Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D/E *rainiM*Mto STOFNAÐ 1913 160. TBL. 84. ARG. MIÐVIKUDAGUR 17. JULI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hóta að trufla Frakk- landsreið DANSKI hjólreiðagarpurinn Bjarne Riis jók í gær forystuna í Frakklandsreiðinni, Tour de France, með sigri í 16. áfanga hjólreiðakeppninnar, frá Agen til Lourdes. Lá leiðin meðal annars milli franskra sólblóma- akra þar sem myndin að neðan var tekin. Erfiðasti áfangi keppninnar er í dag þegar hjólreiðamenn- irnir þurfa að hjóla yfir hvert fjallið í Pýrenneafjallgarðinum á fætur öðru en endamarkið er í Pamplóna í baskahéruðum Spánar. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hótuðu í gær að trufla framkvæmd keppninnar og gerði lögregla óvirka sprengju sem komið haf ði verið fyrir í ruslatunnu við leiðina. Frakklandsreiðinni lýkur í Par- ís nk. sunnudag. Framkvæmd umdeilds lagaákvæðis um Kúbu frestað í Bandaríkjunum Tilslökun Clintons fagnað en gagnaðgerðum hótað Washington. Reutcr, The Daily Telegraph. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) fögnuðu í gær þeirri ákvörð- un Bills Clintons Bandaríkjaforseta að fresta framkvæmd umdeildasta ákvæðisins í lögum um hertar refsi- aðgerðir gegn Kúbu. Þeir sögðu þó að Evrópusambandið myndi grípa til gagnaðgerða gegn Bandaríkjun- um vegna annarra ákvæða laganna sem skaða evrópsk fyrirtæki. Lagagreinin, sem einkum er deilt um, kveður á um að hægt verði að höfða mál í Bandaríkjunum gegn erlendum fyrirtækjum sem fjár- festa í eignum sem bandarískir borgarar misstu vegna þjóðnýting- ar kommúnista eftir byltinguna á Kúbu 1959. Clinton beitti ekki neitunarvaldi sínu, þannig að lagagreinin tekur formlega gildi 1. ágúst, en hann nýtti sér heimild til að fresta máls- höfðunum gegn erlendum fyrirtækj- um í hálft ár. Hann kvaðst ætla að nota þann tíma til að afla stuðnings annarra ríkja við ýmsar aðgerðir til að knýja fram lýðræðislegar og efna- hagslegar umbætur á Kúbu. Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra Bret- lands, fagnaði þessari ákvörðun og kvaðst vona að samkomulag næðist í deilunni síðar á árinu. Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsins höfðu veitt framkvæmda- stjórninni umboð til að grípa til ýmissa gagnaðgerða gegn Banda- ríkjunum ef lagaákvæðið tæki gildi. Evrópusambandið fagnaði því að málshöfðunum yrði frestað en sagði að tilslökun Clintons nægði ekki til að afstýra gagnaðgerðum ESB. „Ástandið hefur ekkert breyst," sagði talsmaður framkvæmdastjórn- ar ESB. „Evrópsk fyrirtæki eiga enn Reuter Bill Clinton Bandaríkjaforseti. málshöfðanir yfir höfði sér." Stjórn Kanada kvaðst ekki heldur ætla að hætta við áform um svipað- ar gagnaðgerðir. Með því að beita ekki neitunar- valdinu vildi Clinton sefa bandaríska kjósendur af kúbverskum uppruna en viðbrögð þeirra við tilslökuninni voru blendin í gær. Repúblikanar mótmæla Repúblikanar gagnrýndu ákvörð- unina og sögðu hana misheppnaða tilraun til að drepa málinu á dreif fyrir forsetakosningarnar í nóvem- ber. Kúbumenn eru mikilvægur kjósendahópur í Flórída og New Jersey, ríkjum sem gætu ráðið úr- slitum í kosningunum. Repúblikaninn Jesse Helms, annar af höfundum laganna, sagði Clinton vilja sýnast harður í horn að taka í Kúbumálinu. „Sannleikurinn er þó sá að Clinton