Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ1996 21 LISTIR Táknrænar kalkmynd- Morgunblaðið/Golli AÐALSTEINN Ingólfsson útskýrir veggmynd Kjarvals fyrir áhugasömum listunnendum. LANDSBANKINN í Austurstræti var endurbyggður eftir bruna fyrir 72 árum og var Guðjón Samúelsson arkitekt fenginn til að sjá um teikn- ingarnar. Hann fylgdi teikningum gamla bankans með ytra útlit en innra útlit hafði hann frjálsari hend- ur með. Fjótlega var farið að huga að skreytingum inn í bankann og Jón Stefánsson listmálari var fengin til þess að gera stóra veggmynd sem átti að sýna á táknrænan hátt hvernig fólk vann í sveit. Jón hóf vinnu við myndina árið 1922 og lauk henni í ársbytjun 1924 og hlaut nafnið Engjafólk. Aðalsteinn sagði að Jón hefði verið valinn til verks- ins því hann var þekktastur málara á þessum tíma. Tæknin sem hann notaði var freskutækni eða kalk- málverk þar sem blautur jurta- eða steinlitur var borinn á blauta steypu þannig að litur og steypa blönduð- ust og urðu eitt. Þessi tækni er ævagömul og minntist Aðalsteinn til skýringar á myndir í pýramídum Egyptalands unnum með sömu tækni, „þessi mynd ætti því að end- ast næstu 110 ár í sögu bankans", sagði hann. Myndefnið er eins og áður sagði bændafólk og í baksýn er tignarleg fjallarönd sem mun vera samsett úr ýmsum fjöllum. Aðalsteinn bendir á hve vel Jón hefur notað innréttingar bankans með mynd sinni því hann notar dyraop undir myndinni á þann hátt að það er líkt og fólk sitji og hvíli lúin bein á þeim. Mynd Jóns er á besta stað en því er ekki fyrir að fara með mynd Kjarvals sem næst var barin augum á annarri hæð bankans. Allir við- staddir voru sammála um að þetta væri afleitur staður fyrir myndina en til sárabótar má segja að hún sé að vissu leyti á virðingarstað því á hæðinni eru skrifstofur banka- stjóra. „Það virkar við fyrstu sýn Landsbanki íslands heldur uppá 110 ára afmæli sitt í þessari viku og meðal þess sem boð- ið var upp á af því til- efni var skoðunarferð um aðalbankann með Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi þar sem hann fjallaði um þijár stórar veggmyndir sem prýða bankann. Þór- oddur Bjarnason slóst í för með listunnendum. eins og Kjarval hafi verið settur í skammarkrókinn," sagði Aðal- steinn enda er mynd Jóns í aðalsal á öndvegisstað. Kjarval vann mynd- ina á árunum 1923-25. Hann nýtti sér nútímatækni við gerð hennar og vann meðal annars eftir ljós- myndum sem voru teknar í Grinda- vík af sjómönnum og fiskverkafólki að störfum. Sama freskutækni er hér notuð við gerð myndarinnar og hjá Jóni. En Kjarval var ólíkindatól, eins og Aðalsteinn orðar það. Hann fór ekki alltaf nákvæmlega' eftir regl- unum og málaði sumstaðar á þurran vegginn og eru þeir fletir ekki lík- legir til að hanga í 3.000 ár líkt og hinir. Einnig segir þjóðsaga sem nýlega hefur verið sannreynd að Kjarval hafi komið að myndinni nokkru eftir að henni lauk með hvíta plastmálningu og hresst upp á saltfiskinn sem verið er að verka á stærstu myndinni. Honum fannst víst ekki góð sölumennska að láta saltfiskinn gulna á myndinni. Hreinsuð af sérfræðingum og ræstingakonu Nokkrir fróðleiksmolar um þekktar freskur flutu með í ferðinni og meðal annars sú að sú