Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Guðm. Sv. Hermannssson SÆNSKU Norðurlandameistararnir í kvennaflokki. Frá vinstri eru Madeleine Swanström, Eva-Liss Göthe, Pia Andersson, Lena Karrstrand, Jill Mellström og Kerstin Strandberg. Vömin er erfið í lægstu sögninni I ______Brlds_______ Faaborg, Danmörku N ORÐURL AND AMÓTIÐ Haldið í Faaborg á Fjóni dagana 22.-27. júní, bæði í opnum flokki og kvennaflokki. Svíar höfðu nokkra yfirburði í kvennaflokki á nýafstöðnu Norð- urlandamóti enda með mjög leik- reynt lið. íslenska kvennaliðið var hins vegar með litla leikreynslu og á stundum báru þær heldur mikla virðingu fyrir andstæðing- um sínum. Þær unnu þó Finna og Færeyinga í báðum umferðun- um en tapið fyrir Svíum, Dönum og Norðmönnum var of mikið. íslensku konumar tóku áföllin þó ekki of nærri sér og hafa örugglega lært mikið af reynslunni. Það er ekki á hveijum degi sem menn fá að spila vörn í 1 laufi, hvað þá 1 laufi dobluðu, en það gerðist í síðari leik íslend- inga og Færeyinga í kvenna- flokki. Eins og oft vill verða þeg- ar spilað er á fyrsta sagnstigi voru bæði vörn og sókn af skrautlegra taginu. Austur gefur, enginn á hættu. Norður ♦ G93 VD43 ♦ 1097432 *6 Vestur ♦ Á862 ♦ ÁKG10875 ♦ 6 ♦ 5 Austur ♦ D104 ♦ 62 ♦ K5 + ÁG10843 Suður ♦ K75 ♦ 9 ♦ ÁDG8 ♦ KD972 og lét níuna í blindum. Hjördís fékk á tíuna og gaf Ragnheiði tígulstungu og Ragnheiður spil- aði sig út á hjartakóngi sem sagn- hafi trompaði. Nú spilaði suður laufkóngi sem Hjördís drap með ás. Hún spilaði spaða og nú stakk sagnhafi upp kóngi. A endanum fékk sagnhafi 4 slagi en íslendingarnir fengu 500 og græddu 2 impa. Þvingun í þremur litum Eini leikurinn sem sænsku konurnar töpuðu var gegn Finn- um og Suvi Marttila fékk úrspils- verðlaun mótsins fyrir þetta spil í leiknum. Norður ♦ Á107 *KG ♦ ÁK7 ♦ 97632 Vestur Austur ♦ 9832 ♦ KG654 ♦ 95 ♦ 10742 ♦ D94 ♦ 1065 ♦ KD104 ♦ 5 Suður ♦ D ♦ ÁD863 ♦ G832 ♦ ÁG3 3 grönd eru auðveld viðfangs en ótrúlega mörg pör enduðu í 4 hjörtum í suður. Þeirra á meðal voru Marttila og Eeva Parviainen og Pia Andersson í vestur spilaði út spaða sem er besta útspilið. Marttila gaf í borði og Lena Karr- strand fékk á kóng og skipti í laufafimmu. Sagnhafi stakk upp ás, tók KG í hjarta og spaðaás og henti laufí. Síðan spilaði hún laufi sem vestur fékk á 10 og spilaði spaða og neyddi sagnhafa til að trompa. En nú tók Marttila trompin: Við flest borð stökk vestur í 4 hjörtu eftir lauf- eða tígulopnun suðurs og vann samninginn með því að svína fyrir spaðagosann.{ norður. Það var niðurstaðan þar sem Gunnlaug Einarsdóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir sátu NS. Við hitt borðið opnaði færeyski spilarinn í suður á 1 laufí og Ragnheiður Nielsen valdi að do- bla og ætlaði að sýna sterka hönd með hjartalit í næsta sagnhring. Sá sagnhringur kom aldrei því allir sögðu pass! Ragnheiður spilaði út hjartaás og Hjördís Sigurjónsdóttir í aust- ur sleikti út um í huganum þegar blindur birtist. Ragnheiður