Morgunblaðið - 05.09.1996, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 05.09.1996, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 39 AÐSENDAR GREIIMAR -1 - ÞÁTTURINN „Sam- félagið í nærmynd“ í Ríkisútvarpinu er að jafnaði góður og at- hyglisverður þáttur, enda vinsæll hjá hlust- endum. Þar var nýverið fjallað um flutning grunnskólans frá rík- inu til sveitarfélag- anna. Meðal viðmæl- enda var m.a. einn al- mennur grunnskóla- kennari. Undirritaður hrökk í kút, þegar stjórnandi þáttarins ávarpaði kennarann eitt sinn í spjallinu með svofelld- um orðum: „Nú hefur þú ekki aðra ábyrgð en þá en að vera bara kennari.“ Þetta minnti ónotalega á það, þegar sagt er: „Hún er bara hús- móðir, þótt húsmóðurstarfið sé eitt ábyrgðarmesta starf þjóðfé- lagsins. Já, „bara kennari" skal það vera og heita, hvað sem raular og tautar, - en það er nú svo, að þeir, sem gerst þekkja til skóla- máia og starfanna innan skólans, gera sér að jafnaði grein fyrir því, að fáir eða engir gegna ábyrgðarmeira starfi innan skóla- kerfisins en hinn almenni kenn- ari. Annað mál er svo það, að almenningur sér þetta sjaldnast. -2- Skólastjórar, fræðslustjórar og fræðsluyfirvöld bera vissulega mikla ábyrgð innan skólakerfisins, en enga þó í líkingu við þá miklu og örlaga- ríku ábyrgð, sem hvílir á herðum kennarans gagnvart hinni uppvaxandi kynslóð. Með starfi kennarans stendur og rís eða fellur veg- ur skólans og virð- ing. Góður og hæfi- leikaríkur kennari er ómetanlegur hveijum skóla. Á hinn bóginn er léleg- ur kennari böl þeim skóla, ,sem verður að sitja uppi með hann, sem því miður var of algéngt, sökum ævir- áðningarinnar. Kannski hefur æviráðningin átt m.a. einhvern þátt í því, hve laun og kjör kenn- ara hafa verið léleg hér á landi, lakari en á nokkru öðru byggðu bóli frændþjóða okkar. -3- Þeir, sem ekki skilja gildi góðr- ar menntunar, sem góður kennari hefur átt ríkan þátt í að skapa, eru eins og blindir kettlingar. Sjá- andi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki og menn af því sauðahúsi hafa oft horn í síðu kennara og þar með skólastarfs- ins. Og enn eimir talsvert eftir af þeim hleypidómum og því skiln- ingsleysi, að kennsla sé létt og löðurmannlegt verk og þeim ein- um ætlandi að sinna, sem ófærir eru til annarra starfa. Þeim, sem Með starfi kennarans, segir Þorgeir Ibseii, stendur og rís eða feliur vegur skólans og virðing. þannig hugsa og slíku halda fram, er gjörsamlega fyrirmunað að skilja, að kennsla og uppeldi, sem er í því fólgið að koma ungu fólki til þroska, séu vegleg viðfangsefni og aðeins færir menn, konur og karlar, með ríka ábyrgðartilfinn- ingu, geta tekið að sér. Þótt skilningsleysið á kennslu og skólastarfi sé harla landlægt hér heima er það ekki eins áber- andi meðal þjóða, sem okkur eru skyldar, þar sem starf kennarans er meira og betur metið en hér. Víða í þeim löndum, þar sem há- menningarbragur er á hlutunum er merki skóla og skólastarfs haldið hátt á loft og starf kennar- ans metið að verðleikum. Enginn hefur þó hlaðið eins miklu lofi á „hinn óþekkta kennara“ eins og Henry Van Dyke (1852-1933), - en lofgjörð hans um „hinn óþekkta kennara", sem birtist á bls. 15 í „Journal of National Education Association" í janúar 1927, er svo í lauslegri þýðingu: Oþekkti kennarinn Með ljóðsöng lofa ég „Óþekkta Kennarann". Miklir hershöfðingjar vinna í orustum, en það er „Oþekkti her- maðurinn", sem vinnur stríðið. Frægir uppeldisfræðingar móta nýjar stefnur í uppeldismál- um, en það er „Óþekkti kennar- inn“, sem fræðir hina ungu og veitir þeim leiðsögn. Hann á í stríði við vanþekkinguna og lætur ekki bugast af erfiðleikunum. Engar bumbur eru barðar honum til heiðurs, enginn sigurvagn bíð- ur hans, engin heiðursmerki úr eðalmálmum hafa verið hengd á hann. Hann heldur vöku sinni í myrkviðum fáfræðinnar og ræðst til atlögu gegn fákunnáttunni og forheimskunni. í daglegum skyldustörfum sýnir hann þolin- mæði og umburðarlyndi og leitast við að koma í veg fyrir, að æskan verði verstu óvinum sínum að bráð, - illskunni og mannvonsk- unni. Hann vekur og kallar fram hæfileika, sem blunda í brjóstum ungmenna. Hann örvar og lífgar þá daufu og lötu til átaka, hann heldur við áhuga hinna áhuga- sömu, eflir stöðuglyndi hinna ístöðulitlu. Hann deilir lærdóms- löngun sinni og þekkingarþrá, sem er það göfugasta sem hann á, með ungu fólki, drengjum og stúlkum. Hann kveikir á mörgum kyndlum, sem síðar meir munu veita honum birtu og gleði. Þetta er hans umbun og endurgjald. Unnt er að afla sér þekkingar út bókum; en löngunin til lærdóms verður fyrst og fremst vakin vegna mannlegra samskipta og sambands. Af hálfu lýðveldisins á enginn betra skilið en „Óþekkti kennarinn“. Enginn er honum verðugri að eiga nafn sitt letrað gullnu letri á spjöldum sögunnar, meðal höfðingja lýðríkisins; - „eigin herra er hann og jafnframt þjónn mannkynsins“. Höfundur er fyrrverandi skóhistjóri. „Bara kennari“ Þorgeir Ibsen Kynning á GIVENCHY haust- og vetrarlínunni 1996-1997 í dag, fímmtudag kl. 13-18. Ursula Mantz-Muller frá Givenchy og Bára Bjömsdóttir, snyrtifræðingur kynna og leiðbeina Heiðar Jónsson, snyrtir, veitir viðskiptavinum fría förðun. Pantið tíma. Kaupauki 20% afsláttur eða spennandi kaupauki við kaup á 3 hlutum Heiðar snyrtivöruverslun Laugavegi 66, sími 562 3160 ST/mR JAKKAR ÍMRAGALAUSí LAUGAVEGl 18 B - REYKJAVIK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.