Morgunblaðið - 05.09.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 23
ERLEIMT
Erbakan
var ekki
treyst
Istanbúl, Moskvu, París. Reuter.
EMBÆTISMENN í Tyrklandi
segja að Bandaríkjastjórn hafí
ekki haft neitt samráð um flug-
skeytaárásirnar á írak við
stjórnvöld í Tyrklandi þar sem
bókstafstrúarmaðurinn Nec-
mettin Erbakan er nú forsæt-
isráðherra. Tyrkland hefur síð-
ustu áratugi verið mikilvæg-
asti bandamaður Vesturveld-
anna í Miðausturlöndum en
Erbakan er ekki treyst jafn vel
og fyrri leiðtogum enda var
hann áður yfirlýstur andstæð-
ingur bandarískra herstöðva í
landinu.
Erbakan var spurður um
álit sitt á árásunum en neitaði
að tjá sig um þær. Tyrkir hafa
orðið fyrir miklu efnahagslegu
tjóni vegna viðskiptabannsins
á írak, sem var þriðja mesta
viðskiptaland þeirra fyrir inn-
rás íraka í Kúveit 1990. Hafa
tyrknesk stjórnvöld reynt að
fá undanþágur frá banninu
sem sett var á vegna innrásar-
innar. Einnig flækir það mjög
málin fyrir Tyrki að í landi
þeirra er stór, kúrdískur minni-
hluti sem vill aukið sjálfræði.
Óttast þeir mjög að slíkar kröf-
ur fengju byr undir báða vængi
ef Bandaríkjamenn gerðu al-
vöru úr því að efla sjálfstætt
ríki Kúrda í írak. Kúrdar búa
einnig í íran og Sýrlandi en
eru þar hiutfallslega fáir og
því síður ógn við innri einingu
ríkjanna.
Olíuhagsmunir
Efnahagslegir hagsmunir
hafa áhrif á afstöðu ýmissa
ríkja. Sameinuðu þjóðirnar
voru búnar að semja við íraka
um að þeir fengju að selja tak-
markað magn af olíu til að
geta keypt matvæli en gildis-
töku samningsins hefur nú
verið frestað um óákveðinn
tíma. Frakkar vilja eindregið
hefja olíuviðskipti á ný við Ir-
aka og hafa ekki lýst stuðningi
við flugskeytaárásirnar.
Rússar hafa fordæmt árás-
irnar og sögðu blöð í Moskvu
í gær að ástæðan væri ótti við
að miklar skuldir íraka við
Rússa frá Sovétskeiðinu yrðu
aldrei greiddar nema losað yrði
um viðskiptahömlur SÞ.
Þrátt fyrir hörmungar írösku þjóðarinnar virðist Saddam fastur í sessi
Notar manndráp til að
viðhalda óttanum
Reuter
HIJNGUR og vannæring eru hlutskipti írasks almennings og kenna
margir refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna um. Þrátt fyrir það
hefur Saddam haft efni á að láta reisa sér hverja höllina á fætur
annarri. í höfuðborginni Bagdad eru vatnsmálin í ólestri og hér
eru tvær konur að sækja sér neysluvatn í Tígris.
Nikósíu, London. Reuter, The
FYRIR fimm árum beið
Saddam Hussein, for-
seti íraks, niðurlægj-
andi ósigur í Persaflóa-
stríðinu, sem svo er
kallað, en samt hefur
hann enn sömu heljar-
tökin á írösku þjóðinni.
Þótt hann og stjórn
hans séu einangruð frá
umheiminum þá eru
andstæðingar hans svo
sjálfum sér sundur-
þykkir, að honum virð-
ist ekki stafa nein
hætta af þeim í bráð.
íraska konungdæm-
ið leið undir lok 1958
og næsta ár einkennd-
ist af valdaránstilraunum og upp-
reisnum í Kúrdabyggðunum. Var
Saddam, sem þá var á þrítugsaldri,
meðal þeirra, sem reyndu að ráða
Abdel-Karim Kassem forseta af dög-
um 1959, en honum var síðan steypt
fjórum árum síðar af foringjum í
hernum og Baath-flokknum.
Saddam varð varaformaður bylt-
ingarráðsins 1968 með innanríkis-
málin á sinni könnu og næsti áratug-
ur einkenndist af opinberum aftök-
um á gyðingum, grimmilegum of-
sóknum hersins gegn Kúrdum,
handtökum og lífláti þeirra, sem
dirfðust að andmæla stjórninni, og
versnandi samskiptum við Irani.
Þegar Saddam varð forseti 1979
hélt hann áfram á þessari braut með
miklum hreinsunum innan Baath-
flokksins og beinum hernaðarátök-
um við Irani.
Milljón manna í valnum
Þessi styijöld hefur stundum verið
kölluð „Stríðið mikla“, það fyrsta í
þriðja heiminum, og er líkingin sótt
til heimsstyijaldarinnar fyrri. Er það
ekki að ástæðulausu því að átökin
einkenndust af algjöru skeytingar-
leysi stjórnvalda i báðum ríkjunum
um mannfórnirnar en talið er, að
allt að milljón manna hafi fallið á
vígvellinum. Saddam hafði vonast
eftir skjótum sigri en eftir grimmileg
átök í átta ár var uppskeran aðeins
dauði og hörmungar.
Þegar samið var um vopnahlé
1988 var írak skuldunum vafið,
einkum við olíuríkin við Persaflóa,
og Saddam taldi, að
tekjurnar af olíunni
hrykkju ekki til að
greiða af skuldunum,
byggja upp í landinu
eftir stríðið og hrinda í
framkvæmd hugmynd-
um hans um gífurlega
uppbyggingu hersins.