var hins vegar ekki jafn bjartsýn og hugsaði lengi um hveiju hún ætti að'spila í næsta slag, svo lengi raunar að suður hélt á end- anum að hún ætti út og spilaði spaðafimmunni. Þetta var leið- rétt og Ragnheiður skipti loks í tígulsexið, sem ekki var besta vörn. Sagnhafi drap kóng Hjör- dísar með ás og hélt fyrri áætlun þegar hún spilaði spaðafimmunni Norður ♦ - ♦ - ♦ ÁK7 ♦ 97 Vestur Austur ♦ 3 ♦ 6 ♦ - ♦ 10 ♦ D94 ♦ 1065 ♦ K ♦ - Suður ♦ ♦ - ♦ D ♦ G832 Þegar sagnhafi tók hjarta- drottningu lenti vestur í þvingun í þremur litum. Hún gat ekki hent spaða því þá gæti sagnhafi spilað tlgli á ás og síðan laufi úr borði og gefið vestri á kónginn. Vestur valdi því að henda tígli en þá tók Marttila ÁK í tígli og felldi drottninguna. í kvennaflokki enduðu Svíar með 201 stig, Norðmenn fengu 187, Danir 164,5, Finnar 157, íslendingar 114 og Færeyingar 62. Guðm. Sv. Hermannsson VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Módelhringur tapaðist MÓDELHRINGUR úr gulli tapaðist á fímmtu- dagskvöldið 27. júní, lík- lega í Fossvogsdal eða í nágrenni. Finnandi vin- samlega hringi í síma 564-3713. Fundarlaun. Fjallahjól fannst SKÆR gulgrænt fjallahjól (Jazz Voltage) fannst inn- arlega í Fossvogsdal, stutt frá Snælandsskóla. Eig- andi getur haft samband í síma 564-1184 milli kl. 17 og 19. Myndbandsvél tapaðist PANASONIC myndbands- vél tapaðist á skíðanám- skeiði í Kerlingarfjöllum 25.-26. júní sl. Gerð S- VHS NV-S7. Vegna ástæðna sem ekki er hægt að greina frá hér hefur upptakan í vélinni ómetan- legt tilfmningalegt gildi fyrir eigendur. Við biðjum þá sem vita eitthvað um afdrif vélarinnar um að- stoð við að fá hana og/eða í það minnsta spóluna til baka. Sendist á Unglinga- athvarf, Keilufelli 5, 111 Reykjavík, sími 557-5595. Regnhlífarkerra tapaðist BLÁMUNSTRUÐ regn- hlífarkerra tapaðist úr bíl á leiðinni frá Húsahverfi í Grafarvogi að Domus Medica. Hafi einhver fund- ið kerruna er hann beðinn að hringja i síma 587-3179. Brynjar. Úlpa tapaðist FJÖGURRA ára stúlka, Kristveig Halla, tapaði nýju rauðu og bláu úlpunni sinni þegar hún var á gönguferð um Hengils- svæðið sl. sunnudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 554-4556 eða 554-3824. Gæludýr Kött vantar heimili „ÉG ER svartur og sætur eins og hálfs árs högni og mig vantar gott heimili strax. Ég er bæði geltur og eyrnamerktur." Upp- lýsingar í síma 897-6677. Kettlingar FJÓRA kassavana kettl- ingar vantar gott heimili. Upplýsingar í síma 5641712. Kettlingur BRÖNDÓTTUR fress- kettlingur þarf að eignast heimili hjá góðu fólki. Upp- lýsingar í síma 551-9651. Kettlingur fundin SVARTUR kettlingur, u.