Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 44
•flYIINDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA TæknSval SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 ■ FAX 550-4001 MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(ECENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Starfsmönnum Sjúkrahúss Patreksfjarðar tilkynnt um breytingar Tillögur um verulegan samdrátt 1 rekstri TILLÖGUR um verulegan samdrátt í rekstri Sjúkrahúss Patreksfjarðar voru kynntar fyrir starfsmönnum stofnunarinnar í gær, en verulegur halli hefur verið á rekstri hennar undanfarin tvö ár. Að sögn Hrefnu Sigurðardóttur, deildarstjóra í heil- brigðisráðuneytinu, verður reynt að komast hjá uppsögnum, en búast megi við breytingum á störfum. Arsreikningur fyrir rekstur Sjúkrahúss Patreksíjarðar fyrir árið 1995 liggur ekki fyrir, en að sögn Sigfúsar Jónssonar, sem falið hefur verið að koma með tillögur um end- urbætur á rekstri, var halli á rekstr- inum. Hann sagði að áframhaldandi halli væri á rekstrinum á þessu ári og ef ekkert yrði gert yrði hann 10-11 milljónir. Heildartekjur Sjúkrahúss Patreksfjarðar og heilsu- gæslu eru um 100 milljónir. Tillögur Sigfúsar voru kynntar í stjórn Sjúkrahússins á mánudags- kvöld og í gærmorgun var starfs- mönnum tilkynnt að áformað væri að gera breytingar á rekstri án þess þó að greint væri frá tillögunum í einstökum atriðum. Fjármagn til reksturs ekki aukið Hrefna Sigurðardóttir sagði að tillögurnar gerðu ráð fyrir að tekið yrði á öllum þáttum rekstrarins. Ekki væri áformað að gera skipu- lagsbreytingar á sjúkahúsinu heldur að beita meira aðhaldi í rekstri. „Launakostnaðurinn er mjög stór þáttur í rekstri stofnunarinnar eins og annarra sjúkrastofnana. Við munum skoða launakostnaðinn og athuga hvort hægt er að koma hon- um niður. Ég á þó ekki von á að komi til uppsagna, a.m.k. ekki í stór- um mæli. En það getur komið til endurskipulagningar á störfum. Ég á von á því að það verði tekn- ar ákvarðanir um breytingar á rekstri sjúkrahússins á næsta stjórn- arfundi. Heilbrigðisráðuneytið gerir þær kröfur til stjórnar sjúkrahússins og framkvæmdastjóra að tekið verði á í rekstrinum. Það getur annað hvort gerst á grundvelli þessara til- lagna eða annarra sem stjómin kem- ur með. fjármagn til reksturs sjúkra- hússins hefur ekki aukist og kemur ekki til með að aukast." Steindór Ögmundsson, formaður stjórnar Sjúkrahúss Patreksfjarðar, sagði að sér litist illa á tillögurnar og myndi ekki styðja þær í stjórn- inni. Hann sagði að á stjórnarfund- inum hefði verið óskað eftir því að farið yrði með tillögurnar sem trún- aðarmál og þess vegna hefði sér komið mjög á óvart að fundur skyldi vera haldinn með starfsfólki og þær kynntar þar. Fundurinn hefði verið haldinn að frumkvæði framkvæmda- stjórans og án samráðs við sig. Sigfús Jónsson sagði að hann hefði verið ráðinn af heilbrigðisráðuneyt- inu og stjórn sjúkrahússins til þess að koma með tillögur um úrbætur í rekstri. Steindór sagðist hins vegar ekki kannast við að hafa ráðið Sig- fús í vinnu. Helga María Bragadótt- ir, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, vildi ekkert um málið segja. Morgunblaðið/Golli Dorgað í firðinum MEISTARAMÓT í dorgveiði fór fram við Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í gær á vegum æsku- lýðs- og tómstundaráðs bæjarins. Börn á aldrinum 6 til 12 ára tóku virkan þátt í keppninni og var margt um manninn. Dorgveiði- keppnin er orðin að árlegum við- burði í Hafnarfirði við miklar vinsældir og eru verðlaun veitt fyrir stærsta fiskinn og þau sem veiða flesta fiska fá líka verð- laun. Leiðbeinendur íþrótta- og leikjanámskeiðanna sáu um gæslu á svæðinu og björgunar- sveitin Fiskaklettur var með björgunarbáta á sveimi. Stýrir úttektá sænskum efnahag ÞORVALDUR Gylfason, pró- fessor í hagfræði við Háskóla Islands, hefur verið fenginn til þess að stýra árlegri úttekt á sænsku efnahagslífi, sem gerð er á vegum Studieförbundet Samhálle och Náringsliv, virtrar sænskrar rannsóknastofnunar. Að sögn Þorvaldar er skýrsla stofnunarinnar helzta hag- stjórnarskjal, sem kemur út árlega í Svíþjóð. Hún er gefin út í 7.000 eintökum og kynnt á um 50 fundum í Svíþjóð og erlendis. Skýrsla þessi hefur um tveggja áratuga skeið verið unnin af ýmsum helztu hag- fræðingum Svíþjóðar, en nú hefur verið ákveðið að breyta til. Þorvaldur var beðinn um að