Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 27
26 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ1996 27 PlinrgiiwWalíllí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SÓKN ÍSLENDINGA Á ERLENDA MARKAÐI ISLENDINGAR sækja nú í auknum mæli á erlenda markaði og hafa íslenzk fyrirtæki á síðustu misserum og árum verið að hasla sér völl erlendis og auka þar umsvifin. Þessi þróun er bein afleiðing aukins frjálsræðis í viðskiptum. í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum var sagt frá því, að Eimskipafélag íslands hf. hefði stofnað tvö ný fyrirtæki í Bretlandi og með stofnun þeirra væri fyrirtækið að styrkja stöðu sína í samkeppni á erlendri grund, einkum í Eystrasalts- ríkjunum og Rússlandi. Með því telur félagið, að það geti tekið þátt í þeirri þróun og uppbyggingu, sem þar á sér nú stað. Þessi aukning á starfsemi Eimskipafélagsins í öðrum lönd- um er ekkert einsdæmi í fyrirtækjarekstri á íslandi. Fjölmörg önnur fyrirtæki hafa aukið umsvifin erlendis og nægir þar m.a. að minna á útgerðarfyrirtækin Granda, Útgerðarfélag Akureyringa, Samheija á Akureyri að ekki sé talað um fisk- sölufyrirtækin, en öll hafa þessi fyrirtæki hleypt heimdragan- um markaðslega séð og vinna nú í öllum heimshornum á sviði veiða og fiskvinnslu. Þessi þróun er í senn mjög hagkvæm íslendingum sem og fagnaðarefni. Það hefur oft viljað standa íslenzkum fyrirtækj- um fyrir þrifum, hve lítill markaðurinn er hér heima. Akveð- inn fastur kostnaður fylgir því að framleiða einhverja afurð eða láta í té ákveðna þjónustu. Eftir því sem unnt er að dreifa þessum fasta kostnaði á fleiri viðskiptavini hlýtur það að koma heildinni til góða og þar með hljóta aukin umsvif þess- ara fyrirtækja að lækka verð þeirrar þjónustu sem þau veita. ÍSLAND OG NAMIBÍA DAVÍÐ ODDSSON, forsætisráðherra, fór í opinbera heim- sókn til Afríkuríkisins Namibíu í júlímánuði í fyrra. Oskar Valentin Plichta, samgönguráðherra Namibíu, kom í opinbera heimsókn til íslands fyrir skemmstu. Halldóri Blön- dal, samgönguráðherra, hefur verið boðið í slíka heimsókn til Namibíu á næsta ári. Þessar heimsóknir eru eins konar inn- sigli eða staðfesting á vel heppnuðu samstarfi íslands og Namibíu, sem annars vegar hefur stuðlað að uppbyggingu og jákvæðri þróun í Namibíu og hins vegar markaðssett ís- lenzkt framtak, íslenzkt hugvit og íslenzka fagþekkingu ytra. í heimsókn samgönguráðherra Namibíu hingað var undirrit- að samkomulag um að Helgi Jóhannesson, lögfræðingur í samgönguráðuneytinu, fari til tímabundinna starfa þar í landi og aðstoði við uppbyggingu siglingamálastofnunar. Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, mun og heimsækja Namibíu sem ráð- gjafi við uppbyggingu flugstjórnarmiðstöðvar, en Grétar Ósk- arsson, flugumferðarstjóri, hefur gegnt starfí flugumferðar- stjóra þar í landi um eins og hálfs árs skeið. A annað hundr- að íslendingar hafa verið búsettir í Namibíu um árbil, meðal annars á vegum Þróunarsamvinnustofnunar íslands, sem að- stoðað hefur þarlenda við rannsóknir og uppbyggingu í sjávar- útvegi, og starfandi við sjávarútvegsfyrirtæki í landinu. Sam- starf á fleiri sviðum hefur verið rætt, m.a. á sviði heilbrigðis- þjónustu og skipasmíði. FORSETIOG