Morgunblaðið - 05.09.1996, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ESTHER
JÓNSDÓTTIR
+ Esther Jóns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 10. mars
1930. Hún lést á
heimili sínu í
Reykjavík 28. ágúst
síðastliðinn. Móðir
hennar er Anna
Björnsdóttir Maack
(1911). Kjörforeldr-
ar hennar voru Jón
Guðmundsson
(1886-1967) og
móðuramma henn-
ar, Guðrún Sveins-
dóttir (1890-1945).
Systur Estherar
eru Katrín Karlsdóttir (1935-
1988), Guðrún H.P. Maack
(1939) og María B.J.P. Maack
(1940).
Esther giftist 1. október 1955
Ara Einarssyni kaupmanni
(1925). Börn þeirra eru Kristin,
(1955), gift Sigurpáli Guðjóns-
syni bónda, Guðrún, (1957), og
Ragnheiður, (1965), maki Jón
S. Þórðarson, sýningarstjóri í
Borgarleikhúsinu. Kristin og
Sigurpáll eiga fjögur börn:
Árna, (1977), Sigurð Inga,
(1978), Esther, (1981) og Einar
(1985). Ragnheiður og Jón eiga
eitt barn, Esther (1996).
Útför Estherar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Esther lést á heimili sínu eftir
snarpa baráttu við ólæknandi sjúk-
dóm. Hún hafði kennt sér meins í
nokkur misseri, en hún og fjöl-
skylda hennar verið bjartsýn um
báta. Eftir sjúkrahúsdvöl í vor fékk
hún hins vegar þau tíðindi að ekki
yrði við sjúkdóm hennar ráðið og
ekki mikið lengur vikist undan
hinsta kallinu. Þetta voru harðn-
eskjuleg tíðindi og erfítt við að
sættast fyrir konu á
góðum aldri. En Esther
tók þessum þunga
dómi af mikilli hetju-
lund og gekk æðrulaus
mót örlögum sínum.
Hún var á heimili sínu
þar til yfir lauk og naut
stuðnings og hjúkrunar
eiginmanns síns og
dætra í þeim mæli að
aðdáun vakti allra sem
til þekktu. Einkum
mæddi þetta á elstu
dótturinni, Kristínu,
sem þó býr austur í
Fljótshlíð. En varla
hefði þetta verið mögulegt ef ekki
hefði komið til fórnfúst starf hjúkr-
unarfólks Heimahlynningar
Krabbameinsfélagsins, sem lagði
sig fram um að gera þennan erfíða
tíma bærilegan.
Esther ólst upp á Frkkastíg 19
og stundaði nám í Austurbæjarskó-
lnanum, sem er á næstu grösum.
Þrátt fyrir góða hæfileika átti ekki
fyrir Esther að liggja að stunda
langskólanám. Það var hins vegar
gæfa hennar að hún átti kost á að
sinna af alvöru sínu helsta áhuga-
máli, sem var tónlist. Hún stundaði
á unglingsárum sínum nám í píanó-
leik og tónfræði, og var kennari
hennar dr. Róbert A. Ottósson.
Esther talaði jafnan um kennara
sinn af það mikilli virðingu og hlýju
að ekki er vafi að hann hefur hjálp-
að henni til að þroska tónlistarhæfí-
leika sína og haft á hana mikil
áhrif. Það kemur reyndar engum á
óvart sem eitthvað þekkir til dr.
Róberts og starfa hans hér á landi.
Hann og fleiri tónlistarmenn sem
komu frá meginlandi Evrópu til ís-
lands um og fyrirmiðbik aldarinnar
höfðu hér ótrúlega mikil áhrif. Ekki
aðeins á tónlistarlífið, heldur á
marga einstaklinga. Ástæðan hlýt-
ur að vera sú að í huga ungra ís-
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GYÐRÍÐUR STEINSDÓTTIR,
(Gígja),
Glaðheimum 8,
(áður Heiðargerði 62),
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 6. september kl. 15.00.
Jónas K. Guðbrandsson,
Dóra S. Jónasdóttir, Bragi Sigurðsson,
Guðbrandur K. Jónasson, Guðný Halldórsdóttir,
Jóhanna G. Jónasdóttir, Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson,
Þuriður Helga Jónasdóttir
og barnabörn.
t
Bróðir okkar,
ARI RAGNARSSON,
frá Ytra-Álandi,
verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði
laugardaginn 7. september kl. 14.
