Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ..-■-Jj: ólafur Ragnar Grímsson, nýkjörinn forseti lslands: Égmungera mitt til að Þú mátt alveg vera með ungahópinn þinn á Bessastaðatjörninni minni, Davíð minn. Þeir trufla engan, góði... ÍVAR Atlason og Snorri Sigurfinnsson drógu heldur betur björg í bú þegar þeir fóru að veiða í Ljótapolli á dögunum. Hér sjást þeir með aflann fyrir framan sig; hvorki meira né minna en 163 eins til þriggja punda urriða. Merkti fiskur- inn vænn VEIÐIN hefur verið góð í Norðurá það sem af er sumri. Þar eru komn- ir um 900 laxar á land. í Þverá er veiðin aftur heldur tregari. Hann var 19 punda, fyrsti laxinn sem kom á land úr Þverá daginn sem hún var opnuð, 1. júní. Hann var veiddur á Rauða Frances. Síðan eru um 600 laxar komnir upp úr ánni, en það er um 200 fiskum færra en um sama leyti í fyrra, að sögn Andrésar Eyjólfssonar, leið- sögumanns þar á bæ. „Við sjáum dálítið af laxi en hann er tregur til að taka þessa dagana í sólskininu. Nú horfum við þó fram á „bjartari" tíð, því hann á að fara að rigna,“ segir Andrés. í Þverá er veitt á 14 stangir, sjö í neðri hluta árinnar og sjö í Kjarrá, sem er efra veiðisvæði Þverár. Að sögn Andrésar hafa hollin að meðal- tali veitt 50 laxa á þremur dögum. „Þetta er mest smálax þessa dag- ana, en svo eru menn að reka í einn ogeinn 12-14 punda,“ segir Andrés. Góð ganga í Norðurá Halldór Þórðarson, staðarhaldari við Norðurá, segist ekki geta kvart- að yfir veiðinni í sumar, en þar eru komnir rúmlega 900 fiskar á land. Á sunnudaginn veiddust 36 laxar en síðustu tvo dagana hefur veiðin verið heldur tregari. Áin er óvenjuvatnslítil núna, og segir Halldór að nú sé ekki einu sinni hægt að mæla vátnsstöðuna því að mælirinn nái ekki niður í vatnið. „Það er mikið af fiski í ánni núna. I gegnum teljarann við Glanna ganga að meðaltali 50 fisk- ar á sólarhring, en svo fer a.m.k. I annað eins framhjá, vegna þess að hann fer gamla fiskveginn núna í svona litlu vatni. Þannig að þetta er Ijómandi góð ganga,“ segir Hall- dór. „Við höfum fengið mikið af merktum fiskum og þeir hafa verið verulega mikið vænni en sá ómerkti. Þetta sýnir það að seiðin sem eru að koma núna frá því í fyrra hafa verið betur framgengin þegar þeim var sleppt heldur en áður, þannig að þau hafa bjargað sér betur,“ segir Halldór. I Norðurá er nú veitt á tíu stang- ir og er algengasta stærðin fjögur pund, eftir að smálaxinn fór að ganga, en merkti fiskurinn heldur stærri, eða fímm til sex pund. Sá stærsti sem komið hefur á land það sem af er var 17 pund, að sögn Halldórs. „Það stökk svo stór fiskur fyrir framan einn veiðimanninn í gær- morgun að það munaði litlu að hann dytti flatur í ána, honum varð svo mikið um,“ segir Halldór þegar hann er beðinn um eina veiðisögu í lokin. Barðastrandarvegur Fylling með lægsta tilboð FYLLING ehf. á Hólmavík var með lægsta tilboð í gerð Barðastrandar- vegar milli Rauðsár og Hvamms, en alls buðu fimm fyrirtæki í verk- ið. Tilboð Fyllingar hljóðaði upp á 12.734.100 kr„ og er það 73,4% af kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar, sem var 17.354.800 kr. Næstlægsta tilboðið kom frá Stakkafelli ehf. í Vesturbyggð, sem bauð 13.833.500 kr. Hagvon ehf. á Reykhólum bauð 15.361.064 kr„ Fjörður sf. á Sauðárkróki bauð 17.060.000 kr. og hæsta tilboðið kom frá Friðgeiri V. Hjaltalín, Grundarfirði, sem bauð 22.143.950 kr. í verkið. Stýrir úttekt á sænsku efnahagslífi Hvað má læra af reynslu annarra? ÞORVALDUR Gylfa- son, prófessor í hag- fræði, hefur verið fenginn til þess að stýra árlegri úttekt á sænsku efnahagsiífi, sem gerð er á vegum virtrar sænskrar rannsóknastofnunar. í stað þess að sænskir hagfræð- ingar fjalli um hagþróun í Svíþjóð eins og tíðkazt hef- ur hjá stofnuninni, hafa Svíar fengið Þorvald til að safna um sig hópi erlendra sérfræðinga, sem munu skoða sænskt efnahagslíf með augum gestsins og birta árangurinn á bók í byijun næsta árs. Studieförbundet Sam- hálle och Náringsliv (SNS), sem gæti útlagzt Samtök um samfélags- og atvinnu- lífsrannsóknir, er óháð rannsóknastofnun, sem að mestu leyti er fjármögnuð af sænskum fyrirtækjum, en er þó óháð þeim. Stofnunin rekur víð- tæka útgáfustarfsemi og hefur meðal annars verið ein helzta upp- spretta upplýsinga um Evrópumál í Svíþjóð. „Höfuðverkefni stofnunarinnar er að nota fræðilegar rannsóknir til að styrkja innviði ákvarðana- töku í Svíþjóð, bæði innan fyrir- tækja og hagstjórnarákvarðanir