Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Tæplega 8 milljarða veltu- aukning í verslun VELTA í verslunargreinum nam alls um 79,6 milljörðum króna fyrstu fjóra mánuði þessa árs og jókst um 11% frá sama tíma í fyrra eða tæpa 8 milljarða króna. Þetta kemur fram í yfírliti Þjóð- hagsstofnunar um heildarveltu í verslunargreinum sem unnið er upp úr virðisaukaskattsskýrslum. í heildverslun hefur orðið um 14% aukning og vegur þar þungt um 29% veltuaukning í sölu á bílum og bílavörum, en einnig varð um 14% aukning á veltu olíufélag- anna. Tæplega 5% samdráttur varð í heildsöludreifingu áfengis og tóbaks ásamt smásölu áfengis. Fiskverslun stendur með blóma Þróunin var ákaflega misjöfn í einstökum greinum smásölu; ef marka má virðisaukaskattsskýrsl- ur. Þær ber hins vegar að taka með þeim fyrirvara að einhver til- færsla kann að hafa átt sér stað milli einstakra flokka. Samkvæmt þessari flokkun virðist fiskverslun standa með miklum blóma þar sem um 18% aukning varð í þeirri grein fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá varð um 16,5% aukning í verslun með búsáhöld, heimilistæki og húsgögn, og kringum 13% aukn- ing í blómaverslun og verslun með lyf og hjúkrunarvörur. Minnst aukning varð aftur á móti í kjöt- og nýlenduvöruverslun svo og hjá sérverslunum með sportvörur, leikföng, minjagripi o.fl. eða um 3%. Heildarvelta í verslunargreinum janúar til apríl 1995 og 1999 (í millj.kr., án vsk., á verðlagi hvers árs) jan .aprj] Heildsöludreifing áfengis og tóbaks, smásala áfengis 1995 jan.-aprfl 1996 Veltu- breyting 2.944,9 2.805,9 f-4,7% Heildsölu- og smásöludreifing á bensíni og olíum 6.806,4 7.783,6 14,4 Byggingavöruverslun 2.754,0 3.002,0 9,0% Sala á bílum og bílavörum 4.703,6 6.079,5 29,3% Önnur heildverslun 25.128,7 28.663,6 14,1 Heildverslun samtals: 42.337,7 48.334,6 14,2 Fiskverslun 261,4 307,4 17,6% Kjöt- og nýlenduvöruverslun, mjólkur- og brauðsala ... 9.212,1 9.534,6 3,5% Sala tóbaks, sælgætis og gosdrykkja 2.463,6 2.581,3 4,8% Blómaverslun 417,7 471,6 12£% Sala vefnaðar- og fatavöru 1.535,1 1.698,3 10,6% Skófatnaður 199,5 210,0 5,3% e Bækur og ritföng 902,7 969,0 7,3% . Lyf og hjúkrunarvara 1.307,8 1.480,3 JHl3£% 1 Búsáhöld, heimilis- |tæki, húsgögn 2.697,9 3.143,4 16£% ! Úr, skartgripir, Ijós- f myndavörur, sjóntæki 316,2 337,8 6,8% I Snyrti- og hreinlætisvörur |önnur sérverslun, s.s. sportvörur, 168,7 188,2 ■ 11,6% I leikföng, minjagripir, frimerki o. fl. 1.055,4 1.086,6 3,0% Smásöluverslun samtals: 29.322,4 31.276,9 6,7% SAMTALS: 71.660,1 79.611,4 11,1% Optíma tekur við Xerox-umboðinu OPTÍMA hf. hefur tekið við um- boði fyrir Xerox ljósritunarvélar hér á landi en það var Nýheiji hf. sem hafði umboðið áður. Nýheiji mun þó áfram hafa umboð tii að selja vörur frá Xerox, en umboðið er bundið við þrjá viðskiptavini fyrirtækisins hér á landi. Að sögn Björgvins Ragnarsson- ar, sölustjóra hjá Optímu, leitaði Xerox eftir því við fyrirtækið fyrr á þessu ári að það tæki við þessu umboði hér á landi og var gengið frá samningum þess efnis í febr- úar. Hann segir að undirbúningur hafi staðið yfir síðan. Nú hafi ver- ið lokið við að þjálfa starfsfólk og fyrstu vélarnar hafi komið til landsins í maí. Optíma hefur flutt inn og selt ljósritunarvélar hér á landi allt frá 1953. Fyrirtækið hefur m.a. haft umboð fyrir Nashuatec ljósrit- unarvélar en Björgvin leggur áherslu á að fyrirtækið muni áfram selja og þjónusta þær sem og aðrar vélar sem það hefur umboð fyrir. Xerox ljósritunarvél- arnar