Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D/E tttftn»IH*fcife STOFNAÐ 1913 148.TBL.84.ARG. MIÐVIKUDAGUR 3. JULI 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kjörsókn gæti ráðið miklu í síðari umf erð f orsetakosninganna Tvísýnt um úr- slit í Rússlandi Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. SÍÐARI umferð forsetakosninganna í Rúss- landi er í dag og stendur valið milli Borís Jelts- íns forseta og kommúnistans Gennadís Zjúg- anovs. Flestar skoðanakannanir síðustu dag- ana gefa til kynna að Jeltsín sigri með yfirburð- um en þær eru taldar ótraustar og léleg kjör- sókn gæti komið Zjúganov til góða. Liðsmenn hans eru yfirleitt taldir mun tryggari og lík- legri til að fara á kjörstað. Sumir stjórnmála- skýrendur segja gott veður geta gagnast Jelts- ín, aðrir að kjósendur hans séu margir áhuga- litlir og líklegir til að sleppa því að kjósa en eyða heldur frídeginum í sumarhúsum sínum ef sólin skín. Samkvæmt lögum var bannað að reka áróð- ur í gær og aflýsti Zjúganov blaðamannafundi af þessum sökum. Alexander Lebed, yfirmaður öryggisráðsins og að margra dómi líklegur arftaki Jeltsíns, kallaði fréttamenn á sinn fund og lýsti þar m.a. nýjum aðgerðum til að kveða niður glæpafár og spillingu. Forsetinn hefur ekki látið sjá sig á almanna- færi í tæpa viku vegna heilsubrests. Er þetta ekki talið munu hafa úrslitaáhrif á niðurstöðu kosninganna en hefur beint mjög athyglinni að því hvað gerist ef Jeltsín verður að draga sig í hlé eða fellur frá á kjörtímabilinu, sem er fjögur ár. Samkvæmt lögum á Víktor Tsjernomýrdín forsætisráðherra þá að taka við embættinu til bráðabirgða og efna til nýrra kosninga innan þriggja mánaða. Rússland er víðlendasta ríki í heimi, nær yfir 11 tímabelti og var því kominn miðviku- dagsmorgunn á Tsjúkotkaskaga við Berings- sund í gærkvöldi og kjörfundur hafinn. Honum lýkur klukkan 18 í kvöld að íslenskum tíma í Kalíníngrad við Eystrasalt. „Andvígur báðum frambjóðendum" Auk þess að kjósa annaðhvort Jeltsín eða Zjúganov geta kjósendur lýst óánægju sinni með því að merkja við reitinn „andvígur báðum frambjóðendum". Sigurvegari verður að fá fleiri atkvæði en andstæðingurinn og jafnframt fleiri en óánægjureiturinn. Kosninganefndin hefur 30 daga til að skýra frá endanlegri niðurstöðu og mánuði síðar lætur forsetinn af völdum hafi hann tapað. Ekki eru skýrar reglur um valdaafsalið, Jeltsín sendi drög að þeim, sem báðar deildir þingsins höfðu samþykkt, aftur til þingmanna og krafð- ist breytinga. Búist var við að neðri deildin, Dúman, myndi fjalla á ný um drögin í vikunni og koma eitthvað til móts við Jeltsín til að reyna að knýja lögin í gegn. ¦ Þátttakatalinráðaúrslitum/15 Reuter UNGUR sjálfboðaliði í borginni Petropavlovsk á Kamtsjatkaskaga strauj- ar rússneskan fána til notkunar á kjör- stað i gær. Norður-Ameríka Milljónir án raf- magns Los Angeles. Reuter. RAFMAGN fór af víða í vest- urhluta Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó í gær og olli bilunin erfiðleikum á hundruðum þúsunda heimila og fyrirtækja. Er síðast frétt- ist var ekki vitað með vissu hvað valdið hefði biluninni . Milljónir manna skýrðu frá truflunum, víða var gripið til varastöðva á flugvöllum og var mikið um seinkun á flugi. Umferðarljós virkuðu ekki á stórum svæðum í Los Angeles og ringulreið varð vegna þessa, lestarferðir fóru einnig úr skorðum. Vegna hitabylgju var orkunotkun með mesta móti í vesturríkjunum en loft- kæling þarf mikla raforku. Sums staðar tókst að koma aftur á sambandi eftir skamma stund en hlutar