Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sænskur organleikari í Hallgrímskirkju Með tónlistína út til fólksins Sænski organleikarínn Gunnar Idenstam vill að listin nái til fólksins og snerti strengi í brjóstum þess. Jóhann Hjálmarsson spjallaði við hann um gamla tónlist og nýja, afturhvarf til náttúrunnar og mikilvægi hins andlega í lífinu. Morgunblaðið/Ásdís GUNNAR Idenstam hefur fundið rétta orgelið í Hallgrímskirkju. „Gott að vera listamaður á Islandi“ I DAG, sunnudag, býður finnski málarinn Arthur A’Avramenko list- unnendum að heimsækja sig á vinnustofu listamiðstöðvarinnar í Hafnarborg í Hafnarfirði. Arthur mun sýna ný mál- verk, sem hann hefur málað hér á landi auk dagatals fyrir næsta ár. Árthur mun taka vel á móti gestum og sagði hann að ekki myndi sig muna um að bregða penslum á loft og leggja til sjónarmið viðvíkjandi viðfangsefnum þeim er menn eru að fást við. „Þetta er samt fyrst og fremst sýning á málverkum mínum, en ef menn hafa eitthvað sérstakt í huga get ég kreist úr einni túbu eða tveim,“ sagði Arth- ur. Þetta er í þriðja skiptið sem Arthur dvelur á íslandi og segir hann fyrstu heimsóknina hafa verið eftirminnilega. „Ég varð dauðskelk- aður við allan þennan kraft sem býr í landinu og gat ekkert unnið í tvo rnánuði," sagði Arthur. Hann virðist þó aldeilis hafa braggast með tíman- um því málverk sem hann málaði hér á landi og flutti til Danmerkur vöktu mikla athygli og unnu til umhverfisverðlauna. Dagatalið sem Arthur mun sýna í dag er annað dagatalið sem hann úbýr, en að þessu sinni eru allar myndirnar tólf málaðar hér á Is- landi. „Þegar ég útbjó dagatalið fyr- ir 1996 þá sýndi ég myndir frá Frakklandi, Danmörku og íslandi, en að þessu sinni kemst ekkert ann- að að en ísland/ sagði Arthur . Vinnustofan I Hafnarborg verður opin frá 13 til 17 og er hún á þriðju hæð Hafnarborgar við Strandgötu 39. TONLIST Mcnningarmiðstöðin í Gcrðubcrgi EINSÖNGSTÓNLEIKAR Frumraun (Debut) Erlu Þórólfsdótt- ur. Viðfangsefnin íslensk og erlend söngverk. Samleikari á píanó Ólafur Vignir Albertsson. Fimmtudagurinn 15. águst, 1996. ÞAÐ ERU vandgengin fystu spor- in og oft ætla menn sér um of, en um síðir verður allt að list þeim er leikur. Erla Þórólfsdóttir hefur bæði lokið kennara- og einsöngvaraprófi og fengist við ýmislegt á sviði tón- listar og er því vel nestuð til fram- haldsnáms. Tónleikar hennar í Gerðubergi sl. fimmtudag má skoða sem forspjall af því sem verða mun, þá hún hefur lokið námi. Á verkefna- skrá hennar voru fyrst sex íslensk söngverk, Smalavísa og Lóan, eftir Þórarin Jónsson, Litla barn og Kvöldvísa, eftir Fjölni Stefánsson, GUNNAR Idenstam er sænskur organleikari sem leikur í Hallgríms; kirkju á sunnudaginn kl. 20.30. Á efnisskrá eru þrjár fúgur úr Fúgu- list Baehs, orgelsvíta eftir franska tónskáldið Marcel Dupré og síðari hluti tónleikanna er helgaður tónlist sem hann hefur sjálfur samið. I kynningu segir að hann reyni í eigin verkum að „samræma norræna þjóð- lagahefð, klassíska uppbyggingu orgelverka og dægurtónlist". Fyrst leikur hann eigin útsetningu á nor- rænum þjóðlögum og svo fjóra kafla úr verkinu Dómkirkjutónlist. Organleikarinn er ekki að koma í fyrsta sinn til íslands. Hann lék í Reykjavík og á Akureyri 1987. Hann segir mér í upphafi frá því hvernig það sem hann leitast við að gera sé í raun þrískipt. í fyrsta lagi er um að ræða hefðbundinn orgelleik, síðan kemur útsetning og loks eigin tón- list. Idenstam hefur notið mikils álits fyrir spunaleik sinn og fékk fyrir hann fyrstu verðlaun í Grand Prix orgelkeppninni í Chartres 1984. Fleiri frönsk verðlaun hefur hann fengið, en í Frakklandi stundaði hann framhaldsnám. Útsetningar og tónsmíðar hafa tekið við af spunan- um á síðustu árum. Hann kann vel að meta þjóðlög, en líka poppmúsík og rokk. Sjálfur lék hann í upphafi rokk, síðan klass- ík og