Morgunblaðið - 05.09.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 13
AKUREYRI
Ymsar hliðar lauslætis
ræddar á ráðstefnu
KENNARADEILD Háskólans á
Akureyri efnir til ráðstefnu um
lauslæti í Oddfellowhúsinu við
Sjafnarstíg næstkomandi laugar-
dag, 7. september og hefst hún
kl. 14.
„Það er oft sagt að heimspek-
in sé dálítið loftborin og ekki í
tengslum við jarðlífið. Það er í
rauninni ekki rétt og mörg við-
fangsefni siðfræðinnar tengjast
daglegu lífi og hegðun. Kennara-
deildin vildi halda ráðstefnu sem
væri í senn heimspekileg og hag-
nýt og þetta viðfangsefni varð
fyrir valinu," sagði dr. Kristján
Kristjánsson dósent við háskól-
ann og einn fyrirlesara.
„Þetta er verðugt viðfangs-
efni, en þar sem kennaradeildin
stendur fyrir ráðstefnunni mun-
um við einkum einbeita okkur
að ungu fólki og meðal annars
velta fyrir okkur spurningunni
um hvort það að vera laus í rás-
inni í kynferðisefnum á unga
aldri er siðferðilega rétt eða
rangt.“
Haraldur Bessason, fyrrver-
andi rektor Háskólans á Akur-
eyri, flytur fyrsta fyrirlesturinn
og nefnist hann Innan garðs og
utan - þankar um veraldarinnar
lausung. Þar mun Haraldur m.a.
ræða um hugtakið lauslæti og
hvernig lauslæti birtist í fornum
bókmenntum.
Dr. Kristján Kristjánsson dós-
ent flytur fyrirlestur sem nefnist
Gegn lauslæti þar sem hann mun
koma fram með helstu rökin
gegn lauslæti. í fyrirlestri sínum
einbeitir hann sér að ungu fólki
og leiðir m.a. rök að því að laus-
læti geri fólk grunnt eins og
hann kallar það og geti komið í
veg fyrir að að geti myndað var-
anleg ástarsambönd síðar.
Dr. Mikael Karlsson prófessor
við Háskóla ísland flytur fyrirlest-
ur sem nefnist Til vamar lauslæt-
inu þar sem hann væntanlega
mótmælir ýmsu því sem fram
kemur í fyrirlestri Kristjáns.
Að lokum flytur dr. Guðmund-
ur Heiðar Frímannsson forstöðu-
maður kennaradeildar Háskólans
á Akureyri erindi sem nefnist
Fjölskyldur og framhjáhald og
greinir m.a. frá áhrifum lauslæt-
is á börn.
Að fyrirlestrum loknum verða
almennar umræður. Aðgangur
að ráðstefnunni er ókeypis og
öllum heimill.
Mun færra fé slátrað
hjá KEA en áður
Nýjar
reglur kalla
á fleira
starfsfólk
FJOLGA þarf starfsmönnum Slát-
urhúss KEA á Akureyri um 4-6
vegna nýrra reglna þar sem kveðið
er á um að ekki megi selja óverkuð
svið út úr sláturhúsinu. Fleiri starfs-
menn við sláturverkun þýðir, að sögn
Óla Valdimarssonar sláturhússtjóra,
hækkun á slátri.
í sláturtíðinni, sem hefst 13. sept-
ember næstkomandi, verður slátrað
mun færra fé en gert var í fyrra, eða
um 5 þúsund færra. Alls verður slátr-
að um 29.300 fjár á komandi vikum,
en á síðustu árum hefur talan verið
á bilinu 34-35 þúsund. „Það er veru-
leg fækkun hjá okkur núna, en ég
geri ráð fyrir að við tökum álíka lang-
an tíma í slátrunina," segir Óli.
Nokkrar breytingar verða gerðar
á slátursölunni á þessu hausti, m.a.
verða boðnir til sölu saumaðir kepp-
ir og lagðað slátur. Óli segir margt
eldra fólk ekki hafa möguleika á að
taka sjálft slátur en vilji fyrir alla
muni eiga það í frystikistum sínum
til vetrarins.
Borgar sig að henda
sviðunum?
Eftir að bann var lagt við því að
selja óverkuð svið út úr sláturhúsinu
segir Óli það spurningu hvort ekki
borgi sig frekar að henda sviðunum
í haust. „Þetta er nokkur höfuðverk-
ur, við þurfum að leggja í umtals-
verðan kostnað við að verka sviðin
en getum allt ejns átt von á að selja
þau ekki öll. Eg geri ráð fyrir að
þurfa að fjölga starfsfólki í sláturtíð-
inni miðað við það sem var í fyrra,
það þurfa að vera 4-6 bara í því að
verka sviðin. Ég býst við að slátrin
verði um 50 krónum dýrari fyrir
vikið,“ segir Óli.
Um 110 manns starfa í sláturhúsi
KEA i sláturtíðinni, sem stendur til
18. október og segir Óli að ágætlega
hafi gengið að fá fólk til starfa.
Messa
GUÐSÞJÓNUSTA verður í Greni-
víkurkirkju næstkomandi sunnudag,
8. september kl. 14.
TILB0ÐSB0K
mánaðarins
Lífenauðsynleý
handb
Kíwh's
—----OG---—
SKTOuimv?
I A
S '
Ný og aðgengileg handbók fyrir foreldra og
uppalendur þar sem lýst er réttum
viðbrögðum við hvers kyns slysum og
annarri óvæntri neyð sem böm geta
orðið fýrir. Ómissandi bók!
Á ótrúlega gódu verdi!
Tilboðsverð:
Fullt verð: 3.980 kr.
Þú sparar: 1.990 kr.
Fjórða hvert barn á aldrir
0-4 ára verður fyrir slysi
SLYSAGILDRURIS
ERU MARGAR A
HEIMILINU
^'■rriiað þyí að í okkar "r‘
Tryggðu þér eintak í september. Frá 1. október kostar bókin 3.980 kr.
VAKAHELCAFELL