FJÖLMIÐLAR Ifjölmiðlaheimi nútímans komast stjórnmálamenn og emb- ættismenn og aðrir þeir, sem bera opinbera ábyrgð, ekki hjá því að eiga mikið samstarf við fjölmiðla. í ýmsum öðrum löndum er svo mikil áherzla lögð á þessi samskipti af hálfu t.d. stjórnmálamanna, að þeir haga tímasetningu mikilvægra yfirlýsinga eftir stundaskrá fjölmiðla. Þessi samskipti mættu vera betri hér. Sl. mánudag óskaði Morgunblaðið eftir samtali við nýkjör- inn forseta íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, um úrslit kosning- anna. Blaðið fékk þau svör, að hinn nýkjörni forseti mundi ekki tala við fjölmiðla þann dag. í gær, þriðjudag, var þessi ósk ítrekuð. Þá var henni svarað á þann veg, að nýkjörinn forseti mundi ekki veita fjölmiðlum frekari viðtöl fyrr en eft- ir embættistöku í byrjun ágústmánaðar. Það er skiljanleg afstaða og ber að virða, að nýkjörinn forseti haldi sig til hlés þar til eftir embættistöku og á meðan fráfarandi forseti er enn í embætti. Erfiðara er að skilja, að nýkjörinn forseti vilji ekki svara spurningum útbreiddasta dagblaðs þjóðarinnar um úrslit kosninganna sjálfra, jafnvel þótt þær séu bornar fram á mánudegi. Morgunblaðið hlýtur hins vegar að skýra lesendum sínum frá því, hvers vegna blaðið hefur birt umsögn allra annarra frambjóðenda um kosningaúrslitin en ekki þess frambjóð- enda, sem kjörinn var til embættisins. LÖGUM samkvæmt verður að fara fram mat á umhverfis- áhrifum áður en ráðist er í miklar framkvæmdir eins og virkjun. Áður en framkvæmd fæst samþykkt af skipulagsyfirvöldum fer fram frummat á vegum Landsvirkjun- ar, þar sem dregin eru fram helstu atriði sem áhrif geta haft á umhverf- ið. Það hefur verið gert vegna miðlun- ar við Hágöngur og hefur niðurstaðan verið send til skipulagsstjóra ríkisins. Skipulagsstjóri auglýsti framkvæmd- ina og var frummatsskýrslan kynnt í febrúar og mars sl. Þijár athugasemd- ir bárust en auk þess var leitað eftir umsögn sjö opinberra aðila, tveggja hreppa, Hollustuvemdar ríkisins, Nátt- úruvemdarráðs, Orkustofnunar, Vega- gerðarinnar og veiðimálastjóra. Auk þess var send kynning til embættis veiðistjóra, Landgræðslu ríkisins, sam- vinnunefndar um svæðisskipulag mið- hálendisins og Þjóðminjasafns íslands. í frummatsskýrslu Landsvirkjunar, sem send var embætti skipulagsstjóra ríkisins í janúar 1996, er kynnt bygg- ing stíflu í Köldukvísl við Syðri- Hágöngu og hjástífla norðvestan Syðri-Hágöngu, sem mun mynda allt að 40 ferkílómetra lón. Auk þess er kynnt lagning 19 km vegar að stíflu- stæðinu frá Kvíslaveituvegi norðan Kvíslavatns. Hagkvæmur kostur í skýrslunni kemur fram að Há- göngumiðlun verði um 385 gígalítrar að stærð. Tilgangur miðlunarinnar er að auka miðlun á vatnasviði Köldu- kvíslar en vatn frá Hágöngumiðlun mun nýtast til aukinnar orkuvinnslu núverandi virkjana á Tungnaár-Þjórs- ársvæðinu við Sigöldu, Hrauneyjafoss og Búrfell. Auk þess mun vatnið nýt- ast við framtíðarvirkjanir á svæðinu við Vatnsfellsvirkjun, Búðarhálsvirkj- un, Sultartangavirkjun og við stækk- un Búrfellsvirkjunar. Með Hágöngumiðlun mun orkugeta raforkukerfisins aukast um allt að 200 GWh/ári segir í frummatsskýrslu Landsvirkjunar. Fram kemur að ef borin er saman stækkun