nú er hann að nálgast rokkið aftur. „Krókaleið" kallar hann þessa þróun. Áhugi á þjóðlögum tengist uppeldi. Faðir hans lék á fiðlu. Jojk Samanna er honum líka hugleikið því að hann hefur samið kirkjutón- list sem byggir á jojki. Von er á plötu frá honum og saxófónleikaran- um Anders Paulsson með norrænum þjóðlögum, m.a. íslenskum. Plata með dómkirkjutónlist er líka væntanleg. Rétta orgelið Orgelið í Hallgrímskirkju er hon- um að skapi, enda er dómkirkjutón- list hans samin fyrir orgel af þessu tagi. Hann segir að þótt hann að- skilji yfirleitt hefðbundna tónlist og dægurtónlist megi sameina gamalt og nýtt. Frönsk hefðbundin tónlist Vort líf og Við Kínafljót, eftir Jór- unni Viðar. Næst komu rjú lög eftir Michael Head, A Blackbird Singing, The Singer og A Piper og lauk fyrri hluta söngskrár með þremur lögum eftir Richard Strauss, Schlagende Herzen, Die Zeitlose og Stándchen. Þessi lög eru ótrúlega fjölbreytt að gerð og stíl. Smalavísa Þórarins er fallega unnin tónsmíð og þar mátti heyra að Erla hefur trúlega gott efni til koloratura söngs. Litla barn eftir Fjölni er gætt sér- stæðum þokka sem Erla náði að túlka af látleysi. Svo mjög sem kvensöngv- arar hafa spreytt sig á lögum Jórunn- ar Viðar, var þar að finna veikasta hlekkinn í söng Erlu. Vort líf eftir Jórunni, er trúlega með fyrstu nú- til dæmis fari ekki illa við rafmagns- tónlist og Bach-flauta hljómi vel í nútímaverki. Útsetningar Idenstams á Þjóðlaga- tónlist eru óvenjulegar og eingöngu fyrir hljóðfæri. Hann leggur ekki mikið upp úr efni þjóðkvæða heldur fyrst og fremst hljómi, riþma, eins og dæmigert er fyrir hann. Tónlistin verður ósjálfrátt miðaldaleg. Tak- mark hans er að koma stemmningu til skila. í því skyni notar hann oft kertaljós og annað sem stuðlar að andlegu andrúmslofti. En það sem áður var spuni er nú allt skrifað nið- ur áður en það er flutt. Idenstam kveðst líta á það sem hlutverk sitt að snerta streng í fólki, kæta það með þeim hætti að jafnvel hið sorglega geti kallað fram gleði. Hann skýtur því inn í að hann hafi orðið djúpt snortinn af að lesa um Sólon íslandus, Sölva Helgason. „Nú geta listamenn valið, en líklega ekki á tímum Sölva“, segir hann. „Listin á að fara út til fólksins, hún á að vera mótvægi við hið efnis- lega“, bætir hann við. „Við eigum að hverfa aftur til náttúrunnar, til okkar innra eðlis“, segir Idenstam sem er ekki hrifin af þeirri kröfu nútímans að allt eigi að ganga fljótt. Honum hryllir við eyðingu náttúrunnar. Að vita og vilja „Ég lít á það sem mitt framlag tímasönglögum okkar íslendinga, glæsileg tónsmíð, sem þarf að flytja með meiri tilþrifum en Erla gerði. Lögin eftir Michael Head eru sér- lega ensk og minna jafnvel á þjóð- lög, sérstaklega lagið Singer, sem flytja skal án undirleiks og var flutt af þokka, þó ógreinlegur textafram- burður drægi þar nokkuð úr. Eins og fyrr segir á Erla trúlega efni til koloratura söngs og því vart við því að búast að Lieder verk, eins og Schlagende Herzen, Die Zeitlose og Stánchen passi rödd hennar og söng- máta. Sama má segja um lögin eftir Gabriel Fauré, sem þó eru sérlega lýrísk, einkum Vöggurnar, er fang- elsislagið (Prison) við kvæði eftir glæpamanninn og skáldið Paul að koma listinni til fólksins, það er mín leið, en ekki með það sem keppi- kefli að fá stærri áheyrendahóp. það er mikilvægt að maður geri sér ljóst hvað maður er að gera og vill gera, erfitt en nauðsynlegt, orgelið þarf að opnast áheyrandanum og það þarf að sýna það með öðrum hætti en áður. Þótt ég sé konsertorganisti hef ég þó samið fyrir önnur hljóð- færi.“ Idenstam segir mér frá Astor Piazzolla sem lést 1986. „Hann þró- aði argentínska tangóinn þannig að hann varð klassískur, notfærði sér kraft hans og depurð og sótti líka innblástur til barokktónlistar. Hann hataði argentínskan tangó og skap- aði sinn eigin. Ég hef líka hatað orgelið, hljóðfæri sem er flókið, and- ar ekki og gerir það torvelt að finna hið einfalda. Nú held ég meira upp á orgelið þegar ég hef fundið hjá mér hvað ég vil gera við það, hvern- ig ég vil beita því.