Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Mikið starfað að íþróttaiðkunum aldraðra Frá Þorsteini Einarssyni: NÚ ÞEGAR félagsstofnanir aldr- aðra í Reykjavík hafa eignast tæki til þess að iðka „boccia", hinn vin- sæla suðræna knattleik, þurfa stofnanirnar að geta notið leiðbein- enda við iðkun leiksins og dómara, því strax var til keppni stofnað, þótt aldraðir ættu í hlut. Stjórn Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) efndi því til námskeiðs fyrir dómara og leið- beinendur 11.-13. mars sl. í íþróttahöllinni í Reykjayik og með aðstoð Boccianefndar íþróttasam- bands fatlaðra (ÍSF). Kennarar voru Ingi Bjarmar Guðmundsson og Elísabet Bjarnason. Tuttugu og þrír einstaklingar sóttu sex kennslustundir í þijá daga. Til þess að fullkomna námið voru þessir þátttakendur dómarar á Vormóti FÁÍA í boccia sem fram fór í íþróttahúsi Fellaskóla við Austurberg 17. maí. Sextán lið mættu til leiks frá átta félagsmið- stöðvum. Fyrrnefndir kennarar stjórnuðu keppninni ásamt Einari Karlssyni frá Boccianefnd ÍSF. Vandaður farandbikar og þrír minni voru veittir þeim sem fremst- ir urðu í keppninni. I íþróttahúsi Fellaskóla við Aust- urberg í Reykjavík var 21. maí sl. efnt til Vordags á vegum FÁÍA. Þar mættu á sjöunda tug aldraðra. Fyrirgreiðslu naut félagið og þátt- takendur hjá framkvæmdastjóra ÍBR og forstöðumanni hússins, Gunnari Haukssyni, og hans að- stoðarfólki. Hinir öldruðu tóku þátt í söng- leikjum, dönsum sem Sigvaldi Þor- gilsson stjórnaði, leikfimi sem Hall- dóra Björnsdóttir leiðbeindi í, en í lokin var stiginn dans og notið góðgerða frá félaginu og félags- miðstöðvunum. I Grasagarði Reykjavíkur kom FÁÍA á ratleik þann 10. júní. Af góðri umhyggju starfsfólks og hag- stæðu tíðarfari var garðurinn í unaðslegu gróðurskarti, sem hinir öldruðu dáðu og sögðust allt of sjaldan heimsækja garðinn til þess að njóta fjölbreytts gróðurs hans. Rúmlega 60 manns kepptu í ljúfu veðri. Var fólkið bæði frá félags- miðstöðvum og einkaheimilum. Þeir sem sýndu besta færni í ratvísi, flýti og þekkingu fengu afhentar þækur í verðlaun. Golfklúbbur Reykjavíkur hefur starfrækt í íþróttastöð sinni að Stórhöfða og Höfðabakka iðkun holugolfs (pútts) með aðstoð Iþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur. Ráðið bauð Félagi áhuga- Biddu um Banana Boat sólbrúnkufestandi Atter Sun el þi vill festa sólbrúnkuna lil mánaða um leið 09 |)ú nærir húðina með flloe Vera, E-vítam., kollageni og lanólini. □ Sérhannaðar Banana Boat bamasólvarnir #15, #29, #30 og 501. Krem, úði, þykkur salvi og stifti. □ Banana Boat næringarkrem Brún-án sólar m/sólvöm #8. o Hraðgræðandi Banana Boat varasalvi steyptur úr Aloe Vera m/sólv. #21, E-vitamín m/sólvöm #30; kirstuberjum, vatns- melónum, blönduðum ávöxtum m/sólv. #15. Bragðgóðir. 0 Hvers vegna aó borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af 99,7% hreinu Banana Boat Aloe Vera geti á 700 kr ? Eða tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 1000 kr. Án spinjlínu, til- búínna lyktarefna eða annana ertandi ofnæmisvalda. Biddu um Banana Boat I sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heifsubúðum utan Reykjavikur. Banana Boat E-gel faest lika hjá Samtökum psoriasis- og exem- sjúklinga. Heilsuval - Barónsstig 20 vr 562 6275 fólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) 3 klst. daglega fimm daga vikunn- ar fyrir aldraða ásamt golfkennara Sigurði Hallsteinssyni. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur látið lagfæra „pútt“-aðstöðu við félagsmiðstöðvarnar og látið halda við góðum völlum á Miklatúni og í Laugardal (við gervigrasvöllinn). Þá hafa starfsmenn íþróttavallanna í Reykjavík látið gera mjóg hentug- an „pútt“-völlJ þar sem nýtur vallarhúss að Ártúni í Elliðaárdal. Á þeim velli stofnaði FÁÍA til keppni í „Pútti“ 23. maí sem starfs- umaður ÍTR og íþróttavallanna, Sig- urður Hallsteinsson, stjórnaði. Fjörutíu og tveir tóku þátt í keppn- inni, sem var einstaklingskeppni um farandbikar. Keppendur komu bæði frá félagsmiðstöðvum og einkaheimilum. Að lokinni úrslitakeppni milli þriggja þeirra stigahæstu var sigurvegaranum afhentur farand- bikar og þeim tveimur næstu smærri bikarar. í Sundhöll Reykjavíkur þann 31. maí stóð Ernst Bachmann fyrir Sunddegi aldraðra á vegum FÁÍA. Naut hópur aldraðra líkamsæfinga við bakka og úti í laug. Áhugi á slíkum æfingum í laugum fer vax- andi. Framundan eru hjá Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁIA) Sæluvika og námskeið. Á Laugarvatni í húsakynnum íþróttakennaraskóla íslands verður Sæluvikan 26. júlí-2. ágúst. í ár veita henni forstöðu: Elísabet Hannesdóttir og Ernst F. Bach- mann. I húsakynnum Árbæjarskóla í Reykjavík stendur FÁÍA fyrir leið- beinendanámskeiði 23.-25. ágúst og hefst það kl. 9.00 alla dagana. Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja afla sér kunnáttu í forsögn líkams- æfinga aldraðra. Aðalkennarar verða: Vibeke Pilmark og Kristine Hjörringgaard, sem eru kunnar í Danmörku fyrir langa reynslu í lík- amsæfingum aldraðra og fjöl- breytni í störfum. Auk þeirra verða íslenskir kennarar og fyrirlesarar. Forstöðu námskeiðsins veitir for- maður FÁÍA, Guðrún Nielsen. Fyrir hönd stjórnar FÁÍA, ÞORSTEINN EINARSSON. KÆLIBORÐ OG DJUP- FRYSTAR KÆLITÆKNIl Skógarhlíð 6, sími 561 4580 Margar gerðlr. Einnig huistur og varahluiir. LaugavcRÍ 29 s. 552 4320 Fáðu Moggann til þín í fríinu Morgunblaðið þitt sérpakkað (í sumarleyfisstaðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 569 1 1 22 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. - k|arnl málsins! Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblaösins og fá blaöiö sent á eftirfarandi sölustaö á tímabilinu frá_______________________til Hvert viltu fá blaðið sent? Merktu við. □ Esso-skálinn, Hvalfirði . □ □ Ferstikla, Hvalfirði □ □ Hyrnan í Borgarnesi □ □ Baula, Stafholtst., Borgarfirði □ □ Munaðarnes, Borgarfirði □ □ Bitinn, Reykholtsd., Borgarfirbi □ □ Sumarhóteliö Bifröst □ □ Hreðavatnsskáli □ □ Brú í Hrútafirði □ □ Stabarskáli, Hrútafirði □ □ Varmahlíð, Skagarfirbi □ □ Illugastaðir □ □ Hrísey □ □ Grímsey □ □ Grenivík □ □ Reykjahlíð, Mývatn NAFN Laufið, Hallormsstab Söluskálar, Egilsstöðum Skaftárskáli, Kirkjubaejarklaustri Víkurskáli, Vík í Mýrdal Hlíöarlaug, Úthlíð, Biskupstungum Laugarás, Biskupstungum Bjarnabúb, Brautarhóli Verslunin Hásel, Laugarvatni Minni Borg, Grímsnesi Verslunin Grund, Flúðum Árborg, Gnúpverjahreppi Þrastarlundur Ölfusborgir Shellskálinn, Stokkseyri Annað___________________________ KENNITALA__________________________________________ SUMARLEYFISSTAÐUR__________________________________ PÓSTNÚMER______________________SÍMI________________ Utanáskriftin er: Morgunblaöiö, áskriftardeild, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.