Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 29 MIIMNINGAR + Magnús Snorra- son fæddist á Laxfossi í Stafholts- tungnahreppi í Mýrarsýslu 28. júní 1898. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 4. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Sig- urðardóttir frá Englandi í Lundar- reykjadalshreppi í Borgarfjarðar- sýslu, f. 5. apríl 1858, d. 17. mars 1954, og Snorri Þorsteinsson frá Húsafelli, Hálsasveit í Borgarfjarð- arsýslu, f. 13. október 1853, d. 22. nóvember 1932. Þau bjuggu fyrst á Varmalæk í Andakíls- hreppi og síðan á Laxfossi, Stafholtstungnahreppi. Systk- ini Magnúsar voru: Ingibjörg, f. 20. febrúar 1887, d. 4. júlí 1981; Kristín, f. 19. september 1888, d. 21. mars 1981; Hildur Áslaug, f. 28. nóvember 1890, Mig langar með örfáum orðum að kveðja minn kæra vin, Magnús d. 22. janúar 1964; Þorsteinn, f. 28. ágúst 1892, d. 2. ágúst 1978; Elísa- bet, f. 23. október 1894, d. 24. maí 1986; Sigurður, f. 23. október 1894, d. 2. október 1978; og Jón, f. 5. nóv- ember 1896, d. 20. apríl 1989. Magnús var ókvæntur og barn- laus. Hann var á Laxfossi til 1936, lausamaður í Staf- holti 1936-’40, á Hvítsstöðum í Álftaneshreppi 1940-’46, flutti þá ásamt sambýlismanni sínum, Ragnari Pálssyni, að Árbæ, nýbýli í landi Hvítsstaða. Frá 1982 var Magnús vistmaður á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Bústýra þeirra Ragnars var í mörg ár Jakobína Þorleifsdóttir, móðir Ragnars. Útför Magnúsar fór fram frá Borgarneskirkju 11. júlí. Snorrason, nýorðinn 98 ára er hann lést. Magnúsi kynntist ég á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi þar sem hann var vistmaður og ég vann við afleysingar í mörg sumur. Allt frá fyrsta degi sýndi han mér einstaka hlýju og urðum við strax góðir vinir. Við höfðum alltaf um nóg að tala þegar við hittumst. Hann sagði mér frá lífinu í sveit- inni forðum og samferðarfólki sínu. Okkur var einnig ljúft að tala um sönginn, hann hafði unun af söng og hafði einnig ákveðnar skoðanir á því hvað var góður söngur og hvað ekki. Magnús sat ekki auðum höndum á Dvalarheimilinu. Hann tók virkan þátt í handavinnu og ber þá vefnað- inn hæst. Hann óf mottur sem urðu geysivinsælar óg prýða þær mörg heimili. Forspár var Magnús og gat oft sagt manni hvernig veðurfar yrði á sumrin og veturna. Þegar ég kom til hans til að segja honum að ég ætti von á barni sagðist hann vita það. „Það er stelpa,“ sagði hann. „Mig dreymdi það.“ Hann hafði mikið yndi af börnum og alltaf ljóm- aði hann þegar við komum með dóttur okkar til hans og naut hann þess að fá að halda á henni. Við, ég og fjölskylda mín, viljum þakka Magnúsi fyrir allar góðu sam- verustundimar og alla hans góðvild, hlýju og vinskap í okkar garð. Blessuð veri minning hans. Theodóra. MAGNÚS SNORRASON JONA ALLA AXELS- DÓTTIR + Föðurbróðir minn, STEFÁN LARSSON, Útstekk, Eskifirði, lést á heimili sínu 15. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Sjöfn Gunnarsdóttir. + Jóna Alla Axelsdóttir fædd- ist á Akranesi 5. janúar 1937. Hún lést á heimili sínu 25. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seltjarnarnes- kirkju 1. júlí. Nú er lokið lífsgöngu hennar Jónu Öllu. Ég man enn þann dag þegar ég sá Jónu Öllu á stofnfundi MND-félagsins í MS húsinu fyrir rétt rúmum þrem árum. Þá var Jóna Alla komin í hjólastól og mætt til þess að taka þátt í stofnun MND-félagsins ásamt börnunum sínum. Jóna var einn af frumkvöðl- um þess að stofna félagið og var kosin í stjórn félagsins á stofnfundi þess og var í stjórn þess þar til á síðasta aðalfundi að hún baðst und- an endurkjöri, en íris dóttir hennar var kosin í hennar stað. Stjórnarfundir vora yfirleitt haldnir heima hjá