullsprottið enda hefur verið einstök sprettutíð síðustu daga, heitt í veðri og votviðrasamt. HRYGGJARLIÐIR í tæplega fertug- um íslendingi brotnuðu í lendingu eftir stökk af 12 metra háum kletti niður í sjó á Calad’or suðaustur af Palma á Mallorea upp úr hádegi á laugardaginn. ísienskur fararstjóri á vegum Samvinnuferða - Landsýnar, ásamt þremur öðrum, náði mannin- um upp og kallaði á aðstoð. Kristján Gunnarsson, fjármálastjóri hjá Sam- vinnuferðum - Landsýn, segir haft eftir læknum á Mallorca að maður- inn nái sér að fullu. Kristján sagði að slysið hefði átt sér stað í svokallaðri Klettastökks- ferð. Klettastökksferðir, m.a. í þeim tilgangi að stökkva ofan af klettin- um, annað hvort úr 6 eða 12 m hæð, hefðu verið farnar á vegum ferðaskrifstofunnar slysalaust í „Ég held að bændur hafí almennt ekki áttað sig á vorinu. Þeir báru al- mennt of seint á, en að mínu mati á að bera áburð á túnin strax og hægt er að komast um þau á traktor á fimm ár. Ekki hefði heldur verið því um að kenna að maðurinn hefði rek- ið sig í klettinn eða botninn heldur hefði hann gert mistök í stökki úr 12 m hæð og lent sitjandi en ekki með fætuma á undan eins og gert væri ráð fyrir. Hann hefði brotnað í lendingunni. Gylfi Steinn Gunnarsson, farar- stjóri í ferðinni, kom manninum til aðstoðar. „Við, ég og Svanhildur vorin. Grasið hefur sprottið það hratt að núna eru menn að komast í hin mestu vandræði," sagði Guðmundur. Guðniundur sagði að heyfengur væri undirstaða fyrir afkomu bænda. Davíðsdóttir, hinn fararstjóri hóps- ins, vorum með honum og öðrum hópi frá hótelinu við klettinn. Stokk- ið hefur verið af klettinum í sjóinn í mörg ár og aldrei orðið slys. Ég sá manninn ekki stökkva. Hins veg- ar sá ég hvernig hann veltist um í sjónum og stökk því, ásamt öðrum farþega, strax niður. Tveir voru fyr- ir í sjónum og hjálpuðu okkur að koma honum í land. Síðan var hlaup- Með góðu heyi næðu bændur meiri afurðum úr gripunum með lægri kostnaði. Þeir gætu t.d. sparað sér mikla fjármuni í kjarnfóðurkaup ef heyið væri gott. Mikill munur milli landshluta Guðmundur sagði að staðan á Súðurlandi væri alls ekki dæmigerð fyrir stöðu bænda í heild. Um norð- anvert landið og á jörðum sem liggja ofar í landinu væri gróður mun skemmra á veg kominn. Þar væru bændur almennt ekki byijaðir að slá vegna þess að þeir væru enn að bíða eftir betri sprettu. „Líkast til hefur munur á sprettu milli landshluta sjaldan eða aldrei verið meiri en í ár. Ég talaði við bónda á Vestfjörð- um fyrir fáum dögum sem var ekki farinn að setja út kýr vegna þess að það var ekki kominn almennileg- ur gróður fyrir þær.“ Guðmundur setur allt sitt hey í rúllur og hefur gert það síðan árið 1989. Hann sagði að með rúllunum hefðu bændut' stigið ótvírætt framfaraskref. í kjölfarið hefði verk- un á heyinu batnað mikið og vinnuá- lag við heyskap minnkað. ið upp á hótelið og kallað á lækni og sjúkrabíl,“ sagði Gylfi Steinn. Hann sagðist halda að einn hrygg- jarliður hefði brotnað í manninum. En rannsókn á honum stæði enn yfir. Fluttur heim fljótlega Kristján tók fram að Gylfi hefði brugðist hárrétt við aðstæðum. Allir fararstjórar á vegum ferðaskrifstof- unnar hafa gengið í gegnum nám- skeið í neyðarhjálp. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og lá í gjörgæslu þar til í gærmorgun. Hann hefur mátt í fótum en verður væntanlega rúmliggjandi 4 til 8 vikur. Læknar á Mallorca telja að maðurinn nái sér að fullu. Hann verður fluttur til ís- lands fljótlega. Fölsuðu 30 öku- skírteini RANNSÓKNARLÖGREGL- AN í Hafnarfirði hefur haft til rannsóknar fölsuð ökuskír- teini sem tekin hafa verið af unglingum á skemmtistöðum undanfarið. Tveir menn hafa viðurkennt að hafa búið til um 30 skírteini og selt á 5.000 krónur hvert. