Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Jenni Ljóska Það eru engir kettír á tunglinu ... Það vita nú allir ... Ég hélt að það væru góðar fréttir... BREF TIL BLAÐSEMS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Vægur dómur Svar til Gísla Gíslasonar Frá Samúel Erni Erlingssyni: GÍSLI Gíslason stuðningsmaður Leifturs á Ólafsfirði beinir til mín spurningum sem tengjast myndbirt- ingum Sjónvarpsins, og meðferð aganefndar Knattspyrnusambands íslands á máli Slobodans Milisic. Gísli nefnir svar mitt við tilskrifum Þorsteins Þorvaldssonar formanns Leifturs í Morgunblaðinu í vikunni. Svör við sumum spurninga hans eru þar, en mér er ljúft að svara þeim aftur. Fyrstu 6 spurningunum er að hluta, eða öllu leyti, beint til mín, eða íþróttadeildar RÚV, og spurning 5 fellur út vegna svars við 3. spurningu: 1. Það varð enginn þrýstingur til þess að fjallað var um árás Milisic á Bibercic. Það er athyglisvert, þeg- ar leikmaður eltir annan 20-30 metra og ræðst á hann. Og kemst upp með það án refsingar, í íþrótt sem kennir sig við prúðmennsku og háttvísi. Ég liti á það sem afglöp frétta- manns í starfi að birta ekki myndir af slíku, ekki síst þegar viðkomandi leikur er til umfjöllunar. 2. Eftir samantekt af leiknum bað aganefnd um upptöku af atvik- inu, fékk, og dæmdi Milisic í þriggja leikja bann. 3. Aganefnd óskaði líka eftir upp- töku af nefndu broti í leik KR og Vals, eftir að Sjónvarpið benti sér- staklega á það í fréttum. 4. Ég reikna með að aganefndin fjalli um gögn sem hún aflar sér. Að öðru leyti verður nefndin að svara fyrir sig. 5. íþróttadeild RÚV metur hlut- laust fréttagildi hvers þess máls sem til hennar kemur. Deildin er ekki í neinum tengslum við aganefnd KSÍ, sem svarar því best sjálf hvernig best er að nálgast hana. Að lokum þetta: Það hefur ekki staðið á svörum hjá mér, eða íþrótta- deild RÚV vegna þessa máls, eða annarra. Óbein ásökun Gísla á hend- ur mér og félögum mínum, um kyn- þátta- og landsbyggðarhatur þykir mér léttvæg, enda landsbyggðar- maður og vísast með duggarablóð í æðum. Asakanir af því tagi dæma sig líka sjálfar. Alvarlegri þykir mér ásökun um að draga taum eins á kostnað annars. Það er af ósann- girni gert; öll meðferð íþróttadeild- arinnar á málinu liggur fyrir, og er af fullum jöfnuði. Að lokum þetta: Ég verð að við- urkenna að ég er orðinn hundleiður á þeim nornaveiðum sem orðið hafa í framhaldi þessa máls, eins og það er í eðli sínu einfait. Milisic kom sér sjálfur á kaldan klaka, og slapp vel. Þeir Ólafsfirðingar sem ég þekki, eru meiri íþróttamenn en svo að þeir kenni öðrum um eigin axarsk- öft og landsbyggðarvæl hef ég ekki heyrt úr þessum firði fyrr. Nær væri að átta sig á því, að dómur aganefndar er vægur, ef skoðuð eru sambærileg mál, hérlend- is og erlendis. Og nefnt brot í leik KR og Vals, þó ódrengilegt sé, á það helst sameiginlegt með broti Milisic að hafa gerst í sömu vikunni. Með kveðjum til Ólafsfirðinga og ósk þeim til handa um gæfu og drenglyndi á knattspyrnuvellinum. SAMÚEL ÖRN ERLINGSSON, íþróttafréttamaður RÚV. Upplýsmgar um Alnetstengingu við Morgunblaðið Tenging við heimasíðu netfangið: mbl@centrum.is. Morgunblaðsins Mikilvægt er að lesa vandlega Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upp- lýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðs- ins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Alnetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á Alnetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Alnetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Alnetið noti upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Alnetið Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.