Morgunblaðið - 05.09.1996, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Dans - íþrótt
fyrir alla
DANS hefur verið
iðkaður frá alda öðli.
Alls staðar í heiminum
hafa menn fundið hjá
sér þörf til að túlka
tilfinningar sínar, gleði
og sorg í dansinum.
Hvort sem um er að
ræða frumstæðar þjóð-
ir eða þróaðri þjóðfé-
*lög, þá er dans alls
staðar hluti af menn-
ingu þeirra, enda hefur
dansinn oftast mjög
góð áhrif á fólk.
Á undanfömum
árum hefur verið mikil
gróska í dansinum á
Islandi. Á þeim 10
árum, sem liðin eru frá því að byij-
að var að keppa um íslandsmeistara-
titla í dansi, hefur mikil breyting
átt sér stað. íslenskir dansarar eru
komnir á heimsmælikvarða, eins og
árangur þeirra í Blackpool í vor
sýndi. Þar voru íslensk pör í fyrsta,
þriðja og fímmta sæti í flokki 12-15
ára, en í keppninni tók þátt fjöldi
para víðsvegar að úr heiminum. í
yngri flokkunum stóðu íslensku pör-
in sig líka mjög vel. Þessi árangur
er þó ekki leikur einn, því að baki
liggur mikil vinna, blóð, sviti og tár.
Undirrituð hefur
verið í nánum tengsl-
um við samkvæmis-
dans undanfarin 6 ár.
Við hjónin byijuðum í
dansi með nokkrum
öðrum hjónum, sem
reyndar entust ekki
eins lengi og við. Okk-
ur þótti svo gaman, að
áður en við vissum af,
vorum við farin að
keppa á íslandsmeist-
aramóti í dansi. Þá
fannst dóttur okkar,
sem þá var 9 ára göm-
ul, þetta svo spenn-
andi, að hún byrjaði
líka í dansi og hefur
keppt meira og minna síðan þá.
Sonurinn og yngsta dóttirin, sem
þá voru 5 og 3 ára bytjuðu í dansin-
um um leið og við foreldrarnir en
fóru auðvitað ekki út í keppni svona
ung. Það var svo með drenginn,
eins og svo oft er með stráka, að
hann hætti. Það er því miður ennþá
ríkjandi viðhorf hjá strákum, að
dans sé bara fyrir stelpur og það
sé hallærislegt fyrir stráka að vera
í dansi. Samt er það svo, að fátt
finnst mér karlmannlegra en góður
dansari, sem stjórnar dömunni af
Bergþóra M.
Bergþórsdóttir
Sagnirfrá Grænlandi
og Vínlandi
Jón Böðvarsson
Njáluferð
Jón Böðvarsson
írland - land og þjóð
Sigmar B. Hauksson
Óperukynning í samstarfi
við íslensku óperuna
Garðar Cortes
Bragfræði og vísnagerð
Anton Helgi Jónsson
Ljóðagerð
Anton Helgi Jónsson
Frakkland - matur og vín Leiklist
Sigmar B. Hauksson Pétur Einarsson
Spánn
- saga, listir, menning
Júlíus Hjörleifsson
Skapandi skrif
Ingólfur Margeirsson
Tómstundagítar
Ólafur Gaukur
Tungumái 1 Tómstundir
Myndlist
Matrelðsla
Barna- og ungiinganámskeið
J*
CA
Saumar - prjún - hattagerð
starfsmenntasknlinn
reisn. Minn strákur er nú reyndar
alltaf að spá í það öðru hvoru að
fara aftur í dans. Yngri dóttirin,
sem nú er orðin 9 ára, er löngu
farin að keppa líka. Dansinn er því
orðinn sameiginlegt áhugamál
meirihluta fjölskyldunnar.
Að fenginni reynslu okkar er
þetta sameiginlega áhugamál mjög
dýrmætt. Við stundum holla líkams-
rækt, því dansinn er mjög góð
hreyfing fyrir allan líkamann. Einn-
ig njótum við hjónin tómstundanna
saman, sem ég tel mjög hollt fyrir
hjónabandið (og ég fæ að vera í
fangi hans mun oftar en ella). Við
þurfum að vinna sameiginlega að
árangri og það eflir sambandið enn
frekar. Hvað börnin varðar þá læra
þau að vinna með öðrum og að
Ég hvet alla foreldra,
segir Bergþóra H.
Bergþórsdóttir, til
að senda börn sín
í dansskóla.
þora að snerta hitt kynið. Mér finnst
það líka efla fjölskyldutengslin
mjög að hafa sama áhugamálið.
