Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens PP' Éé \Æ8Ð AE> TAÉA ÞA OPPJEaA é'j ÉSQBrEkUdskBiBEimiÓTSEMý lll >o f//( V. C1996 Tribune Media Servlces, Inc. j All Rights Roserved. 2'X3 Grettir Smáfólk HERE5 THE PLAN, MARCIE..WE 5TART DI66IN6 T0NI6HT.. ijJí PI6 5TRAI6HT P0U)N FOR FIVE FEET, ANP THEN WE TUNNEL A HONDRED VARP5 OUT AND UNDERTHE FENCE.. Hérna er uppdráttur- inn ... vjð byijum að grafa í kvöld ... IVE 5TARTEP DI66IN6,5IR.. I 60T DOWN THREE INCHE5.. Við gröfum fimm fet beint niður, og síðan gröfum við 100 út og undir girðing- una... Eg er byrjuð að grafa.herra... ég er komin 10 cm niður ... Hmm ... Við taka gísla.. gætum þurft BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Þagnarmúrinn rofinn Frá Kjartani Helgasyni: HEIÐRAÐI ritstjóri Styrmir Gunn- arsson. Húskarlar þínir og konur hafa í sl. viku gert sér það ómak að hringja í mig. Mér til mikillar undrunar. Húskona þín bað mig að bera saman verð í flugi, sem ég reyndi, held ég án mikils árangurs, að útskýra fyrir henni og er það ekki hennar heimska, svo sem „stóra bróður" hefur tekist að rugla um fyrir almenningi: Hvað sé almennt verð og hvað sé sérverð. Er það kapítuli út af fyrir sig, sem ég held að gefa ætti „blaðafulltrúa" Flugleiða tækifæri til að skýra frek- ar. Enda fínnst mér það eðlilegt. Skal ég leggja þér eða ykkur orð í munn t.d. að hann útskýrði hvernig hægt sé að selja sams konar sæti í sömu flugvél og á sömu leið jafnvel 10 mismunandi verðum. Ég veit að eitthvað þarf að greiða fyrir að vera „tjaldaður af‘ frá sauðsvörtum al- múganum, þannig að hann sé ekki að ganga á salemi aðalsins frammi í. Ég gæti trúað að það væri meira frelsi í drykkjum, þarna frammi í og svo er auðvitað ekkert velsæmi í því að það spytjist út að sæti sem greidd eru af opinberum aðilum séu bara af sams konar gerð og almenningur fær, sem ég veit að allur almenning- ur gætir lítt að þegar hann er að flýta sér í sætin sín aftur í. Ég veit það kostar einnig eitthvað að leita dyrum og dyngjum að vopnum hjá farþegum jafnvel tvisvar í síðustu ferð minni frá Kaupmannahöfn. En þá var okkar ástkæra fýrsta flokks kona að ferð- ast með. (Ég segi þetta því þið kannske kannist við „fírst lady“ frek- ar en að ég fari að nefna nokkur nöfn, enda ekki við hæfí eins og þú skilur mæta vel.) Fyrir þessi sæti þarna á bak við tjaldið eru greidd jafnvel þrefalt eða fjórfalt hærri gjöld en á lægstu verðum. Þetta fólk þarf líka að hraða sér meira en allur al- menningur, býst ég við og greiðir því hærri gjöld fyrir það. Þetta kallar stóri bróðir „Saga class“ en eru einn- ig til sölu almenningi. Hver vill og hefur efni á slíku á meðal þess lýðs. Nokkrir forstjórar sjást jafnvel á þessum „classa" en það eru þá jafnan fátæklingar sem fá þessi sæti sem uppbót vegna viðskipta sinna við „stóra bróður“ og ef til vill einhveijir aðrir sem ég hirði ekki að nefna enda hvílir eins og þú veist nafnleynd yfír ferðalögum almennings. Ekki veit ég á hvaða „classa“ þú ferðast en ég ætla bara að vona að þú teljir þig til lýðsins. Húskarlinn þinn hafði annað erindi við mig, sem var miklu einfaldara að svara og virtist hann að því er ég gat skilið skilja þetta mæta vel þegar frá samtalinu var horfíð. Enda ekki annað sæmandi. Þó bregður svo við að þegar þetta birtist svo í heittelskuðu blaði fjórð- ungs „allra landsmanna" að húskarl- inn telur betra að hafa aðrar heimild- ir sér til halds en framburð minn. „Þar lágu danir í því.