þekkt- asta, Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci, er i raun ekki freska. Hún var unnin með olíulitum á múr enda var Leonardo gefinn fyrir tilraunir, viðgerðarmönnum seinni tíma til mikillar skapraunar. Ef ekki hefðu staðið yfir reglulegar björgunartilraunir allt frá því að gerð myndarinnar lauk hefði hún fljótlega horfið fyrir fullt og allt. Veggmynd Kjarvals hefur líka fengið hressingu í gegnum árin, auk þeirrar sem hann framkvæmdi sjálf- ur. Meðal annars hefur hún verið hreinsuð bæði af sérfræðingum og ræstingarkonu sem notaði víst ein- hvemtímann of mikið af sterkum efnum þannig myndin fór að mást út á kafla. Kjarval lagði mikinn metnað í myndina og alls er henni skipt í sjö hluta, allt táknmyndir fyrir mismunandi hluta af vinnslu- stigi fisks. Sjómenn og saltfiskverk- endur, opnir bátar í stórsjó og togar- ar. Myndir hans vekja einnig at- hygli fyrir gleði og frísklega lita- notkun og sýnt er að listamaðurinn hefur skemmt sér við gerð hennar. Nú var aftur haldið niður í aðal- sal þar sem steinfellumynd Nínu Tryggvadóttur er. Komið var að máli við listakonuna stuttu fyrir andlát hennar árið 1968 um að gera veggmynd fyrir bankann um samskipti Egils Skallagrímssonar við Aðalstein konung. A myndinni sést Egill taka við gullhring af Aðalsteini og eru liðsmenn beggja á bakvið þá. Nína gerði nokkrar litkrítarskissur en lauk ekki gerð myndarinnar. Maður hennar gekk eftir því að myndin yrði sett upp og lauk uppsetningunni árið 1971. Myndin er ólík hinum myndunum í bankanum því hún er táknræn fyr- ir peningaviðskipti. Verkið heitir Konungssæmd. Þar með lauk ferð- inni og allir gengu fróðari út í góða veðrið. Gantast að ímyndinni KVIKMYNPIR Rcgnboginn NÚ ERÞAÐ SVART („Don’t be a Menace ...“) ★ V!2 Leikstjóri Paris Barclay. Handrits- höfundar Shawn og Marlon Wayans, Phil Beauman. Kvikmyndatökustjóri Russ Brandt. Tónlist John Barnes. Aðalleikendur Shawn og Marlon Wayans, Sulil McCullough, Chris Spencer, Tracy Sherelle Jones. Bandarísk. Miramax 1995. WAYANS-bræðurnir, Shawn og Marlon, eru máttarstoðir Nú er það svart, handritshöfundar, framleið- endur og aðalleikarar. Trúir uppruna sínum sem háðfuglar í sjónvarpi (þar sem stóri bróðir þeirra, Damon, er þó hvað þekktastur), henda þeir ós- part grín að þeirri ímynd af götulífi stórborgar-„gettóanna“ sem löngum hefur blasað við í fjölda „svartra" vandamálamynda frá Hollywood. Hreint ekki svo slæm hugmynd en bræður hafa því miður ekki mikið til málanna að leggja. Gamlar klisjur fá þó oft skemmtilega á baukinn, svo sem graðfolaímynd hins dæmi- gerða „gettó“-töffara, ofbeldið, endalaus ofnotkun morðvopna, geil- urnar (aðalkynbomban með óseðj- andi brókarsótt), talsmátinn (hér klæmast og ragna ekki aðeins hinir strætisvísu burðarásar heldur boðið uppá þá merku nýlundu að leyfa börnum og gamalmennum að kross- bölva og reykja dóp), o.s.frv. Efnisþráðurinn er ekki merkilegur, gengur út á að ungmennið Ashtray (Shawn Wayans) er sendur í vista- skipti úr öryggi millistéttarhverfisins, þar sem hann hefur alist upp hjá móður sinni, í vafasamt fátækra- hverfið þar sem karl faðir hans skrimtir á framfæri þess opinbera. Að mati móðurinnar eiga þessi um- skipti að gera mann úr stráknum. Það