Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ h Ekkert annað en tónlist kom til greina Haukur minnist þess ekki að hafa ákveðið einn góðan veðurdag að nú ætlaði hann að verða tónskáld, held- ur hafi þetta gerst smám saman. „Eg hafði óstöðvandi tónlistaráhuga sem unglingur, byrjaði að fikta við að spila á píanó eftir eyranu og skrifa það niður. Það kom ekkert annað til greina en tónlist. Ég hef hins vegar ekki karakter til að verða hljóðfæraleikari, því til þess þarf meðal annars útgeislun á sviði og ánægju af að koma fram og ég hef hvorugt. Svo byrjaði ég líka seint að spila og fékk því ekki þessa líkam- legu þjálfun, sem er nauðsynleg undirstaða. Ég var í Tónlistarskólanum í Reykjavík, en hafði framan af ekki kjark til að fara í tónsmíðar. Þor- kell Sigurbjörnsson tónskáld var með það sem hann kallaði Tónföndur einu sinni í viku, opna tíma til að hræða nú ekki nemenduma, en það var ekki fyrr en ég var orðinn átján eða nítján ára að við fórum þangað nokkrir saman. Þorkell lét okkur gera æfingar, sýndi okkur nótur, spilaði fyrir okkur ný verk og þetta hafði mikil áhrif á mig. Sérstaklega er mér minnisstæð kynning hans á Vorblóti Stravinskys, þó ég þekkti það reyndar fyrir og kammerkonsert eftir Ungveijann György Ligeti, sem opnaði nýja vídd í tónlist þegar það var samið í kringum 1970. Verkið er mjög torspilað, fer á vissum svið- um að mörkum hins fáránlega og ég hafði aldrei heyrt neitt þessu líkt, þótt það sé kannski orðið eðlilegra nú.“ Að loknu námi í Tónlistarskólan- um í Reykjavík lá leiðin til Kölnar, Haukur Tómasson. Morgunblaðið/Kristinn þar sem Haukur var í 2Vi ár í róm- uðum tónlistarskóla borgarinnar með einvala kennaraliði, en síðan lá leiðin til Amsterdam. „Það er erfitt að vita fyrirfram hvaða kennarar henta manni. í Amsterdam fór ég til kennara sem ég hafði hitt á Ung nordisk musik, UNM-hátíðinni, sem ætluð er ungum tónskáldum. Þær eru haldnar árlega til skiptis á Norð- urlöndunum og þá boðið einum aðal- gesti, sem ekki er frá Norðurlöndun- um, til að halda fyrirlestra, ræða verkin sem spiluð eru og halda einkafundi með þátttakendum. Það er rosalega mikilvægt fyrir okkur hér að komast á hátíðina öðru hveiju, því þátttakan er á við heilan vetur í tónlistarskóla, sérstaklega fyrsta skiptið. Kennarinn, sem ég fór til hét Ton de Leeuw og hafði á sínum tíma kennt bæði bróður mínum og Snorra Birgissyni og var ólíkur öllu sem ég hafði kynnst í Köln, svo mér varð hugsað til hans, þegar ég fór þaðan. Köln er reyndar stór borg, en Amst- erdam er meira í alfaraleið. Þangað koma allir, sem eru eitthvað í tón- list, gott framboð þar á alls konar tónlist og Hollendingar eru almennt mjög alþjóðlega sinnaðir." Hefðin í Evrópu - hefðarleysið í Bandaríkjunum Eftir einn vetur í Amsterdam fór de Leeuw á eftirlaun og hætti að kenna. Haukur var þá heima einn vetur og hugsaði sinn gang, áður en hann tók stefnuna á Bandaríkin og San Diego í Kaliforníu. „Nú lang- aði mig að reyna eitthvað alveg nýtt og dvölin í San Diego varð bæði sérkennileg og ævintýraleg. í Þýskalandi er námið fremur ein- hæft. Tónlistarhefðin er svo sterk þar og því allir nokkurn veginn sam- mála um hvað sé gott og rétt og finnst sjálfsagt að þróa bara áfram andann frá Beethoven, yfir Schön- berg og áfram. I Kaliforníu er maður kominn á jaðar vestrænnar menningar og þar reyna sumir að setja allt á 0-punkt, láta vestræna menningu afskipta