Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 25 FORSVARSMENN ferðamála hérlendis fara næstum daglega stór- um orðum um möguleika íslands í ferðaþjónustu. Þúsundir erlendra ferðamanna slást nú í for með þús- undum Islendinga ár hvert og ferð- ast landshorna á milli. Á þeim fjöl- mörgu vikum sem ég og fjölskylda mín höfum ferðast um landið síðastl- iðin þrjú ár höfum við séð náttúrufyr- irbrigði landsins frá ýmsum sjónar- hornum og upplifað ógleymanleg ævintýri í jeppaferðum um fjallvegi, í gönguferðum á torveldum leiðum, í snjóbfl yfir jökla, slappað af í heitum hverum og riðið fótvissum íslenskum hestum. Við höfum líka spjallað um hvemig hægt væri að bæta ferða- þjónustuna án þess að spilla hinu viðkvæma íslenska umhverfí. Strönd íslands hlýtur að vera ein- hver sú stórbrotnasta í heimi þar sem hrikalegir klettar ganga í sjó fram, gamlar eldflallastöðvar meitlaðar af krafti hafsins og fjölskrúðugt fuglalíf er að fínna. Gönguferðir um Látra- bjarg, Hornstrandir eða Austfirði eru ógleymanlegar, en sú reynsla yrði enn sterkari í minni ef auðveldara væri að sjá staðina af hafí. Okkur hefur oft orðið hugsað til skemmti- ferðaskipanna sem sigla með þúsund- ir ferðamanna um fírðina í Alaska og Noregi og velt því fyrir okkur af hveiju enginn býður svipaðar ferðir undan strandlengju íslands, sem er ekki síður mikilfengleg. í slíkri sigl- ingu væri hægt að bjóða ferðir í smærri þorp og fara í skoðunarferðir um griðasvæði sjófugla. ísland er þekkt um allan heim fyrir íslend- ingasögurnar. Okkur hefur þótt gaman að skoða sögustaði og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Á stöðum eins og Borg og Helgafelli eru nú komin skilti með stutt- um sögulegum útskýr- ingum en annars stað- ar, t.d. á Njáluslóðum, Laxdæluslóðum og jafnvel Þingvöllum, er ekkert sem gefur vís- bendingu um fortíð landsins. íslenskir vinir okkar segja að skilta sé ekki þörf þar sem allir viti hvað hafi gerst þar. En hversu miklu áhugaverðara yrði það ekki fyrir útlendinga (og jafnvel suma íslend- inga) ef átak væri gert í því að gera söguna lifandi með því að gefa út leiðsögubók um söguslóðir og merkja þekkta staði. Víkingaöldin er gullni tíminn í sögu landsins en þess eru ekki mörg merki að finna, ef undan eru skilin nýja víkingaskipið í Reykjavíkurhöfn og Fjörukráin í Hafnarfirði. Aðrar þjóðir í Norður-Evrópu stæra sig af víkingaarfleið sinni oft án þess að eiga tilkall til og tjalda til lífsháttum á tímum víkinganna til að draga að stóra ferðamannahópa. Á íslandi er hægt að skoða Árbæjarsafn og kynnast lífinu á íslandi síðastliðin 100-200 ár, en það er ekkert safn eða ferðamannamið- stöð sem sýnir hvernig víkingarnir bjuggu. Víkingahátíðin í Hafn- arfirði í fyrra vakti at- hygli, en var bara hald- in í þetta eina skipti. Víkingaþorp með endurbyggðum húsum í líkingu við Stöng þar sem leik-arar (sumar- vinna fyrir skólafólk) tækju að sér ýmis hlut- verk svo sem hand- verksmanna, bardaga- manna og fólks að heimilisstörfum yrði bæði fræðandi og skemmtileg aukning í þjónustu við ferðamenn. Af hvetju ættu ferðamenn ekki að velja ísland fyrst til að kynnast víkingatímanum, vöggu lýðræðisins og aðstæðunum sem skópu íslendingasögurnar. Bláa lónið virðist vera eitt helsta aðdráttarafl íslands. Mér fannst gaman að heyra söguna um það hvernig vilga, leðjukennda affalls- vatnið, sem alls ekki var ætlað bað- gestum reyndist hafa góð áhrif á húðsjúkdóma og úr því spratt Bláa lónið. Nú eru rekstraraðilar lónsins að hugsa um að færa út kvíarnar og opna heilsuböð í hæfilegri fjar- lægð frá verksmiðjubyggingunni. Þetta lítur út fyrir að vera góð fjár- festing. Það ættu líka að vera næg tækifæri til að virkja heitt affalls- vatn á öðrum stöðum á landinu og búa til álíka „náttúrulaugar" fyrir baðgesti. Deildartunguhver er eitt dæmi um slíkan möguleika. Við höf- um notið þess að hvíla lúin bein í hverunum í Landmannalaugum og á Hveravöllum á leiðinni yfir Kjöl, en böðin gætu orðið enn betri ef hverirnir væru