Morgunblaðið - 05.09.1996, Síða 9

Morgunblaðið - 05.09.1996, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 9 Hreifst af Jóni Arnari í Atlanta Millilenti til __ að sjá land Islendingsins Selfossi. BANDARÍKJAMAÐUR, George Maxwell að nafni, kom gagngert hingað til íslands til þess að sjá hei- maland Jóns Arnars Magnússonar tugþrautarmanns. George hafði við- dvöl á Selfossi á fimmtudagskvöld og gisti í Gesthúsum. Hann sagðist fljúga mikið á milli Bandaríkjanna og Evrópu og sagðist hafa ákveðið að stoppa einn dag á íslandi vegna þess að hann hefði verið í Atlanta og fylgst með Jóni Arnari þar. Björn S. Lárusson rekstr- arstjóri Gesthúsa sagði að George hefði greinilega hrifist af Jóni Arn- ari og haft á orði að hann langaði til að sjá heimaland Jóns. Þegar hann fór sagðist hann ætla að koma aftur næsta sumar og þá með konu og börn með sér. Þarna sagði Björn greinilegt að landkynning íþróttamannsins hefði skilað sér vel. ------» » 4----- Mikil eftir- spurn eftir Kanarí og London HEIMSFERÐIR bjóða í vetur vikuleg- ar ferðir til Kanaríeyja og hafa undir- tektir meðal fólks verið góðar að sögn Andra Más Ingólfssonar forstjóra. Hann segir að þegar sé búið að selja í yfir 50% af þeim ferðum, sem fyrir- tækið hafi upp á að bjóða, bókað hafi verið í 1.300 sæti til eyjanna. Andri Már segir, að Heimsferðir séu sú ferðaskrifstofa sem flytji flesta íslendinga til Kanaríeyja á ári hveiju. Hann sagði einnig mikla eftirspurn vera eftir ferðum til London og væru margar ferðir þegar uppseldar í sept- ember, október og nóvember til borg- arinnar. Hann kvað Heimsferðir nú vinna að því bæta við sætum með því að fá stærri vélar, en í vetur fljúga Heimsferðir til London tvisvar í viku, á fímmtudögum og mánudögum. • • Orn Friðriks- son tekur við formennsku í Samiðn ÖRN Friðriksson, varaformaður landssambandsins Samiðnar, tók við formennsku í sam- bandinu af Grétari Þorsteinssyni, for- seta ASÍ, á mið- stjórnarfundi í Samiðn sl. mánu- dag. Grétar lét af formennsku í Samiðn vegna starfa á vettvangi ASÍ en mun sitja áfram í miðstjórn Samiðnar. Kjarasamning-ar undirbúnir Fulltrúar Samiðnar ætla að taka þátt í fundahöldum aðildarfélaga Samiðnar um allt land á næstu vikum vegna undirbúnings kjarasamninga, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá sambandinu. Á fundunum á að ræða með hvaða hætti félögin og sambandið koma til með að standa að gerð samninga og viðræðuáætl- ana, og um kjarakröfur og skipan samninganefndar. í byijun október verður svo haldinn sambandsstjórn- arfundur með fulltrúum allra aðildar- félaga Samiðnar þar sem draga á meginlínur í komandi samningagerð en núgildandi kjarasamningar renna út um áramótin. ÖrnFriðriksson. FRÉTTIR Kanarí að seljast upp í vetur frá 39.932 Kanaríferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir og nú eru margar ferðir okkar uppseldar eða að seljast upp. Bókaðu strax og tryggðu þér þá ferð sem hentar þér best í vetur. Glæsilegt úrval gististaða í boði, beint flug með glæsilegum Boeing 757-200 og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í fríinu. 39.932 19. nóv., hjón mcð 2 böm, Aus 54.132 ars, m.v. hjón með 2 börn, Ausi 58.760 Verð frá kr. Vikuferð til Kanarí 19. nóv., hjón mcð 2 böm, Australia. Verð frá kr. Ferð í 2 vikur, 4. mars, m.v. hjón með 2 börn, Australia. Hvenær er laust? 20. okt. - 11 sæti laus 19. nóv. - laus sæti 26. nóv. - laus sæti 17. des. - uppselt 24. des. - 21 sæti laust 31. des - laus sæti 07.jan. - 12 sæti laus 14. jan. - laus sæti 04. feb. - 18 sæti laus VISA Verð frá kr. M.v. 2 í íbúð, Sonnenland, 26. nóv, 3 vikur. Innifalið í vcrði, flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjóm. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600 NÝKOMNAR VÖRUR Antik munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977 Nýkomnar haustvörur á mjög góðu verði Suðurlandsbraut 52. Sími 588 3800. Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-14. Fyrir frjálslega vaxnar konur á öllum aldri. ÓTTU ÞESS BESTA MAT OG DRYKK. ÞAÐ KOSTAR EKKl MEIRA. ^SALAT „NigOlSE". Aambavöðvi. BAKAÐUR í KARTÖFLUHJÚP MEÐ RÓSMARÍN-SÓSU. ‘MÖKKAMÚS f SÚKKULAÐITURNI MEÐ HINDBERJASÓSU. B E RG STAÐAST RÆT1 37 SÍMl: 552 57 00, FAX: 562 30 25 SÝNISHORN ÚRMATSEÐLl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.