Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kostnaður vegna rannsókna á Hveravöllum Þátttaka Náttúru- verndarráðs eðlileg FRETTIR Svínavatnshreppur lætur gera miklar rannsóknir á Hveravöllum Greiðir stærsta hluta kostnaðarins ÁSDÍS Hlökk Theodórsdóttir, sviðs- stjóri umhverfissviðs hjá Skipulagi ríkisins, telur ekki óeðlilegt að Nátt- úruvemdarráð taki þátt í kostnaði vegna rannsókna á hverasvæðinu á HveravÖllum, sem hafnar voru að kröfu skipulagsstjóra vegna frekara mats á umhverfisáhrifum, þar sem þær nái til friðlýsts lands sem er í umsjón ráðsins. Ásdís segir að lög um mat á um- hverfisáhrifum kveði skýrt á um að framkvæmdaaðili skuli bera kostnað af mati á umhverfisáhrifum. Aðspurð telur hún einnig óumdeilt að þessi meginregla laganna eigi við um rann- sóknir sem skipulagsstjóri telur að fram þurfí að fara ef mat á umhverf- isáhrifum er ekki fullnægjandi. „Það eru framkvæmdirnir sem kalia á rannsóknirnar og þess vegna er eðli- legt að sá kostnaður leggist á fram- kvæmdaaðilann," segir hún. Á Hveravöllum telst Svínavatns- hreppur vera framkvæmdaaðili vegna fyrirhugaðra framkvæmda þar. „Það er skýrt að Svínavatns- hreppur á að bera kostnað af matinu og rannsóknum sem af því hlýst. í þessu tilviki fer matið aftur á móti að hluta fram inni á friðlýstu svæði sem Náttúruvemdarráð hefur umsjón með samkvæmt lögum um náttúru- vemd og þess vegna er ekki óeðlilegt að ráðið taki þátt í kostnaði við rann- sóknirnar," segir hún. Aðspurð segist Ásdís ekki vita til þess að í gildi séu sérstakar reglur um það hvernig kostnaði skuli skipt þegar skyldur tveggja aðila falla sam- an._ Ásdís kveðst ekki þekkja hvort eðlilegt sé að Orkustofnun taki þátt í kostnaði vegna rannsóknanna. Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur á Orkustofnun, hefur áður sagt að eingöngu sé fyrirhugað að gera yfir- borðsrannsóknir á svæðinu. Hvað skipulagsgerð varðar tekur Skipulag ríkisins ekki þátt í kostnaði af gerð deiliskipulags. Skipulag ríkis- ins tekur aftur á móti þátt í allt að helmingi kostnaðar á næsta stigi sem er gerð aðalskipuiags fyrir sveitarfé- lög og einnig við gerð svæðisskipu- lags. JÓHANN Guðmundsson, oddviti Svínavatnshrepps, segir að mikill kostnaður fylgi þeim rannsóknum sem gera þurfi á Hveravöllum að kröfu Skipulags ríkisins áður en deiliskipulag fyrir svæðið verði samþykkt. Hann segir að Svína- vatnshreppur muni greiða þennan kostnað að stærstum hluta, en ekki liggi fyrir hvað hann verði mikill. Eins og fram hefur komið í frétt- um neitaði skipulagsstjóri ríkisins að samþykkja deiliskipulag fyrir Hveravelli vegna þess að ónógar upplýsingar fylgdu. Gerð var krafa um rannsóknir á hverasvæðinu, gróðurfari, smádýrum, örvemm, neysluvatni, áhrifum aukinnar um- ferðar um svæðið og fleira. Jóhann sagði að verið væri að afla upplýsinga um þessa hluti alla í samræmi við óskir skipulágsstjóra. Eitthvað af upplýsingunum lægi fyrir, en annað þyrfti að vinna frá grunni. Samið hefði verið um að Orkustofnun rannsakaði hvera- svæðið og að Rannsóknarstofnun landbúnaðarins rannsakaði gróð- urfar á Hveravöllum. Hann sagði að á þessu stigi væri óljóst hvenær þessari vinnu lyki. Jóhann sagði að mikill kostnaður fylgdi þessum rannsóknum og ann- arri vinnu við öflun upplýsinga. Ekki lægi fyrir hvað hann yrði mik- ill þar sem um margþætta vinnu væri að ræða og hún enn óunnin að stórum hluta. Hann sagði að Svínavatnshreppur kæmi til með að greiða þessa vinnu að stærstum hluta. Náttúruverndarráð hefði hins vegar verið með sérstaka fjárveit- ingu vegna Hveravalla og færi hún væntanlega að stærstum hluta í að kosta rannsóknir á hverasvæðinu. Ferðafélagið gerði tillögu um að skálinn viki Jóhann sagðist ekki eiga von á að deiliskipulaginu yrði breytt í nein- um grundvallaratriðum frá þeirri til- lögu sem lögð var fram í vetur. Að flestra mati ætti uppbygging á Hveravöllum að vera á þeim stað sem deiliskipulagið næði til. „Ég get bent á að Ferðafélag íslands lét vinna grunnhugmyndir að deili- skipulagi á svæðinu og lagði þær fyrir skipulagsstjóra fyrir einu og hálfu ári. Þar er gert ráð fyrir að uppbyggingin verði á þessum stað. Jafnframt gera hugmyndir Ferðafé- lagsins ráð fyrir að nýrri skáli félags- ins víki líkt og við höfum gert ráð fyrir í okkar tillögum. Menn virðast því hafa svipaðar hugmyndir um uppbyggingu á Hveravöllum. Það er okkar skoðun að svæðið þurfi að vera sem aðgengilegast almenningi. Við gerum ráð fyrir að ferðamönnum á svæðinu muni fjölga