Morgunblaðið - 05.09.1996, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Aldarminning
hógværs meistara
Jón Kaldal: Séra Arnór Jón Kaklal: Dr. Helgi Jón Kaldal: Jóhannes
Arnason, Hvammi í Lax- Pjeturs, jarðfræðingur. Kjarval. Um 1939.
árdal. Um 1930. Um 1940-44.
MYNPLIST
Nýlistasafnið
LJÓSMYNDIR
Jón Kaldal — yfirlitssýning. Opið kl. 14-18
alla daga til 15. septomber; aðgangur kr. 200,
sýningarskrá kr. 2500.
ÞAÐ er óvenjuleg sýning sem nú fyllir
sali Nýlistasafnsins við Vatnsstíg — óvenju-
leg í samhengi þeirrar listar sem þar er
oftast í fyrirrúmi. Tengslin við starf safns-
ins eru þó skýr; hér er á ferðinni sýning
helguð mikilvægu framlagi einstaklings til
íslenskrar listasögu, listsköpun sem er í senn
tímalaus og ætíð ferskt — en þannig list
hlýtur að vera helsta markmið safnsins að
ýta undir.
Nafn Jóns Kaldals kann að vera framandi
ýmsum hinna yngstu sem gjarna sækja þenn-
an stað en er þeim mun kunnara meðal hinna
eldri. Jón rak ljósmyndastofu í Reykjavík í
nær hálfa öld og þar tók hann myndir af
þúsundum einstaklinga; þær myndir sem
þjóðin þekkir best af merkustu skáldum, lista-
mönnum og stjómmálaforingjum aldarinnar
eru nær allar frá Kaldal komnar. Jón var
einn af stofnendum Ljósmyndarafélags ís-
lands 1926 og varð heiðursfélagi þess hálfri
öld síðar; og loks varð hann fyrsti einstakling-
urinn til að halda hér einkasýningu á ljós-
myndum þegar hann opnaði sýninguna
„Svart og hvítt“ árið 1966.
í fræðandi og skemmtilegri ritsmíð í sýn-
ingarskrá kemur Einar Falur Ingólfsson beint
að kjarnanum: Jón Kaldal var fyrst og síð-
ast portrettljósmyndari. „Ljósmyndarinn bar
ákaflega mikla virðingu fyrir fólki; fólk var
efniviðurinn sem hann vann úr alla tíð. I
bestu portrettmyndum sínum dregur hann
einkenni fólksins fram og skapar sterk blæ-
brigði með lýsingunni, en á henni hafði hann
mikið vald og vissi hvernig átti að beita.“
Staðfesting þessa kemur best fram í þeim
rúmlega eitt hundrað myndum sem fylla
sýninguna. Hér ber fyrir augu sterkan svip,
alvarlegt yfirbragð, hvasst tillit eða trega-
blandað; það er eins og kátína eða hlátur
hafi tæpast átt við það fólk sem Jón mynd-
aði, heldur er það sem upphafið í þeirri virð-
ingu sem ljósmyndarinn ljær því. Og þetta
síðastnefnda á ekki aðeins við landsþekktar
persónur, heldur ekki síður við ábúðarmikla
bændur, sjómenn og sérstaka persónuleika,
sem hann sat um að ná að ljósmynda.
