Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 10
r r ‘Aoof 'iv'n p cmr»Anir\inmrM 10 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ITUBÖRG Morgunblaðið/Þorkell TVEIR starfsmenn Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar aka um á bifreiðum með skráningarplötunum Tuborg og Egils. Einkanúmer bíleig- enda eru orðin 132 LANDSMENN hafa fest kaup á einkanúmerum fyrir 3,3 milljónir króna hjá Bifreiðaskoðun íslands frá því að reglugerð á grundvelli nýrra umferðarlaga tók gildi. í gær var búið að afgreiða 132 númer og segir Karl Ragnars, forstjóri Bifreiðaskoðunar, að það teljist mikið. Númerin kosta 25.000 krón- ur. Númerin mega vera frá tveimur stöfum upp í sex og er algengast, sem komið er, að fólk velji nafnorð sem tengjast fyrirtækjarekstri, gælu-, eða eiginnöfn, vöruheiti og skammstafanir. Erlend nöfn leyfð Athygli vekur að mörg númer- anna eru stöfuð á ensku og segir Karl að Bifreiðaskoðun hafí ekki séð ástæðn til að fetta fingur út í það til þessa. „Mörg ensk heiti eru orðin algeng og auk þess eru vöru- og firmaheiti gjarnan á erlendum tungum þannig að við höfum leyft þetta,“ segir Karl. Reglugerð dómsmálaráðuneytis- ins kveður á um að ekki megi leyfa áletranir sem bijóta í bága við ís- lenskt málfar og segir Karl að þeirri reglu sé beitt fijálslega. „En við reynum að gæta þess að siðferðis sé gætt, og að áletranir hvorki meiði né séu stuðandi. Erlend nöfn leyfum við, almennt séð.“ EINKANÚMER 2.7. 1996 ÍSLAND ODDUR C FOOD 10 11 LAX 1 DÖGG TRAMPE ANNA HEKLA KEILIR SINDRI GEYSIR SRS BENZ SÆBERG KIA BUICK T BIRD JÓN 1 VW RAGNAR FORD57 BEER SIGFÚS 10 MAGGA KLM123 AUDI SMT KJÖT HF BENÓNÝ FENGER R 35 KJÖT EE JENSEN FORD30 MÁR TOYOTA R 707 TENNIS VALUR FORD 1 HANNAH ORKAN COKE 1 GUFFI RIF KVÓTI COKE 2 EGILS PÍPARI MJÖÐUR BÓBÓ RANGE LÍNDAL TÓMAS DOCTOR MÁLARI EYDAL TUBORG VIKING DANIEL SS 5 EGILS BORG VILLY VISA R 124 M 58 ESJA VWGOLF MY TOY GARÐAR HASSO AUÐUNN 44 LOA FRÓNIÐ BORG 1 JÓI 444 MK BÓNUSl MANONE BB 44 MK SS 5 PÓSTUR ÖRN ÖRN EGGERT SÍMI KNÚTUR BJ7239 PORSCH MAGGÝ TOY 1 FRAM JÖRÐIN A 7 TOY 2 1966 GOLF KGBENS SUZUKI EYJAR R 3 ÍNA VIÐAR SIGLÓ ROVER ATLAS HBl BÓNUS BMW SKART SAVA K 175 ÁRTÚN R 2 RÖGGI MÝVATN H 32 SAS UNIMOG JAGUAR POLYIS RALLYl VALA R40 BG 1 JÓHANN Skrifstofa forseta á Sóleyjargötu 1 Tíu milljónir í endurbætur Undirbúningnr að flutningi er hafinn RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að afla heimildar með fjáraukalögum að leggja allt að 10 milljónir króna í nauðsynlegar endurbætur á nýkeyptu húsnæði fyrir skrifstofu forseta íslands á Sóleyjargötu 1. Að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðu- neytinu, er undirbúningur að flutningi og skipulagningu á nýt- ingu hússins hafinn. Eigandi er byrjaður að rýma húsið Ólafur segir að eigandi hússins sé byijaður að rýma húsið og ver- ið sé að undirbúa fyrirhugaða starfsemi í húsinu. Það þurfí að gera ýmsar lagfæringar í sam- ræmi við þarfir embættisins og m.a. að setja upp öryggiskerfi. Hann segir að því stefnt að hægt verði að