Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 11 FRÉTTIR Landgræðsla ríkisins og heimamenn í Þorláks- höfn standa fyrir upp- græðsluátaki í sumar. Markmiðið er að tryggja varanlega uppgræðslu sandsins í kringum þorpið en sandfok sem tók sig upp í vetur eftir margra ára hlé gæti annars ógnað byggð og matvælavinnslu á staðnum. Helgi Bjarnason kynnti sér starfið. aði og breikkaði og þar eru nú marg- ar milljónir tonna af sandi. Á dögum þjóðargjafarinnar, 1975-79, var gert mikið átak í uppgræðslu á Þorláks- hafnarsvæðinu, sérstaklega inn af sjávarkambinum, og segir Sveinn að Þorlákshafnarbúar hafí fengið góðan frið fyrir sandfoki fram í byrjun þessa áratugar. Sveinn tekur svo djúpt í árinni að segja að ef ekki hefði verið unnið að uppgræðslu væri hvorki byggð né útgerð í Þor- lákshöfn í dag. SUNNLENSKU árnar bera til sjávar jarðveg sem blæs upp á hálendinu. Framburður Ölfusár og líklega einnig Þjórsár stöðvast í Hafnarvík austan Þorlákshafnar. Þessi fíngerði sjávar- sandur berst síðan inn á landið í sunnan- og suðaustanveðrum. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir að þetta hafi áreiðanlega verið að gerast í nokkrar aldir. Þurrar austan- og norðaustanáttir hafa síð- an feykt sandinum yfir landsvæðið við Þorlákshöfn. Stöðugtsandfok „Þegar þorp var að myndast hér fyrir 1950 og útgerð að hefjast fyrir alvöru varð ljóst að ekki var unnt að búa við það stöðuga sandfok sem var inn í kauptúnið. Upp úr því var hafíst handa við uppgræðslu landsins með sáningu melfræs í sandvarna- garða við fjöruborðið og inni á land- inu. Allt umhverfi Þorlákshafnar var friðað fyrir ágangi búfjár fimmtán árum fyrr. Tilgangurinn var að hefta þetta sandskrið upp úr fjörunni þann- ig að hægt yrði að takast á við land- græðslu án þess að liggja undir stöð- ugu áfoki," segir Sveinn. Meigresið á sjávarkambinum safn- aði smám saman í sig sandi, hækk- ÞORLÁKSHAFNARBÚAR eru að útbúa golfvöll í sandhólunum. Sá árangur sem náðst hefur á golfvallarsvæðinu hefur orðið þeim hvatning til frekari átaka. Hér sitja Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Jón Ingi Jónsson garðyrkjustjóri og Guð- mundur Hermannsson sveitarstjóri í grasinu við eina flötina. REYNT er að loka skörðunum í sandvarnagarðinum með hey- rúllum og svo er sandurinn sem hleðst að bundinn með melgresi. Morgunblaðið/Ásdis Ásgeirsdóttir GREINILEGA er mikið verk óunnið á sandflákunum við Þorlákshöfn þó Þráinn Sigurðsson gróðurselji nokkur þúsund Iúpínuplöntur. Barist vid sandinn Unnið er að styrkingu sandvama- garðsins í fjörunni með því að fylla í skörð og sá melfræi. Jafnframt er unnið að alhliða landgræðsluverkefn- um á sandsvæðunum umhverfís Þor- lákshöfn. Melfræi er sáð í opin sand- svæði og þar sem gróður er fyrir er reynt að styrkja hann með áburðar- gjöf og loðvíði plantað í þeim til- gangi að flýta fyrir náttúrulegri gróðurframvindu. Markmiðið er að sjá sem mest af svæðinu innan sjáv- arkambsins vaxið loðvíði og gulvíði þegar fram líða stundir. Sandurinn er gjörsneyddur öllum næringarefn- um og því er lúpína notuð á valin svæði þar sem gróður á í vök að veijast og ekki er hægt að sá mel- fræi. Að sögn Jóns Inga garðyrkjustjóra verður 35-40 þúsund lúpínum plant- að í