dýpkaðir og stækkað- ir. Engu að síður hafa vinsældir Bláa lónsins meðal ferðamanna komið okkur á óvart, vegna þess að ylvolgu sundlaugarnar sem finna má í næst- um öllum þorpum og kauptúnum á íslandi eru miklu hentugri til þess að hvílast og láta þreytuna líða úr líkamanum, hvað þá til að synda. Ég átti tal við mann nýlega um að auka ferðaþjónustu fyrir eldri borg- ara og varskemmt að hugmyndinni um að gamla fólkið myndi skemmta sér við að klöngrast yfir ójafna hraunið í botni Bláa lónsins til þess eins að njóta heilsukrafts vatnsins. Fleiri ferðamenn koma um jól o g áramót, segir Parker W. Borg, og þá er óviðeigandi að öll söfn séu lokuð sem og flestir veitingastaðir. Ég held nú samt að ísland gæti orð- ið spennandi áfangastaður fyrir ört vaxandi hóp eldra fólks, en þá frek- ar með því að snúa sér að upphituð- um sundlaugum og frábærri heil- brigðisþjónustu og bjóða eitthvað í líkingu við Heilsuhælið í Hveragerði. Við þurfum að horfast í augu við staðreyndir: Fyrir útivistarfólk er ferðamannatíminn á íslandi of stutt- ur. Auðvitað er náttúrufegurðin á sólríkum sumardegi einstök, en það Möguleikar íslands í ferðamálum Parker W. Borg. Milljarðar hafðir af þjóðinni ÍSLENSKIR sjó- menn og útgerð- armenn hafa á undan- fömum árum með áræðni og framtaki í fiskveiðum á vissan hátt fært út veiðisvæði íslendinga, þannig að nú tekur svæði þetta til Smugunnar og Bar- entshafs, Flæmska hattsins, Síldarsmug- unnar og að sjálfsögðu til veiðisvæðisins á Reykjaneshrygg. Vegna legu landsins ættum við að njóta meiri réttar til físk- veiða í Norðurhöfum en aðrar þjóðir. Barátta danskra stjómvalda, fyrr á öldum, fyrir meiri rétti íslensku þjóðinni til handa að því er tók til fiskveiða, byggðist fyrst og fremst á því, að vegna hinnar sérstöku legu landsins bæri okkar meiri réttur en öðrum þjóðum. Þetta er söguleg staðreynd, sem hefur enn sína þýðingu. Að sjálfsögðu hlýtur meginmark- mið hverrar íslenskrar ríkisstjórnar vera að hámarka aflaverðmæti þjóðarinnar og að sporna við hvers konar ofveiði. Helsta leiðin til þess að koma í veg fyrir ofveiði er gerð milliríkja- eða alþjóðasamninga, einnig með málarekstri fyrir al- þjóðadómstólum. Íslensk stjómvöld átta sig ekki á því, hve sterka stöðu við höfum á því sviði. Hálfgerðir nauðasamningar ættu alls ekki að koma til greina en það hefur aftur á móti því miður orðið hlutskipti samninganefndarmanna okkar á síðustu árum, svo sem bent hefur verið á og skal ítrekað. Þannig em íslensk stjórnvöld undir forystu ut- anríkisráðherra og sjávarútvegs- ráðherra óðum að afsala þessum forna rétti okkar með misheppnaðri og ótímabærri samningagerð. Ein fyrstu mistökin var Jan May- en-samningurinn, svo sem marg- sinnis hefur verið bent á. Útlitið var ískyggilegt þegar sj ávarútvegsráðherra hugðist banna íslensk- um fiskiskipum veiðar í Smugunni, en vitað er að hann gafst upp fyrir Davíð Oddssyni og Jóni Baldvini, enda þjónaði slíkur heiguls- háttur engum tilgangi. Bannið hefði getað svipt þjóðarbúið millj- örðum króna. Hinn ótímabæri Reykjaneshryggs- samningur og brott- rekstur sjávarútvegs- ráðherra á íslenskum fískiskipum af þeim miðum, í framhaldi af gerð samn- ings, er háðung. Á meðan gefa aðrar þjóðir okkur þar langt nef með áframhaldandi veiðum. Þær aðgerðir munu skaða íslensku þjóð- ina um milljarða króna. Óskiljanlegt er hvers vegna hinn dæmalausi síldarsmugusamningur var gerður. Illskárra hefði þó verið að styðjast við hinn misheppnaða samning varðandi veiði á loðnu sem gerður var í sambandi við „lausn“ Jan Mayen-málsins, en hefði líka átt að taka til síldveiða. Með síldarsmugusamningnum var kvóti íslands þar minnkaður um nærri 26%, kvótar Rússlands og Noregs aftur á móti aðeins um 3-5%. Þessi undanlátssemi kostar íslensku þjóðina aðra milljarða króna. Hörmulegt er til þess að vita, að talið er víst að ráðherrarnir tveir, utanríkisráðherra og sjávarútvegs- ráðherra, séu langt komnir með að gera milliríkjasamning um verulega minnkaðar þorskveiðar íslenskra