Þórisvatn- smiðlunar yrði aukning kerfísins um 130 Gwh/a en talsvert meiri eða um 196 Gwh/a við Hágöngumiðlun en stofnkostnaður yrði svipaður. Gerð miðlunar við Hágöngur væri því talinn hagkvæmari kostur. Áætlaður kostn- aður við miðlunina er um 1,2 milljarðar. Þörf fyrir miðlun á árunum 1997 til 1998 Þá segir í frummatsskýrslunni: „Því hefur Landsvirkjun ákveðið að stefna að gerð miðlunar við Hágöngur á næstu árum, en fresta um óákveðinn tíma fyrri áætlunum um hækkun á vatnsborði Þórisvatns. Ákvörðun um byggingu miðlunarinnar er háð samn- ingum um byggingu stóriðju sem eru á viðræðustigi nú. Ef miðað er við mesta hraða við uppbyggingu stóriðj- unnar verður þörf fyrir miðlunina strax veturinn 1997 til 1998 og þarf því að byggja miðlunarmannvirki við Hágöngur á árinu 1996 og 1997 svo unnt verði að safna vatni í lónið sum- arið 1997.“ Samkvæmt lögum er Landsvirkjun heimilt að fengnu samþykki ráðherra, að gera ráðstafanir til að tryggja rekst- ur orkuvera á Þjórsársvæðinu, m.a. með stækkun Kvíslaveitu, stækkun Þórisvatnsmiðlunar og stíflu við Sult- artanga. Samkvæmt þessum lögum hefur verið unnið m.a. að byggingu Kvíslaveitna og mun bygging Hágöngu- miðlunar einnig falla undir þau lög. í frummatsskýrslunni segir að líf- ríki sé lítið og fábreytt við Hágöngur og að litlar breytingar muni verða með tilkomu lónsins þótt einstaka staðir innan svæðisins breytist mikið einkum þeir sem fari undir vatn. Gróð- ur sé rýr og að stærstum hluta gróður- litlir melar, sandar og aurar og að hluta til gróðurlítið hraun. Fuglalíf og annað dýralíf sé mjög lítið og ekki vitað um fískilff í Köldukvísl og Sveðju enda væru það að mestu jökulár. Er því haldið fram að með tilkomu Há- göngpmiðlunar muni skapast bætt skil- yrði fyrir fískilíf í Köldukvísl neðan stíflunnar, þar sem jökullitur árinnar muni hverfa að sumarlagi. Tekið er fram að litlar athuganir og rannsóknir hafi farið fram á lífríki svæðisins og að æskilegt væri að gera lauslega út- tekt á því áður en miðlunin tæki til starfa. Svæðið umhverfis Hágöngur er á afrétti Ása- og Djúpárhrepps í Rang- árvallasýslu en ekki sé ljóst hver telst .+ - vera eigandi landsins, segir í skýrsl- unni. Fram kemur að sveitarstjórnum hafi verið kynntar hugmyndir að miðl- uninni og að engin andmæli hafi kom- ið frá þeim. Bent er á að verið sé að vinna að heildarskipulagi fyrir hálend- ið og að það skipulag nái yfir land- svæði miðlunarinnar. Jarðhitasvæði undir vatn í frummatsskýrslunni kemur einnig fram að tvær jökulár falli um lónstæð- ið, Kaldakvísl og Sveðja, sem samein- ast rétt ofan Syðri-Hágöngu. Bent er á að í jaðri Sveðjuhrauns komi fram iindir, sem sameinaðar gefi um 1,6 rúmmetra af vatni á sekúndu. Vatn í meginhluta lindanna er um +2°C heitt, en í nokkrum hluta þeirra mæl- ist hærra hitastig, sem bendi til blönd- unar við jarðhita. Á eyrum skammt norðar er jarðhitasvæði, sem sést á yfirborði, þar sem eru gufuaugu með um +100°C heitu vatni og einnig eru heitar lindir um 3 km norðaustar. Svæðið er skráð sem háhitasvæði en virðist lítið að umfangi. Tekið er fram að ekki sé vitað til sérstakra eða óvenjulegra jarðmyndana á miðlunar- svæðinu en á Köldukvíslaraurum sé jarðhitasvæði, sem muni fara undir vatn