Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D tvjgmifclaMfe STOFNAÐ 1913 186.TBL.84.ARG. SUNNUDAGUR 18. AGUST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Börn fái eftir- nöfn mæðra ÍTÖLSKUM karlrembum til mikillar armæðu er nú hugsanlegt að ítölsk börn fái eftirnöfn mæðra sinna en ekki feðr- anna. Anna Finocchiaro, ráðherra jafnrétt- ismála á ítalíu, hefur lýst yfir stuðningi við frumvarp sem skylda á foreldra til að gefa börnum sínum eftirnafn móður- innar fyrir giftingu en ekki fððurins. Foreldrar, sem þegar eiga börn með eftirnafn fððurins, mega þó velja milli nafnanna eignist þeir fleiri börn, sam- kvæmt frumvarpinu. Ennfremur er lagt til að afnumin verði lög, sem kveða á um að konur beri einnig eftirnöfn eigin- manna sinna. Þingmaður úr flokki kommúnista er flutningsmaður frumvarpsins og segir markmið þess að heiðra „sérstakt sam- band móður og barns við fæðingu og síðar". Stjórn mið- og vinstriflokkanna þarf að reiða sig á stuðning kommún- istaflokksins til að halda meirihluta á þinginu. Frumvarpið hefur valdið miklu upp- námi á ítalíu, einkum meðal hægri- manna. Einn þingmanna stjórnarandstððunn- ar, Ombretta Fumagalli Carulli, sagði frumvarpið „skref aftur á bak". „Þessi hugmynd er dæmigerð fyrir arftaka harðlinufemínistanna sem hrópuðu á torgunum vígorð eins og „þetta er mitt leg og ég ræð hvað ég geri við það"." Ef lagabreytingin yrði afturvirk myndi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra ítalíu, heita Silvio Bossi. Ráð við „skorti á hárlosi" KARLMENN, sem eru farnir að fá skalla, geta nú leitað til félags í Slóvak- íu fyrir skðllótta karla. Félagið, sem er skammstafað SCUB, hefur hafið her- ferð til að fjölga með- limunum og kynnt smyrsl sem á að flýta hárlosinu. Meðan karlar út um allan heim reyna ýmsar að- ferðir til að koma í veg fyrir skalla er fé- lagið að undirbúa siilu á smyrsli sem „læknar þrálátan skort á hár- Telly Savalas losj^ eins og formað- ur félagsins, Willy Weber, orðar það. Weber segir að smyrslið verði selt í nokkrum litum; gulum fyrir þá er vilja lítinn skalla sem minnir á hnéskel, gul- rauðum fyrir þá sem vilja líkjast frans- iskusmunkum, rauðum fyrir þá sem vilja hækka kollvikin og bláum fyrir aðdáendur Kojaks og leikarans Telly Savalas. Á flótta frá Grosní Reuter ÍBÚAR Grosní hafa notfært sér hlé á bardðgum Rússa og Tsjetsjena til að flýja borgina. Borgin er nú að mestu á valdi aðskilnaðarsinna eftir bardaga sem kostuðu hundruð manna lífið. í baksýn sést reykjarmðkkur frá borginni. Hussein Jórdaníukonungur hefur í hótunum við mótmælendur Hyggst beita hörku til að kveða niður óeirðir Amman. Reuter. HUSSEIN Jórdaníukonungur kvaðst í gær hafa fyrirskipað öryggissveitum að beita hörku til að kveða niður mótmæli gegn stjórn- inni eftir að óeirðir blossuðu upp í borgum í suðurhluta landsins vegna 117% hækkunar á brauðverði fyrir tilstuðlan Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Jórdanskur embættismaður sagði að kon- ungurinn hefði ennfremur rofið sumarþing sem rætt hefur ýmis lagafrumvörp síðustu vikur. Að minnsta kosti 23 þingmenn af 80 leggjast gegn verðhækkuninni, sem er liður í áformum stjórnarinnar um að draga úr nið- urgreiðslum í matvælaframleiðslunni. Þúsundir Jórdana börðust við öryggissveit- ir í borginni Karak á föstudag þegar efnt var til mótmæla gegn verðhækkuninni. Til átaka kom einnig í nágrannabænum Mazar og borg- unum Ma'an og Tafilah. Þetta eru alvarleg- ustu átökin í landinu frá óeirðunum árið 1989, en þær blossuðu einnig upp vegna efnahags- aðgerða að tilhlutan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og knúðu konunginn til að koma á víðtækum lýðræðisumbótum. Krefjast afsagnar stjórnarinnar Ekkert lát var á mótmælunum í Karak í gær og þúsundir manna gengu um göturnar til að krefjast afsagnar stjórnarinnar eftir að hafa borið eld að stjórnarskrifstofum og bankabyggingum. Verðhækkunin olli mikilli óánægju meðal fátækra Jórdana, er bíða enn eftir efnahags- legum ábata sem þeim var lofaður eftir frið- arsamninginn við ísraela 1994. Þriðjungur 3,8 milljóna landsmanna eru undir fátækt- armörkum. Hussein konungur kenndi hreyfingum vinstrimanna með erlend tengsl um óeirðirn- ar. Á meðal vinstrimannanna eru kommúnist- ar, róttækir Palestínumenn og stuðningsmenn stjórnvalda í írak og Sýrlandi. AFTUR í AUSTUR- ÁTT? 12 20 OSTAMAÐURINN Á HORNINU »'IK BAXJARLÆKNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.