Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG STJÖRNUSPÁ LJÓN Afmælisbam dagsins: Þú berð umhyggju fyrir öðrum og viit leysa vanda ailra. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Þú ert að íhuga heimsókn til vina i öðru byggðarlagi. Óvænt útgjöld geta sett strik í reikninginn. Ástvinir fara út saman. Naut (20. apríl - 20. maí) Það veldur töfum á fyrirætl- unum þínum að einhver ná- kominn á erfitt með að gera upp hug sinn. Gefðu honum tíma til umhugsunar. Tvíburar (21.maí-20.júní) 4» Varastu óhóflega gagnrýni í garð ástvinar. Þú ert að íhuga breytingar í vinnunni, og ættir að hafa fjölskylduna með í ráðum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) H££ Gerðu ekki of mikið úr smá vandamáli, sem upp kemur í dag. Það leysist fljótlega. Reyndu að njóta frístund- anna með ástvini. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) « Þér gengur illa að finna lausn á heimaverkefni í dag vegna sífeildra truflana. Láttu það ekki á þig fá, og njóttu kvöldsins heima. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú hefur í mörgu að snúast heima fyrri hluta dags og kemur miklu í verk. Láttu ekki smámál spilla góðu sambandi ástvina í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þótt á ýmsu gangi heima í dag, tekst þér að ljúka því sem þú ætlaðir þér. Lausn finnst á ágreiningi, sem upp kom milli vina. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ferð hægt af stað í dag, en kemur þó miklu í verk fyrir kvöldið. Svo getur þú slakað vel á, eða farið út með ástvini. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Vertu ekki að hugsa um vinnuna í dag. Njóttu þess að fá tækifæri til að blanda geði við aðra og fara út í góðra vina hópi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér finnst þú hafa of mikið að gera til að geta farið út að skemmta þér í dag. En þú kemur miklu í verk og getur slakað á kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) sh Dagurinn fer að mestu í að sýna sig og sjá aðra, en þú gætir einnig þurft að leysa smá verkefni heima. Sinntu ástvini í kvöld. Fiskar (19.febrúar-20. mars) Einhver óvissa ríkir hjá þér árdegis, en þú finnur réttu lausnina þegar á daginn líð- ur. Einhver reynist þér vel í viðskiptum. Stjörnuspána á að iesa sem dægradvöi. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 37 Umsjón Guóinundur Páll Arnarson NORÐMENN unnu Evr- ópumót yngri spilara, sem var haldið í Cardiff j Wales í síðasta mánuði. íslenska sveitin stóð sig ágætilega, endaði í sjöunda sæti með 432 stig, eða 17,28 stig að jafnaði úr leik. í íslensku sveitinni spiluðu: Magnús Magnússon, Sigurbjörn Har- aldsson, Ljósbrá Baldurs- dóttir, Stei'án Jóhannsson, Ólafur Jónsson og Steinar Jónsson. Sigur Norðmanna var glæsilegur, þeir hlutu 507 stig, sem þýðir 20,28 stig að meðaltali úr hveijum leik. ísland og Noregur mættust undir lok mótsins og hafði ísland betur, 16-14. Þetta var fjörugur sveiflu- leikur, sem fékk ítarlega umljöllun í mótsblaði keppn- innar. Á næstu dögum verða birt nokkur spil frá þessum leik: Spil 4. Vestur gefur; allir á hættu. „ . Norour " ♦ D52 V KG98765 ♦ 5 ♦ D4 Vestur ♦ KG10987 V - ♦ - ♦ ÁK86532 Austur ♦ Á3 V ÁD103 ♦ ÁK10973 ♦ 7 Suður ♦ 64 V 42 ♦ DG8642 ♦ G109 Á öðru borðinu opnaði Norðmaðurinn Kristoffers- son á einum spaða í vestur, en eftir það var leiðin í sex spaða greiðfær. Sagnhafi gat stungið lauf í borði og gaf því aðeins einn slag á trompdrottningu. Hinum megin valdi Stefán að opna á lengri litnum: Vestur Norður Austur Suður Stefán' Saur Ljósbrá Brogeland 1 lauf 3-hjörtu Pass Pass 4 spaðar Pass 5 hjörtu Pass 5 grönd Pass 6 lauf Pass Pass Pass Ljósbrá passaði þijú hjörtu í þeirri von að makker myndi enduropna með dobli, en skipting Stefáns var of mikil í svoleiðis ævintýri. Stökkið í