Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNING MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 35 Ingólfur Arnarson var, er skarð sem ekki verður fyllt. Eftir stendur minningin um góðan dreng. Blessuð sé minning hanns. Ólafs-, Bjarna-, Gunnlaugs- og Vilmundarbörn. Það var bjartur og fagur morg- unn, ég og kona mín létum langþráð- an draum okkar rætast að ganga á fjallið Súlur fyrir ofan Akureyri. Tilfinningin á toppnum var slík að maður gat ekki annað en dáðst að sköpunarverki Guðs. Þetta augna- blik fékk mann til að hugsa um hve lífið er dásamlegt. Útiveran, hreint og tært andrúmsloftið og fegurðin. Þennan sama dag og Drottinn birti mér alla sína dýrð þá var Ingólfur vinur minn, jafnaldri og æskufélagi að ganga sín síðustu spor á fjalli sem við öll klífum aðeins einu sinni. Kynni okkar Ingós hófust í Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði þegar við vorum tíu ára gamlir. Ingó var þá nýfluttur til Hafnarfjarðar. Fljótlega gengumm við báðir í Skátafélagið Hraunbúa, þar sem uppeldi okkar mótaðist næstu árin. Þær voru ófáar útilegurnar og skátamótin sem við fórum með Riddurunum og síðar dróttskátunum. Ingó var mér sem bróðir, við deildum saman súru og sætu og aldrei man ég eftir að nokk- urn tíma hafi slest upp á vinskapinn hjá okkur. Á unglingsárum okkar kom það ætíð í hans hlut að vera bílstjóri og gæta okkar sem fórum með honum á böil. Hann þurfti ekki vímuefni til að geta skemmt sér. Ingó var fyrirmyndar unglingur og drengur sem flestir foreldrar hefðu viljað eiga sem son. En líf okkar Ingós snerist ekki bara um skáta á þessum árum. Tón- listin var stór þáttur í okkar upp- eldi. Ef rifja ætti upp allar þær stundir og staði sem við sungum og spiluðum saman þá væri það efni í heila bók. En forlögin urðu þess valdandi að framabraut Ingós á tón- listarsviðinu varð meiri heldur en mín. Er ég fór frá Hafnarfirði héldu Jonni og Ingó áfram að spila sam- an, spiluðu í útvarpi og meira að segja inn á hljómplötu ásamt fleir- um. Það var nú oft glatt á hjalla í þá daga og göntuðumst við félagarn- ir oft með það að sumir hefðu ein- kennilega söfnunaráráttu. Meðan sumir söfnuðu frímerkjum, fánum eða peningum þá safnaði Ingó munnhörpum. Við Ingó áttum okkar bestu stundir saman á þessum árum og að mörgu leyti vorum við nokkuð líkir, þ.e.a.s. við fundum ýmislegt sameiginlegt hvor í öðrum. Ekkert gat hindrað okkur í þá daga. Við gerðum það sem okkur datt í hug þá stundina, sama hvað gekk á. En leiðir skildu að hluta þegar við urðum eldri. Við stofnuðum okkar fjölskyld- ur og tíminn fyrir áhugaefnin minnk- aði. Okkar samband varð ekki leng- ur eins náið þar sem ég bjó í öðrum landshluta, en alltaf þegar ég kom í bæinn hittumst við. Svo var það fyrir tíu árum að slitn- aði upp úr hjónabandi Ingólfs og Elsu. Þegar einhverjir erfiðleikar steðjuðu að mér á unglingsárunum þá var Ingó þar til að hughreysta mig. Þegar faðir minn lést þá veitti Ingó mér stuðning og hjálpaði mér að dreifa huganum og komast í gegnum sorgina. Því fannst mér það skylda mín að aðstoða Ingó við að vinna sig út úr sínum erfiðleikum. Hjarta mitt stóð Ingó ætíð opið. Ég opnaði fyrir honum heimili mitt á ísafirði og deildi með honum eins og hann væri minn bróðir. Næstu ár dvaldi hann á Isafirði þar sem hann kynntist seinni konu sinni. Eftir að Ingó fluttist til Danmerkur varð samband okkar ekkert, en ég leit á það sem tímabundið og þó heimurinn sé stór þá frétti ég alltaf af honum og fylgdist með. Eg beið alltaf eftir að hann kæmi heim aftur svo við gætum tekið aftur upp þráð- inn, tekið lagið eða gert eitthvað skemmtilegt. Ingó brást mér aldrei, hann var drengur sem hægt var að treysta. Ingó