í þessu mikla safni væri leikur einn að
benda á fjölmörg meistaraverk en hér verða
fáeinar tilvísanir að duga. Myndin af séra
Arnóri Árnasyni frá Hvammi í Laxárdal
(nr. 15) er dæmi um allt hið besta í persónu-
ljósmyndun; sterkan svip, einfalda umgjörð
og lýsingu sem dregur athyglina að augum
sem þekkja allt, skilja allt — geyma sögu
aldanna. Myndir af tregablöndnu skáldinu
(Steinn Steinarr, nr. 8), björtum svip fræði-
mannsins (Dr. Helgi Pjeturs, jarðfræðingur,
nr. 28), angist listamannsins (Jóhannes
Kjarval, nr. 22), íbyggnu andliti stjórnmála-
foringjans (Jónas Jónsson frá Hriflu, nr. 33)
og veðurbörðum vanga fjallamannsins (Guð-
mundur Einarsson frá Miðdal, nr. 64) eru
allt dæmi um sterkustu þætti myndgerðar
Jóns Kaldal. Þar ráða einföld uppsetning,
dökk prentun myndanna og loks skarpur
augnasvipur, sem er lykiilinn að öllu saman,
eins og ljósmyndarinn sagði sjálfur í sjón-
varpsviðtali: „Ef augun eru ekki í lagi finnst
mér bara ekkert varið í myndina — augun
þurfa fyrst og fremst að vera góð.“
Augun í þeim myndum sem hér hafa
verið valdar eru vissulega góð; jafnvel kisa
(nr. 58) verður eftiiTninhileg fyrir augun.
Jón tók nær allar mannamyndir sínar á
ljósmyndastofunni, við næsta frumlegar
aðstæður; einföld vél, umgjörð og lýsing.
Árangurinn var því ekki að þakka tækni,
heldur kunnáttu og reynslu listamannsins,
sem úrvinnsla og listræn hæfni sá um að
koma til skila í ljósmyndunum sjálfum.
Hann tók einnig myndir úti í þjóðfélaginu —
í verksmiðjum, verslunum eða utan dyra,
og vegna þeirra vakna upp spurningar um
hvers vegna hann gerði ekki meira af slíku.
Svarið felst líklegast í áhuga hans á fólkinu
handan linsunnar; hann vildi gera einstakl-
ingnum þau bestu skil sem hægt var — og
gerði það best í því vinnuumhverfi stofunn-
ar sem þjónaði honum óslitið í nær hálfa öld.
í setustofu Nýlistasafnsins hefur ýmsum
gripum úr þessu umhverfi verið komið fyrir
og er líklegt að yngri ljósmyndurum þyki
lítið til koma. Vélarnar bera þó aldurinn
vel, eru traustar og sterklegar — dyggir
þjónar þeim sem kann með að fara. Hér er
einnig hægt að skoða myndband með sjón-
varpsviðtali við listamanninn vegna sýningar
hans 1966; þar kemur margt fram um við-
horf hans til miðilsins og þeirrar listar sem
ljósmyndunin vissulega er.
Ekki verður skilið við þessa sýningu án
þess að sýningarnefndin fái sérstakt hrós
fyrir þær einföldu en áhrifamiklu breytingar
sem hafa verið gerðar á sölum Nýlistasafns-
ins í tilefni hennar. Gluggar hafa verið
byrgðir og veggir málaðir; horfinn er hinn
náhvíti litur verksmiðjusalanna og í staðir
ríkir mildur grámi sem líkt og skerpir sjón-
ina hjá þeim sem inn koma. Sérstaklega
uppsett lýsing verður síðan til að kóróna
breytinguna, og myndar fullkominn bak-
grunn fyrir dökkar ljósmyndirnar. I þessum
ham öðlast salir safnsins nýtt líf og ættu
að geta þjónað með góðum árangri mun
fjölbreyttari list en fyrr.
í tengslum við sýninguna hefur einnig
verið gefin út vegleg bók með myndum Jón
Kaldal undir ritstjórn nafna hans og barna-
barns. Þessi bók er að mörgu leyti ítarlegri
og fróðlegri en sú bók sem gefin var út um
ljósmyndir Kaldal 1982, og ræður þar mestu
fjölbreyttara myndaval, áðurnefnd ritgerð
Einars Fals Ingólfssonar um ljósmyndarann
og list hans sem og æviágrip. Bókinni fylg-
ir einnig textainnlegg á ensku þannig að
hún ætti að eiga markað víðar en meðal
íslenskra unnenda góðrar ljósmyndunar.