og líta alveg eins í átt til Asíu og ann- arra menningarheima. Nemendurnir voru víða að, frá Japan, ísrael, Mex- íkó og Kanada og fjölbreytnin gífur- leg. Þarna var líka sérdeild fyrir tölvutónlist og það hefur sín áhrif á hugsun um tónlist að hafa hugann einnig við vísindaþáttinn. Tónlistar- deildin var lítil en spennandi, því af um hundrað nemendum voru um meiri háttar fyrirhöfn að ætla sér að vinna við þetta einn. í Kaliforníu heyrði ég töluvert af tónlist, sem var tæknilega mjög áhugaverð, en hljómaði ekki spennandi, er fyrst og fremst áhugaverð fyrir tæknifróða. Þarna var ég tvö ár í námi hjá manni, sem ég hafði einmitt hitt á UNM- hátíð. Kom heim 1990.“ Tækni til að tjá hugsunina er hægt að læra - en ekki sjálfa hugsunina Haukur hugsar sig um góða stund, þegar hann er spurður hvort hann hafi þá verið orðinn tónskáld, þegar hann kom heim að loknu námi. „Ég er ágætlega ánægður með verk, sem ég samdi hér heima 1987 áður en ég fór til San Diego. Ætli ég myndi ekki setja ópus eitt þar.“ Eftir heimkomuna fór Haukur að kenna, sem er algengt lifibrauð tón- skálda meðfram tónsmíðunum, en þegar pöntunin á Guðrúnarsöngnum barst honum 1994 lét hann kennsl- una róa. „Sennilega er þetta skortur á einbeitingarhæfileikum hjá mér. Mér gekk erfiðlega að samræma kennsluna og tónsmíðarnar, þó sum- ir geti það vel, en líklega finna flest- ir að kennslan tekur mikla orku.“ Sumir líkja tónlist við tungumál. að kenna sjálfa frumhugsunina, hvemig setja eigi þetta ferli í gang. Námið gengur út á að læra að koma hugsuninni til skila.“ En hugsunin . . . Hvaðan kemur hún? „Það er nú allur gangur á því. Stundum dettur hún alveg óvænt í mann í strætó. Og hún kemur á margvíslegan hátt. Stundum koma aðeins smámelódíur eða hljómar, stundum mótaðri formhugmyndir. I seinni tíð hef ég unnið meira við hljóðfærið, bæði þegar ég byija á verki og eins þegar ég er kominn með efni, sem ég spila þá á mismun- andi hátt á píanóið. Tölvu nota ég stundum til skissu- gerðar, því tölvan getur spilað aðeins meira en ég get á píanóið. Getur til dæmis látið hljóma fimm strengja- raddir eða slagverk og þannig fæst meiri nálgun við hljómsveitargerð- ina, þótt hún sé samt langt frá al- vöru hljóðfærum. Tónmyndun klassískra hljóðfæra er svo flókið fyrirbæri að jafnvel fínasti útbúnað- ur getur ekki líkt eftir þeim.“ Eru einhver ákveðin hljóðfæri eða samsetningar þeirra sem heilla þig meira en aðrar? „Mér finnst skemmtilegt að velta fyrir mér endalausri fjölbreytni sam- fjörutíu í tónsmíðum, en hinir að læra á hljóðfæri. Það setti sinn svip á skólalífið að háskólinn er eins og fríríki á stóru landsvæði með háskólabyggingum og íbúðarhúsnæði fyrir stúdentana, einangrað frá öllu öðru og tónlistar- deildin var heimur útaf fyrir sig. Skipulagið var geysigott og við vor- um fremur meðhöndlaðir eins og háskólaprófessorar en háskólanem- ar. Okkur var útvegað húsnæði og góðir möguleikar voru á styrkjum. I Þýskalandi var eins og maður væri öllum til ama og þyrfti maður til dæmis á vottorði að halda vegna Lánasjóðsins var því fálega tekið. Ég hafði reyndar ekki mikinn tíma til að skoða mig um í San Diego, því ekki veitti af að vera alltaf að, en það er mjög fallegt þarna og lofts- lagið eins og best verður á kosið. Mér fannst ég svolítið aftur úr þegar ég kom til Kaliforníu, því ég var ekki vel að mér í tölvutækni tónsmíða. Ég er nógu gamall til að hafa farið í gegnum