var einlægur og hjartahlýr og sem vinnuveitandi hefði ég gjarnan viljað hafa mann eins og hann áfram í vinnu hjá mér, en það tækifæri kemur ekki aftur. Ó, Ingó, minn! Ef bara hjarta mitt og kærleikur hefðu getað kom- ið í veg fyrir skyndilegt fráfall þitt. Enn á ný er ég minntur á fráfall föður míns sem lést 39 ára eins og þú, Ingó. Mínir bestu félagar eru teknir frá mér á sínu þrítugasta og níunda ári. Eftir sit ég með stórt skarð í hjarta og hundrað spurning- ar. _Ef og af hverju? Ég vil þakka þér, Ingó, fyrir allar þær góðu stundir sem þú veittir mér, að hafa gefið mér tækifæri á að kynnast þér og veita mér þá hjartahlýju sem í þér bjó. Minning þín mun verða mér vegarnesti það sem eftir er og minna mig á hve nauðsynlegt það er að elska eigin- konu og börn, að treysta vináttu- böndin við vini og ættingja. Það mun einnig minna mig á að lifa lífinu meðan það býðst og gera eins vel og ég get að leysa þau lífsins verk- efni sem lögð eru á mig, sama hversu erfið þau eru. Drottinn, ég vil biðja þig um að varðveita Ingólf vin minn og veita fjölskyldu hans, börnum, ættingjum og vinum styrk til að ganga í gegn- um sorgina. Þinn vinur og æskufélagi, Sigurjón Haraldsson. Enginn fær flúið dauðann, samt kemur dauðinn alltaf jafnóþægilega við okkur. Það er erfitt að sætta sig við að fólk deyi á besta aldri og þess vegna verður sorgin svo stór. Eina leiðin til að milda sorgina virð- ist vera sú að minnast fegurðarinnar í lífi hins látna og vera minnugur þess að hinum látna líður vel og hlakkar til að hitta okkur. Við höfum umgengist Ingó þó nokkuð í vetur, eftir að við fluttum til Danmerkur, en samt kemur upp sektarkennd og maður spyr sig: Hvers vegna hittum við hann ekki oftar? Við vitum að slíkar kenndir hjálpa ekki til við að yfirbuga sorg- ina og því er um að gera að láta allar þessar góðu minningar sem tengjast Ingó sækja á hugann og fá þannig frið í sálinni. Við sjáum Ingó fyrir okkur á ísafirði, í vinnunni hér í Danmörku, í öllum matarboðunum í vetur og alltaf kemur upp í hugann þessi söngelski, tilfinningaríki maður með sína sterku réttlætiskennd og skoð- anir á öllum sköpuðum hlutum. Síð- ustu skiptin sem við umgengumst Ingó, þennan síðasta mánuð, er okk- ur eðlilega ofarlega í huga við þess- ar kringumstæður. Ingó og Didda í heimsókn með Önnu litlu dóttur sína, öll þrjú leikandi á als oddi, Ingó að gantast, mikið hlegið, forsetakosn- ingarnar stórt umræðuefni og Ingó alveg með á hreinu hvað hann ætl- aði að kjósa. Þannig voru síðustu skiptin sem við hittum Ingó og ekki óraði okkur fyrir, þegar við töluð- umst við í síma og ákveðið var að fresta því að hitta þau þann 17. júní af því þau ætluðu að eyða deginum í Tívolí, ekki óraði okkur fyrir því að skiptin yrðu ekki fleiri. Við hefð- um svo gjarnan viljað eyða miklu fleiri árum til viðbótar með þessum góða vini okkar. Ingó gerði mikið grín að því hve margar ljósmyndir voru teknar í hvert sinn sem íjölskyldan birtist. Hann skildi ekki alveg þessa áráttu að ljósmynda hvert fótmál, ljós- mynda jafnvel þegar verið var að burðast með búslóðina inn í íbúðina okkar. Hann hafði nú samt lúmskt gaman af þessu öllu saman og þótti sérstaklega vænt um hvað Anna litla var mikið tekin upp á myndband. í framtíðinni eiga allar þessar myndir eftir að ylja okkur og skerpa enn betur minninguna um Ingó. Aðeins fáeinum klukkustundum áður en við fréttum lát Ingós vorum við að skoða ljósmynd af Önnu Bjarnadóttur, langömmu Önnu litlu, og var meiningin að færa Ingó og Diddu slíka mynd að gjöf. Amma hafði mikla mætur á Ingó, enda reyndist hann henni afskaplega vel. Við vorum að hugsa um hvaða fal- legu orð gætu fylgt með myndinni, eitthvað nógu