Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Mömmu- strákar UNGU karlsijörnurnar úti í hinum stóra heimi sjást æ meira í fylgd með mæðrum sín- um á opinberum stöðum eins og á frumsýningnm mynda þeirra. Þeir virðast meta mæður sínar mjög mikils og skilja stundum kær- usturnar eftir heima, eins og Jonny Depp og Brad Pitt sem fara á frum- sýningar og kaffihús með mæðrum sínum. Mesti mömmustrákur- inn mun þó vera íslandsvinurinn Damon Albam, söngvari i hfjóin- sveitinni Blur. Hann lét húðflúra sig eins og margir popparar gera, en hans húðflúr er til einkað mömmu. JOHNNY Depp fór með móð- ur sinni á frumsýningu síð- ustu myndar sinnar, „Nick Of Time.“ Maður andstæðnanna NICHOLAS Cage hefur oft verið talinn maður andstæðnanna af vin- um sínum. Þeir segja hann vera í senn harðan töffara og ljúfan öðling. Cage kemur vinum sínum sífellt á óvart. Einn kunningja hans sagði að hann vissi aldrei hvar hann myndi enda þegar hann væri með honum. Einu sinni ætlaði hann að fylgja Nicholas, vini sínum, á flug- völlinn en svo fór að hann endaði í flugvélinni með Nicholas. Annar kunningi hans riijaði upp gróft prakkarastrik Cage í farþegaflug- vél fyrir nokkru, þegar hann komst í flugstjórnarhljóðnemann og sagði: „Það er flugstjórinn sem talar, ég hef misst stjóm á vélinni ... verið svo góð að halda stillingu ykkar!“ Cage kom flestum vinum sinum á óvart, og þá helst þáverandi kærustunni sinni, þegar hann kvæntist allt í einu leikkonunni Patriciu Arquette, leynilega. Hann segir giftinguna vera átta ára draum sem rættist. Bjargar heiminum HÚÐ- FLÚR Damons Albarns gefur til kynna að hann sé mikill mömmu- strákur. LEIKARINN Will Smith sem leikur aðalhlutverkið í spennumyndinni „Independence Day“ segir að með hlutverki sínu þar sé hann orðinn fyrsti svarti maðurinn sem bjargar heiminum frá glötun — og kannski tími til kominn að einhveijir fleiri fái að gera það á hvíta tjaldinu en hvítir karlmenn með digra upp- handleggi. Smith sem vakti athygli fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum „The Fresh Prince of Bel-Air“ segist ekki vera viss um hvert ferill sinn stefni. Nú, þegar þáttaröðin hefur runnið sitt skeið, gefst honum væntanlega meiri timi fyrir kvik- myndaleik og hann viðurkennir fúslega að sér hafi þótt gaman að leika í stórmyndinni „Independ- ence Day“ sem hefur halað inn milljónir í aðsóknartekjur. Samt kveðst hann einnig hafa áhuga á að gera „smærri“ myndir sem WILL Smith í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum The Fresh beina sjónum að samskiptum fólks Prince of Bel-Air. og eru persónulegri. BRAD Pitt skyldi kærustuna, Gwyneth Paltrow, eftir heima og fór út með móður sinni. Það má sjá sterkan svip með þeim mæðginum. • TAKTU LAGfÐ LÓA eftir Jim Cartwright Á Blönduósi kl. 20.00: í kvöld mið. Miðasala á staðnum. Á Egilsstöðum kl. 21.00: Fös. 5/7 og lau. 6/7. Miðasala á staðnum. ^vkF*1, '/'<!• /ii, C,U^' Á Stóra svió Borgarleikhússins I Frumsýning fös. 12.JÚIÍ kl. 20 uppselt 2. sýning sun. 14. júlí kl. 20 örfá sæti laus 3. sýning fim, 18. júlí kl. 20 örfá sæti laus 4. sýning fös, 19. júlí kl. 20 örfá sæti laus 5. sýning lau. 20. júlf kl. 20 Forsala aðgöngumiða er hafin • Mióapantanir í síma 568 8000 Heimur Guðrúnar f&O? • Síðasta heinisókn Guðríðar Símonardóttur ! 4. ' ■ „ V < í kirkjii Hallgrínis ^ eflir Steinutmi Jóhannesdóttur sýning til heiðurs'í frú Vigdísi Ffníibogagóttur forseta íslands í Bcssastaðakirkju í kvöld kl. 20:30 Dægradvöl Sóknarnefnd Bessastaðakiikju K-leikhúsið GILLIAN Anderson er vinsæl í Ástralíu. * Ovæntar vinsældir ÁSTRALSKIR höfðu ekki gert sér grein fyrir gífurlegum vinsældum sjónvarpsþáttanna X-files og þ.a.l. voru litlar ráðstafanir gerðar þegar leikkonan Gillian Anderson sem leikur Scully tilkynnti komu sína í ástralska verslunarmiðstöð í Melbourne. Tíu þúsund manns streymdu að til að berja leikkon- una augum og sökum lítillar gæslu varð alger örtröð upp við sviðið þar sem Anderson kom fram og þurfti að flytja tvö ung- menni á sjúkrahús auk þess sem margir þurftu aðhlynningar við vegna troðnings. Anderson bað viðstadda um að fara varlega þannig að fólk træðist ekki undir. Stytta þurfti uppákomuna vegna fólksmergðarinnar. Skipleggjendur sögðu að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir vinsældum Anderson og þess vegna hefði uppákoman farið úr böndunum. Anderson sagði að hún hefði aldrei lent í öðru eins en óneitanlega hefði hún verið hrærð yfir fagnaðarlátunum. Eft- ir reynsluna í Melbourne var ákveðið að bæta við 14 vörðum og 22 lögreglumönnum í gæslu fyrir sams konar uppákomu í Sydney.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.