Kristján Ragnarsson,
Þorbjörg Ragnarsdóttir,
Eiríkur Ragnarsson,
Áki Ragnarsson,
Hrólfur Ragnarsson,
Marinó Ragnarsson,
Guðný Ragnarsdóttir,
Maria Ragnarsdóttir,
Skúli Ragnarsson.
Lokað
í dag milli kl. 13 og 16 vegna jarðarfarar ESTHERAR
JÓNSDÓTTUR.
Neskjör - Videóborg,
Ægisíðu 123,
Reykjavík.
lendinga hefur á þessum tíma verið
ftjór jarðvegur fyrir þá list og sið-
menningu sem þessir listamenn
fluttu með sér, og mikil þörf fyrir
þá kunnáttu sem þeir hjálpuðu ís-
lendingum að tileinka sér. Esther
varð góður píanóleikari, en hitt var
miklu meira virði að hún bjó að
þeim menningarþroska og víðsýni
sem hún öðlaðist hjá dr. Róbert.
Allt lífíð jós hún af þeim lista-
brunni sem hún kynntist, og sótti
mikið tónleika, óperu- og leiksýn-
ingar.
Esther var glæsileg kona og bar
sterkan persónuleika. Við fyrstu
sýn vakti athygli óvenjuleg siðfágun
í framkomu, smekkvísi og snyrti-
mennska svo af bar. Hún var lag-
leg, dökk á brún og brá og líktist
Önnu móður sinni í útliti. Hún var
í meðallagi há, alla tíð grannvaxin,
létt á fæti og bauð af sér góðan
þokka. Hún var ekki allra við fyrstu
kynni, en þeim sem kynntust henni
blandaðist ekki hugur um að þar
fór mikil mannkostakona. Esther
var hæversk og hæglát í fram-
göngu, lá ekki hátt rómur en var
föst fyrir og Iét ekki -hlut sinn fyrir
neinum. Hún var greind, vel að sér
og talaði af alvöru og nákvæmni
um flesta hluti, henni féll ekki
flaustursleg umræða, getgátur og
skyndiákvarðanir. En þótt hún væri
alvörugefín var stutt í brosið, og
hún hafði til að bera góða kímni-
gáfu, sem var allt í senn, hnyttin,
hljóðlát og góðlátleg. Hún var ákaf-
lega trygglynd, og þeir sem öðluð-
ust vináttu hennar gátu gengið að
henni vísri alla tíð. Esther var hrein-
skiptin kona og kunni því illa ef
fólk gekk ekki hreint til verks; hún
vildi nefna hlutina sínum réttu nöfn-
um og falskur tónn var ekki til í
hennar tali. Hún gat hins vegar
sagt hug sinn hlífðarlaust, ef henni
var misboðið, sérstaklega ef henni
fannst einhver órétti beittur. Hún
hafði óvenju ríka réttlætiskennd,
og vildi leggja þeim lið sem henni
fannst á hallað. Hún flíkaði ekki
tilfinningum sínum, en engum sem
þekkti hana duldist að undir rólegu
og svölu yfirbragði færi ríkt og
heitt geð. Eftirtektarverður þáttur
í fari hennar var hve umtalsgóð hún
var. Hún talaði aldrei illa um fjar-
stadda menn. Miklu fremur var, ef
rætt var um fóik og málefni, að
hún talaði um það af mikilli virð-
ingu, sérstaklega ef hún þekkti það
lítið; hún vildi gera því skóna að
hver hefði til síns ágætis nokkuð.
Þetta var athyglisverður virðingar-
vottur við aðra menn og ber vott
um mikla siðfágun, en einnig rétt-
lætiskennd, góðvild og jákvætt lífs-
viðhorf. Hún nefndi fólk yfirleitt
ekki gælunöfnum, heldur sínum
réttu nöfnum. Esther gat verið
nokkuð kröfuhörð við fólk, bæði
sína nánustu og aðra. En hún
gleymdi aldrei þeirri meginreglu að
sá sem slíkt gerir verður líka að
gera miklar kröfur til sjálfs sín, og
það gerði hún svo sannarlega, jafn-
vel svo að ýmsum þótti nóg um;
hún var ákaflega vönd að virðingu
sinni.