Ekki bara keppnisíþrótt
En dansinn er ekki nema að litlu
leyti keppnisíþrótt. Flestir stunda
hann sér til ánægju og e.t.v. heilsu-
bótar og er það mjög gott. í flestum
dansskólum eru hópar af fullorðnu
fólki, sem hittist einu sinni eða oft-
ar í viku til að dansa saman og
margir hóparnir hafa dansað saman
í mörg ár. Mörgum finnst gott að
geta slegið tvær flugur í einu höggi,
þ.e. að hitta skemmtilegt fólk og
stunda skemmtilegt tómstunda-
gaman, sem þar að auki er gott
fyrir heilsuna. í hópnum okkar hef-
ur myndast mikil samkennd. Við
hittumst einu sinni til tvisvar í viku
fyrir veturinn til að dansa og yfir
sumartímann göngum við saman,
og ég veit að svo er um fleiri hópa.
En í dansskólunum er líka mikill
fjöldi barna og unglinga, sem
stunda þessa skemmtilegu íþrótt.
Raunar er það alveg furðulegt, að
danskennsla skuli ekki vera komin
í grunnskólalög. Það er nefnilega
ekki síður mikilvægt að kunna að
dansa en að vera í almennri leik-
fimi. Það er löngu sannað, að þeir
sem læra ungir að dansa, þurfa
ekki að drekka sig fulla, til að þora
að nálgast hitt kynið. Ég segi líka,
að fenginni reynslu, að strákar, sem
kunna að dansa, eru yfirleitt vinsæl-
ustu strákarnir meðal stelpnanna.
Þeir þurfa ekki að fá sér í glas til
að kynnast stelpunum, _ þeir bara
bjóða þeim upp í dans. Ég hef líka
séð muninn á ungum piltum, sem
dansa, og hinum. Dansararnir bera
sig áberandi betur.
Forvarnarstarf
í dansskólum landsins fer fram
mikið starf, aðallega á veturna en
þó einnig á sumrin. Það uppeldis-
starf, sem þar fer fram, verður seint
fullmetið. Ég hvet alla foreldra til
að senda börn sín í dansskóla, því
það er partur af forvörnum þeim,
sem nú eru nauðsynlegar í hörðum
heimi. Auk þess er svo gaman að
dansa.
Höfundur er viðskiptafræðingur
og áhugamaður um dans.
ÞEGAR erlendir
ferðamenn ferðast um
óbyggðir íslands
spyija þeir oft leið-
sögumenn sína hver
eigi allt þetta óbyggða
land. Er nokkur furða
þótt leiðsögumönnun-
um verði stundum
svarafátt þegar fjöl-
mennar nefndir skip-
aðar löglærðum sér-
fræðingum hafa unnið
í áratugi við að finna
svör. Það er ekki bara
eignarrétturinn sem
vefst fyrir sérfæðing-
unum heldur líka að
skilgreina mörkin.
Hvar byija óbyggðirnar? Hvar enda
þær? Undanfarnar vikur hafa birst
greinar hér í Morgunblaðinu um
eignarrétt á Hveravöllum. Ekki
ætla ég að blanda mér í umræður
um eignarrétt heldur Iangar mig
að benda á nokkur atriði um nýt-
ingu og skipulag á ferðamanij^stöð-
um í óbyggðum.
Oft heyrist sú fullyrðing að aðal-
aðdráttarafl þeirra erlendu ferða-
manna sem hingað koma sé óspillt
náttúra landsins, tært loft, hreint
vatn og fjallakyrrð. Þetta er rétt
þó að svo sannarlega vilji þeir líka
fá að fræðast um það mannlíf sem
við lifum hér í þessu afskekkta og
norðlæga landi. Að sjálfsögðu er
Eigendur ferðaskrif-
stofa, segir Birna G.
Bjarnleifsdóttir, hafa
verið áhugalitlir um
afdrif og ástand ferða-
mannastaða.
það svo líka misskilningur að ís-
lensk náttúra sé óspillt þegar hafð-
ir eru í huga þættir eins og ofbeit,
uppblástur, framræstar mýrar,
bygging orkuvera, lagning há-
spennulína og margt annað mætti
nefna. Það sem útlendingarnir eru
að sækjast eftir er náttúra sem er
öðruvísi, náttúra sem ekki hefur
verið spillt með manngerðum stór-
hýsum, auglýsingaskiltum og öðru
sem er í hrópandi mótsögn við
umhverfið. í ferðamálafræði er tal-
að um náttúrulega ferðamannastaði
annars vegar og manngerða hins
vegar. Þeir ferðamenn sem hingað
koma eru orðnir þreyttir á mann-
gerðum og ofurskipulögðum ferða-
mannastöðum, þreyttir á fjölmenni,
hávaða og mengun. Nú leita þeir
að hinu náttúrulega, upprunalega
og þjóðlega.
Ef við viljum því halda áfram að
laða hingað erlenda ferðamenn og
fá íslendinga sjálfa til að meta þessi
gæði sem nú eru orðin fágæt í heim-
inum er því mikilvægt að við spillum
ekki því fjöreggi sem við eigum.