flytja inn sem allra fyrst en engar dagsetningar hafa verið nefndar. Húsið á Sóleyjargötu 1 er sögu- frægt hús en Bjom Jónsson, rit- stjóri og ráðherra, lét reisa það árið 1912, sama ár og hann lést. Rögnvaldur Ólafsson arkitekt teiknaði Sóleyjargötu 1 og er húsið nánast í sinni upprunalegu mynd en byggður var inngangur við hús- ið árið 1938. Sveinn, sonur Bjöms og síðar forseti íslands, bjó í húsinu um skeið. Þá var það einnig um skeið í eigu Kristjáns Eldjáms, for- seti íslands. Húsið nefndist Staðar- staður, en Elísabet, kona Bjöms var dóttir Sveins Níelssonar, prests á Staðarstað á Snæfellsnesi. Ólafur segir að ekki hafí verið sérstaklega rætt í ráðuneytinu hvort rétt væri að kalla húsið Stað- arstað opinberlega. „Við þekkjum sögu hússins og vitum að það hef- ur og er í rauninni enn nefnt þessu nafni. Það verður á hinn bóginn undir forseta og starfsmönnum forsetaembættisins komið hvað kalla á húsið,“ segir Ólafur. 35 km skurður boðinn út RÆKTUNARSAMBAND Flóa og Skeiða átti lægsta tilboðið í lagn- ingu strengja vegna fyrirhugaðr- ar veglýsingar á Reykjanesbraut milli Kapelluhrauns og Leifs- stöðvar. Var verkinu skipt í þijá kafla og átti fyrirtækið lægsta tilboð í þá alla. Vegagerðin gerði ráð fyrir að lagning strengjanna myndi kosta 82,7 milljónir króna. Ræktunar- sambandið býðst til að vinna verk- ið fyrir 65 milljónir og er tilboð þess því 78,5% af kostnaðaráætl- un. Fimm aðrir verktakar sóttust eftir verkinu en tilboð þeirra voru mun hærri. Verkinu á að vera lokið 1. sept- ember í haust. Skurðirnar sem þarf að grafa eru alls 35 km að íengd. Úrval af góðum fyrirtækjum 1. Lítið framleiðslufyrirtæki á sérfatnaði fyrir ungabörn. Miklir framtíðarmöguleikar. Starf fyrir tvo. Lítið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir brjóstsykur. Allar vélar og tæki. Laust strax. Hentugt fyrir hjón. Blaðaútgáfa. Til sölu menningarrit með góð- ar auglýsingatekjur. Góð sambönd. Góð umboð. Stór heildverslun vill láta frá sér nokkur góð umboð. Möguleikar fyrir góðan sölumann. Sérstök skartgripa- og gjafavöruverslun með eigin innflutning. Góð staðsetning. Sólbaðsstofa með 6 bekkjum. Nýjar perur. Áhv. 2,5 millj. Hagstætt verð. Skyndibitastaður á besta stað í Hafnarfirði. Bíll fylgir. Laus strax. Bóka-, rit- og leikfangaverslun í mjög vin- sælli verslunarmiðstöð til sölu strax af sér- stökum ástæðum. Mörg stór og þekkt fyrir- tæki í þessu húsi. Mjög falleg, sérstæð blóma- og gjafavöru- verslun á Laugaveginum til sölu strax vegna veikinda. Söluskáli til sölu eða leigu. Hægt að hafa dag-, kvöld- eða nætursölu. Bílalúga. Laus strax. Til sölu einstaklega fallegur dagsöluturn, sem selur eingöngu vandað, dýrt og gott sælgæti, auk fallegrar gjafavöru. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. 2. 3. 4. 5. 7. 8. 9. 10. 