þegar miðlunin taki til starfa. Tekið er fram að rannsóknir á stærð og eðli jarðhitans hafi farið fram sumarið 1995 og að þeim verði haldið áfram og verði lokið áður en svæðið fari undir vatn. Leitað umsagna Að fenginni frummatsskýrslu á mati á umhverfisáhrifum leitaði skipu- lagsstjóri ríkisins samkvæmt lögum eftir umsögnum opinberra aðila. Um- sagnirnar voru sendar Landsvirkjun, sem svaraði þeim, og er úrskurður skipulagsstjóra byggður á frummats- skýrslunni, umsögnum opinberra aðila og svörum Landsvirkjunar en eins og áður segir hefur Landsvirkjun kært þann úrskurð til umhverfisráðherra. Leitað var umsagnar sveitarstjórn- ar Ása- og Djúpárhrepps og kemur fram að þær geri engar athugsemdir varðandi mat á umhverfisáhrifum og telja að í matsskýrslunni komi nægi- lega vel fram þau umhverfísáhrif, sem verða munu á svæðinu. Benda þó á að sveitarstjórnimar séu skipulags- nefndir svæðisins og jafnframt er áréttað að hrepparnir séu eigendur afréttarins. Ekki hætta af tímabundinni mengun í umsögn Hollustuverndar ríkisins kemur fram að líklega muni umhverf- inu ekki stafa hætta af tímabundinni loft-, hávaða-, vatns- og úrgangs- mengun. Þá segir: „Vatnasvæði Þjórs- ár, Tungnaár og Köldukvíslar hefur verið raskað mjög mikið undanfarna tvo áratugi og hefur landslag tekið þar miklum breytingum. Enn eru fyr- irhugaðar breytingar á sama vatna- svæði án þess að gerð sé tilraun til að meta heildarumhverfisáhrif miðl- unar/virkjunar en fleiri virkjanir eru fyrirhugaðar á svæðinu. Löngu er orðið tímabært að staldra við og meta heildarumhverfisáhrif virkjunar vatnasvæðisins. Markvisst er þrengt að náttúru landsins með vegum, stífl- um og raflínum. Lítill vafí leikur á því að framkvæmdir hafa áhrif á mætur almennings á náttúrulegu landslagi. Taka verður tillit til þess og samræma landnýtingu á svæðinu og virða náttúruverndarsjónamið. Markmið með virkjuninni er að full- nægja ákveðinni áætlaðri raforkuþörf. í mati á umhverfissáhrifum ber að gera grein fyrir þeim valkostum sem til greina koma til að fullnægja þeirri þörf. Að hluta til má ætla að orku- sparnaður, bætt nýting o.þ.h. séu lausnir sem skoða bæri jafnhliða nýj- um eða endurbættum miðl- __________ unum/virkjanamöguleik- um.“ Bent er á í umsögninni að enginn valkostur sé gef- inn hvorki á öðrum miðlun- arstað eða hvort hlífa mætti hverasvæðunum með lægri vatnsborðsstöðu. Hvað varði ferða- þjónustu og útivist þurfí að gera betur grein fyrir áhrifum af uppbyggingu á framtíð svæðisins. Til þessa hafi Há- göngu- Vonarskarðs- og Tungnafell- sjökulsvæðið verið nær ósnortið og gildi þess falið í víðáttu með torveldu aðgengi, sérstæðri náttúru sem spillist hratt og rýrni. Farið er fram á að sett verði saman yfirlitstafla yfir virkj- anir og miðlun á vatnasvæðinu, stærð HÁGÓNGUMIÐLUN JARÐHITASVÆÐIÐ í Köldukvíslarbotnum mun fara undir vatn með tilkomu miðlunar við Hágöngur. Deilt um þörf fyrir frekara umhverfismat * Urskurður skipulagsstjóra ríkissins um að fram fari frekara mat á umhverfísáhrifum vegna framkvæmda við fyrirhugaða Hágöngumiðlun hefur verið kærður til umhverfisráðherra. Kristín Gunnarsdóttir hefur kynnt sér aðdraganda fyrirhugaðra framkvæmda, sem rakinn verður í tveimur