Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ1996 23 Uthlutun styrkjaúr Menningarsjóði Is- lands og Finnlands STJÓRN Menningarsjóðs íslands og Finnlands kom saman til fundar í Nádendal í Finnlandi 14.-16. júní sl. til að ákveða árlega úthlutun styrkja úr sjóðnum. Umsóknarfrest- ur var til 31. mars sl. og bárust alls 113 umsóknir, þar af 75 frá Finnlandi og 38 frá íslandi. Úthlut- að var 91.000 finnskum mörkum eða um 1,3 milljónum ísl. króna og hlutu eftirtaldir íslendingar styrki sem hér segir: 1. Ámi Ibsen rithöfundur, 2.000 mörk, styrkur til kynnisferðar til Finnlands. 2. Erlingur Hauksson cand. real., 4.000 mörk, til að vinna að rannsóknarverkefni um fiski- rækt í samstarfi við Hans-Peter Fagerholm dósent. 3. Jón Sævar Baldvinsson bókasafnsfræðingur, 4.000 mörk, til að kynna sér tölvu- notkun við skráningu á bókasöfn- um. 4. Leikhópurinn Bandamenn, 8.000 mörk, ferðastyrkur til þátt- töku í listahátíð í Helsingfors. 5. Páll Stefánsson ljósmyndari, 4.000 mörk, ferðastyrkur til að taka ljós- myndir í Finnlandi. 6. Sesselja Traustadóttir grunnskólakennari, 4.000 mörk, ferðastyrkur til að vinna að námsgagnagerð um Finn- land. 7. Sigurður Jónsson cand. mag., 4.000 mörk, ferðastyrkur í tengslum við rannsóknarverkefni um þróun fagmáls. 8. Þór Þorfinns- son skógfræðingur, 4.000 mörk, ferðastyrkur til að kynna sér skóg- rækt í Norður-Finnlandi. Ennfremur var ákveðið að veita Aðalsteini Davíðssyni cand. mag. styrk til að leggja stund á finnsk þjóðfræði við Háskólann í Jyváskylá námsárið 1996-97. Stofnað var til sérstaks námsstyrks úr sjóðnum vegna 50 ára afmælis íslenska lýð- veldisins 1994 og er hann nú veitt- ur í þriðja sinn. Stofnfé sjóðsins var 450.000 frnnsk mörk, sem finnska þjóðþing- ið veitti í tilefni af því að minnst var 1100 ára afmælis byggðar á íslandi sumarið 1974, en nemur nú um 2,6 milljónum marka. Stjórn sjóðsins skipa Matti Gustafson, deildarstjóri í finnska menntamála- ráðuneytinu, formaður, Juha Peure fil. mag., Njörður P. Njarðvík pró- fessor og Þórunn Bragadóttir deild- arstjóri. Varamaður af finnskri hálfu er Ann Sandelin fil. mag., en af íslenskri hálfu Þórdís Þorvalds- dóttir borgarbókavörður. SKÓLAKÓR Kársness Skólakór Kársness í Ung- verjalandi og Vínarborg UM 40 ungmenni úr Skólakór Kársness taka þátt í kóramóti æskukóra í Ungverjalandi dag- ana 6.-15. júlí. þar mun kórinn syngja og æfa tónlist ásamt öðr- um evrópskum unglingakórum. Það eru kórasamtökin Europa Cantat sem skipuleggja þetta mót og er það eingöngu ætlað kórsöngvurum á aldrinum 12-19 ára. Skólakór Kársness heldur tónleika á mótinu og mun fyrst og fremst kynna íslenska kór- tónlist, þjóðlög og lög íslenskra tónskálda. Að mótinu loknu dvelur kórinn í nokkra daga við Balatonvatn, en ferðinni lýkur í Vínarborg. Þar mun kórinn halda tónleika í Millenniumsbiihne við Keisara- höllina Schönbrunn, laugardag- inn 20. júlí kl. 14. Fimmtudagskvöldið 4. júlí syngur Skólakór Kársness efnis- skrá sína fyrir vinni og vanda- menn í Kópavogskirkju og hefj- ast tónleikarnir kl. 20.30. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Leiksýning til heiðurs Vigdísi í Bessastaðakirkju SÝNING á leikriti Steinunnar Jóhannesdóttur, Heimur Guðríð- ar - si'ðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hall- gríms, verður í dag, miðvikudag. Sýningin er til heiðurs forseta íslands, frú Vigdísi Finnboga- dóttur og hefst kl. 20.30. í Bessa- staðakirkju. Leikritið var frumsýnt á Kirkjulistahátíð í Hallgríms- kirkju fyrir rúmu ári og hefur síðan verið sýnt í kirkjum víða um landið. Sýningin er á vegum Sóknar- nefndar Bessastaðakirkju og Listafélagsins Dægradvalar. í leikritinu er á áhrifamikinn hátt rakin ævi- og píslarsaga Guðríðar Símonardóttur sem var einstök fyrir margra hluta sakir. Með helstu hlutverk í sýning- unni fara Margrét Guðmunds- dóttir og Helga Elínborg Jóns- dóttir, sem báðar leika Guðríði á ólíkum æviskeiðum og Þröstur Leó Gunnarsson er í hlutverki Hallgríms. í litlum hlutverkum Sölmundar sonar Guðríðar eru þeir Guðjón Davíð Karlsson og Björn Brynjúlfur Björnsson. Tón- list er samin og leikin af Herði Áskelssyni en búninga gerir Elín Edda Árnadóttir. Höfundur leik- ritsins, Steinunn Jóhannesdóttir, er einnig leikstjóri sýningarinnar. BOSSA Nova og Brass Band. Skólahljómsveit Grafarvogs Tónleikaferð til Danmerkur SKÓLAHLJÓMSVEIT Grafar- vogs er um þessar mundir í sinni fyrstu tónleikaferð utan- lands, í Danmörku þar sem sveitin tekur þátt í alþjóðlegri tónlistarhátíð ungs fólks 25 ára og yngri í Evrópu. Alls taka um 140 hljómsveitir af ýmsum tegundum þátt í há- tíðinni, þar af þijár frá íslandi, Kammersveit Akureyrar, Bossa Nova frá Seltjarnarnesi auk Brass Bandsins í Grafarvogi. Alls mun sveitin halda fimm tónleika víðsvegar í Kaup- mannahöfn og auk þess að taka þátt í lokahátíð 6. júlí. Allur undirbúningur ferðar- innar var í höndum foreldrafé- lags hljómsveitarinnar og var ferðin að mestu greidd af með- limum hennar. Lionsklúbburinn Fjörgyn styrkti sveitina með fjárframlagi og ýmis fyrirtæki hafa greitt götu sveitarinnar með gjöfum. Reykjavíkurborg styrkti sveitina með því að greiða helming þeirra búninga sem keyptir voru til ferðarinn- ar. ^Hnmnr Alinnréttingar Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda, sýningarklefa o.mfl. CEMaífejí Faxafeni 12. Sími 553 8000 Mwiáii •þegar þú vllt sofa vol* Mest________ dýnan á Íslandí Anddyri Norræna hússins Sýning á verkum Nínu Tryggva- dóttur SÝNING á olíumálverkum eftir Nínu Tryggvadóttur verður opnuð í anddyri Nor- ræna hússins í dag miðviku- dag kl. 17. Hér er um að ræða verk frá árunum 1936-1967 og hafa þau aldrei verið til sýnis áður. Verkin eru öll í eigu Unu Dóru Copley, dóttur listakonunnar. Una Dóra hefur valið verk- in á sýninguna og gefa þau gott yfirlit yfir feril Nínu. Nína Tryggvadóttir fædd- ist 1913 og andaðist 1968. Eftir hana liggja olíumálverk, vatnslitamyndir, teikningar, grafík, bókaskreytingar, veggteppi og steindir gler- gluggar, svo að nokkuð sé nefnt. Hún stundaði listnám í Reykjavík, Kaupmannahöfn og New York og var búsett í París, London og New York frá 1961. Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 9-19, nema sunnudaga frá kl. 12-19. Sýn- ingunni lýkur 14. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.