verði því fyrst og fremst viðbót við núverandi vöruúrval fyrirtækisins. Nýherji sinnir áfram tilteknum viðskiptavinum Erling Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs Nýheija, segir að í kjölfar þess að Nýheiji hafi tekið við umboðinu fyrir Can- on skrifstofuvélum á síðasta ári hafi verið óskað eftir breytingum á umboðssamningnum við Xerox þar sem kveðið var á um að Ný- heiji seldi áfram allar vörur frá Xerox, m.a. stærri ljósritunarvélar á borð við þær sem notaðar séu í nokkrum prentsmiðjum hér á landi til þriggja tiltekinna viðskiptavina. Erling segir að fyrirtækið muni hins vegar áfram selja allar rekstr- arvörur og varahluti í Xerox vélar og þjóna þeim viðskiptavinum sem hafí Xerox ljósritunarvélar frá Nýheija. Hann segir að samning- urinn sé bundinn til eins árs í senn og endurnýjast sjálfkrafa sé hon- um ekki sagt upp. Landsbankinn skráir Hong Kong-dollara LANDSBANKINN hefur hafið skráningu á gengi Hong Kong- dollars gagnvart íslensku krón- unni. Að sögn Hauks Þórs Haralds- sonar, forstöðumanns í fjárreiðu- deild bankans, er þetta gert til að mæta eindregnum óskum innflytj- enda sem eiga í viðskiptum við aðila í Hong Kong. Hingað til hafa innflytjendur ekki getað yfirfært íslenskar krón- ur beint yfír í Hong Kong-dollara heldur þurft að notast við aðrar myntir. Kaupgengi Hong Kong-dollara var í gær skráð 8,62 kr. og sölu- gengi 8,673 kr. hjá Landsbankan- um. Mikil ásókn íríkis- víxla í útboði Stefnt að opnun verslunarháskóla í Reykjavík haustið 1998 Óskað eftir þvíað ríkið styðji rekstur skólans Morgunblaðið/Golli VERSLUNARHÁSKÓLANUM er ætlað að rísa á lóðinni Ofanleiti 2 eða við hlið Verzlunarskóla íslands. MIKIL ásókn var í ríkisvíxla í út- boði Lánasýslu ríkisins í gær. Alls bárust tilboð í ríkisvíxla að fjárhæð tæplega 3,5 milljarða króna og var tekið tilboðum fyrir tæplega 2,2 milljarða. Viðmælandi Morgun- blaðsins á verðbréfamarkaði sagði greinilegt á þessari góðu þátttöku í útboðinu að enn væri mikið af því fjármagni sem losnaði um í innlausn ríkissjóðs á spariskírtein- um nýlega, á sveimi. Væru fjár- festar auðsýnilega að koma þess- um fjármunum í ávöxtun til skemmri tíma með þessum hætti. Mest var ásóknin í 3ja mánaða ríkisvixla og var tekið tilboðum fyrir 1.660 milljónir króna. Meðal- New York. Reuter. MSNBC, fréttasjónvarpsrás og sams konar þjónusta á alnetinu, internetinu, hefur hafið göngu sína og þar með ógna samstarfsaðilamir NBC og Microsoft Corp. yfirburð- um, sem fréttasjónvarpið CNN hef- ur lengi haft á þessu sviði. Fyrsta sendingin gekk ekki snurðulaust. MSNBC á alnetinu var ekki opnuð notendum einmenn- ingstölva fyrr en klukkustund á eftir áætlun og komst ekki að öllu leyti í gang fyrr en hálftíma síðar. Varaforstjóri Microsofts, Peter Neupert, hét því á blaðamannafundi í New York að slíkra hnökra yrði ekki aftur vart og kvað skýringuna að of mikið upplýsingamagn hefði hlaðizt upp á vefsetrinu áður en sending hófst. ávöxtun tekinna tilboða var 6,48% sem er um 0,06% lækkun frá síð- asta útboði. Fyrstu viðskipti með 12 mánaða víxla í 3 mánuði Þá var tekið tilboðum í 6 mán- aða ríkisvíxla að ljárhæð rúmlega 400 milljónir króna og breyttist meðalávöxtun þeirra ekkert frá síðasta útboði, var 6,68%. Enn- fremur bárust tilboð í 12 mánaða ríksvíxla í fyrsta sinn í þijá mán- uði og var tekið tilboðum að fjár- hæð 105 milljónir króna. Meðal- ávöxtun tekinna tilboða var 7,06% og lækkaði hún um 0,07% frá því í apríl. Sjónvarpssending MSNBC gekk hnökralaust, en