Morgunblaðið - 05.09.1996, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDl
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SADDAM SVARAÐ
VIÐBRÖGÐ Bandaríkjastjórnar við árásum hersveita
Saddams Husseins íraksforseta á höfuðvígi Kúrda
í norðurhluta Irak hafa verið varfærnisleg en ákveðin.
Tugum stýriflauga hefur verið skotið á hernaðarleg
skotmörk í suðurhluta Iraks og flugbannssvæðið, sem
komið var á í kjölfar Persaflóastríðsins, stækkað.
Með þessu sýnir Clinton Bandaríkjaforseti Saddam
fram á að hernaður hans gegn Kúrdum verði ekki lið-
inn. Með því að ráðast á skotmörk í Suður-írak kemst
hann hins vegar hjá því að blanda Bandaríkjaher inn í
innbyrðis átök Kúrda. Á sama tíma er öryggi þeirra,
er tryggja eiga að flugbannið sé virt, aukið með árásum
á írösk hernaðarmannvirki.
Saddam Hussein hefur reynst þrautseigur andstæð-
ingur Vesturlanda. Óútreiknanlegur en jafnframt sein-
heppinn. Aftur og aftur virðist hann vanmeta viðbrögð
umheimsins. Hann virtist á sínum tíma fullviss um að
hann kæmist upp með að hernema Kúveit. Það er einn-
ig mat sumra sérfræðinga að hann hafi talið bandaríska
Ieiðtoga of upptekna af yfirvofandi forsetakosningum
til að hætta sér út í afskipti af hernaði hans.
Það hefur oft áður sýnt sig í bandarískum stjórnmál-
um að forseti getur aukið fylgi sitt verulega með því
að sýna ákveðni á alþjóðavettvangi. Skoðanakannanir
í Bandaríkjunum benda til að það eigi við í þessu til-
viki sem öðrum. Sagan sýnir hins vegar einnig að dæm-
ið getur verið fljótt að snúast við. Má nefna misheppn-
aða tilraun Jimmy Carters til að frelsa bandaríska gísla
í íran og ófarir bandaríska herliðsins í Sómalíu, er áttu
ríkan þátt í að draga úr stuðningi við George Bush.
Það ætti því ekki að koma á óvart að Bandaríkjaher
beiti nú einungis ómönnuðum stýriflaugum í árásunum
á írak. Clinton hefur hins vegar sýnt að hann hyggst
ekki láta Saddam komast upp með frekari yfirgang og
að hart verður látið mæta hörðu.
LEIÐAKERFISVR
BREYTINGAR voru gerðar á leiðakerfi Strætisvagna
Reykjavíkur 15. ágúst síðastliðinn og nú í sept-
emberbyrjun hefur þetta nýja kerfi gengið í gegnum
sína fyrstu eldskírn, ef svo má að orði komast. í sam-
bandi við byrjun skólaárs eykst álagið á leiðakerfið gíf-
urlega og samfara þessum mikla annapunkti hefur
bryddað á talsverðri gagnrýni á nýja leiðakerfið.
Þar eru vagnstjórar fremstir í flokki. Sigurbjörn
Halldórsson, annar trúnaðarmanna vagnstjóra, segir í
samtali við Morgunblaðið í gær: „Þessa erfiðleika er
ekki hægt að skýra með því, að nú sé annatíminn byrj-
aður. Það gengur ekki, að við séum með tímatöflur í
höndunum, sem ekkert er að marka. Það getur vel ver-
ið, að þær gangi upp í tölvum en þeir sem leika sér í
þeim hafa engin réttindi til að keyra strætisvagn.“
Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, segir hins vegar í
samtali við Morgunblaðið í gær: „Þegar nýja leiðakerf-
ið var undirbúið létum við reynda vag-nstjóra keyra all-
ar strætóleiðir og tímamæla þær. I flestum tilfellum
er tíminn áætlaður eins og í gamla kerfinu, en stundum
mínútu Iengur eða skemur.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem breytingar á leiða-
kerfi strætisvagna valda óánægju hjá vagnstjórum.
Vonandi tekst að mæta þessari óánægju hjá þessu mikil-
væga þjónustufyrirtæki og sníða af þá agnúa á hinu
nýja kerfi, sem upp kunna að koma. Hins vegar er
bersýnilegt að samband stjórnenda og starfsmanna
mætti vera betra. Þannig segir forstjóri SVR í samtali
við Morgunblaðið í gær um óánægju vagnstjóra: „Fjöl-
miðlar fengu fyrst að heyra þetta og ég varð að fá
fréttatilkynningu frá vagnstjórum senda frá einum
fjölmiðlanna.“
Trúnaðarmaður vagnstjóra segir hins vegar: „Stjórn-
endur SVR hafa ekki sýnt neina tilburði til að hafa
samband við trúnaðarmenn.“
Morgunblaðið/RAX
NÝTT Dómhús Hæstaréttar við Arnarhól séð úr lofti.
Nýtt Dómhús
Hæstaréttar
við Arnarhól
Nýtt Dómhús Hæstaréttar við Amarhól verð-
ur tekið formlega í notkun í dag. Bygging
hússins hefur gengið fljótt og vel fyrir sig
því fyrsta skóflustungan var tekin fyrir rúm-
um tveimur árum og homsteinn var lagður
að húsinu fyrir um þremur missemm.
SÉÐ inn í aðaldómsal Dómhúss Hæstaréttar. Salinn prýðir glerlis
HIÐ nýja Dómhús Hæstarétt-
ar við Arnarhó! stendur á
horni Ingólfsstrætis og
Lindargötu gegnt Arn-
arhváli og markast lóðin að auki af
Þjóðleikhúsinu að austan og af Safna-
húsinu við Hverfisgötu að sunnan.
