Morgunblaðið - 05.09.1996, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.09.1996, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 31 Hádegisverð- arboð í Vasa íslenzkir og finnskir listamenn lögðu saman í sérstæða sýningu í Pandora leikhúsinu í Vaasa í Finnlandi. Sýningin var byggð á leikriti Ant- ons Tjechovs; Þrjár systur. Kjartan Einarsson heimsótti systumar og segir að í „Gestaboði ’96“ hafi dulúð íslenskrar listar mætt fínnskri hönnun. Ólíkir heimar sem þó skapi fallega heild svo útkoman verður sannkölluð listaveisla. KARLAKÓR Reykjavíkur Karlakór Reykjavíkur ÉG STEND ásamt 13 öðrum fyrir utan leikhúsið Pandora í Vaasa í Finnlandi. -Sólin sendir fyrstu morgunkveðju yfir borgina og lof- orð um heitan síðsumardag. Á meðal okkar eru tvær konur sem skera sig úr hópnum og fanga þar af leiðandi athygli allra. Þetta eru dætur Tjechovs, systurnar Mjasa (Kristiina Hurmeinta) og Olga (Jórunn Sigurðardóttir). Dökk- klæddar og dularfullar svífa þær um á meðal okkar og leiða okkur síðan inn í húsið. Ég fyllist spenn- ingi og örlitlum kvíða þegar ég stíg inn í lítið og dimmt herbergi. En fljótlega lifnar herbergið við, fyllist ótal ljósum, sem dansa um í ýmsum litbrigðum og formum, og undarlegum hljóðum, sem stökkva fram úr öllum hornum þegar minnst varir. Við erum leidd í gegnum tvö herbergi og komum inn í það þriðja, þar sem aflangt, þungt steinborð, bíður okkar ásamt fjórtán stólum. Spennan magnast. Dulræn tónlist og leikhljóð fylla hvern kima, ljósin töfra fram borðdúk á borðið og Olga leggur sjöl yfir axlir okkar. Það er engu líkara en ég hafi villst inn á trúarathöfn hjá einhveij- um hinna fjölmörgu sértrúarsafn- aða í Austurbotninum. En þó svo ótti minn reynist óþarfur var magn- að að upplifa þessa gífurlegu spennu og eftirvæntingu ásamt öðrum sýningargestum. Eftir að sest var tii borðs urðum við smám saman hluti af sýning- unni. Gestir systranna, áhorfendur og leikarar á sviðinu - gestir, sem kjólklæddir þjónar og systurnar dönsuðu í kringum - og reyndu að gera allt til hæfis. Heiðursgestir sem nutu þess að fá listaverk, í föstu og fljótandi formi, borin á borð. Hugmyndin fæddist á veitingahúsi í Reykjavík Gestaboð ’96 eða PIDOT’96 GÁSTABUD eins og sýningin heit- ir á tungumáli innfæddra, er bland- að listform, þar sem leiklist, grafík, textílhönnun, glerlist, ljóshönnun, matargerð og hönnun á hnífapör- um, borði og stólum skapa eina heild. Sýning, þar sem ólíkir lista- menn leggja saman krafta sína og setja saman ólíka listir í annað samhengi en við erum vön að sjá og heyra. Aðal driffjöðrin að baki alls þessa er kona að nafni Kristiina Hurmeinta sem orðin er goðsögn í lifanda lífi á meðal íbúa í Austur- botninum. Auk þess að vera aðal- manneskjan að baki Pandoraleik- húsinu hefur hún á síðustu árum unnið að ýmsum verkefnum sem stuðlað hafa að því að minnka at- vinnuleysi í héraðinu. Kennt íbúun- um að meta eigin menningararf, nálgast listina og gefið þeim þor til að takast á við breytta tíma. Árið 1993 tók hún þátt í verkefn- inu „Norræn æska, norræn list“ ásamt fleiri listamönnum og kynnt- ist þá Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur textílhönnuði. Kynni þeirra hafa síðan leitt til frekara samstarfs. Saman unnu þær, ásamt pólsku listafólki, að verki, sem sýnt var fyrir ári undir berum himni í Rauð- hólunum. En hugmyndin að