Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ _________FRÉTTIR______ Sómabyrjun í Svartá og Svalbarðsá GUNNHILDUR Ásgeirsdóttir glúndi við sinn fyrsta lax í Elliðaán- um á dögunum og hafði betur. Á myndunum nýtur hún aðstoðar Einars Páls Garðarssonar. ÞRÍR laxar veiddust fyrstu dagana í Svartá og er það með því besta sem þar gerist í opnun, enda áin langt inni í landi og talin með svokölluðum „síðsumarsám". Aftur á móti gáfu líflegar göngur í Blöndu snemma í júní góð fyrirheit að líf myndi vera í Svartá mánuði seinna og gekk það eftir. Þá voru menn himinlifandi með opnunina í Svalbarðsá í Þistilfirði. Fyrsti maðurinn sem renndi færi veiddi umsvifalaust 17 punda fisk og sjö laxar til viðbótar fylgdu honum á þurrt áður en fyrsta hollið hafði lokið veiðum fyrsta daginn. „Einhver reytingur" „Það veiddust þrír laxar og það var einhver reytingur af fiski kominn upp um alla á. Laxarnir voru allir 10-11 pund, tveir þeirra veiddust í Ármótunum og einn í Hlíðarhyl. Ár- mótin eru annars óvenjuleg núna að því leyti að Blanda er nánast tær og því varla um vatnaskil að ræða. Laxinn virðist þó stoppa eitthvað þarna þrátt fyrir það,“ sagði ívar Páll Jónsson, einn þeirra sem opnuðu Svartá um helgina. Sagði ívar enn fremur að menn teldu þetta með betri opnunum í Svartá seinni árin, því algengt væri að enginn lax veidd- ist í ánni í opnun, eða í mesta lagi einn eða tveir. Sjaldan fleiri. Lax kominn í Svalbarðsá Átta laxar veiddust í Svalbarðsá í Þistilfirði á mánudaginn. Fyrsti lax- inn gaf góðan tón, þar var um 17 punda lax að ræða. Fleiri laxar bætt- ust í aflann í gær og töldu menn að komið væri talsvert af laxi í ána. Að sögn Jörundar Markússonar, leigutaka Svalbarðsár, var laxinn einkum í efri hluta árinnar og allt var það stórlax sem veiddist, m.a. tveir 17 punda, einn 16, einn 15 og einn 14 punda. Enginn var minni en 10 pund og sagði Jörundur að í þrem- ur hyljum hafi þeir félagar séð enn stærri laxa en þá 17 punda sem veiddust. Með í hópnum var Kolbeinn Jóhannsson, sem veitt hefur í ánni í 40 ár. Að sögn Jörundar man Kol- beinn varla eftir annarri eins byijun. Á þriðja hundrað á einu kvöldi Víða leynast veiðiparadísir, en langt er þó að sækja sumar og á það við um Ljótapoll á Landmannaleið. Ljótipollur er fom sprengigígur, eins og stækkuð mynd af Kerinu í Gríms- nesi og það kemur mörgum á óvart að í vatninu skuli þrífast fiskur. Kvöld eitt fyrir skemmstu voru þrír menn þar að veiðum. Stóðu þeir við og mokuðu fiski nær sleitulaust á þurrt. Á endanum, eftir sex klukku- stunda veiðiskap, lágu 235 fiskar í valnum og var þó enn botnlaus taka er mennirnir þrír spóluðu inn og töldu nóg komið og vel það. Allt var þetta urriði, mest um það bil 1,5 punda. Framan af veiddist mest á spón, grænan „Dropa", en er fór að hægj- ast um tökur sneru menn sér að síld, beittu henni og köstuðu sökkulausu. Hélt þá atgangurinn áfram af fullum krafti. Prýðisgóð veiði hefur verið í Með- alfellsvatni að undanförnu, að sögn Gísla Ellertssonar á Meðalfelli. Menn eru að fá ágætan urriða, 1-2,5 punda, reyting af bleikju og svo hafa nokkr- ir laxar veiðst. Þá virðist sjóbleikja vera að hnussa af heimaám sínum og vötnum fyrr en venjulega á þessu sumri. Þannig fór hópur í Kaldbaksvík fyrir um hálfum mánuði og veiddi um 20 bleikjur, allt að 4-5 punda. MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 9 Sértilboð til Costa del Sol 30. júlí frá 43.932 Nú getum við boðið okkar vinsæia gististað á Costa del Sol, E1 Pinar, á frábæru verði þann 30. júlí. Hér er glæsilegur aðbúnaður í boði, allar íbúðir með sjónvarpi, síma, loftkælingu og á hótelinu er mikil þjónusta, móttaka, veitingastaðir, tennis- vellir, líkamsrækt og tvær sundlaugar. Hér getur þú notið lífsins í sumar á vinsælasta sólarstað við Miðjarðarhafið og nýtur góðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða á staðnum. 43.932 Verð kr. M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 30. júlí. 49.960 Verð kr. M.v 3 í studíó, E1 Pinar, 30. júlí. HEIMSFERÐIH Austurstræti hæð. Sími 562 4600. ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA öðumv ehf. tískuverslun v/Nesveg Seltjarnarnesi sími 561 1680 Afgreiddu þín mál á öruggan hátt Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram 1. til 19. júlí. Komdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og tryggðu þér áfram góð kjör með nýjum spariskírteinum eða öðrum ríkisverðbréfum. • Öruggustu verðbréf þjóðarinnar. • Varsla spariskírteina. • Yfirlit yfir eign og verðmæti skírteinanna. • Tilkynning þegar iíður að lokagjalddaga. • Föst og örugg ávöxtun út lánstímann. • Aðstoð við sölu skírteina fyrir gjalddaga. • Kaup og sala eldri flokka spariskírteina. • Ráðgjöf gegnum síma. • Upplýsingar um verðmæti skírteina á hverjum tíma. • Kaup á skírteinum í reglulegri áskrift. • Aðstoð við endurfjármögnun á spariskírteinum. • Sérfræðingar í ríkisverðbréfum. Hafðu samband við sérfræðinga okkar : í ríkisverðbréfum og tryggðu þér ný spariskírteini í stað þeirra sem nú eru ” til innlausnar. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð, sími 562 6040, fax 562 6068. Spariskírteini ríkissjóðs - framtíð byggð á öryggi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.