Húsið er rúmir 2.600 fermetrar á
þremur hæðum auk kjallara. Það
stendur nyrst í byggingarreitnum til
þess að gefa Safnahúsinu aukið rými
og til að mynda skjólgóðan garð milli
þess og Dómhússins. Húsið er byggt
í svipaðri hæð og Arnarhváll. Það er
breiðast og hæst að vestanverðu, en
lækkar til austurs og endar í þak-
garði á lágbyggingu næst Þjóðleikhús-
inu. Staðsetning hússins verður jafn-
framt til þess að styrkja götulínu Lind-
argötu, þar sem hún opnast til vest-
urs við Ingólfsstrætið.
Dómhúsið stendur næst Arnarhváli
við Ingólfsstrætið en vesturgaflinum
er snúið í tvær gráður til austurs til
þess að inngangur í Arnahvál sjáist
víðar að. Suðurhlið hússins hallar og
tengist þannig garðinum að sunnan-
verðu með beinni hætti. Að utan er
húsið klætt grágrýti og forveðruðum
eir, sægrænum að lit. Grágrýtið er
með brotnu hijúfu yfirborði næst
jörðu, en sagað þar sem það nær
hæst. Léttslípað gabbró er notað á
nokkrum áherslustöðum og tengir
saman grágrýtið og sægræna kopar-
klæðninguna. Bæði grágrýtið og
gabbróið eru íslensk efni og er gabbró-
ið til dæmis sótt austur í Hornafjörð.
Aðalinngangur er á suðvesturhorni
upp nokkur þrep frá Ingólfsstræti.
Komið er inn í afgreiðslu Hæstarétt-
ar, þar sem er að finna skrifstofu
réttarins, aðstöðu fyrir dómverði, auk
fatahengis, kaffíaðstöðu og snyrting-
ar. Þaðan liggur aflíðandi braut upp
hálfa hæð að stærri dómsa! af tveim-
ur og síðan áfram að minni dómsal,
þingsal og móttökuherbergi forseta
Hæstaréttar við enda brautarinnar.
Brautin er í háu, opnu rými sem teng-
ir saman alla þá hluta hússins sem
almenningur á aðgang að. Þar er einn-
ig að finna aðstöðu fyrir lögmenn og
viðtalsherbergi þeirra í lágbyggingu í
austurenda hússins og hafa þeir bein-
an aðgang að aðaldómsal um norð-
austurenda hans.
Skilið á milli starfsaðstöðu
og almennings
I allri hönnun Dómhússins er þess
gætt að skilja vandlega milli dómara
og starfsaðstöðu þeirra annars vegar
og aðgöngu almennings að húsinu
hins vegar. Þannig mynda skilrúm í
dómsölunum nokkurs konar vébönd.
Dómarar koma inn í dómsalinn um
sérstakar dyr og þar fyrir innan er
að finna búningaherbergi fyrir þá og
setustofu. Inngangur dómara og ann-
arra starfsmanna í húsið er á miðri
norðurhlið hússins og eru hæðir húss-
ins þar tengdar saman með stiga-
gangi og lyftu. Skrifstofur dómara,
aðstoðarmanna þeirra og ritara eru á
þriðju hæð hússins og þar er einnig
að finna fundarherbergi og bókasafn.
í kjallara eru skjalageymslur, tækni-
rými, ræstimiðstöð og húsgeymsla, en
í austurhluta, sem er iítilega niður-
grafinn, er að finna bílageymslu með
tólf bílastæðum.
Allar innréttingar í húsinu eru úr
eik. Hana er einnig víða að finna í
þiljum og á gólfum, en auk þess eru
gólf steypt og með dúkum. Stál er í
handriðum og er áferð þess Iátin halda
sér. Veggir eru sums staðar pússaðir,
en á stöku stað ná htjúfari efni yfir-
höndinni, til dæmis þar sem steypuyf-
irborð er látið halda sér.
Byggitigarsagan
Hið nýja Dómhús Hæstaréttar við
Arnarhól á sér frekar stutta forsögu
eins og fyrr sagði. Á síðasta áratug
var ljóst orðið að hús Hæstaréttar við
Lindargötu dugði ekki lengur vegna
mikillar fjölgunar mála, en dómurum
hafði fjölgað úr fimm í níu og dómur-
inn var farinn að starfa í tveimur
deildum eftir að hafa starfað í einni
áður. Á árinu 1991 var skipuð nefnd
til þess að huga að framtíðarhúsnæði
fyrir Hæstarétt og var Þorsteinn
Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmála-
ráðuneytinu, formaður nefndarinnar.
Húsinu var valinn staður á horninu á
Lindargötu og Ingólfsstræti og
snemma árs 1992 samþykkti ríkis-
stjórnin að nýtt hús skuli byggt. Síðla
sama árs er byggingarnefnd fyrir
húsið skipuð, en í henni áttu sæti
Dagný Leifsdóttir, deildarstjóri í
dómsmálaráðuneytinu, sem er for-
maður, hæstaréttardómararnir Garð-
ar Gíslason og Hrafn Bragason, Garð-
ar Halldórsson, Húsameistari ríkisins,
Steindór Guðmundsson, forstjóri
Framkvæmdasýslu rikisins, Þórhallur
Arason, skrifstofustjóri í fjármála-
ráðuneytinu, og Þorleifur Pálsson,
sýslumaður.