Morgunblaðið - 05.09.1996, Síða 33

Morgunblaðið - 05.09.1996, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 33 Morgunblaðið/Árni Sæberg FUNDARSALUR dómara á 3. hæð dómhússins. SKRIFSTOFA eins af dómurum Hæstaréttar. MINNI dómsalur hins nýja Dómhúss Hæstaréttar við Arnarhól. Á veggnum er gifsíistaverk eftir Svövu Björnsdóttur. Morgunblaðið/Guðmundur Ingólfsson taverk eftir Leif Breiðfjörð. Nefndin efndi til samkeppni meðal arkitekta á árinu 1993 og varð hug- mynd arkitektanna Margrétar Harð- ardóttur og Steves Christers hlut- skörpust. I framhaldinu var fram- kvæmd verksins falin Framkvæmda- sýslu ríkisins í samvinnu við bygging- arnefnd og 15. júlí 1994 tók Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, fyrstu skóflustungu að byggingunni. Rúmu misseri síðar, 15. febrúar 1995, legg- ur dómsmálaráðherra hornstein að húsinu á 75 ára afmæli Hæstaréttar og í dag, 5. september 1996, fær Hæstiréttur húsið afhent. Innan kostnaðaráætlunar Framreiknaður byggingarkostnað- ur hússins samkvæmt áætlun í ágúst- mánuði 1993 nernur um 480 milljón- um króna og er ljóst að endanlegur kostnaður við bygginguna er innan þeirrar áætlunar, samkvæmt upplýs- ingum Framkvæmdasýslu ríkisins. Fjölmargir hafa lagt hönd á plóginn við bygginguna. Eins og fyrr sagði eru arkitektar hússins Margrét Harð- ardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda. Verktakafyrirtækið Ár- mannsfell hefur annast byggingu hússins, Línuhönnun hf. sá um burð- arþolshönnun, Almenna verkfræði- stofan hf. um lagnahönnun, Verk- fræðistofan önn hf. annaðist hljóð- hönnun og Rafteikning hf. raflagna- hönnun. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um jarðvinnu og Heimir og Þorgeir ehf. um frágang lóðar. í fyrsta verkáfanga var lokið við uppsteypu, klæðningu að utan, ísetn- ingu á gluggum, frágang á þaki og annað það sem tengist ytra byrði. I síðari verkáfanga var lokið við frá- gang innanhúss, svo sem innveggi, gólfílagnir og niðurtekin loft. Ótal smærri verktakar hafa komið að verkinu. Þeir eru: Epal ehf., Á. Guðmundsson ehf., Ásberg, Grein ehf., Penninn hf., Straumur ehf., Gluggasmiðjan, S. Helgason, stein- smiðja, Árvík-Otis lyftur, Panilofnar ehf., Frostverk, Trésmiðja Ármanns- fells, G.E. verktakar, Beykir, Eiríkur Tryggvason, Sölvi M. Egilsson, Vél- smiðja Einars Guðbrandssonar, Vél- smiðja Konráðs Jónssonar, Guðbjörn Þór Ævarsson, Sigbjörn H. Pálsson, Guðjón Samúelsson, Járnsmiðja Óðins Gunnarssonar, Suðulist, Þorkell Ein- arsson, Nýheiji hf., Póstur og sími, K.K. blikk ehf., Eldhús og bað, Gler- tækni, Z-brautir og gluggatjöld, Stál- prýði, Ísloft-Blikk og stál, Húsalagnir, Innviðir, Trésmiðjan Borg, Þakpappa- þjónustan, Bergur Sandhojt, Teppa- land, Harðviðarval, Arnar Óskarsson, Rafsel, Gísli Benediktsson, Viðar Guð- mundsson, Haraldur Haraldsson, Hús- prýði, Merking og Birgir Halldórsson. Skrifstofur dómara Ritarar r Skrifstofur dómara Vibtalsherbergi x og abstaba lögmanna Abstobar Funda- herbergi w menn dómara Bókasafn Abgangur ab dómsölum er um aflíbandi braut eftir endilangri suburhlib hússins Þingsalur sem hægt er ab nota sem dómsal Formleg móttaka Inngangur starfsfólks Jarbhæb Garbur sem nær ab Safnahúsinu vib Hverfisgötu Aflíbandi braut til dómsala á 2. hæb Abalinngangur ^ er frá Ingólfsstræti Kjallari ji' N''\ j W i- 1 X I ^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.