Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR P\ És . f m,. #Vk ■ * M w Sm * k-ð! Bk 9 i t 1 iijBn-' - —Jbw \ * Æ ~ É FRÁ fundi i barnastúkunni, sem sagt er frá í niðurlagi greinarinnar. Nú þegar fjölmiðlar flytja fréttir um átta þúsund ungmenni, sem reika á „mjóum fótum með fjöll á herðum sér“ og bíða þess að foreldrar eða lögregla komi þeim í húsaskjól þá verður þeim, sem komnir eru að fótum fram hugsað til fyrri ára, skrifar Pét- ur Pétursson, til þeirra heiðursmanna bindind- ishreyfíngarinnar, sem unnu fórnfúst starf, án endurgjalds, í þágu ung- menna og barna. Eitt kunnasta lag danska tón- skáldsins H.C. Lumbyes er flutt í sjónvarpi hvert gamlárskvöld, þegar ár er kvatt og öðru heilsað. Tón- skáldið sjálft hefir sagt frá því hvernig það varð til. Lumbye var beðinn að leika í veislu hjá breska sendiherranum í Kaupmannahöfn. Það var í sama mánuði og alþingi íslendinga var endurreist árið 1845. Hann kveðst hafa verið á leið í sam- kvæmið er honum varð gengið fram hjá ölkrá, þar sem hann var tíður gestur og hitti jafnan vini og drykkjubræður. Hann stóðst ekki mátið og ákvað að lyfta glasi með vinum sínum áður en hann héldi áfram ferð sinni til sendiherrans. Glösin urðu fleiri en eitt og gleð- skapurinn æ galsafengnari. Að lok- um fór svo að sendiherrann gleymd- ist og áfram var setið og svallað. Síðan lá leið tónskáldsins heim. Þar var Lumbye vel fagnað og hann spurður spjörum úr um veislu sendi- herrans og veitingar. Fenguð þið ekki kampavín? Spurði fjölskylda Lumbyes. Ja, hvort við fengum, sagði tónskáldilð og settist við hljóð- færið. Lék af fmgrum fram og lýsti samkvæmi sendiherrans, glaum þess og gleði. Klingdi glösum í tóna- flóði. Tappamir flugu úr kampa- vfnsflöskunum. Allt ómaði af töf- randi tónum og lífsgleði. Þannig lýsti Lumbye veislu, sem hann hafði aldrei setið nema í huganum. Með þeim hætti varð til eitt þekktasta lag, sem danskt tónskáld hefir nokkru sinni samið. Flestir íslend- Kampavínsgalop skóla- meistarans með þátt- töku forsetaframbjóðenda DANSKA tónskáldið H.C. Lumbye á leið til veislu þjá breska sendi- herranum í Kaupmannahöfn. Hér stendur Lumbye hugsandi við dyr knæpunnar þar sem hann var vanur að lyfta glasi með félög- um sínum. Honum dvaldist þar við glaum. Sendiherrann gleymd- ist. Daginn eftir samdi hann sitt frægasta lag, „Champagnegalop“. EF POUL þætti skemmtilegra að skála í víni þá skal ég sjá um það“, sagði Borgþór Jósefsson, heiðursfélagi Stórstúku íslands við Onnu Borg, dóttur sína. „KEMUR ekki til mála að skála í víni“, sagði Poul Reu- mert, frægasti leikari Dana er brúðkaupsveisla hans og Onnu Borg var undirbúin. ingar . munu kannst við Champagnegalop H.C. Lumbye’s. Eitt helsta fræðasetur landsins, Menntaskólinn í Reykjavík fagnaði nýlega hundrað og fimmtíu ára afmæli. Fyrsti rektor skólans, Sveinbjörn Egilsson, skáld og mál- vísindamaður, sá sem gaf þjóð sinni skáldamálsorðabók, hornstein og undirstöðu íslenskrar tungu, brýndi hófsemi og bindindi fyrir nemend- um sínum. Hann hélt fræga ræðu um það efni, til áhersluauka. Ung- ir, framsæknir, frelsisgarpar, vín- hneigðir og svallgefnir sumir hveij- ir undu eigi ákúrum rektors og hófsemiskröfum. Þeir fyllktu liði með fulltingi „betri borgara" og komu rektor á kné. Afhrópuðu hann úr embætti. Þeir töldu knæpusetur, skála- glamm, púnsdrykkju og billiardspil til mannréttinda. Bjarni rektor, sem tók við embætti Sveinbjarnar Egils- sonar sagði um reykvíska pilta er eigruðu stefnulaust um stéttar bæjarins að þar færi margur „verð- andi tugthúskandidat". Tíminn leið og höfuðstaður Norðurlands, Akur- eyri, eignaðist sinn menntaskóla, skólameistari