greinum. Lónið verður allt að 40 ferkílómetrar að stærð raskaðs lands, lands sem hefur farið á kaf og hve mörgum árfarvegum hafí verið breytt auk yfírlits yfir áhrif af breyttu aðgengi. Þá væri æskilegt að fá unnar Ijósmyndir er sýni fyrir- hugað lón frá þeim stöðum, þar sem mest ber á því. í svari Landsvirkjunar við umsögn Hollustuverndar er bent á að staðhæf- ing um áhrif af tímabundinni loft,- hávaða-, vatns- og úrgangsmengun sé ekki rökstudd né heldur að líklegt sé að umhverfmu muni ekki stafa umtals- verð hætta af þeim verði ákvæðum mengunarreglugerðar fylgt. Að mati Landsvirkjunar hafa þessar staðhæf- ingar ekkert með miðlunarlón við Há- göngur að gera án frekari röksemda. Þá segir að aðrar athugasemdir Holl- ustuvemdar snerti fremur einkaskoð- anir starfsmanna á ferðamálum en álit Hollustuverndar ríkisins. Leitað var umsagnar Náttúruvemd- arráðs, sem leggur áherslu á í sinni umsögn að gögn og mats- skýrslur vegna fram- kvæmda berist ráðinu á þeim árstíma að hægt sé að athuga aðstæður á vett- vangi. Ekki sé hægt að meta aðstæður á hálendinu svo viðunandi sé í stuttum vettvangsferðum að vetrarlagi. Þá seg- ir: „Með vísan til þess hversu umfangs- miklar framkvæmdimar em áætlaðar telur Náttúruvemdarráð eðlilegt að gert verði fullt mat á umhverfisáhrif- um. Verði ekki fallist á þetta sjónar- mið verði tryggt að þær rannsóknir sem eftir á að gera og niðurstöður úr þeim liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast." í svari Landsvirkjunar segir að ekki verði fallist á athugasemd vegna tíma- setningar. Náttúruverndarráði hafi verið gert viðvart í maí að loknum forathugunum á umhverfisáhrifum að til stæði að vinna frummat fyrir Há- göngulón. Rannsóknir miðaðar við virkjanir í umsögn Náttúrverndarráðs er fjallað um jarðfræði svæðisins og þar kemur fram að ráðið telji að kanna eigi svæðið með tilliti til merkra jarð- fræðifyrirbrigða. Rannsóknir hafi til þessa fyrst og fremst tekið mið af fyrirhuguðum virkjunum. Ekki væri hægt að álykta um jarðfræði- eða náttúrurminjar á svæðinu fyrr en slík úttekt liggi fyrir. Um vatnafar segir að ekki hafí verið gerð heildarúttekt á svæðinu og að ráðið telji nauðsynlegt að það verði gert í heild svo meta megi áhrif miðl- unarinnar á vatnafar nærliggjandi svæða. Mikilvægt sé að skoða í víðu samhengi og meta umhverfisáhrif miðlunarinnar út frá því auk þess sem rannsaka þurfi lindir á svæðinu til hlítar áður en framkvæmdir hefjast. Bent er á að ekki sé gerð grein fyrir stöðu Hágöngumiðlunar í virkjunar- framkvæmdum á Þjórsár/Þórisvatns- svæðinu og beri að bæta úr því. í svari Landsvirkjunar segir að fá svæði á miðhálendinu séu betur rann- sökuð en einmitt svæðið milli Þjórsár og Köldukvíslar með tilliti til jarð- fræði og vatnafars. Rangt sé að jarð- fræðirannsóknir hafi hingað til tekið mið af fyrirhuguðum virkjunum. Landsvirkjun og Orkustofnun hafi sameiginlega staðið að umfangsmikl- • um jarðfræðirannsóknum og korta- gerð á svæðinu á síðustu sjö til átta árum. Ekki sé hægt að tengja virkj- anaframkvæmdir beint við ákveðnar hugmyndir um orkuaukningu eða raða þeim á lista. Ákvörðun ráðist að mestu leyti af hagkvæmni þeirra kosta sem til greina komi hveiju sinni. Engin rannsókn á