sem þeir bræður hafa sett á oddinn er að hafa ofan-af fyrir sínum eigin kynstofni eina kvöldstund eða svo, með hamslausum uppákomum, mörgum í klúrari kantinum, og skjóta í leiðinni á spámenn á borð við Spike Lee, Singleton og Hughes-bræður. Þeir ágætu menn hafa gert margar, athyglisverðar myndir um þeldökk olnbogabörn stórborganna, en þær eru teknar að lýjast og líkjast orðið ískyggilega hver annarri. Afróamer- íkanar (eins og blökkumenn vilja gjarnan láta kalla sig) eru margir hvetjir orðnir langþreyttir á þeirri einhæfu vandamálasúpu eiturlyfja, afbrota og almenns vesældóms og óréttlætis sem þær endurspegla. Þeir fá eitthvað fyrir snúð sinn hér. Það má oft hlæja að stórkarlalegum ham- förum Wayans-bræðra, sem greini- lega er fátt heilagt, og leikhópurinn er allur hinn frísklegasti. Á betur heima í Bronx en hefir engu að síður nokkurt afþreyingargildi fyrir ungl- inga hvar sem er. Sæbjörn Valdimarsson. Hádegistón- leikar í Hall- grímskirkju LEIKIÐ verður á orgelið í Hallgrímskirkju í hádeginu á fimmtudögum og laugardög- um í júlí og ágúst. Hádegistón- leikarnir eru haldnir í tengsl- um við tónleikaröðina Sumar- kvöld við orgelið sem haldin er í fjórða skiptið í sumar og hefst sunnudagin 7. júlí. Það eru félagar í Félagi ís- lenskra organleikara sem leika á fimmtudögum. Fyrstu há- degistónleikarnir verða fimmtudaginn 4. júlí ki. 12-12.30. Að þessu sinni er það Árni Arinbjarnarson, org- anisti Grensáskirkju, sem leik- ur á orgelið tónlist eftir Bach og Buxtehude. Á laugardögum leikur Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, kl. 12-12.30. Hann leikur líka á fyrstu tón- leikum tónleikaraðarinnar Sumarkvölds við orgelið en á laugardeginum ieikur hann sýnishorn af efnisskrá sunnu- dagskvöldsins. FINNSKI stjórnand- inn Osmo Vánská fær mikið lof í nýlegri umfjöllun The New York Times um upp- tökur á verkum Jean Sibeliusar. Greinina ritar Alex Ross, sá hinn sami og hrósaði Vánská og Sinfón- íuhljómsveit ísiands í hástert fyrir frammi- stöðu hennar á tón- leikum í Carnegie Hall í vetur. Sænska Bis-útgáf- an stefnir að því að gefa út öll verk Sibel- iusar, þar með talin áður óþekkt verk tónskáldsins. Vánská hefur stýrt flutningi sinfó- níuhljómsveitarinnar í Lahti í Finnlandi á hljómsveitarverkum Sibeliusar. I umfjöllun sinni segir Ross að þrátt fyrir að tónlistin sé á stundum brotakennd, sé flutn- ingur Vánská og La- hti-hljómsveitarinnar svo fágaður að af verkunum stafi ljóma. Nefnir hann m.a. „Veislu Belshazzar" og „Jedermann" (Hver og einn) og „Misterioso". Þá segir í umfjölluninni, að eins og tónleikar með Sinfóníuhljómsveit ís- lands í Carnegie Hall í febrúar sl. hafi stað- fest, sé Vánská einn mikilverðasti túlkandi Sibeliusar sem nú sé starfandi. Hann leiti uppi hinar dekkri og vandasamari hliðar á hljómi verka tónskáldsins, án þess að glata yfirsýn yfir heildarmyndina. Allir þeir sem hafi raunverulegan áhuga á tónlist Sibeliusar verði að kynnast upptökum Bis-útgáf- unnar. kœliboxdagar frá 3. júlí til 6. júlí <9 V 4/ r Skeljungsbúðin Suðurlandsbraut 4. Sími 560 3878 The New York Times ber lof á Vánska Einn mesti túlkandi verka Sibeliusar Osmo Vanská

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.