Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Róðrarbáturinn reyndur Morgunblaðið/Kristján SIGLINGAKLÚBBNUM Nökkva áskotnaðist fyrir nokkru róðrar- bátur, en slíkir bátar voru eitt sinn notaðir í keppni á ólympíu- leikum. Nýjar gerðir hafa leyst þessa af hólmi og því varð úr að hópur Þjóðverja gaf Nökkva- RUT Sverrisdóttir, Friðjón Erlends- son og Þorsteinn Eiríksson hafa síð- ustu vikur unnið að því að skoða aðstæður á Akureyri með tilliti til ferða blindra, sjónskertra og aldr- aðra. Um er að ræða 6 vikna verk- efni sem lýkur í næsta mánuði, en þá er gert ráð fyrir að gerð verði skýrsla þar sem árangurinn er met- inn, en Berglind Hallgrímsdóttir fuil- trúi á Atvinnumálaskrifstofu Akur- eyrarbæjar hefur umsjón með verk- efninu. Fyrir liggur skýrsla sem gerð var á síðasta ári og fjallaði um ferðamál blindra, sjónskertra og aldraðra og á hvern hátt unnt væri að markaðs- setja bæinn með þann hóp í huga. Vinna þeirra þremenninga er gerð í framhaldi af þeirri skýrslu. Þegar hafa þau farið um hverja einustu götu bæjarins og merkt við ákveðin atriði á þar tii gert eyðublað og fengið á þann hátt fram kosti og galla, skoðað hvað þurfi lagfær- ingar við og dregið fram jákvæða þætti. Trjágróður til trafala „Upp á síðkastið höfum við verið á ferðinni í eldri hverfum bæjarins og rekið okkur á að trjágróður slút- ir mjög víða út á gangstéttirnar, mönnum einn af eldri gerðinni. Gunnar Hallsson hjá siglinga- klúbbnum sagði að báturinn hefði verið í eigu klúbbsins um sumstaðar ná þær alveg út á miðja gangstétt. Þetta er mjög til baga fyrir sjóndapurt fólk,“ segja þau. Ráðhústorgið hefur komið einna verst út t könnun starfshópsins, en að fara um víðáttu án kennileita er eitt það versta sem sjónskertir og blindir lenda í á ferðum sínum. Tröppur á torginu renna saman í eitt og því mikil hætta á að misstíga sig, auk þess sem rennur á milli þeirra geta verið varasamar. Fjöldi lítilla staura er á torginu sem einnig eru til trafala fyrir sjónskerta. Framkvæmdir sem staðið hafa yfir við gangstéttar í miðbæ Akur- eyrar að undanförnu segja þremenn- ingarnir vera til fyrirmyndar, en þær eru þannig úr garði gerðar að litlar graníthellur eru lagðar eftir þeim miðjum. Þær mynda því beina línu sem gott er að fylgja. Úrbótum fylgir sáralítill kostnaður í heild telja þau aðgengi blindra, sjónskertra og aldraðra á Akureyri gott. Á nokkrum stöðum má bæta úr og kosturinn við slíkar úrbætur, sem gætu breytt miklu fyrir þá sem ekki hafa fulla sjón er sá að þeim fylgir sáralítill kostnaður. Sumstað- ar dugar að mála rönd á tröppur nokkra hríð en vegna aðstöðu- leysis hefði lítið verið hægt að nota hann. Þetta var í fyrsta skipti sem báturinn var reyndur, með öðrum lit, líma punkta á hurðir og gler og þess háttar. Hafa þau rætt við forsvarsmenn nokkurra íþróttamannvirkja í bænum sem tek- ið hafa vel tillögum til úrbóta. Næst taka þau fyrir ýmis fyrir- tæki og opinberar stofnanir. „Það en ræðarar voru fjórir Þjóðverj- ar og einn Islendingar. Vonaðist hr.nn til að í kjölfar þess að ver- ið er að hreinsa Pollinn gætu