fjóra spaða lofaði ekki nema 5-6-skiptingu, en Ljósbrá átti nógu mikið af hákörlum til að halda áfram. Svo virðist sem spaða- drottningin verði að finnast í sex laufum. En svo er ekki. Norður kom út með einspilið í tígli, sem Stefán drap í borði og spilaði einfaldlega laufi þrisvar. Suður átti þriðja trompslaginn og gerði heiðarlega tilraun til að hnekkja slemmunni þegar hann spilaði spaða. Drottn- ingin fannst því sjálfkrafa. Suður má auðvitað ekki spila hjarta upp f gaffalinn, né heldur tíguldrottningu, því þá fríar Stefán slag á litinn með trompsvíningu. pf/^ÁRA afmæli. í dag, Ol/sunnudaginn 18. ág- úst, er fimmtugur Gunn- laugur Claessen, Hálsas- eli 46, Reykjavík. Eigin- kona hans er Guðrún S veinbj örnsdóttir. pT/\ÁRA afmæli. Fimm- t) \/tugur er í dag, sunnu- daginn 18. ágúst, Hinrik Vigfús Sigurlaugsson. Eiginkona hans er Edith Sigurlaugsson. Þau eru búsett á Smeaheiveigen 2B, 4300 Sandnes, Nor- egi. Hinrik er í heimsókn á íslandi þessa dagana. ÉG HEFFLUTT mig um set og mun hefja störf hjá Hárgreiðslustofu Sólveigar Leifsdóttur, Suðurveri, Sigahlíð 45-7, 19. ágúst. Tekið er á móti tímapöntunum þar í síma 568 8824. Svava Guðmannsdóttir, hárgreiðslumeistari /\ÁRA afmæli. I dag, OUsunnudaginn 18. ág- úst, er sextug Rut Sigurð- ardóttir, Kúrlandi 19, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Ágúst Karlsson. BRIDS Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Ingunn Hulda Guðmundsdóttir og Pétur Pétursson. Með þeim á myndinni eru börnin þeirra Bylgja Lind, Sunna Rún og Magni Þór. Heimili þeirra er í Lindarbyggð 5, Mosfellsbæ. Ljósm. Rut BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí í Digranes- kirkju af sr, Gunnari Sigur- jónssyni Ragnheiður Dagsdóttir og Halldór Reykdal Baldursson. Heimili þeirra er í Stelkshól- um 4, Reykjavík. Ljósmyndastofa Þóris BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí í Háteigs- kirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Anna Metta Norðdahl og Guðmundur F. Guðmundsson. Heimili þeirra verður í Fögruhlíð 3, Hafnarfirði. HÖGNIHREKKVÍSI /,Ég $ayki fúeralhattíaabnota oft tyrirbeótu." rt, tvrir nýjum vörum Nýjar vörur! s • Ulpur • Kápur Ullarjakkar örkin 6, sími 588 5518. ið hliðina á Teppalandi. ílastæði v/Búðarvegginn. • Senduni i póstkröfu Birkihæð - einb. - Gbæ Nýkomiö i einkasölu þetta glæsil. tvílyft- einb. með innb. bílskúr, samtals 308 fm. Á neöri haeð er í dag ágæt 2ja-3ja herb. íb. með sérinng. Ræktaður garður. Óvenju stórar svalir. Frábært útsýni og staðsetn. Eign í sérfl. Verð 22,9 millj. 42647. Hrísrimi - Rvík - 3ja Nýkomin í einkasölu glæsil. ca 100 fm íb. auk 30 fm sérstæðis í bílskýli. Vandaðar innr. Parket. Flísar. Áhv. 5,1 millj. húsbr. Verð 8,5 millj. Sumarhús - Grímsnesi Glæsil. nýlegt 70 fm sumarhús á góðu eignarlandi (1 ha) auk 30 fm svefnlofts. Vandað hús I sérflokki. Tilval ið fyrir félagasamtök. Verð 6,5 millj. Myndir á skrifstofu. Til leigu skrifstofuhúsn. í Hf. Til leigu skrifstofuhúsn. við Strandgötu í Hf. Um er að ræða gott ca 400 fm húsnæði á 2. hæð þar sem sýslu manhsembættið var áður til húsa. Lyfta verður ( hús inu. Næg bílastæði. Frábær staðsetn. í hjarta Hafnarfj. Nánari upplýsingar gefur: Hraunhamar fasteignasala sími 565-4511. Árnað heilla Pctur Valgcirsson Ásmundur GunnJaugsson Y06A Heildarjóga Jóga fyrir alla Grunnnámskeið Kenndar verða hatha-jógastöður, öndunartækni, slökun og hugleiðslu. Fjallað verður um jógaheimspekina, mataræði o.fl. Næstu námskeið: 26. ágúst-16. spet. ( 7 skipti.jnán. ogmið. kl. 20-21.30. Leiðbeinandi Pétur Valgeirsson, jógakennari. 2. og 23. sept. ( 7 skipti, mán. og mið kl. 16.30-18). Leiðbeinandi Ásmundur Gunntaugsson, jógakennari. Hátúni 6A, 105 Reykjavík, sími 511 3100. ki. 11—18.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.