fallegt, og hlökkuðum til að hitta þau við fyrsta tækifæri. Myndina fékk Ingó aldrei í hendur, þess í stað sitjum við hér og reynum að skrifa eitthvað nógu fallegt um hann sjálfan í minningargrein þótt við vitum að tilfinningum verður aldrei komið í orð né heldur lýsingum á jafnsterkum persónuleika sem hans. Því miður komumst við ekki til að fylgja Ingó síðasta spölinn, en við erum með hugann hjá honum og öllu hans fólki. Við leitum hugg- unar í tónlist, ekki síst kórtónlist sem óneitanlega minnir á Ingó, enda hafði hann sungið í öðrum hveijum kór á íslandi. Það verður skrýtið að geta ekki talað meira við Ingó; um tölvur, gömlu popparana, íslenska tungu, danska ungiinga, gamlar og nýjar myndavélar og allt sem okkur liggur á hjarta, en við getum huggað okkur við að hann er kominn á æðri slóðir sem eru okkur framandi og þar líður honum vel. Við þökkum Ingó samfylgdina og vottum Diddu, Önnu litlu, Gunnari Erni syni hans, Sigríði móður hans, systkinum hans, Jakobi og Pollý og öllum öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og vonum að minning- in um Ingó styrki þau um alla fram- tíð. Björk Sigurðardóttir, Magnús S. Guðmundsson. • Fleirí minningargreinar um Ingólf Arnarsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. + Ástkær eiginmaður minn, ELÍAS MAGNÚS FINNBOGASON, Grundargötu 16, Grundarfirði, sem lést 30. júní, verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju laug- ardaginn 6. júlí kl. 13.30. Petrea Guðný Pálsdóttir, Steinbjörg Elíasdóttir, Árni Eiríksson, Guðný Elíasdóttir, Páll G. Elíasson, Margrét Elíasdóttir, Elín Katla Elíasdóttir, Finnbogi Elíasson, Kjartan Eliasson, Ólafur Æ. Jónsson, Þorkell P. Ólafsson, Steinar Helgason, Sigurlaug J. Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t ENGEL CATHRINE LUND (Gagga), fædd 14. júlí 1900, dáin 15. júni' 1996. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag fslands. Susse Wilken, Henrik Lund. t Okkar ástkær og elskaður sonur og bróðir, STEFÁN VIÐAR JÓNSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður frá Saurbæ á Kjalarnesi. Halldóra Böðvarsdóttir, Jón Ingvason Anna Lovísa Jónsdóttir, Böðvar Ingi Jónsson og íris Dögg Jónsdóttir. + Bróðir okkar, BÖÐVAR JÓHANN GUÐMUNDSSON frá Skálmardal, Bröttukinn 6, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 5. júlí kl. 15.00. Ingvi Einar Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson og aðrir vandamenn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR JÓHANNSSON, járnsmiður Löngumýri 57, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. júlí kl. 15. Kristbjörg Óskarsdóttir, Vilborg Ólafsdóttir, Gestur Sigurðsson, Jóhann Ólafsson, Hjördis Hjaltadóttir, Eli'n Rut Ólafsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson og barnabörn. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls FRIÐRIKKU PÁLSDÓTTUR frá Sandgerði. Þórhallur Barðason, Barði Þórhallsson, Ingibjörg Möller, Brynja Guðmundsdóttir, Bjarni Kjartansson, börn, barnabörn og barnabarnabarn. + Hjartans þakkir til allra þeirra fjöl- mörgu, er sýndu okkur samúð og heiðr- uðu minningu eiginmanns mfns, SIGURJÓNS DAVÍÐSSONAR, Álfhólsvegi 34, Kópavogi, er lést í Landspítalanum 11. júní sl. Guðlaug Einarsdóttir og aðrir aðstandendur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GESTUR HALLGRÍMSSON fulltrúi hjá gatnamálastjóra, Starrahólum 4, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 4. júlí kl. 13.30. Gyða Magnúsdóttir, Magnús Gestsson, Þorgerður Sigurðardóttir, Benedikt Gestsson, Hulda Ragna Gestsdóttir, Odd Stefán Þórisson, Sigurjón Tracey, Anna F. Birgisdóttir, Friðrik Haraldsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.