Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ__________________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLl 1996 33 MINNINGAR að veði til þess að það sem sungið er megi lifa ómengað, hreint, satt. Með þrotlausri elju, vægðarlausum aga, innsæi og skilningi hefur hon- um tekist að víkja burt úr flutningi sínum sérhveijum votti sýndar- mennsku. Eftir stendur sönglistin ein. Þannig söngvari var Gagga. Og þetta var það sem hún leitaðist við að miðla til nemenda sinna. Ég varð nemandi Göggu árið 1961. Eftir sex ára nám hjá henni fór ég til framhaldsnáms í Hollandi en hvarf frá söngnum og sneri mér að skriftum. En það sem hún kenndi í söng varð mér ekki síður mikil- vægt í ritstörfum. Sú djúpa og víð- feðma lífsviska sem hún bjó yfir og fortakslaus krafa um listræn sannindi hafði djúpstæð áhrif á mig. Ég þakkaði henni þetta með því að tileinka henni mína fyrstu bók. En það verður aldrei fullþakk- að né heldur það að ég skyldi eiga hana að vini í þijátíu og fimm ár. Allir sem kynntust Göggu fundu fyrir fágætri mannlegri stærð. Per- sónuleiki hennar var margbrotinn, spennandi og hlýr. Og hún var ná- lægari í samræðum en mönnum er yfirleitt fært. Samt var hún eigin- lega í landi út af fyrir sig. Þetta land var ekki danskt þótt hún væri af dönskum uppruna og það var sannarlega ekki íslenskt þótt hún fæddist hér og kysi að dvelja hér á efri árum. Það var eins og þetta land væri búið til úr öllum löndum, sjálfri heimsmenningunni og hvorki hægt að gefa því nafn né finna því stað. Um það varð einungis sagt: Það er þar sem manneskjan á heima. Við Elsa sendum ættingjum Göggu og vinum einlægar samúðar- kveðjur. Birgir Sigurðsson. Þá er heil öld af visku og skemmtilegheitum gengin okkur úr greipum með henni Göggu. Við höfum getað gengið inn um dyrnar hennar eins og við þurftum síðast- liðin 30-40 ár. Á íslandi er það því miður ekki algengt að listamenn hafi aðgang að lærimeistara, fullum af fróðleik, fortíð og ekki síst fram- tíðarsýn; sem hefur reynt þett allt, þekkt alla sem máli skipta fýrir hina flakkandi listhugsun heimsins; lærimeistara sem finnur strax hvað er húmbúkk og hvað ekki, hvað er snobb og hvað ekki, hver er „mátt- sjúkur“, eins og hún orðaði það, og hver aftur á móti bara duglegur. Það renna stór fljót til sjávar. Ég er stödd í hinni gömlu menning- arborg Dresden þegar Gagga er burt kölluð. Og þegar ég horfi hér upp á hinar viðurstyggilegu minjar um borg sem var bara splundrað í loft upp eina nóttina, þá er ekki hægt annað en hugsa stöðugt um Göggu. Hér hefur hún vafalaust sungið. Hingað koma þessa dagana leikhús heimsins með sínar sýning- ar sem allar eru stríðsviðvaranir, hver með sínu nefi, hver úr sinni borg. Um allar þessar borgir gekk hún Gagga fyrir stríð, eftir stríð og í stríðinu. Hún talaði og söng sinn friðarboðskap á tungum allra þess- ara þjóða. Mannasættir var hún, bæði í list sinni og persónulega. Hér í Þýskalandi var hún elskuð og dáð, kölluð „mávur norðursins", en hingað steig hún samt aldrei fæti sínum eftir stríð. Nei, aldrei, sagði hún. Hún sem drakk með Páli ísólfs- syni, hún sem kannaðist við Stefan Zweig, skrifaðist á við Elias Can- etti og ögraði Sigmundi Freud og sýndi honum fram á að kannski burðaðist hann sjálfur um með svo- litla komplexa; hún sem skemmti sér með Kiljan og lærði til kaþólsku af Jóni Sveinssyni. Hún kvartaði við hann undan álagi á hné. - „Já, Gagga mín,“ sagði Nonni, „Þau erú stirð, þessi lúthersku hné.“ En þessi hné hossuðu samt Jóhannesi Nor- dal, fyrrverandi Seðlabankastjóra, í frumbernsku. En þrátt fyrir allt þetta fjör vildi hún samt helst tala um Reykjavík og Eyrarbakka á árunum 1900 til 1908. Hún svaf nefnilega í barna- vagni á einu gangstéttinni í bænum, fyrir framan Alþingishúsið; stöðu- mælaverðir forðast þann stað víst enn þann dag í dag. Hún hjólaði á fyrsta ljósastaurinn í Reykjavík og meiddi sig, en fékk líka að fljóta með í fýrsta bíltúrinn. Og allt þetta mundi _ hún eins og gerst hefði í gær. Óþijótandi sögur af fólkinu sem hún elskaði og vildi fæðast hjá og deyja. Það vorum víst við. Falleg- ust fínnst mér sagan af íslensku „au pair“ stelpunni sem danska apótekarafjölskyldan réð til sín. Hún kom úr aumasta kotinu í Reykjavík, með moldargólfi, kulda og fátækt, og fullt af krökkum náttúrlega. Hún átti að líta eftir börnum apótekarahjónanna og hjálpa til, en hún gat lítið unnið því hún hafði hvítar postulínshendur með löngum fingrum og þegar hún reyndi að þvo þvotta, þá blæddi bara úr fingrunum á henni. „Hvað- an er hún eiginlega, þessi?