Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 13 LANDIÐ Mikil hátíðahöld í tilefni af að Hveragerðisbær verður hálfrar aldar gamall um helgina Hverasvæðið í miðju bæjar- ins lagfært Hveragerði - íbúar Hveragerðis- bæjar fagna um næstu helgi þeim tímamótum að fimmtíu ár eru liðin frá því að bæjarbúar klufu sig út úr Ólfushreppi og stofnuðu sér- stakan hrepp, Hveragerðishrepp. Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan þetta var og Hveragerði hefur breyst frá því að vera lítið sveita- þorp sem að mestu byggði afkomu sína á ylrækt og til þess að vera eitt sérstæðasta og _ blómlegasta bæjarfélag á landinu. íbúatala bæj- arfélagsins hefur vaxið stöðugt allt frá stofnun og eru íbúar þar nú í kringum 1.800. » Hverasvæðið opnað ferðamönnum Knútur Bruun er forseti bæjar- stjórnar í Hveragerði. í viðtali við fréttaritara sagði hann að mikið hefði verið framkvæmt í bæjarfélag- inu til að gera afmælisárið sem minnistæðast. Nokkrar stórar fram- kvæmdir fari ekki framhjá neinum sem í bæinn komi. Þar beri hæst lagfæringar á hverasvæðinu í miðju bæjarins. Þar hafa nú verið lagðir göngustígar milli hveranna, brýr byggðar og umhverfið fegrað með gróðri. Nú eru á lokastigi fram- kvæmdir við byggingu þjónustuhúss á svæðinu. Húsið sem er rúmlega hundrað fermetra vandað gróðurhús á að hýsa ýmsa þjónustu við ferða- menn og þar á einnig að gera upplýs- ingar um hverasvæðið og lífríki hveranna aðgengilegar ferðamönn- um. „Það er einstakt í heiminum að byggð skuli hafa myndast kringum eins virkt jarðhitasvæði og hér er og því er hverasvæðið í miðju bæjar- ins stolt bæjarbúa. Ég efast ekki um að lagfæringar og úrbætur sem þar hafa verið gerðar munu vekja mikla athygli. Fjölbreytileiki hver- anna er á fáum stöðum meiri og því er svæðið enn áhugaverðara en ella.“ Gatnakerfi bæjarins bætt Miklum gatnagerðarframkvæmd- um í Hveragerði er nú að ljúka. Vegagerð ríkisins er að leggja loka- hönd á hringtorg við gatnamótin inn ÍBÚAR Hveragerðisbæjar fagna 50 ára afmæli bæjarins um næstu helgi. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir HVERASVÆÐIÐ í miðju bæjarins, ásamt sýningarhúsi, verður opnað á afmælisdaginn. Knútur Bruun forseti bæjarstjórnar er í forgrunni. í Hveragerðisbæ. „Þessara fram- kvæmda hefur verið beðið með mik- illi óþreyju af bæjarbúum enda hafa alltof mörg slys orðið við innkomuna í bæinn. Vegagerðin mun væntan- lega ljúka sínu verki nú í byijun júlí. í framhaldi af framkvæmdum við hringtorgið mun Hveragerðisbær lagfæra aðkomuna inn í bæinn og hefur þegar verið hafist handa við gróðursetningu mikils trjábeltis við Breiðumörk ásamt því að götulýs- ingu verður breytt og stígur fyrir gangandi vegfarendur gerður." Forseti íslands gestur afmælishátíðarinnar Asjóna miðbæjarins tekur einnig stakkaskiptum þessa daga, en þar er nú verið að breyta aðalgötu bæjar- ins með hringtorgi og þrengingum sefn hægja munu á umferð. Glæsileg hátíðahöld eru fyrirhug- uð í tilefni afmælisins. Meðal þess helsta má nefna yfirlitssýningu á verkum Kristins Péturssonar er lengi bjó í Hveragerði. Sýningin verður í Grunnskólanum í Hveragerði. Sýn- ing á gömlum ljósmyndum frá fyrstu dögum byggðar í Hveragerði verður í sal Verkalýðsfélagsins Boðans við Breiðumörk. Stór blómasýning verð- ur sett upp í íþróttahúsi bæjarins en þar verður afmælishátíðin sett þann 6. júlí næstkomandi að við- stöddum forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Að lokinni hátíðar- samkomunni í íþróttahúsinu verður sýningin á verkum Kristins opnuð og að því loknu verður gengið að hverasvæðinu í miðju bæjarins og svæðið formlega opnað. Deginum lýkur síðan með unglingadansleik í Félagsheimili Bergþóru og hátíðar- samkomu á Hótel Ork fyrir þá sem eldri eru. ' ■ STORKOSTLEE VEROLÆKKUM A METSÖLUJEPPAMUM: iYTTARA 2 30. JLX - nú aðeins 1.375.000,- Kr. 50. JLX - nú aðeins 1.340.000,- Rr. 50. VG - nú aúeins 0.330.000,- kr. HELSTI STAÐALBÚNAÐUR SUZUKIVITARA: Drifbúnaður: Hátt og lágt drifj framdrifslokur. Öryggi: Öryggisloftpúðar fyrir ökumann og framsætisfarþega • Styrktarbitar í hurðum • Bamalæsingar • Stillanleg aðalljós úr ökumannssæti. Þægindi: Vökvastýri • Samlæsingar á hurðum • Rafstýrðir útispeglar • Upphituð framsæti • Bensínlúga opnanleg úr ökumannssæti • Þrívirk inniljós og kortaljós Tvískipt fellanlegt aftursætisbak • Útvarp með segulbandi. Styrkur: Vitara er með sterkbyggða sjálfstæða grind, sem auk gormafjöðrunar á öllum hjólum gerir auðvelt að hækka bílinn upp. SUZUKI Afl og Öryggi SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.