Hann fór því að líta í
kringum sig og komst
að þeirri niðurstöðu, að
nágrannaríkið Kúveit
væri auðveld bráð.
Innrásin í Kúveit
íraskir skriðdrekar
réðust inn í Kúveit 2.
ágúst 1990 og Bandá-
ríkjamenn og bandamenn þeirra
söfnuðu saman hundruðum þúsunda
hermanna í þeirri von, að Saddam
sæi að sér og kallaði herinn heim.
Hann treysti hins vegar á óeiningu
vestrænna ríkja, á uppþot og
óánægju í arabaríkjunum og vonað-
ist til að geta dregið ísraela inn í
stríðið með eldflaugaárásum.
Saddam misreiknaði þetta hrap-
allega og þegar til skarar var látið
skríða stóðu átökin, „Móðir allra
stríða“ í munni Saddams, aðeins í
100 klukkustundir. Leifarnar af
íraska hernum flúðu heim og shítar
í suðurhluta landsins og Kúrdar í
norðurhlutanum gerðu uppreisn.
Síðan hafa Kúrdasvæðin notið
verndar vestrænna ríkja.
Með vopnahlésskilmálunum féll-
ust írakar á að eyðileggja alian bún-
að til framleiðslu gjöreyðingarvopna
en vitað er, að auk umfangsmikillar
efnavopnaáætlunar hafði Saddam
hug á koma sér upp kjarnorkuvopn-
um. Hafa sérstakir sendimenn Sam-
einuðu þjóðanna þetta starf með
höndum en þótt það sé forsenda SÞ
fyrir því, að efnahagslegum refsiað-
gerðum gegn írak verði aflétt, þá
hefur stjórnin í Bagdad gert allt til
að hindra þá í verki.
Refsiaðgerðirnar hafa valdið mikl-
um hörmungum meðal óbreyttra
borgara en Saddam er jafn fastur í
sessi og fyrr og reiðir sig fyrst og
fremst á stuðning síns ættfólks í
Takriti-ættbálknum.
Blóðþorsti Saddams er annálaður.
Kemur það meðal annars fram í
bókinni „Lýðveldi óttans", sem út
kom 1989 undir dulnefninu Shamir
al-Khaiil. Segir þar frá börnum, sem
voru augnstungin til að neyða for-
eldra þeirra eða aðra ættingja til að
játa á sig sakir; frá ráðherrum og
flokksleiðtogum, sem eru neyddir til
að taka þátt í aftökum pólitískra
andstæðinga, og frá fjölskyldum,
sem er gert að greiða fyrir kúlurn-
ar, sem ástvinir þeirra eru líflátnir
með.
Saddam er einangraðri en nokkru
sinni fyrr en um leið miklu hættu-
legri og grimmari en áður. Mann-
dráp eru helsta aðferð hans við að
viðhalda óttanum eins og sýndi sig
þegar tengdasynir hans tveir flýðu
til Jórdaníu á síðasta ári ásamt eig-
inkonum sínum. Þegar þeir sneru
heim aftur vissir um, að þeim hefði
verið fyrirgefið voru eiginkonur
þeirra og dætur Saddams látnar
skilja við þá og þeir síðan skotnir.
Sá Uday, sonur Saddams, um það.
írak varð sérstakt ríki árið 1932
en minnir ennþá mest á fremur
frumstætt og grimmilegt ættbálka-
samfélag, með þeirri undantekn-
ingu þó, að leiðtogi þess ræður yfir
nútímavopnabúnaði. Fengi hann að
ráða myndi hann koma sér upp
kjarnorku-, efna- og lífefnavopnum.
Efnavopnum hefur hann raunar
þegar beitt gegn írönum og Kúrd-
um.
„Það er óttinn, sem heldur þessu
undarlega kerfi saman,“ segir höf-
undur „Lýðveldis óttans". „Hver ein-
ustu samtök, sem ekki eru undir
stjórn flokksins, hafa verið þurrkuð
út. Samfélagið einkennist af einsemd
þeirra, sem ekki þora að hafa eðlileg
samskipti við annað fólk.“
Daily Telegraph.
SADDAM Hussein
Við leysum landfestar 14. nóvember og fram undan er ógleymanlegt frí
Siglt er með einu nýjasta og glæsilegasta skemmtiferðaskipi NCL-flotans MS WINDWARD.
Ferðatilhögun
14. nóv. Síðdegisflug til Fort Lauderdale þar sem gist er í tvær nætur.
16. nóv. Flogið til San Juan á Puerto Rico þar sem MS WINDWARD
bíður. Siglt um Karíbahafið í eina ógleymanlega viku.
24. nóv. Flogið til Orlando og gist þar í þrjár nætur.
27. nóv. Heimflug síðdegis.
Nákvæm leiðarlýsing liggurframmi á söluskrifstofum Úrvals-Útsýnar.
Verð frá 148.900 á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, flugvallarskattar, akstur á milli staða erlendis,
gisting án fæðis í Flórída, skemmtisigling í eina viku með fullu
fæði og allri afþreyingu um borð, hafnargjöld og íslenskfararstjórn.
Fararstjórahjónin vinsælu
Ingvar og Svanborg
leiða hópinn.
URVAL-UTSYN
Lágmtíla 4: stmi 569 9300,
Hafnarfirði: stmi 565 2366, Keflavtk: sitni 421 1353,
Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000
- Oji hjá umboðstnönnum um land allt.