Loks ber að nefna að prentun myndanna
(og pappírsval) hefur tekist með miklum
ágætum, þannig að dökkar ímyndirnar skiia
sér ekki síður en í þeim stækkunum, sem
prýða sýninguna sjálfa.
Sýningin var opnuð á aldarafmæli ljós-
myndarans upp á dag; hún mun hafa slegið
aðsóknarmet í Nýlistasafninu þegar á fyrstu
sýningarhelgi og á það sannarlega skilið.
Hér getur að líta listilega unna persónusköp-
un í ljósmyndun þar sem árangurinn byggð-
ist fyrst og fremst á listrænu innsæi, þol-
gæði og geysilegri tilfinningu ljósmyndarans
fyrir leyndardómum miðilsins.
Slík list er góð áminning um gildi ljós-
myndarinnar, nú þegar æ fullkomnari tölvu-
tækni er vel á veg komin með að véfengja
alla myndræna sköpun — það er maðurinn
en ekki tæknin sem ræður hinum endanlega
árangri.
Listunnendur eru hvattir til að fjölmenna
á þessa merku sýningu verka hins hógværa
meistara sem undirritaður telur hiklaust
með merkustu viðburðum ársins í íslenskri
myndlist.
Eiríkur Þorláksson
Frjálsir o g óháðir
tónlistarmenn
Strengjakvartettar njóta æ meirí vinsælda enda
segja tónlistarmennimir þá veita mögnleika á
meira sjálfstæði í túlkun og að einstaklingnrinn
njóti sín betur en í sinfóníuhljómsveit.
SKAMPA-kvartettinn hefur náð langt í Bretlandi.
ÞEGAR nýjasti geisladiskur
Bjarkar Guðmundsdóttur, „Post“,
kom út fyrir rúmu ári, kvað við
nýjan en þó einkennilega kunnu-
legan tón; hljóm strengjakvartetts.
Og þetta var ef til vill skýrasta
dæmið um það að þeir eru að kom-
ast aftur í tísku, að því er segir í
The European.
Samstarf Brodsky-kvartettsins
og Bjarkar heldur áfram en áður
hafði kvartettinn komið fram með
Paul McCartney og Elvis Costello.
Og bandaríski Kronos-kvartettinn,
sem tekur stuttermaboli fram yfir
kjólföt, hefur unnið með framúr-
stefnulegum tónlistarmönnum á
borð við Kraftwerk og Steve
Reich.
Kvartettar áberandi á
tónlistarhátíðum
Þessi samvinna virðist ekki vera
dæmi um það að sígild tónlist
hafi verið verið soðin niður svo að
poppunendur geti melt hana og
henni því fórnað á altari poppsins.
„Síður en svo,“ segir Ian Belton,
fiðluleikari í Kronos-kvartettinum.
„Þegar við komum fram með El-
vis Costello á Spáni, urðu áhorf-
endur svo hrifnir að þeir mættu á
Sjostakovitsj-tónleika sem við
héldum daginn eftir.“
Hinar auknu vinsældir strengja-
kvartetta hafa orðið ungum tón-
listarmönnum hvatning til að
stofna slíka kvartetta. Þessa hefur
séð stað á tónlistarhátíðum sum-
arsins, en leikur strengjakvartetta
hefur verið áberandi á efnisskrám
margra þeirra. Flestir halda sig á
hefðbundnari nótum en Brodsky-
kvartettinn og njóta þessir oft á
tíðum frísklegu kvartettar meiri
vinsælda en þeir hafa gert frá því
á ljórða áratugnum.
Tengsl tónlistarsmekks og
slj órnmálaástands?
George Zeisel stofnaði Pro-
Quartet árið 1987, sjóð til að auka
vöxt og viðgang kammertónlistar.