gróðurfari í umsögn Náttúruverndarráðs segir að engin rannsókn hafí verið gerð á gróðurfari svæðisins í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir og er lögð áhersla á að ítarleg könnun fari fram á vegum viðurkenndrar rannsóknar- stofnunar áður en framkvæmdir verði leyfðar. Náttúruverndarráð telur og mikilvægt að dýralíf svæðisins verði kannað áður en framkvæmdir verða leyfðar. í svari Landsvirkjunar segir að gert sé ráð fyrir að fram fari yfirlitsathug- un á gróðurfari svæðisins og dýralífi og að það verði gert áður en kemur að framkvæmdum. Um jarðhitasvæði segir í umsögn Náttúruverndarráðs að nauðsynlegt sé að kanna lífríki þess til hlítar áður en framkvæmdir verða leyfðar. í greinargerð Orkustofnunar komi fram að við hitastigsmælingar á yfirborði hafi komið í ljós áður óþekkt volgru- svæði í næsta nágrenni aðaljarðhita- svæðanna. Jafnframt að yfírborðs- jarðhitinn sé að mestu Ieyti kaffærður af sandi og hraunum og því full ástæða til að beita jarðeðlis- _____ fræðilegum mælingum til að meta stærð jarðhita- svæðisins nærri yfirborði. Bent er á að ekki sé ósenni- legt að jarðhitasvæðin í Vonarskarði og Köldukvísl- arbotnum séu tengd, líklega á svipaðan hátt og jarðhitasvæðin í Kröflu og Námaskarði. Því verði að rannsaka jarðhitasvæðin mun betur áður en hægt sé að meta áhrif fram- kvæmdanna á jarðhitasvæðið. Yfír- borðsrannsóknir veiti ekki nægjanleg- ar upplýsingar, þar sem það er víða hulið jarðlögum og nauðsynlegt að beita annars konar rannsóknaraðferð- um til að kanna umfang svæðisins. Athuga þurfi hitastig kerfisins og orkugetu þannig að meta megi nýting- armöguleika. Loks segir, „Náttúrurverndarráð telur að ekki sé hægt að fullyrða að hægt verði að nýta jarðhitann í fram- tíðinni ef miðlun verður gerð við Há- göngur. Ekki er ljóst á þessu stigi málsins hvaða áhrif lónið mun hafa á jarðhitasvæðið enda er rannsóknum á jarðhitasvæðinu ólokið. Ljóst er þó að miðlunarlónið hlýtur að hafa einhver áhrif á jarðhitasvæðið.“ í svari Landsvirkjunar kemur fram að Orkustofnun og Landsvirkjun telji óþarft að kanna til hlítar jarðhita- svæðið og iífríki þess áður en fram- kvæmdir verða leyfðar enda sé það afar kostnaðarsamt auk þess sem ekki verði ráðist í viðnámsmælingar af jarðhitasvæðinu fyrr en ljóst er hvenær verður af fyrirhugaðri miðlun. Þá segir að gerð verði athugun á ör- verum í hverum á svæðinu í tengslum við úttekt á dýralífi þess í samráði við Iðntæknistofnun. Um jarðhitann segir að augljóst sé að áhrif lónsins á yfirborðshitann séu mikil en ef vinnsludýpt jarðhitans sé á 1.000- 2.000 metra dýpi yrðu áhrif lónsins hverfandi. Hækka þyrfti jarðvatn á svæðinu um örfáa metra í 3-4 mán- uði á ári en á öðrum tíma árs væri staða grunnvatns sú sama og nú. Truflun lónsins á borun fyrir jarðhita sé lítil og því óþarft að meta hvor kosturinn sé hagkvæmari virkjun jarð- hiti eða miðlun. Bent er á að við Egils- staði fari fram vinnsla á jarðhita á svipuðu dýpi án þess að hafa áhrif á nýtingu hitans. Ekki vegur fyrir ferðamenn Um aðra umhverfisþætti segir í umsögn Náttúrurverndarráðs að ráðið leggi áherslu á að ekki verði opinn akvegur fyrir ferðamenn yfir aðalstífl- una. Ráðið gerir ekki athugasemd við efnistökustaði eða