Gesta- boði ’96 fæddist fyrir rúmu ári á veitingahúsi í Reykjavík þar sem Helga Pálína og Krisiina sátu ásamt Jórunni Sigurðardóttur og ræddu um listina og galdurinn við að laga góðan mat. Til samstarfs við sig fengu þær síðan Dröfn Friðfinnsdóttur, grafí- ker og leirlistakonuna Margréti Jónsdóttur, fjóra hönnuði frá hönn- unarmiðstöðinni Muova, Hótel- og veitingaskólann í Vaasa, Annikki Luukela ljóslistakonu, tónskáldið Heikki Laitinen og fleiri. Gestaboð ’96 er byggt á leikriti Antons Tjechovs; Þrjár systur. Leikritið fjallar um systurnar Olgu, Irenu og Majsu sem búa einar á stórum herragarði í Rússlandi eftir að foreldrar þeirra hafa fallið frá. Draumur þeirra er að komast burt, helst til Moskvu því í Moskvu halda þær að allir draumar rætist. Þrjár máltíðir þrjár sýningar Gestaboðið er þijár sýningar og tekur hver sýning um eina og hálfa klukkustund. Morgunverðurinn er þáttur Olgu, þar sem allur borðbúnaður, matur og textílverk eru gerð með persónu hennar í huga. Hún er elst systr- anna, jarðbundin, og því eru hnífa- pör úr silfri með koparskreytingum, diskar í jarðlitum, sjölin úr hör og rauðbrún að lit, maturinn hollustan ein. Hádegisverðurinn táknar Irenu. Ung, ástfangin en veit kannski ekki hvað hún elskar. Maturinn er fiskur, hnífapör úr gljáandi silfri, kristaltær glös, ljósir diskar og slæður úr silki. Síðan er kvöldverðurinn - Majsa. Óhamingjusöm í hjónaband- inu, vill fá eitthvað meira út úr líf- inu. Maturinn samanstendur af villibráð úr skóginum. Diskarnir dökkbláir með gullröndum, hnífap- örin skreytt gulli, sjöl úr leðri. Tólf áhorfendur/gestir komast á hveija sýningu og vei'ða hluti af sýningunni. Kristiina leikur á finnsku en Jórunn á sænsku. Leik- þættirnir hafa sinn fasta texta en einnig nota þær spuna. Kristiina hefur lagt mikið up úr því að maturinn sé sóttur beint til framleiðenda, því hafa sjómenn, veiðimenn, bændur og blómarækt- endur héraðsins lagt hönd á plóg og tólf sveitarfélög Vaasahéraðs hafa lagt sitt af mörkum ásamt fjölda fyrirtækja og einstaklinga. Finnsku dagblöðin Helsinki Sanomat, Ilta Sanomat og Vasa- bladet hafa skrifað mjög lofsverðar greinar um Gestaboðið ’96 og m.a. nefnt sýninguna merkilegasta menningarviðburð haustsins. Blöð- in nefna einnig að matur og drykk- ir sem á borð eru bornir eigi eftir að færa Finnum nútíma matar- menningu. En nú þegar er hafin framleiðsla á birkisnafsi og köku þar sem birkifræ eru hluti af upp- skriftinni. Plata með Diddú Kristni og Kristjáni VETRARSTARF Karlakórs Reykjavíkur, sem nú er að hefja 71. starfsár sitt, hefst með því að kórinn leggur síðustu hönd á hljóð- ritun geisladisks þar sem Kristinn Sigmundsson, Kristján Jóhanns- son og Sigrún Hjálmtýsdsóttir syngja ásamt kórnum ýmis þekkt og vinsæl lög. Kórinn syngur í Stykkishólms- kirkju laugardaginn 19. október nk. Einsöngvari verður Sigrún Hjálmstýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó. Vortónleikar verða í marsmánuði og stefnt er að söngferð út á land næsta vor. Félagar í Karlakór Reykjavíkur eru rúmlega 60 talsins. Formaður kórsins er Bjarni Reynarsson og söngstjóri er Friðrik S. Kristins- Kristinn Sigrún Kristján Sigmundsson Hjálmtýsdóttir Jóhannsson son. Kórinn er að byggja tónlistar- samstarfsaðilum svo að ljúka megi hús í Skógarhlíð 20 og leitar eftir verkinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.