fiskiskipa í Smugunni, þar sem ís- lenskum fískiskipum verði aðeins leyft að veiða 13-18 þúsund tonn, en á sl. ári nam sú veiði nærri 35.000 tonnum. Augljóst er, að það mun skaða íslenska þjóðarbúið um milljarða króna ofan á alla hina Gunnlaugur Þórðarson Það myndi skerða þjóð- arbúið um milljarða króna, segir Gunnlaug- ur Þórðarson, ofan á alla hina milljarðana. milljarðana. — Trúlega verður samningurinn undirritaður, þegar öldur í málinu hefur lægt. Það er frægt í veraldarsögunni, að Cató gamli í öldungaráðinu í Róm endaði allar ræður sínar með þeim orðum „að leggja bæri Kar- þagó í eyði“! Því skal endurtekið, að auðvitað eigum við, ef viðunandi samningar nást ekki, að leggja þessi mál fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag. Ekki síst kröfur okkar til hlutdeildar í Jan Mayen. Það er alvitað, að ein meg- in ástæðan fyrir uppgjöf íslenskra stjórnvalda í því máli á árunum 1929-30 hafi verið hótun norskra stjórnvalda um að hætta að kaupa saltkjöt af okkur, ef við hættum ekki að gera tilkall til Jan Mayen. Bændaþingmennirnir á Alþingi áttu líka sinn mikla þátt í að kæfa mál- ið til frambúðar í skugga þeirrar hótunar. Saltkjötið varð að seljast! Vorvörurnar streyma inn Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Hve lengi fengi ráðherra með öðrum þjóðum, sem dygði illa í stól sínum, haldið honum við sambæri- legar aðstæður og hér hefur verið rakið? Frammistaða slík sem sjávarút- vegsráðherrans yrði ekki þoluð með öðrum þjóðum. íslenska þjóðin þekkir ekki slíkt aðhald. Þess vegna getur einn ráðherra látið sér þjóðar- hag í léttu rúmi liggja til þess að geta stært sig af vafasamri samn- ingagerð. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. LYFTARAR VERKVER Smfðjuvegi 4b • 200 Kðpavogur • W 567 6620 Mikiá ýrvd df fdlegum rúmfatnaáí tíði* SkóUvörflusHs 11 Sámi 551 4050 Reykiavili væri samt hægt að lengja tímann fram yfir júní-ágúst tímabilið. Þar að auki opna ýmsar þjónustumið- stöðvarnar ekki fyrr en um miðjan júní og aðrar, svo sem skólasund- laugar loka í ágústbyijun. Haustlit- irnir í september og október eru stór- kostlegir. Löngu dagarnir í apríl og maí eru oft bjartir og bjóða mögu- leika til að iðka vetraríþróttir, fara í snjósleðaferðir og á skíði eða fagna vorkomu. Veturinn er sá árstími sem ekki má gleymast í ferðaþjónustunni, sér- staklega þar sem hann er svo lang- ur. Hið áhrifamikla landslag íslands er oft mikilfenglegra snæviþakið. Snjósleðaferðir, öræfaferðir í fjallaj- eppum sérútbúnum risavöxnum hjól- börðum, hestaferðir, skíða- og sund- iðkun bjóða spennandi vetrarævin- týri. Æ fleiri ferðamenn koma um jól og áramót til að taka þátt í hinum séríslensku hátíðahöldum. Þó að ís- lensku jólasveinarnir og áramóta- brennurnar dragi að, þá er það óvið- unandi að öll söfn séu lokuð milli jóla og nýárs og flestir veitingastað- irnir líka þegar ferðamenn myndu gjarnan vilja gera eitthvað annað en sitja í hótelherbergi. Ferð til íslands býður ferðalang- anum möguleika á að skoða spenn- andi jarðhitasvæði og íjölskrúðugt fuglalíf í óspilltri náttúru, sem er sjaldgæft í aðþrengdum heimi. Við fjölskyldan höfum svo sannarlega notið dvalarinnar á íslandi og höfum trú á því að án þess að kosta miklu til væri hægt að gera dvöl hér enn skemmtilegri og auka tekjur sem því munar án þess þó að stofna umhverfinu í hættu. Höfundur er sendiherra Bandaríkjanna hér á landi. Til hamingju! teí,*Of4’ 7.U-U Daníel Einarsson Sundlaugarvegi 18 105 Reykjavík Helga Árnadóttir Álagranda 25 107 Reykjavík Ásdís Ásgeirsdóttir Hamraborg 38 200 Kópavogur Pálmar Arnarson Seljavegi 25 101 Reykjavík Friörik Bridde Hverfisgötu 70 101 Reykjavík Pétur Andersen Hásteinsvegi 27 900 Vestmannaeyjar Jón G. Jónsson Borgarholtsbraut 69 200 Kópavogur Elías K. Pétursson Foldasmára 1 200 Kópavogur Finnur Sigurösson Langamýri 18 600 Akureyri Miöi nr. 24331 Keyptur í Shell-Nesti v/Hörgárbraut 603 Akureyri -vertu vidbúinm) vinningi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.