Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ1996 31 að sér hjálparhönd, sem áður var rétt fram, er opnað fyrir flóðgáttir „blandað á staðnum“ og malbikuð leiðin í næstu Svínastíu óharnaðra unglinga og þeim talin trú um að þetta séu mannréttindi. Haft var eftir Árna Pálssyni er hann sá viðskiptamann Áfengis- verslunarinnar í Nýborg liggja bjargarlausan við tröppur búðar- innar: Auglýsingaskiltið yðar hefir fallið til jarðar, sagði Árni við verslunarstjórann. Svo gæti farið að segja mætti við forsetaframbjóðendur þá sem nú eru á atkvæðaveiðum og freista ungmenna: „Þarna liggur atkvæði þitt í ræsinu í Austurstræti." Anna Borg, leikkonan fræga segir svo frá brúðkaupi sínu: „Á undan brúðkaupinu hafði pabbi spurt mig, hvort ég héldi að Poul mundi langa að hafa vín á borðum. Pabbi var félagi í Góð- templarareglunni og hafði aldrei haft vín eða sterka drykki um hönd á heimili sínu. „Ef Poul þætti skemmtilegra að skála í víni, þá skaþég sjá um það,“ sagði hann. „Ég get ekki ímyndað mér að Poul gæti hugsað sér að drekka vín í þessu húsi,“ svaraði ég. „Og það getur ekkert okkar. En þú skalt spytja hann sjálfan." Og maðurinn minn svaraði alveg því sama og ég. „Kemur ekki til mála,“ sagði hann. „Og svo drukk- um við gosdrykki og óáfengt öl með matnum, og hjónaband okkar hefur verið farsælt og hamingjusamt." Borgþór Jósefsson faðir Önnu Borg var eiginmaður Stefaníu Guð- mundsdóttur leikkonu. Mikil og raust vinátta var með þeim hjónum og Árna Eiríkssyni, kaupmanni og leikara, afa Styrmis ritstjóra og Vals Valssonar bankastjóra. Það er nú kominn tími til þess að menn- ingarfrömuðir fyrri tíðar í Reykja- vík fái að skipa þann verðuga sess sem þeim ber. Um þessar mundir, þegar blöð og fjölmiðlar flytja fréttir um átta þúsund ungmenni, sem reika á „mjóum fótum með íjöll á herðum sér“ og bíða þess að foreldrar eða lögregla komi þeim í húsaskjól þá verður þeim, sem komnir eru að fótum fram hugsað til fyrri ára. Ekki má gleyma að þakka þeim heiðursmönnum, sem unnu fórn- fúst starf, án endurgjalds, í þágu ungmenna og barna, héldu skemmtanir, stóðu fyrir menning- arfundum og ferðum um landið. Á ljósmyndinni sem hér birtist sjást ýmsir kunnir borgarar. Magnús V. Jóhannesson fram- færslufulltrúi (tengdafaðir Jóhanns Ágústssonar bankastjóra), Stein- dór Björnsson efnisvörður (afi Björns Vignis ritstjóra), Stefán H. Stefánsson (Bókhlöðunni). Meðal barna og unglinga má þekkja Odd Ólafsson (föður Davíðs Oddssonar) Harald bankamann, bróður Odds. Hólmfríði Ingjaldsdóttur (móður Ingjalds Hannibalssonar). 011 þessi börn, auk þúsunda ann- ara af þessari kynslóð eiga margar góðar minningar frá þátttöku sinni í þessum samtökum þótt leiðir hafi skilið. Næturferðir Markúsar Arnar Antonssonar, Ingibjargar Sólrúnar, eða hvað sem borgarstjóramir heita, koma ekki í stað þeirrar umhyggju og áhuga fyrir velferð, lífi og framtíð reykvískra barna, sem þessir menn sýndu. Dreifing drykkjutímans um sólarhringinn, sem sumir virðast horfa til sem lækningar og lausnar á vanda er marklaust hjal. Kjötverslanir auglýsa rauðvín- slegin lambalæri. Og einhver versl- un auglýsir líka koníakslegið kjöt. Almúginn þekkir einnig lang- drukkna embættismenn. Fjölnis- menn stofnuðu hófsemdarfélög þegar vinum þeirra var hætta búin vegna óreglu og slarks. Ekkert fær bjargað ungmennum frá ógöngum nema fordæmi fullorðinna. Vara- játningar um velferð og mannrétt- indi reynast hálmstrá en hvorki haldreipi né bjarghringur. Höfundur er þulur LAUFEY BERGMUNDSDÓTTIR + Laufey Berg- mundsdóttir var fædd í Vest- mannaeyjum 1. apríl 1911. Hún lést á Sólvangi í Hafn- arfirði 21. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Berg- mundur Arnbjörns- son, verkamaður þar, f. 17. okt. 1884 í Jómsborg í Eyjum, d. 28. nóv. 1952, Skaftfellingur að ætt, úr Mýrdalnum og Álftaveri, og kona hans Elín Helga Björns- dóttir, f. 19. maí 1888 í Heiðar- seli í Tunguhreppi, N-Múl., alin upp á Norðfirði, d. 7. ág. 1963 í Eyjum. Laufey var elst barna Elínar og Bergmundar. Systk- ini hennar voru: Hildur, lést í frumbernsku, Helga, húsfreyja á Patreksfirði, f. 17. júlí 1913, d. 26. apríl 1952, Björn, sjómað- ur og verkamaður í Vest- mannaeyjum, f. 26. sept. 1914, d. 26. mars 1981, Elísabet Sig- þrúður, húsfreyja á Norðfirði, f. 21. mars 1916, d. 10. júlí 1981, Aðalbjörg Jóhanna, húsmóðir og verkakona í Vestmannaeyj- um, f. 27. des. 1919, Guðbjörg, húsmóðir í Hafnarfirði, f. 16. nóv. 1922, og Ása, húsmóðir í Vestmannaeyjum, f. 2. maí 1926. Hinn 24. október 1933 giftist Laufey Guðjóni Sig- urði Gíslasyni frá Uppsölum í Vest- mannaeyjum, f. þar 15. júní 1910, d. 6. apríl 1987 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Gísli Ingvars- son útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, f. 20. júní 1887 í Brennu, V-Eyja- fjallahr., d. 28. ág. 1968 í Eyjum, og kona hans Sigríður Brandsdóttir, f. 25. ág. 1887 á Króka- velli í A-Eyjafjallahr., d. í Vest- mannaeyjum 1. ág. 1966. Sonur Laufeyjar og Guðjóns er Gísli Sigurður, prentari, f. 12. jan. 1939, kvæntur Auði F. Jóhann- esdóttur hjúkrunarfræðingi. Sonur þeirra er Reynir Sigurð- ur, f. 22. nóv. 1976. Laufey var húsmóðir í Uppsöl- um vestri í Vestmannaeyjum frá því hún gifti sig 1933 til 1956. Þá fluttust þau Guðjón til Reykjavíkur og bjuggu á Kleppsvegi 56 þar til hann lést 1987. Eftir það bjó hún að Hraunhólum 9 í Garðabæ ásamt syni sínum, tengdadóttur og barnabarni. Laufey vann um allmörg ár í mötuneyti Búnað- arbanka Islands í Austurstræti. Utför Laufeyjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Laufey Bergmundsdóttir, móður- systir mín, verður borin til moldar í dag og lögð við hlið eiginmanns sins, Guðjóns Gíslasonar, sem hún deildi lífinu með í farsælu hjóna- bandi í tæp 54 ár. Kraftar hennar voru þrotnir og hvíldin kærkomin. Samt sem áður var fráfall hennar óvænt og kom fyrr en okkur óraði fyrir. Hún var heilsuhraust á efri árum og óvílin þar til nú í vetur, um áramót, að hún veiktist. Dró þá skjótt af henni. Var hún um tíma á Jósefsspítala í Hafnarfirði en fór síðar til dvalar á hjúkrunarheimilið Sólvang. Laufey lést þar aðfaranótt föstudagsins 21. júní, á 86. aldurs- ári.. Þegar Laufey kveður er mér sem mörgum öðrum venslamanni henn- ar söknuður í huga. En jafnframt fyllist hugurinn þakklæti þégar minningarnar um hana koma fram í hugann. Tryggð, í gegnum þykkt og þunnt, var aðalsmerki hennar. Hún bar mikla umhyggju fyrir sínu fólki, smáum og stórum, ungum og öldnum, heimsótti það og ræktaði frændsemina. Sama var um vinkon- ur hennar, þar var ekki tjaldað til einnar nætur, heldur til æviloka. Afmæli, fermingar, giftingar, út- farir ættingja og vina, ekkert slíkt fór fram hjá henni. Bernskuminningar