Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sértilboð 6. ágúst til Costa del Sol frá 29.932 Við bjóðum nú ótrúlegt ti,boð á nokkrum sætum 1 í eina viku frá 6. ágúst, þar sem þú getur notið hins besta á Costa del Sol á glæsilegum gististað fyrir hreint ótrúlegt verð og notið um leið öruggrar þjónustu fararstjóra Heimsferða. Allar íbúðir með sjónvarpi, síma, loftkælingu, baði og eldhúsi. Bókaðu strax - síðustu sætin Verð kr. Verð kr. 29.932 39.932 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 6. ágúst, M.v. 2 í studio, El Pinar, 6. ágúst, 1 vika. 1 vika, El Pinar. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð. Sfmi 562 4600 ',|,|P 0» ■ wA'- KælitækniEI Skógarhlíð 6, sími 561 4580 y£ ...blabib - kjarni málsins! „Voice Organizer ™“ Helsti innflytjandi fyrir Skandinavíu, Borg Utvikling AS, leitar að söluaðila fyrir hinn vinsæla „Voice Organizer“ (tímastjómandi, sem stjómast af rödd). Varan er aðallega ætluð atvinnulífinu. Vinsamlegast hafið samband á fax 00 47 69 14 33 15. Könmm - ATVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins áformar að opna vínbúð í Kópavogsbæ í desember 1996. Hér er með auglýst eftir leiguhúsnæði til verslunarrekstrat; og leigusala sem áhuga hefur á samstarfi um rekstur verslunarinnar. Leitað er eftir aðila sem nú þegar hefur rekstur með höndum er sam- rýmst getur rekstri áfengisverslunar Lýsing á verkefni og stærð og búnaði húsnæðis er föl á skrifstofu ÁTVR. Þeir sem hafa áhuga á samstarfi sendi nafn og heimilis- fang til ÁTVR eigi síðar en föstudaginn 16. ágúst 1996. Afengis- og tóbaksverslun ríkisins Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík Vorvörurnar streyma inn Vantar þig VIN að tala við? M m /t Við erum til staðar! VINALÍNAN Dragtir, kjóiar, blússur og pils. Ódýr náttfatna&ur 561 6464 • 800 6464 (£(HK)Æ) öll kvöld 20-23 Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Mál er að vakna KÆRU íslendingar. Nú er mál að vakna! Eru bömin okkar svo lítils met- in að þeim sem ráða finnst ekkert tiltökumál að loka meðferðarheimilinu Tind- um? Nú, á um það bil einu ári, hafa nokkrir unglingar í mínu hverfi farið að neyta amfetamíns og e-taflna. Á stuttum tíma verður þvílík persónubreyting á þessum unglingum að þeir verða allsendis óviðráðanlegir. Það er gengið á milli manna og alltaf sama svarið, því miður, engir peningar, _ enginn staður, reyna SÁÁ (sem er enginn staður fyrir unglinga). Hvað þá, jú, bíða þang- að til viðkomandi er orðinn heilsulaus aumingi og jafn- vel búinn að bijóta af sér, upp á einhver hundruð þúsund, eða þaðan af verra, og kominn alfarið á framfæri hins opinbera. Hvað skyldi það kosta? Það þarf að kippa þess- um kornungu neytendum úr sínu umhverfi og reyna að bjarga lífi þeirra, það hlýtur að vera ódýrara. Ráðamenn þjóðarinnar hljóta að skilja að þetta eru bömin okkar sem eiga að erfa landið og hlúa að okk- ur þegar við verðum göm- ul. Fyrir mörgum árum dó sonur minn í slysi. Það var skelfilegt. Nú hugsa ég oft; ég held það sé léttbær- ara að sjá á eftir barni sínu til himna, en til helvítis. Ég bið guð að hlífa mér við því. Því bið ég ykkur af öllu hjarta, ykkur sem við treystum til að skipta þjóð- arkökunni frægu, gleymið ekki því dýrmætasta sem okkur er trúað fyrir, börn- unum okkar. Við getum ekki sofið lengur á verðin- um, málið þolir enga bið. Með hveijum mánuðinum sem líður töpum við, guð má vita hve mörgum, ung- mennum. Ég vona að þetta bréf hafi snert við móður- og föðurtilfinningum lands- manna. Og vonast eftir skjótum aðgerðum. Kær kveðja, Móðir og amma. Tapað/fundið Veski tapaðist SVÖRT leðurtaska tapað- ist í Óðali aðfaranótt sl. sunnudags. I veskinu voru ýmsir persónulegir munir, s.s. seðlaveski, ávísana- hefti, lyklar o.fl. Finnandi vinsamlega komi töskunni til óskilamunadeildar lög- reglunnar eða skili henni á Óðal. Handtaska tapaðist DÖKKGRÆN handtaska með brúnu munstri tapað- ist á leiðinni frá Reykjavík til Nesjavalla. I töskunni voru m.a. fatnaður, skilríki og lyf. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 568-7838. Fundarlaun. Grafarvog- ur/Engjahverfi FIMMTUDAGINN ll.júlí eftir kvöldmat var sonur minn í körfubolta á leik- skólanum Engjaborg. Hann gleymdi dökkblárri flís-peysu þar á grasinu. Seinna um kvöldið fórum við að leita að peysunni en hún var horfin. Ef einhver veit hvar hún er, er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 586-1021 eða 552-8118 sem fyrst. Fundarlaun. Þakkir til skilvísra finnenda GUÐBJÖRG vill koma á framfæri innilegu þakk- læti til hjónanna sem fundu handtöskuna hennar sl. laugardag og komu henni til skila á lögreglu- stöðina. Myndavél tapaðist MYNDAVÉL tapaðist við Seljalandsfoss sl. laugar- dag. Finnandi er vinsam- lega beðinn að hringja í Karin í síma 565-6377. Myndavél fannst CANON-myndavél fannst í leigubíl laugardaginn 6. júlí sl. Upplýsingar í síma 553-7803 eftir kl. 18. Gæludýr Kettlingar TVEIR silfurgráir, kassa- vanir, fallegir kettlingar fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 555-1522 eða vinnusíma 557-9760. Halldóra. Kettlingur KASSAVANUR og vel ættaður fjögurra mánaða fresskettlingur óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 552-0834. Kolsvört læða DIMMALIMM er týnd. Hún hvarf þann 27. júní sl. úr háskólahverfinu. Hún var með rauða hálsól og vel merkt. Ég vil biðja Vesturbæinga og granna mína í Skeijafirði að at- huga með geymslur eða kjallaraglugga, því hugs- anlega hefur hún lokast einhvers staðar inni. Læð- unnar er sárt saknað. Vin- samlegast hringið í síma 551-5301 ef þið hafið séð til hennar lífs eða liðinnar. Hún er einnig á skrá í Kattholti. Fundarlaun. Köttur í sumarbústað SVARTUR, ómerktur högni með hvítan blett á bringu fannst í sumarbústað í Bisk- upstungum. Hann er búinn að vera þama í einhveijar vikur. Upplýsingar um kött- inn gefur Hildur í síma 553-3698. HOGNIHREKKVISI SKAK llmsjón Margcir Pctursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp í skák tveggja af stigahæstu skák- mönnum heims á stórmóti í Dortmund í Þýskalandi sem lauk á sunnudaginn. Vysw- anathan Anand, (2.735), Indlandi, hafði hvítt og átti leik gegn Veselin Topalov (2.750), Búlgaríu. 34. Bxh6! (34. Rxh6! - gxh6 35. Hxf8+ - Kxf8 36. g7+ var önnur vinn- ingsleið) 34. — gxh6 35. g7+! — Bxg7 36. Rxh6 — Dxg2+ (Svartur átti ekki aðra vöm við máthótunínni 37. Rf7++ - Kg8 ’ h 38. Dh8 mát) 37. Dxg2 — Bxh6 38. Dg6 og svartur gafst upp. Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkveija kom að máli við hann fyrir skömmu o g var í essinu sínu. Hann var eigin- lega bara reiður. „Þetta var á sunnudagskvöldið," sagði hann. „Ég komst ekki á völlinn til að sjá leiki kvöldsins, en huggaði mig við að sjá frá þeim öllum í íþróttaþætti Ríkissjónvarpsins þá um kvöldið. Einkum hafði ég áhuga að sjá myndir frá leiknum í Vestmanna- eyjum. Eg settist því fyrir framan „imb- ann“ og beið vongóður, en biðin varð löng. Ekkert kom frá Eyjum og aðeins smábrot úr öðrum leikj- um, allra síðast í þættinum. Mér finnst þetta alveg út í hött. Það var greinilegt að sjónvarpið hafði alls ekki náð myndum frá Vestmanna- eyjum í tæka tíð og svo virtist sem það hefði með naumindum náðst að koma myndum frá hinum leikj- unum í hús fyrir lok þáttarins. Þetta gengur auðvitað ekki. Þessum þætti hlýtur að vera ætlað að gera íþróttaviðburðum kvöldsins góð skil og þá er það vægast sagt einkenni- leg ráðstöfun að hafa þáttinn svo snemma að ekki sé hægt að ná því sjálfsagða markmiði. Hvers vegna í ósköpunum er þessi þáttur ekki hafður síðar á dagskránni svo hægt sé að sinna íþróttaviðburðum kvöldsins sómasamlega," spurði kunninginn. xxx ÍKVERJI getur vel tekið undir með þessum kunningja sín- um. Sjónvarpið sýnir mikið af efni fyrir íþróttaunnendur og oftast er reynt að sýna frá fólboltaleikjum kvöldins í ellefu-fréttum. Það er því illskiljanlegt að þátturinn á sunnu- dagskvöldum skuli ekki vera hafður seinna á dagskránni. Þetta var einn- ig áberandi síðastliðinn vetur, þegar ekki náðist að sýna frá körfubolta- leikjum kvöldsins nema að tak- mörkuðu leyti. Það ætti að vera hægt að sinna þessu sjálfsagða hlutverki Ríkissjónvarpsins með því að senda myndir með ljósleiðara frá landsbyggðinni svo myndir berist í tæka tíð. Svo hefur ekki verið gert og þegar ekki er nægilega vel að hlutum staðið er oft betur heima setið en af stað farið. xxx ANNARS er það nokkurt áhyggjuefni hvernig fyrsta deildin í knattspyrnu karla er að þróast. Tvö lið standa upp úr, eru langbezt, en hin liðin eru þeim langt að baki. KR og Akranes spila góðan og skemmtilegan fótbolta, en hin eiga langt í land með það, hvað sem veldur. Þá er athyglivert hve langt Akureyrarliðin tvö, KA og Þór, hafa náð í bikarkeppninni, meðal annars á kostnað tveggja fyrstu- deildarliða, en liðin að norðan leika bæði í annarri deild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.