áhugamenn um siglingar notið þess að sigla um á fjölbreyttum fleyum. skemmtilega við þetta verkefni er að til að stórbæta aðgengi fyrir þennan hóp þarf að kosta sáraiitlu til og flestir hafa tekið vel í það þegar bent er á hvað mætti laga,“ sögðu þau Rut, Friðjón og Þorsteinn að lokum. Húsnæðisnefnd Ásókn í fé- lagslegar íbúðir að aukast TÖLUVERÐUR biðlisti er eftir félagslegum íbúðum á Akureyri, að sögn Gísla Kr. Lórenzsonar formanns hús- næðisnefndar. Nýlega var úthlutað tutt- ugu íbúðum í nýju hverfi við Snægil, en þar er fyrirhugað að reisa sjötíu og tvær félags- legar íbúðir í allt á næstu árum. Gísli sagði að færri hefðu komist að en vildu við úthlut- unina, en áætlað væri að hefj- ast handa við byggingu 16 íbúða á þessu svæði næsta sumar. Fyrstu tuttugu íbúð- irnar verða tilbúnar um mitt næsta ár. „Mér sýnist ásóknin í fé- lagslegar íbúðir vera að auk- ast og ef fram heldur sem horfir þurfum við að byggja eða kaupa eldri íbúðir í meira mæli en á síðustu misserum," sagði Gísli. Þörf fyrir ódýrar íbúðir Hann benti á að einkum væri þörf fyrir íbúðir í ódýr- ari kantinum, of margar fjöl- skyldur hefðu ekki greiðslu- getu til að fjárfesta nema í slíku húsnæði. „Það byija margir á að skoða fyrst íbúðir í félagslega kerfinu, atvinnuleysi er að minnka og fólk því bjartsýnna en áður, það skýrir eflaust aukna ásókn í okkar íbúðir," sagði Gísli. Ibúðir í þessu kerfi hafa ekki staðið auðar á Akureyri eins og fyrir hefur komið í sumum öðrum sveitarfélög- um. Komið til móts við fjölskyldur í erfiðleikum Húsnæðisnefndin sam- þykkti á fundi nýlega að fjölga félagslegum kaup- leiguíbúðum sem boðnar verða til leigu. Það er gert til að koma til móts við fjöl- skyldur sem eiga í verulegum erfiðleikum og hafa ekki greiðslugetu til að kaupa fé- lagslega íbúð. Starfshópur gerir úttekt á aðgengi blindra, sjónskertra og aldraðra Urbætur kosta sáralítið fé j ■; f *■ " t " ; ' \ 1 I i 1 i r V i j Iv,1 1 . ■ \ # f 'V I Morgunblaðið/Kristján FRIÐJÓN Erlendsson og Rut Sverrisdóttir sem bæði eru sjónskert hafa ásamt Þorsteini Eiríkssyni kannað aðgengi blindra, sjón- skertra og aldraðra á Akureyri. Þorstein vantar á myndina, en þau Rut og Friðjón bentu bæjarstjóranum, Jakobi Björnssyni, sem situr á milli þeirra, á ýmislegt sem betur mætti fara á Ráðhústorgi. Bæjarstjórn samþykkir að selja helming hlutabréfa sinna í Utgerðarfélagi Akureyringa hf. Engar ákvarðanir um frekari sölu bréfa BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í gær að nýta ekki forkaupsrétt bæjarins í hluta- fjárútboði því sem nú stendur yfir hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Þá samþykkti bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við stjórn Útgerðarfélags Akur- eyringa um framsal á forkaupsrétt- inum til félagsins. Jakob Bjömsson bæjarstjóri kynnti tillögu um að selja hlutabréf í ÚA að nafnvirði 225 milljónir króna, sem er 24,6% af heildar- hlutafé í félaginu eftir hlutafjár- aukningu, en söluandvirði er talið geta numið um einum milljarði króna. Stefnt er að því að bjóða félaginu til kaups 10% af