hefur gefist upp fyrir Fidel Castro og erlendu fyrirtækjun- um sem starfa með honum." Reuter Ráðamenn í Bosníu á fundi með Richard Holbrooke Hóta að hunsa kosningar Misvísandi yfirlýsingar um Tsjetsjníju Al Gore segir stefnubreyt- ingu í vændum Sarajevo. Reuter. ALIJA Izetbegovic, forseti Bosníu, varaði Richard Holbrooke, sendi- mann Bandaríkjastjórnar, í gær við því að múslimar kynnu að hunsa kosningar sem fram eiga að fara í landinu í september, ef menn, sem ákærðir hefðu verið fyrir stríðs- glæpi, tækju þátt í þeim. Holbrooke hitti í gær talsmenn þjóðanna þriggja sem börðust í Bosníustríð- inu en hélt að því búnu til Belgrad þar sem hann ræðir við Slobodan Mitosevic, forseta Serbíu. „Ég segði ósatt ef ég lýsti því yfir að þessa ferð hefði ég viljað fara í," sagði Holbrooke við komuna til Sarajevo í gær en ferð hans er farin vegna óánægju með að ekki hafa öli skiiyrði Dayton-friðarsam- komulagsins verið uppfyllt. Gíslatöku hótað Bosníu-Serbar hafa haft uppi stór orð að undanförnu um hvað hljótast muni af ef reynt verður að hafa hendur í hári Radovans Karadzic, leiðtoga þeirra, sem ákærður er fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. í gær vöruðu yfirvöld í bænum Doboj við því að yrði þetta reynt myndu Bosníu-Serbar taka lögreglumenn úr liði Sameinuðu þjóðanna í gíslingu. Alex Ivanko, talsmaður lög- regluliðs SÞ í Sarajevo, sagði að yfirvöld í Doboj hefðu útvarpað hótuninni. Það væri vel þekkt að- ferð til að æsa upp serbneska íbúa gegn vestrænum starfsmönnum SÞ og múslimum sem gerðu til- raunir til að snúa aftur til heim- kynna sinna. Moskvu, Grosní. Reuter. RÚSSNESKIR ráðamenn sendu frá sér misvísandi yfirlýsingar um átökin í Tsj'etsjníju í gær, Víktor Tsjernomýrdín forsætisráðherra sagði að friðarviðræðum yrði hald- ið áfram en Anatolí Kúlíkov innan- ríkisráðherra hótaði^ aðskilnaðar- sinnum öllu illu. Átta óbreyttir borgarar féllu á mánudag skammt frá Grosní er rússneskir hermenn, sem talið er að hafi verið undir áhrifum fíkniefna, gerðu skyndiá- rás. Fulltrúar hersins hétu því að málið yrði rannsakað. Al Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, átti fund í gær með Borís Jeltsín forseta á heilsuhæli forset- ans skammt frá Moskvu og ræddu þeir m.a. málefni Tsjetsjníju. Gore sagðist viss um að Rússar myndu á næstu dögum breyta mikilvæg- um atriðum í stefnunni gagnvart Tsjetsjníju; forsetinn vildi semja um frið. Jeltsín var fölur og stirð- legur að sjá en Gore sagði hann hafa virst við góða heilsu og and- lega hressan. Hafna ábyrgð á tilræðum Anatolí Kúlíkov sagði í gær að leiðtogar aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju hefðu skipulagt sprengjutilræði í sporvögnum í Moskvu í liðinni viku. Innanríkis- ráðherrann taldi of snemmt að Reuter BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti heilsar Al Gore, varafor- seta Bandaríkjanna, í gær. ræða um brottflutning rússneska herliðsins 1. september, eins og samið hefur verið um, og myndi hann rökstyðja þessi sjónarmið sín í dag á fundi nefndar sem fæst við mál Tsjetsjníju. Talsmenn samtaka skæruliða í Tsjetsjníju vísuðu ásökunum Kú- líkovs á bug en sögðu að útilokað væri fyrir þá að hindra einstakl- inga í að grípa til hermdarverka. ¦ Staðráðinn í að hindra/15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.