þ.b. tveggja til þriggja mánaða, með hvítum flekkjum og rauða hálsól, kom í heimsókn í Ljár- skóga 23 sl. sunnudag. Hann á ekki heima þar og leitað er að eigendum. Þeir sem kannast við gripinn eru beðnir að hringja í síma 557-2072. Týndur hundur TÍKIN Trýna, sem er hvít og brún, english springler spaniel (síð eyru og skott- laus) hefur verið týnd í Grímsnesinu síðan 14. júní. Ef einhver verður var við hana er hann vinsam- lega beðinn að hringja í lögregluna á Selfossi eða í síma 565-4356. HVÍTUR mátar í þriðja leik STAÐAN kom upp á al- þjóðlegu móti í Búdapest í Ungveijalandi í sumar, Rússinn Viktor Goij- atsjev (2.355) var með hvítt og átti leik, en Julia Horvath (2.305), Ung- veijalandi, var með svart og var að drepa peð á e4, lék 29. — dxe4?? 30. Dxf7+! og svartur gafst upp, því eftir 30. - Hxf7 31. Hd8+ er hann mát í næsta leik. COSPER HANN fær ís á hveijum degi ef hann byrjar ekki að reykja fyrr en hann lýkur stúdentsprófi. SKAK Umsjón Margcir Pétursson Með morgunkaffinu 502 '-'IfxA AUGNABLIK, Magnús. alltaf annan með mér einníeinu. til að nota sem tálbeitu. Víkveiji skrifar... MIKIL spenna færðist í kosn- ingabaráttuna á fimmtu- dagsmorgun í síðustu viku, þegar Morgunblaðið birti niðurstöður í næstsíðustu skoðanakönnuninni sem Félagsvísindastofnun vann fyrir blaðið í þessari kosningabar- áttu. Spennan var auðvitað fyrst og fremst tilkomin fyrir þær sakir að verulega hafði dregið saman með þeim Ólafi Ragnari og Pétri Hafstein, þannig að munurinn á fylgi þeirra reyndist vera innan við fjögur prósentustig. En spennan var ekki síður tilkomin vegna þeirr- ar áberandi fylgisaukningar sem Guðrún Agnarsdóttir sýndi frá skoðanakönnuninni tveimur dögum áður og var hún komin í 27% fylgi. xxx EINS og gefur að skilja var vart rætt um nokkuð annað manna á milli, síðustu dagana fyr- ir kjördag, en frambjóðendur, breytingar á fylgi þeirra og spáð í hvaða möguleika þrír af kandíd- ötunum fjórum hefðu. Tvær heils- íðuauglýsingar í Morgunblaðinu á fimmtudag, sem birtar voru af „Óháðum áhugamönnum um for- setakjör 1996“ og önnur minni auglýsing undir fyrirsögninni „Björgum Bessastöðum" birt af samtökum sem nefndu sig „I guðs bænum ekki“, sem var beinlínis stefnt gegn Ölafi Ragnari voru einnig mikið í umræðunni þessa síðustu daga. Flestir sem Víkverji heyrði í vegna þessara auglýsinga voru eindregið þeirrar skoðunar, að auglýsingarnar hefðu þveröfug áhrif á kjósendur, miðað við óskir auglýsendanna, en í forsvari fyrir þeim fyrrnefndu voru þeir Sigurð- ur Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, Björgólfur Guðmunds- son, fyrrverandi forstjóri Hafskips, og Ómar Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri Þýsk-íslenska. Raunar gengu nokkrir viðmælendur Vík- veija svo langt að segja á fimmtu- deginum, að_ þessir þrír hörðu and- stæðingar Ólafs Ragnars Gríms- sonar til margra ára, hefðu nú gert erkióvini sínum þann stóra greiða að tryggja honum vist á Bessastöðum. xxx NÚ ÞEGAR úrslit forsetakosn- inga 1996 liggja fyrir og Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið kjörinn forseti til næstu fjög- urra ára, er ljóst að þessar skoðan- ir virðast hafa verið á rökum reist- ar, þótt ógerlegt sé að fullyrða nokkuð um það hversu mikil áhrif þær höfðu á afstöðu kjósenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.