“ Liggja þeir nú ekki alltaf i því eins og þú veist mæta vel. Einhverra hluta vegna varð honum á að taka upprunalegar heimildir sínar trúanlegri en það sem ég sagði og því spurði ég einfaldlega hvaðan þú hefðir heimildir þínar í blaðinu. Hvort það væri Stöð 2 eða einhverjar aðrar því neitaðir þú auð- vitað. Mér sýnist að þú getir hæglega gert allt þetta en varla ertu trúverð- ugur í þeirri frásögn, nema að til komi einhver önnur skýring. Ég held ég viti hver hún er en spurði svona af rælni til að reyna þig að vísu. Mér dettur oft í huga þegar ég hugsa til blaða- og fréttamanna stétt- arinnar. Ari fróði sem vildi hafa það er sannara reyndist. i sjálfu sér er hann forveri ykkar. Hefur þó senni- lega ekki haft tölvur eða internet ekki einu sinni fjöður eða skinn. Það mun Snorri þó hafa haft. Þetta var á þjóðveldistímum eins og þú veist. Síðan kom hröman mikil yfír þjóðina eins og ég veit þú veist og stóð jafn- vel til að flytja hana á Jótlandsheið- ar. Á þessum tímum var fátt um frétt- ir meðal landsmanna. Einna helst voru það flakkarar. Sumir týndir en aðrir minnisverðir, svo sem Sæfinnur með sextán skóa, Símon Dalaskáld og Gvendur dúllari o.fl. Þessir menn flökkuðu milli bæja og þáðu beina, gistingar og mat. Þeir voru vandlátir eins og gengur og sögðu fréttir betri eftir því sem gistivináttan var meiri. Stundum urðu þeir uppiskroppa þar sem vináttan var langt um fram markið að þeirra dómi og var þá gjarnan gripið til þess að leita til fréttastjórans: „Gróu á Leiti“. Allt er þetta nú fyrnt sem betur fer, nema Gróa á Leiti lifir góðu lífi að því er best verður séð. Ekki veit ég gjörla hveijir eru hennar gestgjafar, en ef marka má af vinnubrögðum fjölmiðla síðastliðinn vetur virðist það vera þið fjölmiðlamenn í mörgum tilfellum. Ékki vil ég þó væna þig um þetta almennt. En í þessu tilfelli varð ykk- ur morgunblaðsmönnum á í mess- unni. Ég hefí stundum heyrt talað um sérstaka tegund í stétt ykkar sem kallaðir hafa verið „rannsóknarblað- menn“, þykir sú tegund blaða- og fréttamanna standa æðra í stiga „Darwins" hjá ykkur ritsjórum. Hafa slíkir hæfíleikamenn gengið kaupum og sölum milli fjölmiðlastofnana að næstum líkist sölu á góðum knatt- spyrnumanni. Ekki veit ég hvort þessi blaðamður tilheyrir þessari „tegund", þekki hann lítið nema þá helst af afspurn. En að rugla saman hollend- ingum og þjóðveijum, það er ekki beint hollt, en ég afsaka hann. Ég myndi því helst þegar þið eruð í vand- ræðum með fyrsta flokks heimildir bara segja að þetta hafi verið „efna- hagsbandalagsmaður" svona líkt og þeir gera í tollinum á meginlandinu og stutt er í hér í Keflavík. Eða kannske við bara setjum upp merkið „sauðir og hafrar" það er íslenskara. En ég veit þú ert i þessum efnum í nokkrum vanda því eiginlega vitið þið ekkert í hvorn fótinn þið eigið að stíga. Það er liðin tíð að þið gátuð dansað eftir heimsástandinu eins og það var hveiju sinni, enda löngu hætt að kalla málgagn þitt „danska mogga, enska mogga, ameríska mogga eða natomogga". Ekki er einu sinni hægt að kalla ykkur efnahags- bandalagsmogga né rússneska mogga, því þið eruð eins svipur hjá sjón þegar þið eigið að velja ykkur átrúnaðargoð. Ég skil þig mæta vel, Styrmir. Ég hefí átt mín átrúnaðar- goð. Ég hefi bara reynt að hafa þau þannig að þau stæðust tímans tönn. En það er leyndarmál sem ég ætla geyma mér að skýra frá þar til síð- Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.