Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell HRKALOVIC-fjölskyldan ásamt túlki og stuðningsfjölskyldu. F.v. Irena Guðrún Kojic, Djurdja og Zeljko Hrkalovic, sem heldur á Bjarka Bárðar- syni, Kata Hrkalovic, Bárður Grímsson og Aðalheiður Sigurðardóttir. Fyrir framan þau standa f.v. Nedjeljka og Vukosava Hrkalovic og Jó- hanna Bárðardóttir. Elsta dóttirin, Zeljka Hrkalovic, var svo spennt að fara í skólann að hún mátti ekki vera að því að bíða eftir myndatöku. aldrei veríð betur tekið LÍF flóttamannanna 29 frá Júgóslavíu, sem komu til landsins fyrir þremur vik- um, er smám saman að komast í fastar skorður og hafa þeir með aðstoð íbúa ísafjarðarbæj- ar komið sér vel fyrir í einni blokk bæjarins. Fjórir þeirra bytjuðu að vinna síðastliðinn fimmtudag og allir eru komnir í íslenskunám nema yngstu börnin sem eru undir skólaaldri. í hópnum eru sex þriggja til átta manna fjölskyldur á aldrinum ellefu mánaða til sex- tugs, en flest fullorðna fólkið er á þrítugs- eða fertugsaldri. Til stóð að ein þriggja manna fjöiskylda til viðbótar kæmi ásamt hinum til landsins, en svo varð ekki vegna veikinda og er málið enn í athugun. Jón Tynes félagsmálastjóri Isa- fjarðarbæjar segir að vel líti út með atvinnuástand fólksins og atvinnu- rekendur hafi komið af sjálfsdáðum til að bjóða fólki vinnu. Einn raf- suðumaður hefur hafíð störf í Skipasmíðastöðinni hf., lærður þjónn starfar í Netagerð Vestfjarða hf., bóndi er í byggingavinnu hjá Eiríki og Einari Val hf. og 17 ára stúlka, sem lokið hefur verslunar- prófi, fékk vinnu í íshúsfélaginu og von er á að annar fái þar einn- ig vinnu fljótlega. Fleiri hafa boðið fram störf, t.d. bólstrari, verslunar- eigandi og trésmíðaverkstæði, auk þess sem vilyrði er fyrir hótelstörf- um. Þrihliöa samningur ísafjarðarbær, Rauði kross ís- lands og félagsmálaráðuneytið gerðu með sér þríhliða samming um að taka á móti flóttamönnunum og er það í fyrsta sinn sem þannig * Nokkrir nýju Islendinganna frá Júgóslavíu eru komnir í fasta vinnu og allir eru þeir famir að glíma við íslenskunám. Þrátt fyrír að framburðurinn sé erfíður og þeir hafi ótrúlega og óhugnanlega reynslu að baki sáu Hildur Friðriksdóttir og Þorkell Þor- kelsson ljósmyndari glóðina sem brennur í augunum, glóð þess fólks sem er tilbúið að leggja sig allt fram til að aðlagast íslensku þjóðfélagi með velviljaðri aðstoð ísfírðinga. NEMENDURNIR eru ánægðir með að fá að ganga í skóla. Hér eru þeir að búa til framtíðarhúsnæði eftir eigin óskum með úrklippum úr blöðum og síðan læra þau heitin á hlutunum. hefur verið staðið að komu flóttamanna á íslandi. „Ég get fullyrt að hvergi í heiminum hefur verið tekið eins vel á móti flóttafólki og þessum hópi. í Þýskalandi til dæmis hefur fólki verið komið fyrir í gámum þar sem það getur þurft að búa í heilt ár,“ sagði Irena Guðrún Kojic, sem ráðin hefur verið túlk- ur fólksins og aðstoð- armaður og á sjálf ættir að rekja til Serb- íu. Faðir hennar er Serbi en móðir hennar íslensk. Hún hefur starfað við undirbún- ing að komu flótta- mannanna undanfarna mánuði og fór með fulltrúum frá_ Rauða krossinum og ísaljarð- arbæ til Serbíu í júní síðastliðnum, þar sem fólkið var valið og fylgdi þeim heim um síðastliðin mánaða- mót. Hún' segir að ástæða fyrir góðum móttökum megi bæði rekja til fyrri reynslu Rauða krossins af komu flótta- manna en þó ekki síst vegna þess hversu vel ísfirðingar í heild hafa tekið á móti hópnum. „Hér hafa allir verið boðnir og búnir að bjóða fram aðstoð sína og ég vona önnur sveitarfélög taki ísfirðinga sér til fyrirmyndar að þessu leyti með því skilyrði auðvitað að íslensk stjórn- völd taki á móti fleiri flóttamönnum. ísfírð- ingar og nágrannar virðast hafa tilfinningu fyrir því hvað það er að missa allt sem manni er kært. Auk þess hefur sérhver að- komuflölskylda stuðn- ingsijölskyldu eða -mann, sem ég tel að sé rnjög mikilvægt og geti meðal annars komið í veg fyrir að fólkið og þá einkum konumar einangrist," sagði hún. Stuóningsf jöl- skylda Bárður Grímsson og Aðalheiður Sigurðar- dóttir ásamt börnum sínum tveimur eru stuðningsfjölskylda Hrkalovic-ijölskyld- unnar. „Við, eins og allir aðrir íslendingar, höfum oft séð myndir frá fyrrum Júgóslavíú og þótt sárt að geta ekki aðstoðað fólk á neinn hátt. Hér var tækifærið og því grip- um við það strax,“ sagði Bárður. Fjöl- skyldurnar hafa hist öðru hveiju, farið í bíltúr og boðið hvor annarri í mat. Spurð hvernig þau fari að því að tala saman á þessum tveim- ur ólíku málum segja þau að Zeljko tali svolitla þýsku, eins noti þau hrafl í ensku „og svo teiknum við í sandinn eða á blað. Þetta hefur gengið betur en við þorðum að Irena Guðrún Kojic Jón Tynes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.