mínar eru bundnar Laufeyju í Uppsölum. Þeg- ar móðir mín, Áðalbjörg, eignaðist 9. barn sitt haustið 1954 þurfti að sjálfsögðu að koma barnahóp henn- ar fyrir á meðan hún dvaldist á spítalanum. Faðir minn leiddi mig, 5 ára snáða, einn dimman haustdag upp að Uppsölum, með sængina mína undir hendinni. í Uppsölum var allt öðruvísi en heima, eitt barn á bænum, allt í föstum skorðum, traust, gamalt og gott. í sambýli með þeim Guðjóni og Laufeyju voru foreldrar Guðjóns, Gísli og Sigríður, 19. aldar fólk sem lét ekki lausung tímans rugla sig í ríminu. Okkur Laufeyju samdi þá vel eins og endranær, þótt spaugilegur ágrein- ingur yrði um ýmis praktísk atriði daglega lífsins þessa daga í Uppsöl- um sem einhvern veginn hafa fest svo rækilega í minnið. Laufey ólst upp á venjulegu sjó- mannsheimili í Vestmannaeyjum á fyrri hluta þessarar aldar, lengst af í Presthúsum, við kröpp kjör en reglusemi, heilbrigð lífsviðhorf og sjálfsbjargarviðleitni. Hún bar sterkan svip foreldra sinna, einkum föður síns og föðurforeldra en þeim var hún mjög handgengin og var langdvölum í Hvíld þar sem þau bjuggu á éfri árum. Skólagangan var ekki lengri en lög sögðu. Eftir fermingu vann hún ýmis störf, m.a. um tíma á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja, en veiktist og var um tíma á Vífilsstöðum. Hún var lengi að ná fullri heilsu en bar sig þó ávallt vel. Rúmlega tvítug giftist hún Guðjóni Gíslasyni frá Uppsölum, fluttist þá heim til hans og bjó með honum, í nábýli við foreldra hans, upp frá því. Þar var samheldni mik- il og eindrægni. Eftir fimm ára hjónaband fæddist þeim einkason- urinn, Gísli, sem síðar lærði prent- iðn og hefur lengst af starfað við hana. Afar kært var alla tíð með honum og foreldrum hans, gagn- kvæm virðing og umhyggja, en gamnansemin aldrei langt undan þar sem þau voru á ferð. Laufey var mikil húsmóðir en að því gaf hún sig óskipta fram á sex- tugsaldur. Þau Guðjón áttu snoturt heimili með sérstaklega notalegum brag. Aldrei þraut þar kjarngóðan íslenskan mat eða kaffibrauð. Af stundvísi hennar og fyrirhyggju eru margar sögur. Þegar hún fór í bæinn í strætó, sem gekk á 15 mín. fresti, var hún oftast komin á biðstöðina 14 og hálfri mínútu fyrir brottför. Hún var alltaf fyrst ferð- búin, stundum klukkustundum áð- ur, spígsporaði um og sló hönskun- um á handarbakið. Hún var glað- sinna kona, hafði dillandi hlátur og þótti alltaf mest gaman að gaman- sögum af sjálfri sér. Hún fylgdist vel með þjóðmálum og var mikill lestrarhestur. Guðjón, maður Laufeyjar, var sérstæður maður. Hann vann fram- an af ævi við ýmis störf í landi og á sjó, en fór í skóla um miðjan ald- ur og lagði fyrir sig tvær iðngrein- ar, fyrst netagerð og síðar múrverk sem hann starfaði lengi við. Ég man þó vel eftir Guðjóni í netum á árunum fyrir 1960 hjá Einari ríka í Austurhúsinu ásamt Sigga á Eið- um. Þar var glatt á hjalla, dósin gekk og vísur kveðnar. Guðjón var reglumaður á alla grein, hagur mjög, duglegur og fylginn sér. Hann var stórfróður um marga hluti, las mikið og hug- leiddi tilveruna. Fáa hef ég hitt sem voru sögufróðari um mannlífið í Vestmannaeyjum á fyrri hluta þess- arar aldar en Guðjón í Uppsölum. Við minnstu tilefni hins daglega lífs léku honum á vörum sérkennileg orðatiltæki og fyndnar sögur um karla og kerlingar. Hann var í senn alvöru- og gleðimaður. Hann var