Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR mSSB EIN nýjasta byg-ging Philips Johnsons, móttökusaiur á jörð GLERHÚSIÐ, sem Johnson reisti í Connecticut árið 1949, hans í Connecticut, er í anda arkitekta á borð við Frank Gehry. þykir mikilvægt í þróun arkitektúrs nútímans. Philip Johnson níræður Kameljón húsa- gerðarlistarinnar iðrast einskis PHILIP Johnson gnæfir yfir aðra núlifandi arkitekta. Hann var í upphafi starfsævi sinn- ar fúnksjónalisti, en hefur getið sér orð og oft verið gagnrýndur fyrir að tileinka sér og notfæra nýjar stefnur og strauma. Johnson verður níræður 8. júlí, en lætur engan bilbug á sér finna, vinnur enn að verkefnum og hyggst ekki setjast í helgan stein fyrr en á aldarafmælinu. Kameljón húsagerðarlistar- innar kveðst einskis iðrast. Johnson er með skrifstofu á Manhattan, nánar tiltekið í byggingu, sem hann teiknaði og hlotið hefur viðurnefnið „varaliturinn". En sú bygging er ekki eina markið, sem Johnson hefur sett á eyjuna. Bygging símafé- lagsins AT&T vakti mikið írafár vegna þess að þak hennar er í laginu eins og skreyting, sem maður ætti frekar von á að sjá á kom- móðu. Þá var Johnson í aukahlutverki þegar Mies van der Rohe, sem hafði orðin „meira er minna“ að leiðarljósi, teiknaði Seagram- háhýsið, sem er eitt besta dæmið um það hvernig reisa má hús af stáli og gleri. Kynnti Bauhaus-skólann í Bandaríkjunum Johnson átti á sínum tíma snaran þátt í því að hefja arkitekta Bauhaus-skólans til vegs og virðingar í Bandaríkjunum og var hvatamaður að því að van der Rohe kom til Bandaríkjanna árið 1938. Johnson, sem var vel efnaður og kalla mátti velunnara hinna fögru lista, hafði kynnst Bauhaus-skólanum í Dessau í Þýska- landi í lok þriðja áratugarins. Þegar Johnson sneri aftur til Bandaríkjanna gerði Alfred H., Barr, fyrsti stjórnandi hins nýstofnaða Museum of Modern Art í New York hann að umsjónarmanni arkitektúrs við safnið. Johnson var þá ekki orðinn arkitekt. Hann hafði numið klassísk málvísindi við Harvard og ferðast um Evrópu. Þar kviknaði ástríða hans fyrir hinum nýja byggingastíl og í hinu nýja starfí veitti hann henni útrás. Árið 1932 setti Johnson upp sýninguna „Arkitektúr nútímans" í Museum of Modern Art og gaf samhliða út bókina „Alþjóðlegi stíllinn". Þar með höfðu Bandaríkjamenn verið kynntir fyrir van der Rohe, Le Corbusi- er, Walter Gropius, Marcel Breuer og fleirum, sem áttu eftir að setja svip á húsagerðarlist og hönnun vestan hafs. Aðhylltist nasisma En Bauhaus-skólinn var ekki það eina, sem heillaði hann í Þýskalandi. Heimspeki Fri- edrichs Nietzsches var í uppáhaldi hjá hon- um. Eftir valdatöku Hitlers 1933 gerðist hann ákafur fylgismaður hugmyndafræði Þriðja ríkisins. Johnson gekk í andgyðinglegan hægri öf- gaflokk og í hans nafni var hann kjörinn á þing í Ohio, heimaríki sínu. Skyndilega var Bauhaus-stíllinn ekki nógu stórbrotinn og sporgöngumenn hans kommúnistar. Það var ekki fyrr en ljóst var að Bandaríkj- amen myndu taka þátt í stríðinu gegn Þjóð- veijum að Johnson sagði skilið við þessar stjórnmálaskoðanir. Hann hóf nám í arkitekt- úr í Harvard og þar voru Breuer og Grop- ius, sem höfðu fiúið nasismann, meðal kenn- ara hans. Nú sér Johnson, sem úthúðaði gyðingum og átti um leið gyðinga að vinum, eftir því að hafa gert sér dælt við nasismann. „Ég var heillaður af valdinu, segir hann. „En það er engin afsökun fyrir ótrúlegri heimsku minni.“ Johnson er maður mótsagna. Það er ekki 'síst vegna greindar sinnar og hégóma sem hann hefur verið útvörður nýjunga í húsa- gerðarlist. Hann hefur næmt auga fyrir því hvort nýr stíll er líklegur til að ná fótfestu og nýtur þess að vera talinn jafnt tækifæris- sinni sem andstæðingur hins hefðbundna. Ekki við eina fjölina felldur Þegar Johnson fékk leið á Bauhaus-stílnum sagði hann skilið við Mies van der Rohe og fór að kanna samsetningu nýrrar og klassískrar húsagerðarlistar. Afraksturinn t BYGGING símafyrirtækisins AT&T á Manhattan olli miklu fjaðrafoki vegna lagsins á þakinu. var ríkisleikhús New York í Lincoln Center, sem var reist 1964 og þykir helst minna á byggingar, sem reistar voru á Ítalíu í tíð Mussolinis. Nokkrum árum síðar hóf hann samvinnu við John Burgee og var þá aftur snúinn til hins hefðbundna. Á þessum tíma virðist hann hafa verið undir áhrifum frá minimalistum og þykir leikur hans að flatarmyndafræðinni í Pennzoil-byggingunni í Houston frá 1976 bera því vitni. Er líða tók á áttunda áratuginn sótti John- son æ meir í smiðju post- modemisma. 