En þótt einhver einstaklingur
telji sig eiga rétt á nokkurri virð-
ingu annarra manna, er það alls
ekki sjálfgefið að slíkt gangi eftir.
En lífshlaup Estherar Jónsdóttur
og öll framganga hennar og sam-
skipti við annað fólk var á þann
veg að ekki gat hjá því farið að
henni væri sýnd sama virðing, góð-
vild og kurteisi og hún sýndi öðr-
um.
Þegar Esther og Ari kynntust
höfðu þau bæði eytt nokkrum tíma
í útlöndum, hann í siglingum, hún
við störf í Svíþjóð og hafði aukið
þeim báðum víðsýni og mannskiln-
ing. Það var því nokkur heimsborg-
arabragur á hinum glæsilegu brúð-
hjónum 1. október 1955, þegar þau
stigu sitt mesta gæfuspor. Hjóna-
band þeirra hefur verið einstaklega
ástríkt og farsælt. Þau voru mjög
samlynd og samhent og studdu
hvort annað með ráðum og dáð alla
tíð. Um aldarfjórðung hafa þau rek-
ið verslunina Neskjör við Ægissíðu
í Reykjavík, og fjölskyldan verið
mjög samhent við það verk. Ari
reyndist henni slíkur lífsförunautur
að engin kona getur í raun farið
fram á meira. Segja má að hann
hafi borið hana á höndum sér, fyrst
inn í litla risíbúð í húsi foreldra
hans í Miðtúni 28, og allt til þess
nú í sumar að hann hjúkraði henni
til hinstu stundar. Þessar stað-
reyndir bera Ara Einarssyni mági
okkar sannarlega fagurt vitni, en
söknuður hans og dætranna verður
léttbærari fyrir vikið. Anna, móðir
Estherar, fylgir nú dóttur til grafar
í annað sinn. Það eru erfið spor
fyrir aldraða konu. Megi henni
auðnast styrkur og hugarró.
Þeim varð þriggja dætra auðið,
sem allar hafa reynst hinar mestu
mannkostakonur og alla tíð verið
foreldrum sínum dyggur stuðning-
ur. Elsta dóttirin, Kristín, er hús-
móðir á Neðri-Þverá í Fljótshlíð,
Guðrún er verslunarstjóri í Nes-
kjöri, og Ragnheiður starfar við
móttöku erlendra ferðamanna hjá
Samvinnuferðum. Heimili Estherar
og Ara var frá 1969 í Haðalandi 9
hér í borg. Esther naut sín vel í
húsmóðurhlutverkinu og var dætr-
unum búið hið besta uppeldi og
atlæti. Heimilið var glæsilegt og
bar vitni um stórhug hennar og
smekkvísi, en í þessu sem öðru voru
þau mjög samhent.
Menning og listir, einkum tón-
list, voru sem fyrr segir helstu
áhugamál Estherar, en einnig
ferðalög til útlanda og fóru þau
hjón margar ferðir. Nú síðast oftast
til Flórída, þar sem þau höfðu kom-
ið sér upp húsnæði. Þrátt fyrir þetta
var Esther í raun mjög heimakær,
og naut sín best í skjóli heimilisins.
Hún fylgdist mjög með allri um-
ræðu í þjóðfélaginu, var viðræðugóð
um alla hluti og naut þess að ræða
við góða vini. Andlegur styrkur
hennar var ótrúlega mikill síðustu
vikurnar. Hún mat mikils þá að-
hlynningu sem hún hlaut, og talaði
svo fallega um það frábæra fólk
sem kom í Haðalandið til að hlúa
að henni, að augljóst var að hugur
hennar var fullur þakklætis.
Við Guðrún þökkum systur og
mágkonu fyrir vináttu og tryggð
við okkur og börn okkar alla tíð.
Ara, dætrum þeirra, tengdasonum
og barnabörnum og öðrum aðstand-
endum vottum við innilega hlut-
tekningu. Blessuð sé minning Esth-
erar Jónsdóttur.
Sverrir Sveinsson.
Elsku mamma mín, þjáningar
þínar eru nú loks á enda og þú
hefur fengið hvíld. Eins og þú sagð-
ir sjálf undir það síðasta, „ég er
orðin svo þreytt á því að vera
þreytt.“
Það sveið svo sárt að sjá þig
kveljast og beijast við þennan ill-
víga sjúkdóm sem var búinn að
yfirtaka líkama þinn. Úr slíkum
fjötrum hlýtur að vera léttir að
losna. Þrátt fyrir veraldlegan dauða
lifír þú áfram í hugskoti okkar.