Kaliforníu, Nevada og Oregon voru enn myrkvaðir í gærkvöldi. Talið var að upphafið mætti rekja til þess að straumbreytir bilaði á línu er liggur milli Oregon og norðurhluta Kali- forníu en vegna samtenginga á orkustöðvum hafi bilunin síð- an breiðst út með sjálfvirkum hætti. PÁFAGARÐUR fordæmdi í gær harðlega ný lög, sem samþykkt hafa verið í Norðurhéruðunum í Ástraliu, en samkvæmt þeirn er líknardráp löglegt í fyrsta sinn í heiminum. í málgagni Páfagarðs, Osservatore Ro- mano, sagði, að með lögunum hefði verið stigið „nýtt og skelfi- legt skref í sögu mannkyns". Stjórnvöld í Norðurhéruðunum lýstu því hins vegar yfir, að hvergi væri neitt að finna í lög- um, sem meinaði mönnum að afsala sér réttinum til lífsins. Samkvæmt nýju lögunum, Lögumum líknardráp mótmælt sem tóku gildi í fyrradag, verða þrír læknar að staðfesta, að sjúklingur sé dauðvona og þjáist mikið áður en hann fær leyfi til að binda enda á líf sitt. I málgagni Páfagarðs sagði hins vegar, að auðvelt yrði að fara Reuter framhjá þessu og því stæði það eftir, að í fyrsta sinn hefði ríki lagt blessun sína yfir líknar- dráp. Þetta mál hefur einnig vakið miklar deilur í Ástralíu og þar ætla samtök lækna, kirkjunnar manna og leiðtoga frumbyggja að skjóta því til hæstaréttar með þeim rökum, að stjórn Norðurhéraðanna hafi farið út fyrir sitt valdsvið og brotið gegn stjórnarskrá Ástr- alíu. Myndin er frá mótmælum í Melbourne vegna laganna. ¦ Reyntaðhnekkja/19 Bildt hittir Plavsic að máli Neita að fram- selja Karadzic Sarajevo, Pale, Haag. Reuter. CARL Bildt, sem stýrir alþjóðlegu uppbyggingarstarfi í Bosníu, átti í gær fund með Biljönu Plavsic, „varaforseta" Bosníu-Serba en Radovan Karadzic „forseti" afsalaði sér völdum til hennar um helgina. Bildt hafði áður neit- að að hitta Plavsic en sagði „viðhorfsbreytingu" hennar ástæðu þess að hann hefði skipt um skoðun. Plavsic þvertók í gær fyrir það að Karadzic yrði framseldur til stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag en hann er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. Bildt hitti Plavsic í Pale, þar sem stjórn Bosníu-Serba hefur aðsetur. Karadzic fékk Plavsic forsetavöld í hendur til bráðabirgða en heldur forsetatitlinum. Fundur hennar og Bildt var fyrsta embættisverk henn- ar sem starfandi „forseti" og sagði hún að fundi loknum að tekist hefði að skýra nokkuð atriði Dayton-frið- arsamkomulagsins, en útskýrði ekki nánar við hvað var átt. Atlaga gegn gjörvallri serbnesku þjóðinni Mjög hefur verið þrýst á Bosníu- Serba um að Karadzic láti af öllum völdum. Bildt átti fund með Plavsic í kjölfar sjónvarpsávarps Karadzic á mánudagskvöld þar sem hann var vígreifur mjög, sagði atlögu Vestur- veldanna að sér beint gegn gjör- vallri serbnesku þjóðinni. Fjórði dagur vitnaleiðslna í máli Karadzic og Ratko Mladic, yfir- manns herafla Bosníu-Serba, fyrir stríðsglæpi, var í gær. Þar sagði Irma Oosterman, sem rannsakað hefur ásakanir á hendur Karadzic, frá því að nauðganir hafi verið not- aðar sem vopn í „þjóðernishreinsun- um" Bosníu-Serba á hendur músl- imum. Lýsti hún fyrir rétti í gær hvernig stúlkum allt niður í 13 ára hefði verið haldið á hóruhúsum sem serbnesk lögregla og vopnaðar sveitir ráku, og þeim nauðgað. Hvorki Mladic né Karadzic eru viðstaddir réttarhöldin en búist er við að vitnaleiðslunum ljúki á föstu- dag. Hvorugur er ákærður fyrir beina aðild að nauðgunum, heldur glæpi af ýmsum toga, svo sem að hafa stýrt umsátrinu um Sarajevo, árá- sinni á griðasvæði SÞ í Srebrenica ofl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.