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni í Hafnarfirði eru það aðallega unglingsstúlkur sem hafa keypt skírteinin til að komast inn á skemmtistaði. Mennirnir tveir, sem bjuggu skírteinin til, komust • yfir stimpil og tókst þeim að gera skírteinin þannig úr garði að mjög erfitt var að sjá að um falsanir var að ræða. Mennirnir eru 21 og 22 ára gamlir, annar úr Hafnarfirði, hinn úr Reykjavjk. Þeir hafa nú lagt þessa iðju af og telst málið upplýst. Borgarráð Sjö skóla- sljórar ráðnir BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu skólamálaráðs um ráðningu sjö skólastjóra við grunnskóla í Reykjavík frá og með 1. ágúst n.k. Samþykkt var einróma að ráða Ragnar Þorsteinsson skólastjóra Breiðholtsskóla, Yngva Hagalínsson skóla- stjóra Hamraskóla, Ernu Sveinbjarnardóttur skóla- stjóra Langholtsskóla, Haf- stein Karlsson skólastjóra Se- lásskóla og Þórð Kristjánsson skólastjóra Seljaskóla. Ennfremur var samþykkt að ráða Guðbjörgu Þórisdóttur skólastjóra Breiðagerðisskóla og hlaut hún 3 atkv. en Júlía Ingvarsdóttir hlaut 2 atkv. Samþykkt var að ráða Berg- svein Auðunsson skólastjóra Vogaskóla og hlaut hann 3 atkv. en Agnes Björnsdóttir hlaut 2 atkv. Iskönnunarflug Jaðarinn 32 mílur frá landi ÍSJAÐARINN er nú næst landi 32 sjómílur norður af Kögri. Þetta kom fram í ískönnun- arflugi TF-Sýnar úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi í gær. Vegna þoku var ísröndin að mestu leyti könnuð með ratsjá. Næst landi var ísjaðar- inn 51 sjómílu norðvestur af Blakk, 47 sjómílur norðvestur af Barða, 32 sjómílur norður af Kögri og 47 sjómílur norð- austur af Hornbjargi. Að því er fram kemur í yfir- liti frá Landhelgisgæslunni gæti verið að stakir jakar og ísdreifar út frá ísröndinni sæ- just ekki í ratsjá flugvélarinn- ar. Ungar teknir í fóstur eftir móðurmissi BÖRN á leikjanámskeiði í Öldutúnsskóla tóku á mánudag fimm unga í fóstur eftir að æða- kollan móðir þeirra hafði orðið fyrir bifreið á Reykjanesbraut. Einn unginn Iést hins vegar í gær og var því ákveðið að fela Fjölskyldu- og húsdýragarðinum ungana til varðveislu, mætti það verða til að haida í þeim lífinu. Hlynur Sigurðsson flokksljóri á leikjanám- skeiðinu, segir að um hádegi á mánudag þeg- ar börn og leiðbeinendur voru að koma úr göngutúr frá Ásfjalli, hafi þau rekist á bæjar- starfsmann sem var að reyna að nálgast ung- ana og lét vita um hið hörmulega óhapp. Hræddir og villtir „Hann spurði okkur hvort við gætum farið með ungana niður að tjörn, en sagði síðan að það væri sjálfsagt ekki ráðlegt, því að þá gætu bæði kettir og svartbakur komist í þá og étið. Ungarnir voru hræddir og villtir, en við náðum þeim og tókum í fóstur. Síðan skírð- um við þá, hávirðulegum og þjóðlegum nöfn- um, Höskuld, Sturlu, Skafta, Vigdísi og Yrsu Þöll. Skafti dó síðan í gærmorgun og fékk virðulega útör,“ segir Hlynur. Að fegnum leiðbeiningum frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var ungunum gefinn kattamatur, stappaður mjög smátt, og var honum sprautað upp í þá. Einnig geta þeir borðað bleytt brauð, hafragraut og soðin hrís- Morgunblaðið/Sverrir KRAKKARNIR á leikjanámskeið- inu voru forvitnir og hrifnir af fósturbörnum sínum meðan á dvöl þeirra stóð, en ákveðið var að fag- menn tækju við ungunum, til að auka Hfslíkur þeirra. grjón. Gefa þarf ungunum á tveggja tíma fresti og tók einn starfsmaður leikjanám- skeiðsins, Gerður Magnúsdóttir, að sér að vakna á tveggja tíma fresti í fyrrinótt til að fóðra ungana. Búið var um ungana í kassa fóðruðum með peysum og með vatni í skál. Tveggja daga ævintýri Um það bil 80-90 börn á aldrinum 6-13 ára hafa verið á námskeiðinu eftir hádegi og um 30 fyrir hádegi, og segir Hlynur að krakkarn- ir hafi verið gríðarlega forvitnir um ungana. „Börnin vildu öll halda á þeim og klappa, en við reyndum að stilla því í hóf þannig að ekki væri verið að hnoðast alltof mikið með litlu greyin. Þetta var tveggja daga ævintýri hjá okkur, og krakkarnir hafa verið rosalega spenntir en nú er rétt að fagmennirnir taki við,“ segir hann. íslendingur slasaðist á Mallorca er hann stökk af 12 metra kletti Fararstjóri skjót- ur til hjálpar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.