„Því að hvað er það að deyja annað
en standa nakinn í blænum og
hverfa inn í sólskinið? Og hvað er
að hætta að draga andann annað
en að frelsa hann frá friðlausum
öldum lífsins, svo að hann geti risið
upp í mætti sínum og ófjötraður
leitað á fund guðs síns?“ (Spámað-
urinn).
Það er erfitt að kveðja, elsku
mamma, því sorgin í hjarta mínu
er svo mikil og söknuðurinn svo
sár. Mig langar að segja svo margt
en hvar ætti ég að byija og hvar
að enda? Það er svo margt að
þakka. Þú leiðbeindir mér í gegnum
lífíð og það var alltaf svo gott að
leita til þín.
Ef ég villtist inn í myrkur von-
leysis og óhamingju gast þú alltaf
vísað mér á ljósið í myrkrinu. Þú
varst mér ekki aðeins góð móðir,
einnig minn besti vinur.
Ég veit að þú vakir yfir okkur
öllum, mér, Guðrúnu, Kristínu og
sérstaklega honum pabba mínum
sem hefur misst svo mikið.
Mamma, elsku mamma
man ég augun þín
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma
man ég þína hönd
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma
man ég lengst og best
hjartað blíða heita
hjarta, er sakna ég mest.
(Sumarliði Halldórsson.)
Ragnheiður.
Sú mynd sem situr í huga mér
af tengdamóður minni, Esther Jóns-
dóttur, er af glæsilegri konu sem
bauð af sér góðan þokka. Þessi
mynd sýnir líka sterkan persónu-
leika, ákveðna konu sem vissi hvað
hún vildi og fylgdi hlutunum eftir
þangað til hún var ánægð. Heimili
tengdaforeldra minna ber smekk-
vísi hennar fagurt vitni og sýnir
hversu listhnéigð hún var. Ekki má
gleyma þætti Ara í þeim málum
enda þau hjón ákaflega samhent.
Esther var mikill unnandi myndlist-
ar og ekki síst tónlistar þar sem
hún var á heimavelli enda menntuð
í píanóleik. Hún hafði breiðan tón-
listarsmekk og lék jöfnum höndum
háklassísk verk og dægurtónlist.
Það var gaman að ræða við hana
um listir, reyndar hvað sem var
annað enda fylgdist hún mjög vel
með því sem var að gerast í um-
heiminum. Tíminn var fljótur að líða
hjá þegar setið var og spjallað og
sérlega gaman að hlusta á hana
segja frá. Nú, þegar röddin er þögn-
uð, höfum við tónlistina hennar,
verkin sem hún spilaði vekja upp
góðar minningar.
Orð eru máttlítil á svona stund
en spámaðurinn segir: „Þeim mun
dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta
manns, þeim mun meiri gleði getur
það rúmað.“
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast Esther og kveð
hana með söknuði.
Jón S. Þórðarson.
Elsku amma mín
Ég sakna þín þó að ég viti að
þetta var það besta fyrir þig eins
og ævi þín var orðin. Því varst þú
sátt þegar þú fórst og þráðir hvíld-
ina. Samt held ég að þú sért alltaf
hjá okkur og búir enn hjá afa, bara
á annan hátt en áður. Nú þegar
ég hugsa um þig finnst mér ég að
ég geti bara spjallað við þig líkt
og ég gerði. Allar minningarnar eru
æðislegar, t.d. ferðin til London, öll
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför,
SÓLVEIGAR SNORRADÓTTUR,
Elliðavöllum 5,
Keflavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfs-
fólki Sjúkrahúss Suðurnesja og sjúkra-
flutningsmönnum, fyrir einstaka um-
hyggju og hjúkrun.
Einnig hjartans þakkir til séra Ólafs
Odds Jónssonar fyrir hlýjan hug og styrk.
Guð blessi ykkur öll.
Jón Einar Guðmundsson,
Kristinn Sólberg Jónsson, Snorri Hólm Jónsson,
Sólbjörg Hilmarsdóttir, Ólafur Magnússon,
Hólmfríður Snorradóttir,
og aðrir vandamenn.