Morgunblaðið - 05.09.1996, Page 10

Morgunblaðið - 05.09.1996, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vesturhlíðarskóli er skólastjóralaus eftir að uppsagnarfrestur skólastjórans rann út 1. september Y |ILFINNINGIN er eins og málefni skólans hafi faliið milli skips og bryggju við flutning grunnskólans til borgarinnar. Ég sagði upp vegna ágreinings við ráðherra snemma í vor. Eftir að lausn virðist vera fund- in heyrist ekkert frá fræðslustjóran- um og skólinn er skólastjóralaus," segir Gunnar Salvarsson, fyrrver- andi skólastjóri Vesturhlíðarskóla, í samtali við Morgunblaðið. Gunnar sagði starfi sínu lausu vegna ákvörðunar menntamálaráð- herra um að veita Öskjuhlíðarskóla afnot af húsnæði Samskiptamið- stöðvar heyrnarlausra á lóð Vestur- hlíðarskóla. Uppsagnarfrestur Gunnars rann út 1. september sl. Ekki hefur enn verið ráðið í stöðuna. Gunnar segir að forsendur fyrir upphaflegri ráðningu sinni við skól- ann hafi í rauninni endurspeglað ríkjandi viðhorf gagnvart menntun heyrnarlausra fyrir um tuttugu árum. „Ég var ráðinn til kennslu árið 1976 af því að talið var að ég væri svo góður íslenskumaður. Enn réð nefnilega svokölluð talmáls- stefna ríkjum í kennslu heyrnar- lausra. Megináhersla talmálsstefn- unnar fólst í því að nýta heyrnarleif- ar heyrnarskertra með betri heyrn- artækjum og leggja áherslu á tal- kennslu. Táknmál var álitið hamla málþroska og lengi var lagt blátt bann við notkun þess. Smám saman jókst hins vegar virðing fyrir tákn- málinu og þarna var svo komið að ekki var lengur amast við því.“ Blöskraði tengslaleysi heyrnarlausra við umheiminn Hann segir að eftir reynslu sína af því að starfa við fjölmiðla hafí sér hreint út sagt blöskrað tengsla- leysi hinna heyrnarlausu við um- heiminn. „Mig hafði t.a.m. ekki órað fyrir því hvað unglingamir voru tengslalausir við heiminn fyrir utan. Skýringin á tengslaleysi heymar- lausra var fyrst og fremst sú að aðeins í undantekningatilvikum lásu heyrnarlausir sér til gagns. Ritmál er hluti af talmáli og talmálið er hluti af heimi hinna heyrandi. Orð bera, oftar en okkur heyrandi grun- ar, aukamerkingu eða hafa jafnvel margar merkingar," segir hann. Hann segir að stór hópur ungra kennara hafi hafið kennslu við skól- ann á svipuðum tíma. „Við gerðum okkur far um að fylgjast með nýj- ungum í kennslu heyrnarlausra í nágrannalöndum og ekki var um að villast að táknmálið var smám saman að öðlast verðskuldaðan sess. Fyrsta skrefið fólst hins vegar í því að kenna táknmál og talmál sam- tímis. Foreldrar og kennarar voru jákvæðir og langur tími leið þar til I ljós kom að tungumálin skemmdu aðeins hvort fyrir öðru. Lokaskrefið var því stigið með því að stefna að tvítyngi um og eftir 1990, að kenna táknmál sem móðurmál heyrnar- lausra og íslensku sem annað mál,“ segir hann og tekur fram að enn hafi hvorki fengist staðfest í leik- skóla- né grunnskólalögum að heyrnarlaus börn eigi rétt á kennslu í móðurmáli sínu, táknmáli. Um- boðsmaður barna hefur staðfest að sú staðreynd feli sér brot á mann- réttindasáttmálum og stjómar- skránni. Táknmálsumhverfið hornsteinn skólastefnunnar Gunnar leggur ríka áherslu á að táknmálsumhverfið sé einn af horn- steinum skólastefnunn- ---------- ar. „Tungumálið er veigamesti þátturinn í persónuþroska bama. Heyrandi börn læra að skynja heiminn í gegn- um heyrandi foreldra. Heyrnarlaus börn í skólanum eiga hins vegar, utan eitt, heyrandi foreldra. Þegar börnin koma hingað í leikskóla, oft á öðru ári, eru foreldrarnir rétt að byrja að kynnast táknmálinu. Hlut- verk skólans er því mun veigameira en annarra skóía og táknmálsum- hverfið í kringum skólann er eins og vin í eyðimörkinni fyrir heyrnar- lausa. Með tilliti til fyrirliggjandi Að falla milli skips og bryggju Skólastjóralaust er í Vesturhlíðarskóla eftir að Gunnar Salvarsson, skólastjóri til tíu ára, sagði starfi sínu lausu vegna ágreinings við menntamálaráðherra — í vor. Anna G. Olafs- dóttir komst að því að Gunnar hefur enn ekki fengið viðbrögð frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur við fyrir- liggjandi lausn á vandanum. Á fjórða tug heyrnarlausra barna sækja leikskóla- og grunnskóla Vestur- hlíðarskóla. Tungumálið veigamest í þroskanum þekkingar er algjörlega ósæmandi að grafa undan því,“ segir Gunnar. Með táknmálsumhverfi á Gunnar við sjálfa skólabygginguna, fjögur minni hús í tengslum við skólabygg- inguna og lóðina umhverfis, af- markaða af runnagróðri. Hann rifjar upp að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir heimavist og mötuneyti með lítilli húsvarðaríbúð í minni húsunum. „Þegar heyrnarlausum börnum fækkaði í kjölfar bólusetn- inga gegn rauðum hundum var starfsemi húsanna breytt. Um leið var gætt að því að í húsunum yrði áfram starfsemi í þágu heyrn- ________ ariausra. Vesturhlíðar- skóli hefur því rekið leikskóla í einu hús- anna, dvalarheimili aldraðra hefur verið í öðru og Samskiptastöð heyrnarlausra í því þriðja. Að frum- kvæði Vesturhlíðarskóla var gert samkomulag um þessa skipan árið 1992. Sama ár var félagsmiðstöð heyrnarlausra flutt í húsvarðaríbúð- jna,“ segir hann. I vetur var orðið einsýnt að Sam- skiptamiðstöðin þyrfti meira hús- rými. „Álitlegt þótti að byggja við heimavistarhúsið en ráðuneytið féllst ekki á að byggt yrði á lóð- Morgunblaðið/Kristinn GUNNAR Salvarsson, fyrrverandi skólastjóri Vesturhliðarskóla, bíður viðbragða frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur vegna málefna skólans. auðvitað hvort heyrnarleysi sé fötl- un. Hvar liggur vandinn þegar heyrnarlaust barn kemur í heiminn? Liggur hann hjá barninu eða ein- faldlega í samskiptunum?" segir Gunnar og tekur fram að sem betur fari hafi ekkert orðið úr hugmynd- um um að tvístra skólanum í menntamálaráðherratlð Svavars Gestssonar árið 1990. En varnarbaráttunni var að sögn Gunnars ekki lokið því fram komu hugmyndir um að leggja leikskóla Vesturhlíðarskóla niður og gera hann að deild í nágrannaleikskólan- um Sólborg sumarið 1994. „Ég var þá að koma heim úr framhaidsnámi í Bristol. Við hófum baráttuna fyrir því að bjarga leikskólanum enda er íeikskólastigið án efa mikilvægasta stigið í kennslunni. Að hafa ekki táknmálsleikskóla er eins og að ætla að byggja hús og byija á mið- hæðinni. Næsti vetur leið og um vorið tók Björn Bjarnason við í menntamálaráðuneytinu. Ég fór til hans og óskaði eftir því að fá að halda leikskólanum þar til yfirtaka sveitarfélaganna gengi í gegn í haust. Eftir nokkra umhugsun féllst Björn á ósk mína. Með því hefur hann sjálfsagt skapað sér óvild í ráðuneytinu enda var flutningur leikskólans nánast fullfrágenginn. Að minnsta kosti get ég ekki ímynd- að mér aðra skýringu á því hvernig hann kemur fram við okkur núna.“ Gunnar segist hafa frétt að skóla- stjóra Öskjuhlíðarskóla hafi verið sýnt hús Samskiptastöðvarinnar á lóð Vesturhlíðarskólans og honum hafi litist vel á. „Björn _________ var heldur kuldalegur gagnvart mér. Samt trúði ég því alltaf að hann myndi á endanum kalla okkur skólastjór- inni. Þess í stað var tekin ákvörðun um að Öskjuhlíðarskóli fengi hús Samskiptamiðstöðvarinnar í haust,“ segir Gunnar og tekur fram að hús- næðisvanda Öskjuhlíðarskóla megi rekja til ákvörðunar menntamála- ráðuneytisins um að selja undan skólanum tvö einbýlishús í Garðabæ. „Sú ákvörðun var tekin til að ná inn Ijármunum í ríkissjóð áður en grunnskólarnir flyttust til sveitarfélaganna. Húsnæðisvandi Öskjuhlíðarskóla var því heimatil- búinn og allt tal um að „bæta úr brýnni þörf Öskjuhlíðarskóla" því heldur hjákátlegt.