Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 52
‘HYUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA ^ Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX 550-4001 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Gífurleg grasspretta er um sunnanvert landið Morgunblaðið/RAX ARI Páll Ögmundsson, bóndi í Stóru-Sandvík, lagði sig í heyið í gær meðan hann var að bíða eftir betri þurrki. Hrefna, Jóhann, Fjóla og Anna, gátu ekki setið á sér og köstuðu í hann heyi. Gras er farið að spretta úr sér Eigandi Borgarapóteks höfðar mál Segir ráð- herra brot- legan við lyfjalög VIGFÚS Guðmundsson,_ eig- andi Borgarapóteks í Álfta- mýri 1-3, hefur höfðað mál á hendur Ingibjörgu Pálmadótt- ur, heilbrigðis- og trygginga- ráðherra vegna lyfsöluleyfa sem veitt voru í Lágmúla 5 og Skipholti 50c í Reykjavík í aprílmánuði. Telur Vigfús að ráðherra hafi brotið gegn ákvæðum lyfjalaga um veit- ingu lyfsöluleyfa svo og regl- um stjórnsýslulaga. Jafnframt hefur hann stefnt Inga Guðjónssyni og Guðríði Einarsdóttur, lyíja- fræðingum, til að þola ógild- ingu á lyfsöluleyfum sínum. Ingi er annar af eigendum Lyfju hf. í Lágmúla sem opnuð var í apríl, en Guðríður hyggst opna lyfjabúð í Skipholti. Af hálfu Vigfúsar er vísað til lyfjalaga, sem tóku gildi þann 1. júlí 1994, en þar er tekið fram að ráðherra skuli senda umsóknir um ný lyf- söluleyfi til umsagnar hjá við- komandi sveitarstjórn. Síðan segir að við mat umsóknar skuli m.a. styðjast við íbúa- fjölda að baki lyfjabúðinni og fjarlægð hennar frá næstu lyfjabúð. Leggist umsagnar- aðili gegn veitingu nýs leyfis sé ráðherra heimilt að hafna umsókninni. Ráðherra krefst sýknu Af hálfu heilbrigðisráð- herra er þess krafist að hann verði sýknaður af öllum kröf- um eiganda Borgarapóteks. M.a. er bent á að það sé eng- um gögnum stutt að staðsetn- ing nýrra lyijabúða á jgrund- velli leyfanna komi sérstak- lega hart niður á starfsemi Borgarapóteks, umfram aðra lyfsala, svo að réttlætt geti slíka kröfugerð. ■ Krefst ógildingar/14 GUÐMUNDUR Lárusson, bóndi á Stekkum, formaður Landssambands kúabænda, segir að góð grasspretta síðustu daga hafí leitt til þess að margir bændur um sunnanvert land- ið séu komnir í vandræði þar sem gras sé farið að spretta úr sér, en við það tapast mikið af næringarefn- um úr grasinu og það verður verra fóður. Fjöldi bænda sé í þeirri stöðu að öll túnin eru fullsprottin og slátt- ur ekki hafinn. Guðmundur sagði að gróður væri um 10 dögum fyrr á ferðinni um sunnanvert landið í ár en í fyrrasum- ar. Hann sagðist telja að margir bændur hefðu ekki áttað sig á þessu og borið of seint á túnin. Því færi hins vegar fjarri að þetta væri stað- an um allt land. Um norðanvert land- ið og á jörðum upp til dala væri grasvöxtur víða það skammt á veg kominn að menn biðu enn eftir betri sprettu. „Líkast til hefur munur á sprettu milli landshluta sjaldan eða aldrei verið meiri en í ár,“ sagði Guðmund- ur. Ari Páll Ögmundsson, bóndi í Stóru-Sandvík, hóf slátt 16. júní líkt og nágranni hans, Guðmundur á Stekkum. Hann sagði að spretta hefði þá verið sæmileg, en síðan hefði gras sprottið geysilega vel og nú væri mjög nauðsynlegt að draga ekki lengur að slá það. Hann sagði að bændur, sem ekki hefðu bytjað slátt um miðjan júní, væru að kom- ast í vandræði vegna þessa. Túnið í Stóru-Sandvík er um 70 hektarar að stærð og á einungis eftir að slá um 20% af því. Ari Páll sagði að ef þurrkur héldist út þessa viku myndi hann ljúka fyrri slætti fyrir vikulok. Hann sagði