alinn upp í annarri veröld en við sem fæddumst um miðbik þessarar aldar, hélt mikilli tryggð við upp- runa sinn en hafði þó mikla aðlög- unarhæfni þegar lífskjör bötnuðu og traffík og konkúrensi tóku að smeygja sér inn í þjóðfélagið. Þau Guðjón og Laufey ferðuðust mikið á seinni árum til útlanda, bæði til skemmtunar og ekki síður til að fræðast um heiminn. Þau áttu með syni sínum sumarbústað við Þing- vallavatn þar sem þau voru löngum á sumrin og höfðu opið hús. Guðjón lést fyrir um níu árum. Var þá mikið frá Laufeyju tekið. Árið 1956 fluttust þau Guðjón og Laufey frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og bjuggu á Klepps- vegi 56. Engu síður fóru þau oft til Eyja, Guðjón var þar margar vertíðir í netavinnu eftir það, og ótal tilefni fundu þau til að fara „austur í Eyjar“. Eftir að Guðjón lést fór Laufey ein í átthagana, var síðustu ár hjá móður minni nokkrar vikur á hverju sumri og undi sér vel. Heimili þeirra Guðjóns og Lauf- eyjar hér í Reykjavík varð brátt að „sendiráði" fjölskyldunnar. Þangað voru allir velkomnir og fengu að gista í öllum herbergjum. Búið var um gesti í geymslunni inn af eld- húsi þegar þrengst var. Maður fær stundum kinnroða af tilhugsuninni um þann átroðning sem þau máttu þola. En þangað sóttu allir. Þegar við systkinin, Jón og Þuríð- ur, vorum í skóla hér í höfuðborg- inni vorum við nær vikulegir gestir, og „sendiráðið" varð að „þvotta- stöð“ námsmanna. Aldrei var minna við haft en dúka borð og bjóða kaffi og kökur í stofu þegar við lit- um inn, rétt eins og höfðingjar væru á ferð. Seint, verður það allt fullþakkað. Þegar móðir mín var til lækninga í Reykjavík tók Laufey á móti henni og heimsótti hana dag- lega. Þær voru góðar saman og rötuðu í mörg ævintýri; það sögu- efni þrýtur ekki á einu kvöldi! Syst- ur mínar, Birna, Elínborg, Þóra og Lilla, börn þeirra og eiginmenn, áttu ófár ferðir á Kleppsveginn sem þær minnast oft og með miklu þakklæti. Þar var hlýju viðmóti að mæta, hjálpsemi og gleði. Margt var spjallað og þau hjón lágu ekki á skoðunum sínum um menn og málefni. Hún var eldheitur sjálfstæðismaður en hann hægri krati. Þeim þótti lítið til 68-kynslóð- arinnar koma, fannst lánasjóður námsmanna vafasamt fyrirtæki, alveg þangað til hann fór að lána okkur fátækum systurbörnum hennar! Um miðjan 8. áratuginn fóru þau til Grikklands og kynntust þar að eigin sögn afburðafarar- stjóra sem gat svalað forvitni þeirra um land og forna sögu. Sá hafði ekki alltaf fengið háa einkunn fyrir framgöngu sína þegar þjóðmálin voru krufin yfir kvöldkaffi á Klepps- veginum um og eftir 1970. En þannig voru þau, alltaf tilbúin að endurskoða mat sitt á mönnum og málefnum þegar raun bar öðru vitni, — ærlegt fólk. Minningin um þau Guðjón og Laufeyju yljar okkur. Gísli, Auður og Reynir sonur þeirra, sem var augasteinn Laufeyjar síð- ustu árin, hjálparhella, félagi henn- ar og einkabílstjóri, eiga nú samúð okkar því söknuður þeirra er mikr ill. Lífið var Laufeyju móðursystur minni gjöfult og gott, eins var hún okkur, sem áttum samferð með henni, örlát og ræktarsöm. Við lok langrar ævi er okkur efst í hug þakklæti fyrir órofa tryggð og vin- áttu sem aldrei brást. Helgi Bernódusson. Þá er komið að kveðjustundinni, amma mín, þeirri stund sem ég hef alltaf kviðið fyrir og einkennist af mikilli eftirsjá og sorg okkar sem eftir lifum. En