stjórnvalda," segir Þorvaldur. „Stofnunin hefur gefið út úttekt hóps hagfræðinga á sænsku efna- hagslífi á hverju ári undanfarna tvo áratugi. Ég hygg að ekki sé ofmælt að skýrslan sé helzta hag- stjórnarskjal, sem gefið er út ár- lega í Svíþjóð og þá gleymi ég ekki þeim skýrslum, sem ýmsar stofnanir ríkisvaldsins gefa út. Skýrslan fær mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Hún er gefin út í um 7.000 eintökum og er kynnt á um 40 fundum í Svíþjóð og 10 fundum utanlands, allt frá Los Angeles til Tókýó. Þetta er eina kerfisbundna skýrslan af þessu tagi, sem hag- fræðingar, sem eru óháðir stjórn- völdum, gera. Þess vegna hefur hún notið virðingar í Svíþjóð. í fyrra kom út í fyrsta sinn skýrsla stjórnmálafræðinganefnd- ar á vegum SNS, samhliða hag- fræðingaskýrslunni. Því verki var stýrt af Olof Pettersson, prófessor í Úppsölum. Hann sat ásamt fimm hagfræðingum í Lindbeck-nefnd- inni, sem skilaði nafntogaðri skýrslu um sænskt samfélag og efnahagslíf fyrir nokkrum árum. Þetta er til marks um það að menn telja að hagfræðingar þurfi að færa út kvíamar og kveðja stjórn- málafræðinga til liðs við sig og öfugt. Því fagna ég mjög sjálfur. Flestir he]ztu hagfræðingar Svía hafa tekið þátt í gerð skýrsl- unnar undanfarin tíu ár. Nú var hins vegar óskað eftir því við mig að ég setti saman alþjóðlega nefnd hagfræðinga til verks- _________ ins. Ég hef fengið tii liðs við mig heldri hagfræð- inga frá Finnlandi, Dan- mörku, Noregi og Bret- landi. Þeir eru allir Þorvaldur Gylfason ►Þorvaldur Gylfason er pró- fessor í hagfræði við Háskóla íslands. Hann hefur m.a. gefið út þijú ritgerðasöfn og bókina Markaðsbúskap, sem hann skrifaði ásamt tveimur öðrum norrænum prófessorum og hef- ur birzt eða mun senn birtast á 17 tungumálum. Þorvaldur hef- ur birt fjölmargar ritgerðir um hagfræði og efnahagsmál á al- þjóðavettvangi. Hann hefur starfað að rannsóknum, ráðgjöf og kennslu víða um lönd, eink- um við Alþjóðahagfræðistofn- unina í Stokkhólmi, Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn, Princetonhá- skóla og á vegum EFTA. heimamenn. En það er einmitt til- gangurinn; að spyrja gesti hvað kunni að vera að í efnahagslífi Svíþjóðar. Við ætlum að spyija spurninga á borð við þá, hvað Svíar geti lært af reynslu annarra. Við ætlum að spyija sérstaklega hvað þeir geti lært af reynslu Austur-Evrópuríkjanna síðastliðin fímm ár. Ríkin þar hafa ráðizt í gagngerar umbætur og umskipti frá miðstýringu tii markaðsbú- skapar. Margt af því, sem Svíar eru að fást við, er að sumu leyti harla keimlíkt því, sem Austur- Evrópuþjóðirnar hafa reynt. Við ætlum líka að spyija hvað Svíar geti lært af hagvaxtarundr- inu í Austur-Asíu. Þjóðunum þar hefur tekizt að lyfta Grettistaki í efnahagslífi sínu undangengin ár og áratugi. Hvað af því gætu Svíar, sem eiga við mikinn hag- vaxtarvanda að etja, fært sér í nyt? Loks ætlum við að spyija hvað Svíar geti lært af þeirri umbóta- bylgju, sem hefur riðið yfir heims- búskapinn síðastliðin 10-20 ár. Undangengin ár, sérstaklega þó síðustu fimm ár, eru mesta um- bótaskeið í hagsögu aldarinnar og __________ jafnvel þótt horft sé enn Helzta hag- len£ra aftur 1 tímann: stjórnarskjal Svía þekktir hver í sínu landi og heims- þekktir á meðal hagfræðinga. Þetta eru Seppo Honkapohja, pró- fessor í Helsingfors, Torben And- ersen, prófessor í Árósum, Arne Jon Isachsen, prófessor við við- skiptaháskólann í Ósló og John Williamson, sem starfar hjá Instit- ute for International Economics i Washington í Bandaríkjunum.“ — Beitið þið öðru sjónarhorni en hinir sænsku hagfræðingar? „Já, við ætlum að skoða sænskt efnahagslíf úr svolitlum fjarska. Við erum útlendingar og höfum ekki sömu skilyrði til að ijalla um smáatriði í sænsku efnahagslífi og Hugsanlega er komið að því að þjóðir, sem hingað til hafa talið sér ■■ nægja að skoða sína eigin sögu og reynslu, hugi að því hvað þær geti flutt inn af nýtileg- um hugmyndum að utan.“ — Hefði ísland og íslenzkt efnahagslíf gott af svipaðri úttekt erlendra sérfræðinga? „Ég hef mælt fyrir því um ára- bil að hingað væru fengnir erlend- ir menn, sem sannanlega væru hafnir yfir alla flokkadrætti og hagsmunatengsl hér heima, til að segja álit sitt á íslenzku efnahags- lífí. Reyndar hafa ýmsar alþjóða- stofnanir gert allmikið gagn en utanaðkomandi hagfræðingar, til dæmis háskólahagfræðingar, gætu einnig orðið að miklu liði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.