að lélegur þurrkur hefði verið undanfarna daga. Á mánudaginn hefði verið ljómandi góður þurrkur framan af degi, en síðdegis hefði farið að rigna og árangur dagsins við að þurrka heyið því farið fyrir lítið. Metspretta garðávaxta En það eru ekki bara tún sem spretta vel þessa dagana. Útlit er fyrir mjög góða uppskeru á græn- meti og garðávöxtum. Korn sprett- ur einnig óhemjuvel og verði tíðin áfram jafngóð er útlit fyrir algjöra metuppskeru. Árangur af korn- ræktinni fer þó mikið eftir veður- fari síðla sumars. Frost eða rok getur á einum degi eyðilagt vel- sprottinn kornakur. ■ Hætta á að heyfengur/4 Rannsóknarlögregla ríkisins 90-100 GSM-sím- um stolið á árinu RANNSÓKNARLÖGREGLU ríkis- ins hafa borist tilkynningar um þjófnaði á 90 til 100 GSM-símum á höfuðborgarsvæðinu það sem af er árinu. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá RLR, segir að lög- reglunni takist að finna töluverðan fjölda af þessum símum. Hörður sagði algengt að GSM- símum væri stolið í innbrotum í bíla og íbúðarhús. Ekki væri heldur óalgengt að eigendur legðu símana frá sér og fyndu þá svo ekki aftur, t.d. á skemmtistöðum og ýmsum öðrum stöðum. Þjófnuðum á GSM-símum hefur fjölgað í takt við aukna notkun hér á landi. Alls var tilkynnt um þjófn- aði á 30 til 40 GSM-símum til RLR á síðasta ári. ----» » «--- Áhrif loðnuvertíðar Hlutabréf hækkaí SR-mjöli VIÐSKIPTI með hlutabréf í SR- mjöli hf. tóku kipp í gær í kjölfar frétta um mokveiði á loðnu í upp- hafi vertíðarinnar. Undir lok júnímánaðar urðu við- skipti með bréfín á genginu 2,4 en í gær hækkaði gengið í 2,5 eða um rösklega 4%. Söluverð bréfa í SR- mjöli sem fóru á milli manna í gær var alls 2,7 milljónir króna. Hlutabréf í Borgey hf. á Höfn í Hornafirði, sem jafnframt er um- svifamikið fyrirtæki í loðnuvinnslu, hafa einnig hækkað ört að undan- förnu. í gær urðu viðskipti með bréfm á genginu 3,05 en um miðjan febrúar var gengi þeirra 1,20 í við- skiptum á Opna tilboðsmarkaðnum. Norskt loðnuskip landaði í Ejjum í gær NORSKA loðnuskipið K. Rygge- fjord kom með um 850 tonnum af loðnu til Vestmannaeyja í gær og hófst löndun hjá Fiskimjölsverk- smiðju Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum í gærkvöldi. Skv. upplýsingum Páls Pálmason- ar, vaktformanns í Fiskimjölsverk- smiðjunni, var landað úr Kap VE í gærmorgun og var norski báturinn annar í röðinni. Ekki var von á meiri loðnu til löndunar fyrr en í dag að hans sögn, þannig að löndunin úr norska skipinu tafði ekki fyrir móttöku úr íslenskum skipum hjá bræðsl- unni,. Mikið magn af loðnu barst á land eftir mokveiði íslensku skipanna á mánudag og voru loðnuskipin víða stoppuð af í höfn þar sem verk- smiðjumar fylltust af hráefni en mikil áta er í loðnunni sem veldur erfiðleikum í bræðslunni. Voru ís- lensku skipin að tínast aftur á mið- in í gærmorgun. Hjá verksmiðjum SR Mjöls höfðu um 14 skip landað loðnu í gær, alls um 10 þúsund tonnum. Þokka- leg veiði var á loðnumiðunum norð- ur af landinu í gær og fyrrinótt en loðnan er nú á nokkuð hraðri ferð í norðvesturátt. 45 norsk skip þegar mest var 45 norsk loðnuveiðiskip voru á miðunum þegar mest var í fyrradag en aðeins fjögur norsk skip voru við veiðar í gær, skv. upplýsingum Landhelgisgæslunnar. Ekki fengust upplýsingar um hvort fleiri norsk skip en K. Ryggefjord sigldu með aflann til íslenskrar hafnar. ■ Ennþá góð/4C Morgunblaðið/Sigurgeir K- Ryggefjord siglir með 850 tonn af loðnu inn í Vestmannaeyjahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.