skólakerfið án þess að hafa séð tölvu. Það tekur óskaplegan tíma að ætla sér að fylgj- ast með tæknihliðinni, að ónefndum kostnaðinum. í Evrópu tíðkast að tónskáld hafi verkfræðinga sér til aðstoðar í tæknihliðinni, en í Banda- ríkjunum kunna tónskáldin oftast sjáif vel til verka. Ég er meira á evrópsku línunni, því það kostar Hvernig skynjar þú tónlist? „Fyrir mér er hún sérfyrirbæri, ekkert hliðstæðari tungumálinu en hún er myndmáli. Það sem er sér- stakt fyrir tónlist er tímaupplifunin, bein upplifun, meðan hlustað er á verkið og svo formupplifun, þannig að þegar maður hefur heyrt það allt, þá hefur maður mynd af því og get- ur haldið áfram að upplifa verkið. Áhrifamesta tónlistin er fyrir mér sú, sem rennur strax beint í æð og lifir síðan í huga mér, þar sem ég get haldið áfram að virða hana fyrir mér.“ Eru það þá þessi áhrif, sem þú leitast við að ná í þínum eigin verk- um? „Já, ég reyni að semja tónlist eins og ég vildi heyra. Ég reyni að skoða verkið frá mörgum sjónarhornum. Ég get ekki bara sest niður og impró- víserað, því þá get ég ekki bæði verið sá sem impróvíserar og sá sem hlustar. Ég impróvísera í huganum, set þær hugmyndir niður á pappír og reyni síðan að skoða hvernig það verði upplifað í þessu samhengi. Þetta er nokkuð flóknara ferli en til dæmis hjá ljóðskáldum. Tónsmíðanámið snýst um þessa flóknu leið frá hugsun til nótna- skriftar, hvernig einstakir tónar og hljóðfæri hljómi saman. Það er hægt að kenna hvernig koma megi hugs- uninni til skila, en það er ekki hægt HVERS KONAR tónlist ætti að nota til að túlka Guðrúnu Gjúkadóttur, kvenhetju Eddukvæða?" Fæstir þurfa nokkurn tímann að glíma við þá spurningu, hvað þá að leitast við að semja viðeigandi tón- list. Þegar Haukur Tómasson tón- skáld fékk þessa spurningu inn á borð hjá sér, hugleiddi hann svarið í rúm tvö ár og leysti svo vel úr að athygli vakti í Danmörku, þegar mikilli sýningu um Guðrúnu var hleypt þar af stokkunum í júlí með tónlist Hauks. Aðsókn hefur verið góð og danska sjónvarpið undirbýr sjónvarpsgerð verksins í samvinnu við Hauk, auk þess sem Loúise Beck, leikstjóri og frumkvöðull verksins, er farin að undirbúa uppsetningu verksins á leiklistarhátíðinni í Edin- borg. Líklega þarf ýmislegt til svo úr verði tónlist, en í þessu tilfelli þurfti einnig vænan skerf af bjartsýni og fyrir hana hlaut Haukur nýlega bjartsýnisverðlaun Brestes. En úr- lausn verkefnisins hvílir einnig á margra ára námi og agaðri vinnu. Haukur er reyndar ekki aldraður, fæddur 1960, en í huga hans hefur aldrei komið annað til greina en að leggja fyrir sig tónlist. Fyrirmyndina hafði hann heima fyrir, því Jónas Tómasson tónskáld er bróðir hans og rúmum þrettán árum eldri og það hafði sín áhrif segir Haukur. „Ein fyrsta æskuminningin er mamma að biðja Jónas að lækka í hátölurun- um, sem hann hafði orðið sér úti um, myndarmublur, 1 sinnum 1 metri að stærð og hann spilaði mik- ið af klassík." Og ekki má gleyma að afi þeirra bræðra var Jónas Tóm- asson tónskáld. Tónlist Hauks Tómassonar við leikverkið „I^’órða söng Guðrúnar“ hefur vakið verð- skuldaða athygli í Kaupmannahöfn og hlaut hann nýlega bjartsýnisverðlaun Brostes. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Hauk um tónsmíðar heima og heiman. Reyni að semja tónlist eins og ég vi 1 hevra hana > > i i i t- i I l, I I E » I i » í ■ I i l l í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.