sumar og 10 þúsund víðiplönt- um. Fræi og áburði er sáð úr flugvél- um og með vélum á jörðu niðri. Fyr- ir sáningu eru sandhólar sléttaðir út. Starfsmenn Landgræðslunnar vinna að ýmsum verkefnum og einn- ig vinnuflokkur sem styrktur er af Atvinnuleysistryggingasjóði. Al- mennur áhugi er fyrir þessu verkefni í Þorlákshöfn. Þannig hafa vörubíl- stjórar dreift áburði á 200 hektara í sjálfboðavinnu. Meitillinn gaf eina milljón til uppgræðslu og Olís styrkir einnig verkefnið. Lionsmenn, Kiwan- ismenn og kvenfélagskonur hafa unnið að því. Landeigendur Hrauns hafa einnig lagt verulega fjármuni í uppgræðslu á sínu landi. Haldinn var landgræðsludagur í vor og þann dag var sáð í 70-80 hektara lands og settar niður 6.500 lúpínuplöntur svo dæmi sé tekið. Sveitarstjórinn telur að á annað hundrað manns hafí unn- ið að uppgræðslustarfinu. Landgræðslan leggur 15 milljónir í uppgræðslu Þorlákshafnarsvæð- isins og er það eitt stærsta verkefni stofnunarinnar í ár. Ógnuu við matvælaframleiðslu Viðmælendur eru sammála um að með uppgræðslunni í sumar og næstu ár sé verið að tryggja búsetu í Þorlákshöfn. Á staðnum er fjöldi smárra og stórra fiskvinnslufyrir- tækja og fiskeldi og er sandfokið talið ógnun við tilvist þeirra. Þá er sú tíð liðin að fólk geti sætt sig við búsetu á stað þar sem hætta er á sandfoki. Þetta skýrir þann almenna áhuga sem er á uppgræðslustarfínu og er Sveinn landgræðslustjóri mjög ánægður með það, segir að það tvö- faldi ánægjuna fá fólkið með í starf- ið. GÖMUL beitarhús frá Hrauni í Ölfushreppi eru að hverfa í sand. Nú er aðeins hægt að ganga boginn inn undir ris húsanna. Færðumst mörg ár aftur í tímann I ofsaveðrum á útmánuðum 1991 og aftur árið eftir tættust upp eldri sáningar og skörð komu í stóra sand- varnagarðinn í íjörunni og jókst þá aftur sandburður upp á landið. Síð- asta vetur gerði óvenjumikil vestan- veðúr og fauk þá sandur yfír þorpið á nýjan leik. „Við fengum þá yfir okkur sand af svæðum sem ekki hefur fokið af áður. Það litaði öll hús, eyðilagði klæðningar og sand- skaflar mynduðust í görðum. Það var eins og að færast mörg ár aftur í tímann,“ segir Jón Ingi Jónsson, garðyrkjustjóri Ölfushrepps. Teiur hann að sandur hafí fokið yfir á vest- ursvæðið og svo þegar óvenjulega hvasst rok hafi komið að vestan hafi sandurinn borist yfir þorpið. Guðmundur Hermannsson sveit- arstjóri segir að fyrir nokkrum ára- tugum hafí sandfok verið hluti af daglegu lífí íbúa Þorlákshafnar. Fólk hafí þurft að moka sandi úr görðun- um og enginn kippt sér upp við það. Nú gerði fólk aðrar kröfur og gæti ekki sætt sig við sandfok og því sé nauðsynlegt að vinna skipulega að því að koma í veg fyrir að það gæti gerst. Unnið eftir landgræðsluáætlun Landgræðslan lét vinna land- græðsluáætiun fyrir Þorlákshöfn 1996-2000 með það að markmiði að tryggja varanlega uppgræðslu svæð- isins og vegna sandfoksins í vetur lagði sveitarstjórnin áherslu á að SANDURINN hefur hlaðist svo mikið upp innan við var- nagarð að landgræðslustjóri getur tyllt fæti ofan á sjö metra háan símastaur. henni yrði hrint í framkvæmd nú þegar. Landgræðslan, hreppsnefndin og fjöldi áhugamanna hafa tekið höndum saman um verkefnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.