við fyrirhugaðar vatnsvarnir á byggingartímanum en leggur áherslu á að jarðraski verði haldið í lágmarki. Um vegi og vinnu- búðir segir að í matsskýrslunni sé getið þriggja valkosta um lagningu vegar að vinnusvæðinu. Einn kostur sem nefndur sé er um 19 km langur vegur frá Kvíslaveituvegi. Yegarstæð- ið hafi ekki verið mælt og því ekki hægt að sýna snið í veginn en endan- leg hönnun vegarins verði gerð sumar- ið 1996 eftir að vegarstæðið hafi ver- ið mælt. Náttúruverndarráð telur gögn um vegarstæðið að vinnusvæð- inu ófullnægjandi og að ekki sé hægt að leggja mat á vegarstæðið að svo stöddu. Nauðsynlegt sé að frekari gögn berist ráðinu áður en umsögn sé gefin. Bent er á að þar sem um nýjan veg sé að ræða væri eðlilegast að vegurinn færi í sérstakt mat. Það sama ætti við um aðra vegagerð sam- fara framkvæmdunum. í svari Landsvirkjunar segir að skekkjumörk hæðarlínu í veglínu að vinnusvæðinu séu 1-2 metrar miðað við reynslu af mælingum á svæðinu og hæðarlína vegarins því nokkuð ljós. Mæling veglínu muni því nánast engu breyta fyrri ákvörðun Náttúrurvernd- arráðs, því litlu breytti hvort vegurinn væri 1 eða 1,2 metrum hærri í landinu yfir sjávarmáli en kortin sýndu. Þegar sagt sé í matsskýrslu að vegarstæðið hafi ekki verið mælt sé átt við að sú veglína, sem lögð sé til grundvallar, hafi ekki verið mæld sérstaklega. Minna sandfok í umsögn Náttúruverndarráðs um miðlunarlónið segir að í matsskýrslu Landsvirkjunar sé þvi haldið fram að sandfok á svæðinu muni minnka, þar sem Köldukvíslaraurar muni fara und- ir vatn. Ráðið bendir á að aurburður á svæðinu muni aukast til muna ef miðlun verður gerð við Hágöngur, þar sem framburður árinnar mun að miklu __________ leyti setjast til við stífluna. Það sé hæpin fullyrðing að jarðvegsfok muni minnka með tilkomu stíflunnar, þar sem vatnshæð í lóninu mun sveiflast töluvert, aurburð- ur á svæðinu mun aukast til muna og framburður KostnaAur viA Há- göngumiAlun 1,2 milljarAar muna árinnar sé mjög fokgjam. í svari Landsvirkjunar segir að full- yrðing matsskýrslunnar sé rétt. Hún byggist á áralöngum mælingum á rennsli og ísalögum á svæðinu. Miðað við að söfnun í lónið hefjist. um miðjan maí muni það fyllast um miðjan ág- úst. Allan veturinn og fram að þeim tíma að frost fer úr jörðu og yfirborð jarðvegs nái að þoma yrði ekkert fok á svæðinu. Á lónsvæðinu mætti reikna með að frost fari ekki úr jörðu fyrr en um miðjan júlí. Hætta af foki að lónbotni væri því frá fyrri hluta júlí og fram í miðjan ágúst, sem er mun styttri tími en nú er. Bent er á að grunnvatnsstaða um- hverfis lónið með hækkandi vatns- borði valdi hækkun á stöðu grunn- vatns á svæðinu, sem leiðir til þess að minni hætta er á foki úr bökkum lónsins. Fræðilega virðist því útilokað að umsögn eða fullyrðingar Náttúru- verndarráðs geti staðist varðandi upp- blást.ur og fok úr lóninu. Rannsóknir á Blöndulóni og Sultartangalóni bendi ekki til uppblásturs eða foks úr lónun- um. Þvert á mót hafi fyrir byggingu Sultartangastíflu verið viðvarandi uppblástur og fok á stóru svæði á Sultartanga og sunnan hans en nú beri ekki á því í nánd við lónið. Þess í stað hafi orðið stórfelld gróðuraukn- ing á svæði sunnan iónsins. Engar rannsóknir á