Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ i FRÉTTIR Aðalverktakar byggja flugvöll á Grænlandi ÍSLENSKIR aðalverktakar sf. hafa nú undirritað tvo verksamninga um tvö stórverkefni á Grænlandi. Mun fyrirtækið byggja flugbraut í Aas- iaat (Egedesminde) á vesturströnd Grænlands og einnig byggja brú í Sisimiut (Holsteinsborg). Stefán Friðfinnsson, forstjóri íslenskra aðalverktaka sf., segir að fyrirtækið, ásamt grænlenskum samstarfsaðilum, hafi verið sam- þykkt í forvali til að gera tilboð í flugvallargerð í Grænlandi og aðr- ar tengdar framkvæmdir. Er flug- brautin í Aasiaat ein af 7 flug- brautum sem boðnar verða út og munu þær verða 800 metra lang- ar. Fjórar flugbrautanna verða, ásamt vegalagningum og einni brú, boðnar út á þessu ári. Stærstu verkliðir eru sprengingar, fyllingar, malbik og raflagnir. Auk íslenskra aðalverktaka taka fjórar norrænar fyrirtækjasam- steypur þátt í útboðunum. Fyrir- tækin eru flest stór norræn verk- takafyrirtæki ásamt grænlenskum dótturfyrirtækjum og ístaki hf. Samsteypan sem Islenskir aðal- verktakar leiða, bauð lægst í flug- brautina í Aasiaat og hljóðaði verk- samningúrinn upp á u.þ.b. 44 millj- ónir danskra króna, eða rúmar 500 milljónir íslenskra króna. Stefán segir, að vélar og tæki hafí verið send til Grænlands og sé gert ráð fyrir að hefja vinnu síðar í vik- unni. Hann segir að áhersla verði lögð á að nýta grænlenskt vinnu- afl, en gera megi ráð fyrir nokkrum tugum sérhæfðra íslendinga við þetta verkefni. Fyrstu starfsmenn- irnir fara í dag. Brúargerð í Sisimiut íslenskir aðalverktakar buðu einnig lægst í brúargerð í Sis- imiut. Mun brúin verða 150 metra löng stálbitabrú á einum stöpli sem tengir Sisimiut við flugvöll. Verk- samningurinn hljóðar upp á 34 milljónir danskra króna eða. um 390 milljónir íslenskra króna. íslenskir aðalverktakar munu vinna þetta verk ásamt íslenskum samstarfsað- ilum og hefst vinna-í byrjun næsta árs. Samningar fyrir bæði verkin hljóða samtals upp á 78 milljónir danskra króna, sem eru um 890 milljónir króna. Ætlast er til, að lokið verði við bæði verkin 31. október 1998. Lög um bótarétt þolenda afbrota Á fjórða tug krafna hafa borist YFIR þijátíu einstaklingar hafa sent kröfur samtals að upphæð rúmlega tuttugu milljónir króna vegna nýrra laga um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Kröfumar eru vegna líkamsárása og kynferðisaf- brota. Engin könnun hefur farið fram á því hversu margir eiga rétt á slíkum bótum eða hversu háar þær gætu orðið, en bótaréttur er afturvirkur til 1. janúar 1293. Þriggja manna bóta- nefnd úrskurðar um kröfumar og er stefnt að því að fyrsta ákvörðun liggi fyrir um miðjan ágúst. Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdóm- ari, sem er einn nefndarmanna, segir að frá gildistöku laganna 1. júlí sl. hafi að jafnaði borist um ein krafa á dag. Töluvert hafði einnig komið fyr- ir þann tíma. Hæsta krafan hingað til er að upphæð 3,4 milljónir króna, en bætur era ekki veittar nema höf- uðstóll kröfu sé að minnsta kosti hundrað þúsund. Samkvæmt lögunum era há- markskröfur á hendur ríkissjóði vegna líkamstjóns eða missis framfæranda 2,5 milljónir. Kynferðisafbrot falla yfirleitt undir ákvæði um miskabæt- ur, en hámarksbætur í þeim tilfellum era 600 þúsund kr. Morgunblaðið/Kristján Maxim Gorkíj var eitt þriggja skemmtiferðaskipa