Hann segir að fyrir tveimur ára-
tugum hafi kammermúsík aðeins
vakið áhuga þröngs hóps áhorf-
enda, „elítunnar". Telur hann að
tónlistarsmekkur fólks endur-
speglist í stjórnmálaástandi hvers
tíma. Kammertónlist hafi t.d. tekið
við sér um svipað leyti og ógnar-
stjórn kommúnista í Evrópu leið
undir lok. „Þegar ný ríki fóru að
lýsa yfir sjálfstæði, höfðuðu raddir
fögurra einstaklinga mun frekar
til tónleikagesta en samhljómur
stórrar sinfóníuhljómsveitar," seg-
ir Seisel.
Jonas Krejci, 27 ára gamall
sellóleikari í hinum tékkneska
Skampa- kvartett, tekur undir það
að sjálfstæði, pólitískt sem per-
sónulegt, hafi mikið aðdráttarafl
fyrir tónlistarmenn. „Ég gekk til
liðs við kvartettinn þvi mér fannst
sinfóníuhljómsveit of ópersónuleg
og mér fannst ég ekki geta komið
hugmyndum mínum á framfæri
þegar ég var einn í sextíu manna
hópi.“
Ungir tékkneskir námsmenn
stofnuðu Skampa-kvartettinn árið
1989 og hefur hann náð tölu-
verðri viðurkenningu í Evrópu,
ekki síst Bretlandi. Krejci viður-
kennir þó að það sé enginn dans
á rósum að koma sér á framfæri.
Menn njóti ekki sömu verndar og
í sinfóníuhljómsveit og ekki sömu
athygli og einleikarar. í upphafi
æfi menn sleitulaust án þess að
til komi nokkur umbun. Og þannig
verði það að vera, dreifi menn
kröftum sínum og reyni að kenna
með eða leika í öðrum hljómsveit-
um, nái kvartettinn aldrei viðun-
andi árangri.
Náið samstarf
Og samstarfið getur tekið á
taugarnar enda mjög náið. Auk
þess að æfa allan daginn, geta
kvartettarnir verið á tónleika-
ferðalögum svo mánuðum skiptir.
Líkir Krejci samstarfinu við
hjónaband og segir óhjákvæmi-
legt að hraustlega blási í sam-
starfinu. Það hefur gengið vel í
Skampa-kvartettinum, svo mjög
að meðlimir hans fara stundum í
frí saman.
Slík tilhugsun er Vicci Ward-
man, víóluleikara Sorrel-kvart-
ettsins, hins vegar ekki að skapi.
Hún segir tónlistarmennina leggja
mikla áherslu á að halda einkalífi
sínu fyrir utan samstarfið, annars
verði álagið einfaldlega of mikið.
Sorrel-kvartettinn sé eingöngu
skipaður konum, svo að hættan
sé lítil á því að stofnað verði til
ástarsambanda, en hún sé að jafn-
aði mjög mikil vegna þess hversu
mikil tilfinningaspenna fylgi því
að leika saman í kvartett.
Sorrel- og Skampa-kvartettarn-
ir halda sig báðir við sígilda efnis-
skrá en hafa hins vegar látið hinn
hefðbundna kvöldklæðnað, kjólföt
og síðkjóla, lönd og leið á tónleik-
um. Hins vegar segjast tónlistar-
mennirnir í báðum kvartettum
gera sér fulla grein fyrir því að
þeim beri að kynna nýja tónlist
fyrir áheyrendum, til að sýna fram
á að kvartettarnir hafi eitthvað
að segja, fram að færa.
Æ meira máli skiptir að skapa
sér sérstöðu, í tónlistinni eða jafn-
vel klæðaburði. Brodsky-kvartett-
inn var stofnaður þegar meðlimir
hans voru enn í barnaskóla og
töldu að þeir hlytu ekki viðurkenn-
ingu fyrr en þeir yrðu gamlir og
lúnir. Þeir létu hefðbundinn
klæðnaðinn róa því þeir voru and-
vígir rykföllnu yfirbragði kvartett-
anna og gerðu óhræddir tilraunir
með nýja tónlist. Enda hafa þeir
vakið furðu en áhuga margra sem
hafa sér til undrunar heyrt að
„hipparnir" væru í raun afbragðs
klassískir tónlistarmenn.