safna um sig hópi erlendra hagfræðinga og hefur fengið til liðs við sig fjóra þekkta fræðimenn frá Danmörku, Nor- egi, Finnlandi og Bretlandi. ■ Hvað má læra/8 Kerskálinn að rísa BYRJAÐ er að reisa sperrur í nýja kerskálanum sem verið er að byggja við álverið í Straums- vík. Verkinu hefur miðað vel áfram og er, ef eitthvað er, held- ur á undan áætlun. Kristinn Bjarnason, starfsmaður Alftaróss hf., er einn þeirra sem vinna við að skrúfa saman sperrurnar. Útlit er fyrir metafla FISKAFLI íslendinga þetta fiskveiðiár var „ orðinn um 1.570.000 tonn um síðustu mánaðamót. Síðan þá hafa um 150.000 tonn af loðnu veiðzt auk annarra fisktegunda og því er aflinn orðinn vel yfir 1,7 milljónir tonna. Heildarafli á fiskveiðiári hefur aldrei verið svo mikill, en sé miðað við almanaksárið, hefur heildaraflinn tvívegis farið yfír 1,7 milljónir tonna. Þorskafli þetta fiskveiðiár er kominn yfir 150.000 tonn, sem er nokkru meira en á sama tíma í fyrra. Minna hefur veiðzt af ýsu, ufsa og karfa, en meira af flestum öðrum tegundum, einkum loðnu. Þá heldur rækjuaflinn áfram að aukast milli ára og er nú orð- inn um 67.000 tonn á heima- slóð og 7.600 tonn af Flæmska hattinum. 166.000 tonn veidd- ust nú af norsk-íslenzku síld- inni, sem er 8.000 tonnum minna en í fyrra. ■ Allt stefnir/Cl Morgunblaðið/Golli Iðnaðar- menn slíta viðræðum FÉLÖG iðnaðarmanna, sem tekið hafa þátt í viðræðum um gerð kjara- samnings fyrir starfsmenn sem vinna við gerð Hvalfjarðaganga, til- kynntu í gærkvöldi að þau myndu ekki taka þátt í frekari viðræðum á grunni tillagna sem þá lágu fyrir. Verkamannasambandið lýsti sig hins vegar reiðubúið til að halda áfram viðræðum og sagðist Snær Karlsson hjá VMSÍ vera þeirrar skoðunar að VMSÍ og VSÍ gætu náð samningum um þá þætti sem eftir væru. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að vinnu- veitendur myndu svara því í dag hvort þau héldu áfram viðræðum við VMSÍ eða hvort viðræðum yrði end- anlega slitið. Fjórtán ríki taka þátt í æfingu á vegiim Friðarsamstarfs NATO hér á iandi Yfir 2000 hermenn æfa viðbrögð við jarðskjálfta Á BILINU tvö til þrjú þúsund er- lendir hermenn frá a.m.k. fjórtán ríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og samstarfsríkjum þess í Friðarsamstarfi NATO munu taka þátt í umfangsmikilli al- mannavarnaæfingu hér á landi næsta sumar. Æfðar verða hjálp- ar- og björgunaraðgerðir vegna öflugs jarðskjálfta á Suðvestur- landi. Vonazt eftir þátttöku Rússlands Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hafði frumkvæði að því í fyrra innan Atlantshafsbandalags- ins að æfing af þessu tagi yrði haldin hér á landi. Á meðal mark- miða Friðarsamstarfsins, sem 43 ríki eiga nú aðild að, er að auka samstarf aðildarríkjanna um leitar- og björgunaraðgerðir vegna nátt- úruhamfara. Að sögn utanríkisráðherra hefur komið í ljós að hugmyndin fellur einkar vel að markmiðum Friðar- samstarfsis og áætlunum NATO um öryggi almennings. Aðildarríki Frið- arsamstarfsins, ekki sízt Austur- Evrópuríkin, hafi sýnt mikinn áhuga á æfingunni. Nú þegar hafa fjórtán ríki tilkynnt þátttöku í henni: Banda- ríkin, Kanada, Danmörk, Austur- ríki, Finnland, Svíþjóð, Tékkland, Úkraína, Ungveijaland, Pólland, Rúmenía, Eistland, Litháen og Al- banía. Vonazt er eftir þátttöku fleiri ríkja, þar á meðal Rússlands. Búizt er við allt að sex hundruð hermönnum hingað til lands frá samstarfsríkjum NATO. Stærstur hluti 1.200 manna bandarísks varaliðs, sem kemur hingað til að taka þátt í heræfingunni Norður- Víkingi, sem haldin verður strax að . almannavarnaæfingunni lok- inni, mun jafnframt verða með. Þá mun varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli eiga hlut að máli. Tvö til þrjú þúsund erlendir hermenn munu því taka þátt í æfingunni. Undir borgaralegri stjórn Auk hermanna má búast við að nokkur hundruð íslenzkir björgun- arsveitarmenn æfi björgunarað- gerðir. Öllum björgunarsveitum á landinu verður boðið að taka þátt í æfingunni. Æfingin verður sú fýrsta á veg- um Friðarsamstarfsins, sem beinist að því markmiði þess að efla sam- starf um leitar- og björgunarað- gerðir. Æfingin verður undir ’stjórn Almannavarna ríkisins og verður Sólveig Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Almannavarna, æðsti stjórnandi hermanna jafnt sem ís- lenzkra björgunarsveitarmanna. ■ Mikill áhugi/23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.