og það þarf að vera hægt að taka á móti þeim og sinna þeim betur en hægt er í dag. í dag er engin aðstaða á Hveravöllum til að sinna venjulegu fjölskyldufólkí, sem kemur þarna á eigin vegum,“ sagði Jóhann. Plúsferðir Hafa selt á sjötta þús- und ferðir PLÚSFERÐIR ehf., sem eru í eigu ferðskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar, hafa selt á sjötta þúsund utanlands- ferða í sumar, en fyrirtækið tók til starfa í febrúar síðastliðnum á grunni ferðaskrifstofunnar Alís sem Urval- Útsýn keypti. Að sögn Laufeyjar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Plúsferða, er um helmingur ferðanna sem seldar hafa verið til Kaupmannahafnar og Billund á Jótlandi, um 1.000 ferðir til Mall- orca, um 1.000 ferðir til Portúgal og um 1.500 ferðir til annarra áfanga- staða. Laufey sagði að móttökurnar sem Plúsferðir hefðu fengið væru einu orði sagt ævintýralegar. Auk þess sem verðið á ferðunum hefði sitt að segja þakkaði hún móttökumar því að fólk treysti ferðaskrifstofunni sem hefði traustan bakhjarl. Morgunblaðið/RAX Tillögugerð vegna hljóðmengunar flýtt Borgarráð samþykkti aukafjárveitingu BORGARRÁÐ samþykkti í gær að veita embætti borgarverkfræðings Vh milljónar króna aukafjárveit- ingu. Féð á að flýta gerð tillagna um hvernig bregðast megi við um- ferðarhávaða í ýmsum hverfum borgarinnar. Borgarverkfræðingur lagði beiðnina fram í gær í ljósi umræðu sem spunnist hefur um hljóðmeng- un að undanfömu, eins og segir í erindi hans til borgarráðs. Er ætlun- in að setja fram tillögur að mark- miðum og aðgerðum á næstu árum og segir Pétur Jónsson, borgarfull- trúi R-listans og varaformaður borgarráðs, að miðað sé við að þær verði tilbúnar í haust. Voru borgar- fulltrúar sammála um að þeirri vinnu þyrfti að ljúka sem allra fyrst, að Péturs sögn. Árni Sigfússon, borgarfulitrúi D-listans, leggur áherslu á að strax verði brugðist við. „Ef það mat er rétt að 4% íbúða í borginni þarfn- ist athugunar vegna hljóðmengun- ar er mjög mikilvægt að vinna að því og ný reglugerð um hávaða utanhúss á að koma í veg fyrir að framhald verði á. Það er gott ástand hér miðað við aðrar borgir og vandinn mun ekki versna ef tekið er á því sem fyrir er og farið eftir reglugerð við nýbyggingar," segir hann. Eins og fram kom í Morgunblað- inu á laugardag hafa íbúar við Efstaleiti mótmælt fyrirhugaðri byggingu fjögurra stórhýsa í grenndinni. Ibúarnir vilja útivistar- svæði í staðinn og hafa andmæli þeirra verið send til borgarverk- fræðings og borgarskipulags til umsagnar, að sögn Kristínar Áma- dóttur, aðstoðarmanns borgar- stjóra. Morgunblaðið/Golli Krani lokaði Krýsuvíkurvegi ÓHAPP varð á Krýsuvíkurvegi við Reykjanesbraut síðdegis í gær þegar hjól brotnaði undan bygg- ingarkrana sem verið var að draga á milli staða. Kraninn féli niður og yfir veginn og iokaði honum. Vel gekk af fjarlægja kranann, honum var lyft upp og var búið að opna veginn aftur innan hálf- tíma. Skraut- klæddir í fríinu ÞEIR virtust sáttir við lífið og tilveruna þessir þýsku ferða- menn sem voru á ferð í Vatns- mýrinni á dögunum og skört- uðu þeir greinilega sínum feg- urstu klæðum í góðviðrinu. Mótmæla tívolí- hávaða ÍBÚASAMTÖK Grjótaþorps hafa mótmælt við borgarráð að heimilað hefur verið að setja upp tívolí á Miðbakka í Reykja- víkurhöfn. Í erindi íbúasamtakanna til borgarráðs segir að, enn á ný hafí borgaryfirvöld virt að vett- ugi ítrekuð mótmæli nágranna gegn tívólíi á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Undanfarin ár hafi íbúar Grjótaþorps orðið fyrir verulegu ónæði af dag- löngum hátalaraköllum og sí- byljutónlist, auk skrílsláta sem oft stafí frá samkomunni þegar líða tekur á kvöld. Þá segir: „Við hljótum að gera þá lágmarkskröfu að borg- aryfirvöld gæti þess að slík hljóðmengun glymji ekki vikum saman yfír hús og garða nær- liggjandi íbúðahverfa, eins og raunin var undanfarin sumur. Þeir sem ekki eiga tök á því að flýja að heiman eru þvingað- ir til þátttöku í annarra manna skralii algjörlega að óþörfu, því það má a.m.k. takmarka hljóð- styrkinn úr þessum græjum við Miðbakkann og þá sem þangað sækja af fijálsum vilja.“ Bent er á að ef svo megi verða yrði borgin að fela til- teknum aðila eftirlit með því að hávaðamörk séu virt. Reynslan hafí sýnt að hljóð- styrkur sé yfírleitt skrúfaður upp þegar hafnarstjóri fari heim af skrifstofunni. Hafn- sögumenn séu áfram til staðar og er lagt til að þeim verði fal- ið eftirlitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.