Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ i SKOÐUN UPPHAF 136. sálms Davíðs er Þakkið Drottni, því að hann er góð- ur og miskunn hans varir að eilífu. I öllum 36 versum sálmsins endur- -tekur hann: Og miskunn hans varir að eilífu: - Davíð leggur ríkt á við okkur að minnast miskunnar Drott- ins. Gilgamesh epíkin er elsta þula frá upphafi vegar sem við þekkjum. Hún mun hafa verið ort á þriðja þúsund árum fyrir Krist. Söguhetja hennar fer í undarlega ferð frá sjálfri sér numin, í gegnum myrkan skóg óvits í leit að upphafi sjálfrar sín. En fyrri hluti leitarinnar, hér í heimi þrengingarinnar miklu, er erfiður. „ Löngu seinna segir Söngur Ind- lands frá skógargöngu Aijúna í svipaðri leit fjarri ríki sínu í nokkur ár. Þegar hann snýr aftur heim til sjálfs sín, kemst hann að raun um að frændur hans hafa sölsað kon- ungdæmið undir sig. Lengi forðast hann átök við þá þar til Krishna, lærimeistari hans, hvetur hann til að berjast til sigurs yfír fjandvinun- um, uppreisnar frændum sínum. Við gætum látið þá tákna skuggahlið égvitundar (ego) okkar, svo sem fáfræði, skemmdarfýsn og tvöfeldni. Síðarmeir kemur Mentor til sög- unnar; náinn vinur Ódysseifs og *kennari sonar hans, Telemakkusar (Telemachus). Ódysseifur nýtur hjálpar sonar síns til að hrekja burt til eilífðar óvini móður hans, Pene- lópu, sem áreita hana og sitja í eign- um þeirra og sóa þeim, á meðan faðirinn hrekst í ferðum sínum í tíu ár í leitinni að upphafi sjálfs sín þar til hann er loks kominn aftur heim til þeirra og sjálf sín: Hafandi leitað langt yfír skammt. Frá upphafí er sama sjálfið inni- legast i öllum sjálfum, oft óvitað '^sem leyndardómur Guðs. Kærleiks- rík sjálfsvitund Guðs sonar er í öll- um sjálfum, óvitað og meðvitað. Og Jesús segir okkur dæmisögu um soninn sem fær föðurarf sinn greiddan og fer burt með hann og sóar honum í óhófsömum iifnaði og sveltur en enginn gefur honum. Hann er dáinn, en lifnar aftur, týnd- ur en fínnst á ný. Kristur segir síðan: Nú kom hann til sjálfs sín og segir við sig: „Nú tek ég mig upp og fer til föður míns og segi við hann: „Faðir, ég hef syndgað á móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður TÆR ALUÐ að heita sonur þinn. Lát mig vera sem einn af daglaunamönnum þínum“.“ í sannri auðmýkt fyrir föðurnum leggur hann af stað heim á leið. En faðirinn sér til hans á meðan hann er enn langt í burtu og hleypur fagnandi á móti honum og faðmar og kyssir hann með föðuralúð. Frá eilífð, um eilífð, til eilífðar, snýr allt aft- Esra S ur þegar tími þess er Pétursson kominn, frá þrenging- unni miklu hér í heimi til tæru alúð- ar skaparans sem fyrirgefur og fagnar okkur heim til sín, þegar við snúum okkur frá syndum okkar til hans með iðrun, í sannri auðmýkt fyrir honum. Hann sendir son sinn, ljós heims- Guð er kærleiksljós allr- ar vitundar frá sjónar- hæð eilífðarinnar, segir Esra S. Pétursson. Réttlætt fyrir fóm hans og náð lifum við hjá honum að eilífu og drottinn er laun okkar. Hallgrímur yrkir í síðasta versi Passíu- sálmanna sem við syngjum oft í kirkju: Son Guðs ert þú með sanni sonur Guðs, Jesús minn, son