“ Kaldar kveðjur úr ráðuneytinu Gunnar segir ekki nýtt að skólinn fái kaldar kveðjur úr ráðuneytinu. „Við höfum byggt okkar hugmynda- fræði upp sjálf án aðstoðar eða skilnings frá ráðuneytinu. Stundum var því borið við að foreldrar ættu að ráða hvaða mál börnin lærðu. Eins þurftum við að kljást við hug- myndir um blöndun fatíaðra I skóla- kerfinu. Gallinn er hins vegar sá að fötlun er alltof víðtækt yfirhug- tak og álltof oft hefur verið reynt að sníða ýmsar lausnir fyrir fatlaða að heyrnarlausum. Spumingin er Táknmálsum- hverfið vin í eyðimörkinni ana til sín og reyna að finna lausn á vandanum. Ekkert heyrðist hins vegar frá ráðuneytinu áður en mér barst til eyma að staðfest hefði ver- ið að Öskjuhlíðarskóli fengi húsið. Ég hafði í framhaldi af því sam- band við Björn og tilkynnti honum í tölvupósti að við svo búið hefði ég í bígerð að segja upp störfum. Með því vildi ég að sjálfsögðu leggja meiri vigt í orð mín og gera mennta- málaráðherra grein fyrir hversu mjög ég legði áherslu á að halda táknmálsumhverfinu við skólann. Viðbrögð hans voru á annan veg en ég átti von á. Hann einfaldlega kvaddi mig með virktum. Kveðjur hans voru kurteislegar en kuldaleg- ar. Að svo búnu var ekki annað fyrir mig að gera en að ganga frá uppsagnarbréfinu," segir hann. Lausn fundin á ágreiningi Hann segir að ástæður uppsagn- arinnar hafi fyrst og fremst verið tvær. „í fyrsta lagi gramdist mér að ráðherrann skyldi algjörlega ganga fram hjá okkur við ákvarð- anatökuna. Hann segist hafa leitað álits hlutlauss fagmanns en ég veit ekki hver hann er. Hingað hafa hins vegar borist orðsendingar frá er- lendum sérfræðingum, sem fylgst hafa með uppbyggingu Vesturhlíð- arskóla, um að ákvörðun ráðherra feli í sér umtalsvert afturhvarf í starfi skólans. Sú staðhæfing teng- ist síðari ástæðunni. Hún er að með því að fá annan nemendahóp inn á lóðina sé táknmálsumhverfi ekki lengur til staðar. Öskjuhlíðarskóli hefur hugsað sér að nýta húsið fyrir starfsdeild á morgnana og skóladagheimili eftir hádegi. Starfsdeildin yrði inni í hús- inu og blöndun því ekki fyrirsjá- anleg. Öðru máli gegnir um skóla- dagheimilið - eða félagsmiðstöðina eins og við í Vesturhlíðarskóla kjós- um að kalla þennan þátt skólastarfs- ins - því eðli málsins samkvæmt kallar sú starfsemi á útiveru þegar vel viðrar," segir Gunnar. Gunnar segir að hann og skóla- stjóri Öskjuhlíðarskóla hafi komið niður á lausn á því síðarnefnda í seint í sumar. „Skólastjóri Öskju- hlíðarskóla sagði mér að hann myndi gera kröfu um að girt yrði umhverf- is húsið til að gæta öryggis barn- anna fyrir innan. Með því móti verð- ur ekki lengur samgangur þarna á milli,“ segir hann. „Eg viðraði lausn í bréfi til ráðherra snemma í júlí en hann benti mér á að mannaforráð grunnskólans væru komin yfir til borgarinnar. Ekki var hins vegar skrifað undir yfirtöku sérskólanna fyrr en þónokkru seinna. í millitíð- inni hafði reyndar verið samþykkt á fundi í skólamálaráði að aðhafast ekkert fyrr en rætt hefði verið við mig um ástæður uppsagnarinnar. Ég hafði svo samband við Gerði G. Óskarsdóttur fræðslustjóra, gerði henni grein fyrir ástæðum uppsagn- arinnar og gaf fyllilega til kynna að ég hefði fullan áhuga á að vinna áfram við skólann. Að því loknu gerði ég ráð fyrir að hún myndi taka upp þráðinn og hafa samband. Ég er enn að bíða eftir því samtali. Uppsagnarfrestur minn er runninn út og enginn hefur haft samband. Skólinn er því skólastjóralaus en tvær umsóknir hafa borist um skóla- stjórastöðuna.“ „Eftirsjá lýsir best þeirri tilfinn- ingu sem bærist með mér þegar ég hugsa til þess að vera farinn frá skólanum," segir Gunnar. „Innst inni finnst mér ég eiga ólokið verki, hafi farið í burt í miðjum klíðum, og mér er sú tilhugsun enn dálítið fjarlæg að ekki verði aftur snúið. Reykjavíkurborg hefur ekki, þrátt fyrir gefin loforð, tekið upp viðræð- ur við mig um lausn þeirra ágrein- ingsmála sem uppsögn mín byggðist á. En auðvitað verða menn að taka afleiðingum gjörða sinna, uppsögn er uppsögn, og verði það endalokin á störfum mínum í þágu heyrnar- lausra verð ég að leyfa mér að líta dálítið ........ ánægður yfir farinn veg. Þessi síðustu ár er verið að útskrifa betur menntaða nemendur en áður hefur þekkst í sögu skól- ans, og ekki aðeins betur menntaða,. Iíka nemendur með jákvæða sjálfs- mynd sem eru stoltir af sjálfum sér sem heyrnalausir. Unga kynslóð heyrnarlausra I dag er sú fyrsta sem fer með slíkt veganesti út í lífið. Ég treysti því aðeins að haldið verði áfram á sömu braut.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.