til þess framtaks hafa samstarfsaðilar heitið að leggja 500 milljónir dollara á fimm árum. Ekki hagnaður í 5 ár Forstjóri NBC, Robert Wright, kvað ólíklegt að hagnaður yrði af samvinnunni í að minnsta kosti fjögur til fimm ár og sagði að ná þyrfti til um 43 milljóna heimila ef það ætti að takast. MSNBC hefur gert samninga um að ná til svo margra heimila fyrir árið 2000 að hans sögn. Fréttarásin fær samkeppni frá annarri rás Fox og News Corp, fyrirtækja Ruperts Murdochs í haust. VERSLUNARRÁÐ íslands hefur óskað eftir stuðningi ríkisins við rekstur verslunarháskóla, sem fyrir- hugað er að rísi við Ofanleiti 2 eða við hlið Verzlunarskólans. Sam- kvæmt því myndi ríkið taka þátt í kostnaði vegna launa og rekstrar og yrði fjárveiting miðuð við fasta upp- hæð á hvern nemanda. Þetta er svip- að fyrirkomulag og er nú haft við rekstur Verzlunarskólans og Tölvu- háskóla VÍ. Bygging skólahússins verður hins vegar kostuð af húsbygg- ingarsjóði Verzlunarskóla Islands og er gert ráð fyrir að það hýsi fullbúið um 500 nemendur. Hönnun skólans er langt komin og er áformað að taka hann í notkun haustið 1998. Verslunarráð hefur farið þess á leit við menntamálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að fyrirhuguðum verslunarháskóla Verzlunarskóla ís- iands verði veittur sambærilegur stuðningur og Tölvuháskóli Verzlun- arskólans nýtur nú. Verslunarráð hefur einnig sent ráð- herra tillögu um að lögfest verði ákvæði, sem feli í sér ótvíræða stað- festingu á því að ríkinu sé heimilt að semja við fyrirtæki, félög eða stofnan- ir um rekstur skóla, sem veita við- skiptamenntun á háskólastigi, en slík heimild var veitt varðandi listmenntun með lagasetningu á síðasta ári. Hagkvæmur kostur fyrir ríkið Birgir Ármannsson, lögfræðingur Verslunarráðs, segir að stofnun verslunarháskólans muni án efa hafa í för með sér margvíslegan ávinning, bæði fyrir atvinnulífíð og hið opin- bera. „Það er hagkvæmur og skyn- samlegur kostur fyrjr ríkið að styðja við bakið á verslunarháskólanum með sama hætti og gert hefur verið varðandi Tölvuháskólann enda má ætla að greiðslur til skólans á hvern nemanda verði lægri en ríkisframlög til annarra skóla á háskólastigi. Eft- ir að verslunarháskólinn tekur til starfa mun hugsanlega draga eitt- hvað úr sókn í viðskiptatengt nám erlendis og jafnframt gæti dregið úr aðsókn að öðrum skólum hér á landi, sem bjóða svipaða menntun, þannig að kostnaðarauki ríkisins verður kannske ekki svo mikill að þessu leyti þegar á heildina er litið. Þá er það mat Verslunarráðs að það verði ávinningur fyrir atvinnulífið og þjóð- félagið í heild að auka fjölbreytni og samkeppni í viðskiptamenntun hér- lendis. Það hlýtur einnig að vera kappsmál fyrir stjórnvöld að efla samskipti sín og samvinnu við at- vinnulífið á sviði mennta- og skóla- mála. Ávinningurinn af slíku sam- starfí gæti bæði birst í bættri mennt- un og hagkvæmum rekstri skóla- stofnana," segir Birgir. Tölvuháskóli Verzlunarskólans hefur fengið stuðning úr ríkissjóði vegna launagreiðslna og rekstrar, sem miðast hefur við fjölda skráðra nemenda ár hvert. Þessi stuðningur hefur byggst á sérstökum samningi ríkisins við Verzlunarskólann og hef- ur fjárveiting verið ákveðin í fjárlög- um. Verslunarráð hefur nú óskað eftir því að þessi samningur verði víkkaður út þannig að hann nái til alls þess náms sem fyrirhugað er að veita í verslunarháskólanum. Fréttarás Microsoft og NBC tekur til starfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.