Guðs syndugum mann sonar arf skenktir þinn, son Guðs einn eingetinn. Syni Guðs syngi glaður sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn. andi ins, sem fómar sér fyrir okkur og sigrar heiminn og frelsar hann, og allt vald á himni og jörðu er gefíð. Guð fyrirgefur okkur og gleymir syndum okkar, og gefur okkur sinn frið. Miskunn hans varir að eilífu. Allt snýr aftur til friðsældar frelsar- ans. Hann náðar okkur börn sín og erfíngja Guðs ríkis og launar með gullnu kórónu eilífs lífs, að loknum störfum okkar í tíma - og stað- bundna lífinu hér í þrengingunni miklu. Þegar ævinni lýkur sendir Krist- ur öllum dauðafróunar líkn með þraut dauðastundarinnar. Hann frelsar og réttlætir alla með blóði sínu, dýrðlegu ljósi heimsins. Við syngjum um ljós heimsins, hina ótæm- uppsprettu-lind lífsgleði með sanni. Sú friðsæla viska sem skín frá alheimsvitund Guðs upplýsir vit- und okkar um það að: Guð er Guð. Hann er það sem Hann er og við erum það sem við emm, böm Guðs, og við víkjum frá takmarkaðri égvit- und til víðfeðmu sjálfsvitundar Guðs. Guð er kærleikur og elskar ailt og miskunn hans varir að eilífu. Vitandi vits horfum við til tæru dýrðar Guðsríkis sem varir í óskap- aðri sjálfsvitund Guðs. Guð er andi og við eigum að til- biðja hann í anda og sannleika. Og bíða hans með næga olíu og log- andi lömpum sjálfsvitundar okkar og fagna honum þegar hann kemur um miðnætti. Og viðbúin að ganga með honum inn til brúðkaupsveislu Sonarins. Tær alúð Guðsföður er upphaf alls og stjómar altilvemnni. I straumi lífsins stýrir Guð einnig sál- könnun með sanni og vekur sofandi sálir til lífsins. En auðsætt er að guðfræði og sálkönnunarfræði sem líta má raun- hæft frá víðsýnu sjónarhæð eilífð- ar, hljóta að verða nokkuð að- þrengdar þegar einblínt er á þær með rörsýn frá jarð- og tímabundn- um sjónarhornum bæjardyra hvers og eins. Hinsvegar, geta allir horft til ei- Fimleikar Innritun hefst á morgun Upplýsingar í síma 557 4925 eða 557 4923 milli kl. 10.00 og 20.00 ÁhaMafimleikar Trompfimleikar Þolfimi Þjálfarar með fagmenntun Barnaflokkar: Morguntímar, dagtímar og kvöldtímar Fimleikar - föáur íÞróff Vetrarstarf Gerplu hefst 3. september n.k. lífðar í einingu anda sem með sál- könnun, eða á annan veglyndan og bróðurlegan hátt, hjálpast að og Guð hjálpar og endumýjar, þar sem víðsýnið skín, í heildarsýn guðs. Tært Ljós Skín, guðdóms sól, á hugarheimi mínum, sem hjúpar allt í kærleiksgeislum þínum. Þú, Drottinn Jesús, lífsins ljósið bjarta, ó, lýs nú mínu trúarveika hjarta.* Guðdóms sólin, sem sálmaskáld- konan Ólína Andrésdóttir tilbiður í anda, er tært ljós því Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum.“ Jóh. bréf, 1:5. Ósköpuð viska Guðs ** upplýsir sérhveija manneskju. Með ljósi viskuvitundar Guðs sjáum við ljós. Án hennar erum við í myrkri. Jólaguðspjall Jóhannesar segir: „í upphafí var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Hann var í upphafí hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. í honum var líf, og lífið er ljós mannanna. Hér á eftir er að nokkru stuðst við Jerúsalem Biblíu þýðinguna: *** Ljósið skin í myrkrinu; ljós, sem myrkur getur ekki yfírbugað. I Guði eru allir hlutir, án hans varð ekki neitt sem til er. í Guði er líf og allt sem lifír er heilagt í lífí hins lifandi Guðs. Sjálft lífíð er Ijós vitundar manna, ljósið sem skín í náttmyrkri sálarinnar og myrkrið getur aldrei yfírbugað. Og hið full- komna ljós Guðs orðs er tær alúð. Allt er eitt því Guð er einn, Faðir sonur og Heilagur andi. Og Drott- inn segir; Ég er: Hann er hið óskapaða ljós og líf sem er í, með og yfir öllu sem hann skapar, endurskapar á ný og ann- ast ætíð með sanni. Honum fellur aldrei verk úr hendi og Guð vill að allir verði hólpnir. Hann sendir son sinn til að hjálpa og frelsa allar sálir sem sundur eru dreifðar til að sameina þær í heilagri einingu svo þær geti hjálpast betur að, hér og nú. Hann hjálpar okkur til þess með einingu Sonarins og lífsgleði Eilífs Anda, Paraclete, sem þýðir Hjálp- ari. Drottinn svarar hjálpsömum manneskjum með því að veita þeim gleði í hjarta. Guð er vegurinn sannleikurinn og lífið og dýrðlegt líf Krists er ljós heimsins, sem upplýsir alla vitund og hliðar-vitund (para-conscious awareness) sköpunarverks hans, með erkiengli nærveru sinnar. Guð er kærleiksljós allrar vit- undar frá sjónarhæð eilífðar. Hin „nóttlausa voraldar veröld þar sem víðsýnið skín“, eins og Stephan G. Stephansson Klettaljallaskáld orti. Biblían, Orð Guðs, Logos, minnir okkur á að „Sá sem hrósar sér, hrósi sér í Kristi. Við erum eignar- lýður guðs í kirkju Krists - Kirkja, Kýrios á grísku, merkir það sem Drottinn eða Herrann á. Við erum kristin, og kennum okkur við Jesús Krist. Faðir okkar þriggja systkina og fyrsti lærimeistari um raunveru- leika Andans, Pétur Sigurðsson kennimaður segir: „Það sem maður- inn á er ekki hjálpræði hans heldur það sem á manninn“. **** Pabbi okkar sem er nú á himnum hjá Guði og móður okkar og andvana fæddum bróður - blessuð veri minning ykkar og þökk fyrir allt og allt. Þig sem hið góða gefur allt ó Guð af hjarta bið ég nú. Við ótta þinn mig ætíð halt, og elsku þína og sanna trú. Sönn trú, elska og ótti veri góð samviska okkar og veiti okkur að- hald með alúð og festu, og hjálpi okkur, nú, til að vera fullorðnar almennilegar manneskjur, og geta náð vaxtartakmarki Krists-fylling- ar með hjálp Guðs, nú þegar. Síð- asta Ijóðlína sálmsins: Ég lifi’ og ég veit, hve löng er mín bið, er: Ég á þegar eilífa lífíð. * Sálmabók íslensku kirkjunnar Reykjavík 1975. Útgefandi: Kirkjuráð. ** Kirkjan játar. Dr. Einar Sigurbjömsson. Aþanasíusaijátningin. Áttunda vers: Faðir- inn er óskapaður, sonurinn er óskapaður, heilagur andi er óskapaður. Bókaútgáfan Salt hf„ 60, 1980. *** The Jerusalem Bible. Doubleday and Company Inc. Garden City, New York, United States of America, 1966. **** Vel mælt. Tiivitnanir til íhugunar og dægradvalar. Sigurbjöm Einarsson biskup. 95 Setberg. Þriðja prentun í september 1994. Höfundur er sálkönnuður. Opnum Þrióiudaá með nýjar hausfvörur, m.a. dragtir o.fl. frá peysur frá Gran Sasso TISKUVERSLUN Kringlunni 8-12 sími: 553 3300 fKttQmtMábib -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.