“ Orgelið er hátíðlegt hljóðfæri, upphafið, er það ekki? „Orgelið er óviðjafnanlegt hljóð- færi, ekki hátíðleikinn einn. Að það stendur í kirkju veldur hátíðleikan- um. Það er andlegt. Hið andlega er í kirkjunni, ekki eingöngu kristnin heldur rúmast þar öll trúarbrögð." Að þessum orðum sögðum vék Gunnar Idenstam að íslenskri nátt- úru sem heillar hann, náttúru lands- ins. Verlain, þarf að syngja af þungum trega. Rússnesku iögin, eftir Rach- maninov, eru þýðar rómantískar myndir en tónleikunum lauk með tónlist sem passar Erlu betur en flest lögin á undan. Það voru aría Ólymp- íu úr Ævintýrum Hoffmanns, eftir Offenbach og Una voce poco fa, úr Rakaranum, eftir Rossini. Þrátt fyr- ir að Erla eigi raddlega og hvað varðar framburð nokkuð óunnið, hefur hún gott tóneyra og er örugg músiklega. Það verður svo að ráðast hversu henni farnast í framhalds- námi, því eins og fyrr hefur verið ýjað að, þá tekur það tíma og mikla æfingu, að drottna yfir sviðinu, sem einsöngvari. Erlu fylgja góðar óskir um gott gengi í framhaldsnámi hennar með enskum næstu árin. Samleikari Erlu var Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er lék af af öryggi og sérlega fallega Smalavís- una, eftir Þórarin, Vort líf, eftir Jór- unni ensku lögin, Stánchen eftir Strauss og reyndar alla efnisskrána. Jón Ásgeirsson Island í dagog Skýjahöllin NORRÆNA húsið hefur und- anfarin fímm sumur staðið að fyrirlestrum um íslenskst sam- félag einkum fyrir norræna ferðamenn. Borgþór Kjærnested fjallar um íslenskt samfélag og það sem er efst á baugi í þjóðfélag- inu, sunnudaginn 18. ágúst kl. 17.30. Hann mun flytja þetta erindi á sænsku og finnsku og gefst fólki tækifæri til fyrir- spurna. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Islenskt kvikmyndakvöld Mánudaginn 19. ágúst kl. 19 verður íslenska kvikmyndin Skýjahöllin sýnd. Myndin er framleidd árið 1994. Leikstjóri er Þorsteinn Jónsson. Myndin er 85 mín. að lengd og er með enskum texta. Allir velkomnir og að- gangur ókeypis. Fransk- íslenskur kvartett leikur Jobim KVARTETT franska bandeon- leikarans Oliviers Manoury mun leika í tónleikasal Félags íslenskra hljómlistarmanna Rauðagerði 27, miðvikudags- kvöldið 21. ágúst kl. 21. Með honum spila Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Kjartan Valdemarsson á píanó og Matthías Hemstock á trommur. Olivier Manoury mun auk bandeon harmón- íkunnar leika á sk. hnappa- hörpu, en því hljóðfæri má lýsa sem afkvæmi hnappaharmón- íku og munnhörpu. Tónleikarnir eru helgaðir minningu brasilíska tónskálds- ins Antonio Carlos Jobim, sem öðlaðist heimsfrægð á sjöunda áratugnum fyrir bossa-nova tónlist sína, en hann lést fyrir tveimur árum. Bessi sýnir á Akranesi NÚ STENDUR yfír myndlista- sýning Bessa Bjarnasonar í Listahorni Upplýsingamið- stöðvarinnar á Akranesi. Bessi er fæddur á Selfossi 1963. „Viðfangsefni hans eru að mestu leyti náttúran í sinni einföldu en samt stórbrotnu mynd, þar sem verk mannsins og náttúrunnar takast í hend- ur,“ segir í kynningu. Sýningunni lýkur 14. sept- ember. Sex í list SÍÐASTA sýningin af þremur í sumar, stendur yfir í sýning- arsalnum Við Hamarinn. Ásdís Pétursdóttir sýnir myndir og Ingibjörg María Þorvaldsdóttt- ir sýnir kórónur. Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-20, helg- arnar 17. og 18. og 24. og 25. ágúst Sýningimni Formskúlpt- úr að ljúka SÝNINGU Kristínar Guðjóns- dóttur í Stöðlakoti við Bók- hlöðustíg lýkur í dag, sunnu- daginn 18. ágúst. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. Aðgangur ókeypis. Arthur A’avramenko Vandgengin fyrstu sporin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.