sem komu til Akureyrar í gær og lágu á Pollinum. Norræna flutningamannasambandið kamiar skemmtiferðaskip Kjarasamningar á Maxím Gorkíj reyndust í lagi BORGÞÓR Kjæmested, fram- kvæmdastjóri Norræna flutninga- mannasambandsins, fór um borð í rússneska skemmtiferðaskipið Max- im Gorkíj í gær, þar sem skipið lá við akkeri á Pollinum við Akureyri. Tilgangurinn var að kanna kjara- samninga þeirra háseta sem þar starfa. Með Borgþóri um borð fór Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar. Borgþór kynnti sér þá kjarasamn- inga sem í gildi eru um borð og hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér sýndist í lagi með þá samninga sem útgerðin borgar eft- ir. Alls era 16 hásetar af mörgum þjóðernum um borð og eru laun þeirra um 800-900 dollarar á mán- uði eða um 60 þúsund krónur. Allir hásetar með sömu laun „Mér fannst mjög ánægjulegt að heyra að allir um borð eru á þessum samningum, sama af hvaða þjóðerni þeir eru. Um leið er ákveðin félags- leg eining um borð í skipinu og þeg- ar þannig háttar á einum vinnustað er það einn af mikilvægustu öryggis- þáttum skipsins," sagði Borgþór. Hann sagði að áfram yrði fylgst með þessum málum hjá þeim skipum sem hingað til lands koma og þá jafn- vel gripið til aðgerða ef kjaramálin reynast ekki í lagi í einhvetjum skip- um. „Við reynum allt sem við getum til þess að hjálpa þessu fólki.“ Launin tífölduðust eftir aðgerðir Borgþór segir að á skemmtiferða- skipinu Mermoz, sem væntanlegt er til Akureyrar á morgun, séu aðstæður um borð ekki þær sem þær eiga að vera samkvæmt þeim upplýsingum sem hann fékk frá Monaco í gær. Þar eru hásetar með innan við 400 dollara í mánaðarlaun og svo eitthvað ámóta í viðbót fyrir ómælda yfirvinnu. „Þetta or ekki samræmi við neina ITF-samn- inga (Alþjóða flutningamannasambs- ins) og sambandið er að fylgja því máli mjög fast eftir,“ sagði Borgþór. Síðastliðið sumar stöðvaði Nor- ræna flutningamannasambandið skemmtiferðaskipið Kazakstan II, eftir að áhöfnin leitaði eftir aðstoð Sjómannafélags Reykjavíkur. Þar vora skipveijamir með laun sem námu 130-150 dollurum á mánuði. „Við fórum þarna um borð og þá kom m.a. í ljós að jafnvel skipstjórinn var með rétt um 500 dollara f laun á mánuði. Þar sem tími til aðgerða hér á landi var of naumur, var skip- ið truflað all veralega í Noregi, m.a. í samvinnu við þau fyrirtæki sem sáu um fólksflutninga farþeganna þar. Þannig leystist málið á mjög skömm- um tíma og er óhætt að segja að í framhaldinu hafi laun skipveija tí- faldast og þau leiðrétt aftur í tím- ann. Mér finnst því svolítið skondið, að Kazakstan II, þar sem aðstæður era í góðu lagi, skuli ekki vera í hópi þeirra rúmlega 50 skemmti- ferðaskipa sem til íslands koma á þessu sumri.“ Alþjóðlegft útboð á endurbótum á flugskýli varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli GEFINN hefur verið út listi yfir fyrirtæki sem mega bjóða í endur- bætur á flugskýli varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þetta er í fyrsta skipti sem verk á Keflavíkurflug- velli, sem unnin eru á vegum Mann- virkjasjóðs Atlantshafsbandalags- ins, eru boðin út á alþjóðlegum markaði. Tilboð verða opnuð í haust. Þrjú íslensk fyrirtæki koma til með að bjóða í verkið, Islenskir aðal- verktakar, Keflavíkurverktakar og Istak. Auk þess er eitt fyrirtæki í 7 tyrknesk fyrir- tæki bjóða