Jónu og var hún höfðingi heim að sækja og léttleik- inn var alltaf í fyrirrúmi. Jóna eins og fleiri MND-sjúklingar var ekki mikið fyrir það að ræða sjúkdóminn og gerði ekki mikið úr því að hún væri bundin við hjólastólinn í fyrstu en síðan meira og minna rúmliggj- andi síðasta árið. Jóna var afskaplega glæsileg og virðuleg kona sem bar sig vel en sjúkdómar eins og MND gera ekki boð á undan sér og fara ekki í manngreinarálit og sækja oft fram þar sem fólk á síst von á. Mér var það ljóst strax á stofnfundi MND- félagsins að börnin hennar, systur hennar og vinkonur stóðu þétt við bakið á henni og öll reyndu þau að létta henni lífið eins og hægt er við slíkar aðstæður. Við félagar í MND- félaginu biðjum Guð að blessa fjöl- skyldu hennar og vini. Megi þau sækja styrk í minninguna um hana. Fyrir hönd MND-félaga, Rafn R. Jónsson. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! t Ástkær eiginmaður minn, faðir, fóstri, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR STEINSSON rithöfundur, lést i Landspítalanum þann 15. júlí sl. Kristbjörg Þ. Kjeld, Þórunn Guðmundsdóttir, Jens G. Einarsson, Kristín Ósk Þorleifsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐJÓNA BENEDIKTSDÓTTIR, Norður-Reykjum, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Mosfellskirkju föstudaginn 19. júlí kl. 14.00. Guðrún S. Jónsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Haukur G. Jónsson, Erla Jónsdóttir, Soffía Jónsdóttir, Sigurjón Ingason Guðlaug D. Jónsdóttir, Helgi Guðjónsson, Einar Jakobsson, Rúnar Jakobsson, Helga Rósa Ragnarsdóttir. t Elskulegur sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR SIGURJÓN BJARNASON, Sólvöllum 2, Húsavík, sem lést 11. júlf, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 18. júlí kl. 14.00. Anna Ólafsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Örlygur Arnljótsson, Sigurður Ólafsson, Arna Björný Arnardóttir, Sólveig Mikaelsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Börkur Kjartansson, Bjarni Ólafsson og barnabörn. t Hjartkær systir okkar, mágkona og móðursystir, GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Bólstaðarhlið 44, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Brynhildur Stefánsdóttir, Kristinn Júlíusson, Margrét Stefánsdóttir, Sigurður Jónsson, Edda Guðrún Ríkharðsdóttir, Stefán Kjartan Ríkharösson, Ríkharð Ottó Ríkharðsson, Halldór Kristinsson, Arndfs Kristinsdóttir, Guðrún Frímannsdóttir, Höskuldur Frímannsson. t Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls ENGILBERTS RUNÓLFSSONAR, Vatnsenda, Skorradal. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra í Borg- arnesi fyrir góða umönnun. Börn og tengdabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför MÁLFRÍÐAR LARSDÓTTUR, Hringbraut 87, Keflavík. Fyrir hönd aðstandenda, Lárus A. Kristinsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför JÓNÍNU HJARTARDÓTTUR frá Flateyri. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Fjórðungssjúkrahúss ísa- fjarðarbæjar fyrir veitta aðstoð og umönnum. Fyrir hönd vandamanna, Kristján Hálfdánsson. + Þökkum af alhug alla samúð og stuðn- ing vegna fráfalls eiginmanns mins, ÁSGEIRS PÉTURSSONAR. Margrét Högna Magnúsdóttir og börn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HARALDAR GÍSLASONAR frá Skálholti, Vestmannaeyjum. Magnea Þórarinsdóttir, Sigríður Margrét Gísladóttir, Sigurður Guttormsson, Garðar Þ. Gfslason, Edda Svavarsdóttir. Lokað Vegna jarðarfarar ÁSVALDS STEINGRÍMSSSONAR verður bílaverkstæði Bifreiða & landbúnaðarvéla lokað eftir hádegi í dag, miðvikudaginn 17. júlí. Bifreiðar & landbúnaðgrvélar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.