Nú er ekki aðeins um að ræða hags-
muni nokkurra ferðaskrifstofueig-
enda í Reykjavík því að nú þykjast
bæði sveitarfélög og
hundruð einstaklinga
úti um allt land sjá að
það er hægt að græða
á ferðamönnum. Það
er hægt að hafa at-
vinnu af að selja ferða-
mönnum ýmiss konar
þjónustu. En það eru
alveg hreinar línur að
ferðamenn kaupa ekki
hvað sem er. Gæði þess
sem keypt er skiptir
meginmáli. Uppfyllir
það sem selt er þær
kröfur eða óskir sem
kaupandinn gerir? Seg-
ir ekki markaðsfræðin
eitthvað á þá leið að
ekki sé vænlegt að bjóða vöru sem
aðeins seljandinn vill, en ekki kaup-
andinn? Éf ferðamenn gera kröfur
um náttúrugerða ferðamannastaði
koma þeir ekki til að sjá það sem
manngert er og sjá má víða annars
staðar. Allra síst ef ferðamanna-
staður í óbyggðum er hannaður eins
og skrúðgarður inni í miðri borg,
með steyptum hellum, blómakeij-
um, vegghleðslum o.fl. Mikilvægt
er því að sá sem tekur að sér að
hanna ferðamannastað hafi tilfinn-
ingu fyrir hinu náttúrulega um-
hverfi.
Það hefur oft vakið undrun mína
hvað eigendur íslenskra ferðaskrif-
stofa hafa verið áhugalitlir um af-
drif og ástand ferðamannastað-
anna. Allt kapp hefur verið lagt á
að ná í ferðamanninn. í því skyni
hafa oft verið notaðar klisjukenndar
auglýsingar og það síðan lagt á
annarra herðar að uppfylla þau lof-
orð sem þar eru gefin. Á augna-
bliki sannleikans kemur í ljós hvort
hægt er að uppfylla þau loforð eða
verða við þeim óskum. Það kemur
oft í hlut rútubílstjóra og leiðsögu-
manna að vera með ferðamönnun-
um á augnabliki sannleikans. Þeir
þekkja því vel óskir þeirra og þarf-
ir og hvernig íslensk ferðaþjónusta
er í stakk búin til að mæta þeim.
Mikilvægt er nú þegar svo margir
ætla sér að selja ferðamönnum
þjónustu að ekki verði rasað um ráð
fram eins og í loðdýraræktinni og
fiskeldinu. Mikilvægt er að islensk
sérstaða spillist ekki. Mikilvægt er
að þeir sem nú eru að hefjast handa
skilji og þekki þarfir íslenskrar
ferðaþjónustu og standi um leið
vörð um þjóðlegan arf okkar, hvort
sem það er náttúran eða menningin.
Þetta segi ég vegna þess að þeg-
ar einhveijum dettur í hug að reisa
600 m2 þjónustumiðstöð á Hvera-
völlum er það annaðhvort merki um
hugsunarleysi eða þekkingarleysi á
óskum þeirra ferðamanna sem
hingað koma og þar af leiðandi
þörfum íslenskrar ferðaþjónustu.
Þá ályktun dreg ég af orðum heima-
manna um að þeir vilji með þessu
„gera vel við ferðamenn" eða „að
ferðamenn eigi þetta skilið". Allt
öðru máli myndi gegna ef reist yrði
þjónustumiðstöð í jaðri hálendisins,
eins og svo oft hefur verið talað
um, og fara síðan dagsferðir inn á
óbyggðu svæðin. Inni eða uppi í
óbyggðunum sjálfum á aðeins að
vera til staðar lágmarksaðstaða.
Þessi hugmynd minnir á. þau áform
sem uppi voru fyrir rúmum áratug
eða svo að byggja 300 m2 steinkum-
balda á stallinum við Gullfoss. Til
allrar hamingju var komið í veg
fyrir það slys á síðustu stundu.
Ég er ekki að blanda mér í umræð-
ur um eignarrétt á Hveravöllum
heldur þá hugmynd að reisa þar
manngerðan ferðamannastað sem
myndi verða í hrópandi mótsögn
við umhverfið og í hrópandi mót-
sögn við óskir og þarfir ferða-
manna. Það yrði í mótsögn við
hagsmuni íslenskrar ferðaþjón-
ustu.
Höfundur er leiðsögumaður.
1♦ Dale Carnegie Þjálfun®
Betri mannleg samskipti - Meiri eldmóður
Minni áhyggjur - Betri ræðumennska
Meira öryggi - Meiri ánægja í lífinu
I KYNNINGARFUNDUR
FIMMTUDAC; KL. 20:30 AÐ SOGAVEGI 69, REYKJAVÍK
Upplýsingar síma 581 2411
o STJÓRNUNARSKÓLINN Einkaumboi) ú íslanJi - Konrúd Adolphsson
Fer ðaþj ónustan
og óbyggðirnar
Birna G.
Bjamleifsdóttir