lífríki árinnar Náttúruverndarráð bendir á í sinni umsögn að engar rannsóknir hafi far- ið fram á lífríki árinnar og að ekkert sé vitað um hvort skilyrði fyrir fisk- gengd verði hagstæðari með tilkomu miðlunarinnar, þó að leiða megi getum að því. Bent er á að frá náttúruvernd- arsjónarmiðum þurfi aukin fiskgengd ekki endilega að vera ákjósanleg eða jákvæð fyrir umhverfið. Jafnframt að minnkandi árframburður sé ekki endi- lega til bóta þar sem aurburður sé til dæmis nauðsynlegur fyrir endurnýjun á landi og geti einnig verið nauðsyn- legur fyrir lífríkið í ám. Þá segir að Náttúruverndarráð telji að gera þurfi ítarlega úttekt á gróður- fari og dýralífí svæðisins áður en fram- kvæmdir verða leyfðar. Þar sem engar rannsóknir hafi farið fram sé ekki full- nægjandi að gera lauslega könnun á dýralífi svæðisins heldur verði að fara fram ítarleg úttekt á því. Á grundvelli þeirrar könnunar yrðu áhrif fram- kvæmdarinnar á umhverfíð metin. Náttúruverndrráð telur að kanna þurfi jarðfræði svæðisins og jarðhita- svæðið til hlítar áður en til fram- kvæmda kemur. Ekki sé vitað hvort merk jarðfræðifyrirbrigði séu á svæð- inu og nægjanlegar upplýsingar um jarðhitasvæðið liggi ekki fyrir. Þá seg- ir: „Ekki er hægt að meta svo viðun- andi sé umhverfisáhrif framkvæmdar- innar fyrr en svæðið hefur verið rann- sakað og niðurstöður liggja fyrir. Þá hljóti að teljast eðlilegt að ákvörðun um það hvort ráðast eigi í gerð miðlun- arinnar verði ekki tekin fyrr en niður- stöður rannsóknanna liggja fyrir.“ Að lokum er bent á að meta þurfi umhverfisáhrif virkjanaframkvæmda á hálendi landsins í heild. „Gerð miðl- unar við Hágöngur er því undanfari annarra virkjanaframkvæmda á svæðinu og hækkun Þórisvatns. Því er nauðsynlegt að virkjanafram- kvæmdir á hálendinu verði skipulagð- ar í heild sinni og að tekið verði fullt tillit til náttúruverndarsvæða og fyrir- hugaðra náttúruverndarsvæða við gerð virkjanaáætlana." Óraunhæft að meta umhverfisáhrif að loknum rannsóknum I svari Landsvirkjunar segir að litlu sé við að bæta það sem áður hafi komið fram að Náttúruvemdarráð telji matsskýrsluna veita ófullnægj- andi upplýsingar um umhverfisáhrif, þar sem úrvinnslu gagna sé ólokið auk þess hafi hluti þeirra rannsókna aldrei farið fram, sem gera eigi áður en ráðist sé í framkvæmdir. Fram kemur í svari Landsvirkjunar að það sé mik- ill misskilningur að telja það raun- hæft að framkvæma mat á umhverfis- áhrifum að loknum öllum mögulegum rannsóknum. Sumar rannsóknir séu þess eðlis að þær yrðu ekki gerðar fyrr en kæmi að framkvæmdum. Þá segir: „Meginrannsóknir áður en kem- ur til mats á umhverfisáhrifum hljóta eðli málsins samkvæmt að vera yfír- litsrannsóknir, sem gefa vitneskju um heildaráhrif mannvirkis.“ Fram kemur að Landsvirkjun hafí á síðustu 3-4 árum haft uppi áætlun um að veita Þjórsá við Norðlingaöldu til Þórisvatns í stað þess að virkja fallið beint með virkjun niður í Sultar- tangalón. Ekki sé ráðgert að hækka Þórisvatn að svo stöddu ef af þessu yrði. Fullt tillit hafí verið tekið til náttúruvemdarsvæða við þessar at- huganir og rannsóknir á síðasta ára- tug og enn lengur í fullu samráði við N áttúruverndarráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.