1984 reis AT&T byggingin og vakti útlit hennar mikla reiði í röðum fúnksjónalista í anda Bauhaus, sem héldu fast í þá kenningu að skraut væri óþarft og í húsagerðarlist bæri ekki að dulbúa hlutverk byggingarefnisins, heldur undirstrika það. Því væri til dæmis út í hött að mála járn rautt, enda væri það grátt, og enn fráleitara að hanna háhýsi eins og húsgagn. Hann hélt áfram að teikna hús í þessum anda og voru þau reist víða, en þar kom að hann vildi reyna eitthvað nýtt og beindust sjónir hans þá að Frank Gehry og Peter Eis- VARALITURINN á Þriðju tröð á Man- hattan er tilvisun til Art Déco-stíls þriðja og fjórða áratugarins. enman. í anda þeirra (eða undir merkjum hins svokallaða dekonstrúkívisma) er hús, sem Johnson hefur nýlokið við að reisa til veisluhalds á jörð sinni í New Canaan. Þar stendur einnig hið fræga „glerhús" sem Johnson reisti 1949 og og gerði hann frægan á augabragði. Húsið þykir með merki- legri byggingum eftirstríðsáranna. í húsinu eru engir milliveggir og svo virðist sem skil- in milli þess að vera úti og inni hafi nánast verið þurrkuð út. Þar situr Johnson eins og hann sé til sýnis: „Aðeins hér get ég á einum stað séð sólina setjast um leið og tunglið kemur upp. Aðeins hér verða arkitektúr og landslag eitt.“ Philip Johnson vinnur nú meðal annars að verkefni í Berlín, en hann hefur færri járn í eldinum en áður. „Þegar maður er níutíu ára gamall borgar sig ekki að færast of mikið í fang,“ sagði Johnson í samtali við þýska tímaritið art. „Hins vegar reikna ég fastlega með að vera á lífí þegar ég verð hundrað ára og vera þá enn starfandi arkitekt. Þá fýrst ætla ég að draga mig í hlé og veija ævikvöldinu í Róm.“ Heimild:arí, das Kunstmagazin. Komið á endastöð KYIKMYNPIR II á s k ó I a b í ó GANGVERKSMÝS („Clockwork Mice“) ★ ★ ★ Leik.stjóri Vadim Jean. Handrits- höfundur Rod Woodruff. Kvik- myndatökustjóri Gordon Hickie. Tónlist John Murphy og David Hughes. Aðalleikendur Ian Hart, Catherine Russell, Art Malik, Rua- idhri Conroy, John Alderton, John Bolun. Bresk. Metrodome Films 1996. MITT í breskum gróandanum stendur Cedarwood, fremur ömur: leg sérskólabygging, endastöð fyr- ir unga gallagripi sem skólakerfíð vistar þama þegar aðrir kostir eru fullreyndir. Myndin hefst þegar Steve (Ian Hart), nýr kennari, mætir á fyrsta degi til vinnu. Við honum blasa óendanleg, erfíð við- fangsefni, einkum er það Conrad (Ruaidhri Conroy) sem gerir honum lífíð leitt. Þetta er hraustur strákur á fermingaraldri, sem lumar bak við harða skel á ýmsum kostum og hæfileikum, ekki síst á hlaupa- brautinni. Smám saman þróast ein- læg vinátta milli hans og Steve sem tekur að sér þjálfun piltsins. En vandamálin bak við grímu nemend- anna eru illyfírstíganleg. Enn ein, lítil og forvitnileg, bresk smámynd sem setur mann- leg samskipti á oddinn og tekst það yfir höfuð vel. í henni má greina enduróm frá The Loneli- ness of the Long Distance Runn- er, minnisstæðri, ekki ósvipaðri mynd sem sýnd var í sama kvik- myndahúsi fyrir margt löngu, með ekki ómerkari mönnum en Tom Courteney, James Fox og Sir Mic- hael Redgrave. Bergmálið felst ekki aðeins í efnisþræðinum, öllu frekar í þeim grimma en Ijóðræna raunveruleika sem einkennir þess- ar myndir báðar. Breskir sérskól- ar eru ömurlegar uppeldisstöðvar einsog þeim er líst í þessum mynd- um, hér ræður vonleysið ríkjum. Sumir kennararnir eru þó ekki á því að gefast upp, þeir Laine (Art Malik) og Steve fara þar fremstir í flokki. Hart túlkar þann síðar- nefnda óaðfinnanlega, í höndum hans verður nýliðinn einkar trú- verðugur baráttu- og hugsjóna- maður sem leggur sig allan fram í sínum vonlitlu björgunarstörf- um. Malik fer einnig prýðisvel með sitt hlutverk sem á lítið skylt við hryðjuverkamanninn í True Lies, sem þessi litríki leikari er sjálsagt kunnastur fyrir. Þriðji hörkuleikurinn kemur síðan frá hinum umga Ruaidhri Conroy sem túlkar hinn flókna persónuleika Conrads undur vel, þarna er kom- ið efni sem gaman verður að fylgj- ast með. Því miður víkur raunsæið að lokum fyrir ævintýralegum enda- kafla þar sem hin athyglisverða, harða og trúverðuga sýn á að- stæðum víkur fyrir ómerkilegum „happ-í-endi“, sem myndin mátti síst við eftir það sem á undan er gengið, ekki síst hádramatískt kapphlaup þar sem allt snýst um mannslífið. Engu að síður mann- eskjuleg, allt að því mannbætandi mynd sem er ekki hlaupin frá manni strax úti á bílastæðinu. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.