í verkið Kanada, eitt bandarískt fyrirtæki og sjö fyrirtæki í Tyrklandi. íslenska ríkisstjórnin markaði þá stefnu árið 1992 að aðlaga útboðs- reglur á Keflavíkurflugvelli að regl- um Mannvirkjasjóðs Nató, en ísland hefur haft undanþágu frá þeim. í fyrra var í fyrsta skipti boðið út verk á íslenskum markaði og í ár er skrefið stigið til fulls og að fullu farið eftir útboðsreglum Mann- virkjasjóðs. Eingöngu fyrirtæki í aðildarlöndum Atlantshafsbanda- lagsins mega bjóða í verkið. Sá sem fær það verður að fara í einu og öllu eftir þeim reglum sem gilda á íslandi um. vinnumarkað, heilbrigði o.fl. Gerð er krafa um að íslenska verði töiuð á vinnustað og laun verði greidd í samræmi við kjarasamninga hér á landi. í útboðsgögnum er gert ráð fyrir að endurbætur á skýlinu taki tvö ár. Ekið á sjö ára stúlku SJÖ ára stúlka er með alvar- lega höfuðáverka eftir að hafa lent fyrir bíl í gærkvöldi við bæinn Moldhauga í Glæsibæj- arhreppi. Tilkynnt var um siys- ið til lögreglunnar á Akureyri kl. 18.20. Slysið bar að með þeim hætti að litla stúlkan ætlaði að fara yfir veginn þegar fólks- bíll kemur akandi og ökumaður nær ekki að stöðva bílinn í tæka tíð, en að sögn hans hafði stúlkan birst skyndilega á veg- inum. Hún var flutt á slysa- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og síðan með sjúkra- flugi á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, er stúlkan með alvarlega höfuð- áverka og bjóst hann við því í gærkvöldi, þegar við hann var rætt, að hún þyrfti að gangast undir höfuðaðgerð í nótt. Eldur í grasköggla- verksmiðju ELDUR kom í gær upp í gras- kögglaverksmiðjunni Vall- hólma sem er rétt fyrir neðan Varmahlíð í Skagafirði. Til- kynning barst til lögreglu um klukkan 11.30 í gær og kom slökkvilið frá Sauðárkróki auk slökkviliðs í Varmahlíð á stað- inn. Ekki er vitað um eldsupptök, en það liggur ljóst fyrir að eld- urinn kom upp við einn af þurrkurum verksmiðjunnar þar sem jafnan er mikill hiti. Starfsmenn náðu í fyrstu að ráða niðurlögum eldsins með handslökkvitækjum og vatni, en síðan gaus hann upp aftur án þess að starfsmenn fengju neitt við ráðið. Því voru kölluð til slökkvilið. Reiknað er með að verksmiðjan komist í gang að nýju seinnipartinn í dag. Bíll út af í Kjósinni ÚTLEND kona var flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur eftir að bíll, sem hún var í, lenti utan vegar og hafnaði í skurði í námunda við Vindás- hlíð í Kjós. Tilkynnt var um slysið til Neyðarlínunnar um kl. 19.20 í gærkvöldi og fékk Slökkviliðið í Reykjavík þau boð að þrír hefðu slasast og einn sæti fast- ur í bílnum. Þrír sjúkrabílar og einn tækjabíll voru sendir af stað, en einum sjúkrabíl og tækjabílnum var snúið við á miðri leið þegar í ljós kom að slysið reyndist minniháttar og aðeins tveir voru í bílnum, út- lensk hjón, sem voru á bíla- leigubíl frá Bílaleigu Flugleiða. Sjómaður sóttur í spænskt skip BJÖRGUNARÞYRLA Land- helgisgæslunnar sótti spænsk- an sjómann í togara sem stadd- ur var um 210 sjómílur suð- austur af Reykjavík. Sjómaður- inn hafði slasast við vinnu um borð í togaranum. Hann var með höfuðáverka og var rænu- lítill. Það var björgunarmiðstöðin í Madrid sem óskaði eftir að- stoð Landhelgisgæslunnar. • Þyrlan fór í loftið kl. 16:30 og lenti við Sjúkrahús Reykjavíkur kl. 20:00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.