er þó jafnframt bundin gleði, því ég veit að hann elsku afi kemur móti þér með út- breiddan faðm og umvefur þig þeirri ástúð og hlýju sem hann sýndi okkur frá fyrstu tíð. Jafnvel þó hennar tími kunni að hafa verið kominn, verður afar erfitt að sjá á ■ bak henni ömmu. Tengslin milli okkar afa og ömmu eru órjúfanleg, því ekkert var of gott fyrir barna- barnið þeirra og minningin um þau er afar lifandi í huga mínum. Við andlát afa missti amma bróðurpart- . inn af því öryggi sem hún hafði f, ætíð búið við, því afi var í öllu henn- ar stoð og stytta. Því var það afráð- ið að hún flytti með okkur í Hraun- hólana, þar sem hún bjó síðustu æviárin. Reyndum við því áð hlúa að henni eins og við frekast gátum. Hún bjó yfir miklum lífsvilja og sést það einna best á því að hún minntist aldrei á dauðann við mig. Sá kraftur og hugur sem í henni var leyfði heldur ekki slíkar hugleið- ingar. Hláturmild var hún alla tíð og naut þess að gleðjast í góðra vina hópi. Amma hafði afskaplega gaman af lestri bóka og dagblaða, fínt var jafnan í kringum hana og dubbaði hún sig upp enda þótt ekkert sér- stakt stæði til. Afar kærar voru henni heimsóknir ættingja sinna, og má þar sérstaklega nefna ein- staka tryggð sem Guðbjörg, Sigurð- ur og Birna sýndu henni allt til æviloka. Flökkukind var hún hin mesta og utanlandsferðirnar, bæði með afa og svo hennar tryggu vin- konu, Jóhönnu Kristjánsdóttur, voru margar og henni afar dýrmæt- ar. Þær ferðir sem við tvö fórum saman innanlands voru okkur báð- um mikil upplyfting. Það voru með- al annars heimsóknir til vina og ættingja á bernskuslóðir hennar í Vestmannaeyjum, þar sem móttök- ur og gestrisni voru ávallt betri en orð fá lýst. Áttum við þess kost að skreppa saman í Þórsmerkurferð * með Félagi eldri borgara. Æði oft hugsa ég einnig til þeirra ófáu, skemmtilegu daga sem við afí, amma og ég brölluðum sitthvað saman hér fyrr á árum. Þá var set- ið við eldhúsborðið heilu morgnana, drukkið útbleytt, tekið í spil eða byggðar borgir úr leikfangakubb- um. Amma var líka nokkuð kræf í glímu hér áður, en þegar við tók- umst á tókst snáðanum einhvern veginn alltaf að vinna. Mörg voru þau síðdegi sem við afi hjúfruðum okkur saman í stóra rauða sófanum í stofunni inni á Kleppsvegi og ræddum heimsmálin okkar á milli eða blunduðum. Og ekki má gleyma að minnast þeirra eftirmiðdaga sem ~+ sest var upp í gráa Colt-inn og rúnt- að um bæinn, með smástoppi niðri á bryggju, eða góður sunnudags- bíltúr austur fyrir fjall. Sumarbústaðurinn á Þingvöllum skipar í minningunni stóran sess, allt frá frumbernsku, og ljóslifandi er þegar dytta þurfti að bústaðnum og afí tók sér hamar og nagla í hönd. Snáðinn fékk auðvitað að negla líka alveg eins og þeir sem til vits og ára voru komnir, en smíðin varð á stundum ansi skraut- leg. Settumst við þá saman eftir gott dagsverk í sólgryfjuna og nut- um fallegra kvölda með kaffisopa og bakkelsi, sem amma færði okk- ur. Þau gáfu mér ómetanlega gott og heilbrigt vegarnesti út í lífið og fæ ég þeim það seint fullþakkað. Hugur minn leitar á þessari stund til ykkar og yndislegu áranna sem við áttum saman. Svo mun verða um ókomin ár. Þið verðið alltaf í hjarta mínu. Guð geymi ykkur bæði, Reynir. Gail flísar TT r rrf & 11! *W '* * Stórhöfða 17, viðGuIIinbrú, simi 567 4844 | I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.