11. FYRIRTÆKIASAUI II SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Iðnaðarráðuneyti, Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær hefja samstarf um jarðgufuveitu Eykur líkur á rekstri stóriðju við Straumsvík IÐNAÐARRAÐUNEYTIÐ, Reykja- víkurborg og Hafnarfjarðarbær hafa ákveðið að ganga til samstarfs um undirbúning jarðgufuveitu til iðnaðar við Straumsvík með stofnun undirbúningsfélags, Jarðgufufé- lagsins, á morgun, 4. júlí. Samkvæmt upplýsingum Árna Magnússonar, aðstoðarmanns iðn- aðarráðherra, vaknaði áhugi þess- ara aðila á samstarfí vegna fyrir- spurna frá erlendum aðilum um aðstöðu til að reisa og reka stóriðju- ver hér á landi, sem nýttu mikið magn jarðgufu til framleiðslunnar auk raforku. Jarðgufuveita í Straumsvík getur stuðlað að því að stóriðja eflist í næsta nágrenni. Meðal þess sem er til athugunar er uppsetning pappírsverksmiðju en Aflvaki hf. hefur unnið að undirbúningi máls- ins. Sameiginleg yfírlýsing sam- starfsaðilanna um verkefnið var staðfest 3. maí sl. Þríhliða samstarf sveitarfélaganna og ríkisins var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þá var stofnskjal félagsins samþykkt á fundi borgarráðs í gær en það gildir þar til hlutafélag verð- ur stofnað um starfsemina í árslok 1996. Aflvaki hf. mun annast fjár- reiður og reikningshald félagsins. Straumsvík hagkvæmust Samkvæmt upplýsingum Árna er talið nauðsynlegt að staðsetja stóriðju við stærri höfn vegna mik- illa flutninga á aðföngum og afurð- um. Hagkvæmasti staðurinn á land- inu til að afhenda jarðgufu á sam- keppnishæfu verði við starfandi stórskipahöfn er, að mati undirbún- ingsaðilanna, í Straumsvík. Vegna mikils kostnaðar við að flytja jarð- gufu þarf fjarlægð því að vera sem styst. Til samanburðar er flutningur jarðgufu frá Nesjavöllum til Eiðs- víkur eða frá Svartsengi til Helgu- víkur talinn það kostnaðarsamur að sala á jarðgufu við þær hafnir yrði ekki samkeppnishæf. Af þessum sökum hófu sveitarfé- lögin tvö samstarf um undirbúning að því að geta afhent jarðgufu til stórnotenda við Straumsvík og „skapað ný tækifæri til þróunar orkuiðnaðar hérlendis," eins og seg- ir í stofnskjali félagsins. Vegna umfangs nauðsynlegs undirbún- ings, þ.m.t. rannsókna á umræddu jarðhitasvæði, var óskað eftir sam- starfi við iðnaðarráðuneytið. I ár nemur undirbúningskostnað- ur við verkefnið 18 milljónum króna sem skiptist jafnt á milli aðila. Þátt- tökukostnaður ríkisins verður fjár- magnaður af RARIK. Verði niður- stöður af undirbúningsvinnu til ára- móta jákvæðar reynist nauðsynlegt að afla sérstakra heimilda vegna áframhaldandi þátttöku ríkisins í félaginu. Ljóst sé að ráðast þurfí í verulegar fjárfestingar vegna und- irbúningsrannsókna árið 1997. Undirbúningskostnaður á næstu tveimur árum er áætlaður rúmlega 200 milljónir króna. í þeim kostnaði felst borun tveggja tilraunahola, könnun markaðsforsendna og at- hugun á umhverfisáhrifum. Að sögn Áma verður áfram unn- ið að kynningu á möguleika til fjár- festingar á öðrum svæðum, t.d. við Svartsengi eða á Reykjanesi, í iðn- rekstri er samnýtir jarðgufu og raf- orku og einnig þar sem um er að ræða fjárfestingu sem ekki er bund- in við að staðsetning sé við höfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.