“ hugs- aði Gagga með sér. En stúlkan úr kotinu vildi spila á hljóðfæri og syngja með börnunum, og það meira en nægði. Gagga elskaði hana. Þau gerðu það öll. Ég veit að hún vildi alls ekki að neinn væri að skrifa um sig. Hún „nennti" ekki einu sinni að svara Sigmund Freud stofnuninni þegar hringt var í hana fýrir stuttu og hún spurð um kynni sín af honum. En ég ætla samt að stelast til þess, og hún verður bara að fyrirgefa og hugga sig við að þetta eru engar 5000 síður, eins og þær ættu að vera og gætu verið með sóma. Ég á henni nefnilega skuld að gjalda, hún bjargaði mér einu sinni. Þegar ég var nýútskrifuð úr leiklist- arskóla sögðu læknar mér að leggja starfið á hilluna, því rödd mín væri ónýt; ég yrði bara að þegja. Þá komu skilaboð frá konu sem hafði setið úti í sal eitt kvöldið. Þau voru svona: „Ég held ég geti hjálpað þér pínulítið, ef þú kemur til mín.“ Og hún hjálpaði mér, og á stutt- um tíma, þrátt fýrir boðorð lækn- anna. Hún sagði að það amaði ekk- ert að mér, bara ef ég notaði þá rödd sem ég fæddist með og vissi hvar sú rödd ætti heima. Það er nefnilega hægt að ferðast víða þeg- ar maður veit hvar maður á heima. Það gerði hún. Og varla held ég að það sé óvart sem hún hét nafn- inu Engel. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Snæfríður Gísladóttir. • Fleiri minningnrgrciniir um Engel Lund bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, KATRI'N ÓLAFÍA ODDSDÓTTIR, Álfhólsvegi 8A, Kópavogi, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 28. júní. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 9. júlí kl. 13.30. Oddur B. Grímsson, Herdís Einarsdóttir, Katrín Oddsdóttir, Valdimar Harðarson, Hreiðar Oddson, Eyrún Oddsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS MAGNÚSDÓTTIR frá Miðhúsum, Karlagötu 15, Reykjavik, lést í Landspítalanum 30. júní. Óskar B. Pétursson, Ásta B. Óskarsdóttir, Þórður Ág. Henriksson, Sigríður Ósk Óskarsdóttir, Linda Björk Þórðardóttir, Henrik Óskar Þórðarson, Jóhann Davfð Snorrason, Ingvi Pétur Snorrason. t Móðir okkar og tengdamóðir, PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Streiti i Breiðdal, lést á vistheimilinu Kumbaravogi 26. júní. Útförin verður gerð frá Áskirkju föstu- daginn 5. júlí kl. 10.30. Ingunn Ragnarsdóttir, Símon Wiuum, Birgir Ragnarsson, Bettý Stefánsdóttir, Soffia Ragnarsdóttir, Tryggvi Sigfússon, Ásþór Ragnarsson, Kolbrún Kjartansdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, afa og langafa, BERGÞÓRS ÓLAFSSONAR THEÓDÓRS húsasmíðameistara, Bólstaðarhlíð 8, Reykjavík. Ólafur Bergþórsson, Sigríður Ólafía Bergþórsdóttir Theódórs, Bergþór Bergþórsson, Helga Theódóra Bergþórsdóttir Theódórs. barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðbord, íallegir Scdir og mjög göð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LÖFTLEIl)IH t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORVALDS ÞORKELSSONAR. Arndís Þorvaldsdóttir, Sæbjörn Eggertsson, Valborg Þorvaldsdóttir, Hörður Óskarsson, Þorvaldur Ragnarsson, Ragnar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t ÓSKAR GUÐJÓNSSON fyrrum starfsmaður F.S.A., Þórunnarstræti 85, Akureyri, sem andaðist á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 28. júní, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. júlí kl. 13.30. Gréta Óskarsdóttir, Haukur Gunnarsson, Kristbjörn Hauksson, Margrét Hauksdóttir, Hilmar Kristinsson, Helga Hauksdóttir, Þorsteinn Guðbjörnsson. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÁSGEIR PÉTURSSON frá Hlöðutúni, sem lést 30. júní síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudag- inn 5. júlí kl. 14.00. Margrét Högna Magnúsdóttir, Þorgerður Jóna Ásgeirsdóttir, Pétur Haukur Ásgeirsson, Reynir Tumi Ásgeirsson. t Öllum þeim, er heiðruðu minningu okk- ar ástkæru HELGU SOFFÍU ÞORGILSDÓTTUR fyrrverandi yfirkennara, þökkum við vináttu og hlýhug við frá- fall og útför hennar og óskum þeim guðsblessunar. Sérstakar þakklr til starfsfólks Drop- laugarstaða fyrir frábæra umönnun, góðvild og hlýju gegnum árin. Gunnfinna Þorsteinsdóttir Green, Harry W. Green Valgerður Þorsteinsdóttir, Jón Helgason, Valmundur Þorsteinsson. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, afi og langafi, JÓN MÝRDAL orgelleikari, Hvammabraut 16, Hafnarfirði, andaðist á heimiii sínu aðfaranótt 25. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að beiðni hins látna. Þökkum auðsýnda samúð við andlát hans. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Sigriður Sigurðard. Mýrdal, börn, stjúpsonur, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.