hans, Sigurður Guð- mundsson, hafði þann sið að kalla nemendur „á Sal“ og flytja þeim boðskap þegar brjóst hans fylltist eldmóði og hugsjónaglóð. Slíkar stundir voru mörgum minnisstæð- ar. Nú hefir það gerst að arftaki Sigurðar, Þórarins Björnssonar og Steindórs frá Hlöðum hefir í ræðu við brautskráningu stúdenta fjallað um mannréttindi og rétt til áfengis- kaupa og sett samasemmerki við hvorttveggja. Hugrenningar og reikningskúnstir meistarans eru með þeim ólíkindum og slíkt Champagnegalopp að erfitt er al- múgamanni að fylgja slíku odda- flugi. Ræðumaður setur fram þá hugmynd að alþingisforseti 18 ára yrði settur í þann vanda að geta ekki lyft kampavínsglasi og skálað við erlendan mann. Hann skorti til þess mannréttindi. Ekki minntist skólameistarinn neitt á manndóm í þessu sambandi. Er ekki komið nóg af þeim hugsunarhætti, sem miðar allt við það hvað útlendingar haldi um íslendinga? Væri ekki nær að skólameistari hefði áhyggjur af því hvernig íslensk menntastefna verður að lúta í lægra haldi vegna stjórnvaldsaðgerða? Aðgangur tak- markaður að menntastofnunum. Kreppt að söfnum og sjúkrahúsum, svo fátt eitt sé nefnt. Blessaður menntafrömuðurinn virðist láta það stjórna afstöðu sinni til áfengisneyslu hvað útlendingar kynnu að hugsa um hegðan íslend- inga. Sú var tíðin að erlendir höf- undar sem rituðu um ferðir sínar hingað til lands undruðust of- drykkju og misnotkun sterkra drykkja, danskir búðarþjónar, ís- lenskir prestar voru þar framarlega í flokki. Bólu-Hjálmar kvað um dapurlega sjón er hann sá í einni lest: ..„áhaldsgögnin slitin flest, dapra konu, drukkinn prest, dremb- inn ... og meiddan hest“. Fjölnis- menn stofnuðu bindindisfélag m.a. til þess að bjarga Hafnarstúdentum sem annars hefðu endað ævi sína í Kanalnum. Á undanförnum árum hafa stjórnvöld og einstaklingar haft sí- vaxandi áhyggjur vegna aukinnar drykkju ungmenna. Ber öllum skýrslum saman um að með hverju ári lækki aldur þeirra, sem þurfa aðstoð hjálparstofnana vegna áfengisfíknar og ofdrykkju. Sumir hafa nefnt 12 ára börn, sem komið hafa til meðferðar á Tindaheimili vegna Tindavodkadrykkju eða Landa. Á sama tíma og ýmsir forvígis- menn menntamála ganga fram fyr- ir skjöldu og nefna mannréttindi og vínkaup í sömu andrá kæra þeir hinir sömu sig kollótta um þótt vegið sé í knérunn lista og mennta. Má þar nefna lokun bóka og skjalasafna, styttan afgreiðslu- tíma og sumarlokun. Enginn þeirra háu herra mótmælir. Gagnmerk bókaforlög hrynja hvert af öðru. Bókaútgáfa Menningarsjóðs högg- vin í spað. Almenna bókafélagið leggur upp laupana. Þjóðskjala- safnið hverfur úr skrá dagblaðanna um söfn og opinberar stofnanir. Starfsvettvangur Benedikts Sveinssonar alþingisforseta og þjóðmálaskörungs þurrkaður út, eins og ekkert sé, þó afkomandi hans sé menntamálaráðherra. Á sama tíma er afgreiðslutími vínveit- ingastaða framlengdur langt fram á nótt og hvetjandi auglýsingar festar í glugga við nefið á lög- gæslumönnum dómsmálaráðherra og lögreglustjóra: „Happy Hour“ drykkir á hálfvirði fyrir þá sem koma snemma kvölds. Handskrifað skilti í fyrstu, en síðan gljábrennt á glerplötu með þegjandi samþykki lögreglu, sem gengur daglega framhjá því án athugasemda. Tvískinnungur forsetaframbjóð- enda birtist með ótvíræðum hætti. Þeir lýsa allir yfir vilja sínum til þess að berjast við vímuefnavanda og verjast eftir föngum. Að loknum hjartnæmum yfírlýsingum um staðfastan vilja sinn lýsa þeir allir fylgi sínu við lækkun vínkaupald- urs. Um leið og stjórnvöld tak- marka rétt til menntunar, hindra nemendur, sem óska inntöku í skóla, loka sjúkrahúsum og draga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.