heildar- hlutafé að nafnvirði um 92 milljón- ir króna, en það sem eftir stendur verður boðið til sölu á almennum markaði, en þar er um að ræða 133 milljónir króna að nafnvirði. Starfs- fólki ÚA og einstaklingum á Akur- eyri verður veittur forkaupsréttur að 4-5% þessa hlutafjár. Söluand- virði hlutabréfanna verður notað til greiðslu skulda framkvæmdasjóðs og bæjarsjóðs og til verkefna á vegum bæjarfélagsins. Jakob sagði að lengi hefði legið ljóst fyrir að bærinn myndi ekki nýta sér forkaupsrétt í hlutafjárút- boðinu. Ef bærinn hefði ætlað sér að halda sama meirihluta í félaginu hefði hann þurft að kaupa hluta- bréf fyrir 79 milljónir að nafnvirði eða um 360 milljónir miðað við gengi bréfanna. Það fé hefði þurft að fá að láni og vaxtagreiðslur numið tæpum 20 milljónum króna á ári. Nefndi bæjarstjóri áskorun frá starfsfólki ÚA þar sem því var beint til bæjarstjórnar að eiga áfram meirihluta í félaginu. Sagði hann eðlilegt og mannlegt að menn ótt- uðust breytingar, en taldi ekki ástæðu fyrir starfsfólk að óttast þó breytingar yrðu nú á eignarhaldi félagsins. Með þessum aðgerðum væri unnt að rétta við hag fram- kvæmdasjóðs og vinna að ýmsum verkefnum í þágu bæjarbúa. Aðrir væru tilbúnir að takast á við það verkefni að reka Útgerðarfélagið. Verður meira selt? Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi gagnrýndi að ekki hefðu farið fram viðræður milli bæjarráðs og stjórnar ÚA áður en ákvörðun var tekin og eins að minnihluta bæjarstjórnar væri haldið frá umræðum um málið. Hún sagði Alþýðubandalagið ekki á móti því að hluti hlutabréfanna yrði seldur til að greiða niður skuldir, en teldi heppilegt að bærinn ætti áfram einhvern hlut í félaginu. Hún spurði bæjarstjóra m.a. hvort um frekari sölu yrði að ræða á hlutabéfum bæjarins í ÚA á kjörtímabilinu, hvernig verð á hlutabréfum sem boðin verða til kaups yrði ákveðið, hvort einhveijar kvaðir yrðu á bréfunum og hvernig verð á hlutabréfum til forgangs- hópa yrði ákveðið. Einnig hvaða frekari hugmyndir væru um skipt- ingu á ráðstöfun á söluandvirði bréfanna, t.d. hvað ráðstafa ætti miklu fé til framkvæmda og þá hverra. Jakob sagði að ekki væri búið að ákveða frekari sölu á hlutabéfum bæjarins í ÚA. Almennt sagði hann erfitt að útskýra nánari útfærslur vegna sölu hlutabréfanna, þar sem málið væri ekki langt komið, en myndi skýrast eftir að leitað hefði verið ráðgjafar hjá fagaðilum. í bókun fulltrúa Alþýðubanda- lagsins kemur fram að miklu skipti hvernig staðið verði að sölu bréfanna til að tryggja sem hæst verð og hagsmuni Akureyrarbæjar og bæjarbúa. Einnig telji þeir mikilvægt að ákveðið verði að selja ekki meira af hlutabréfunum á þessu kjörtímabili. Bæjarstjórn greini frá áformum Sigurður J. Sigurðsson, Sjáif- stæðisflokki lýsti þeirri skoðun sinni að réttara væri að bjóða forkaups- réttarhöfum að kaupa þau hlutabréf bæjarins sem selja ætti. Hann sagði mikilvægt að bæjarstjórn gerði bæjarbúum grein fyrir hvaða stefna væri uppi varðandi þann 20% hlut sem bærinn myndi eiga eftir þessar breytingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.