Morgunblaðið - 05.09.1996, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 45
jólin og þegar þú sast við hlið mér
á píanóbekknum. Það er erfitt að
sætta sig við þetta en lífið heldur
áfram sína leið og enginn getur
stjórnað því né stöðvað það þó að
margir haldi sig færa í flestan sjó.
Ég vil svo að lokum, elsku amma
mín, kveðja þig með þessum orðum
skáldsins:
Þytur fer um skóg.
Þröstur hlær á grein.
Fögur þykir mér rödd hans,
fegri ekki nein.
Kalla ég til fugls,
en fæ ekki svar.
Flýgur hann í annað tré
og syngur þar.
(Þorgeir Sveinbj.).
Þín nafna,
Esther.
Elsku amma mín. Nú ert þú far-
in til Guðs og ég kom í heiminn
fyrir svo stuttu. Tíminn með þér
var lítill en þó fengum við að eiga
góðar stundir saman. Ég veit að
þér líður vel núna hjá Guði og engl-
unum og bið þá að passa þig. Eg
veit að þú vakir yfir mér og verður
minn verndarengill.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson).
Esther Jónsdóttir.
Hún fæddist í Reykjavík, ólst
þar upp og varð ein af þessum
Reykjavíkurdömum sem gengu
Austurstrætið ásamt vinkonum
sem við sveinarnir litum hýru auga.
Esther bjó um tíma á æskuheimili
konu minnar og þar kynntist ég
henni vel. Hún var bráðmyndarleg,
góðum gáfum gædd og hæfileika-
rík á mörgum sviðum. Hún var til
dæmis afar músíkölsk og stundaði
nám í píanóleik hjá Róbert Abra-
ham sem hvatti hana mjög til frek-
ara náms á því sviði þótt af því
yrði ekki. Rúmlega tvítug hélt hún
utan til Svíþjóðar og vann um tíma
við hjúkrunarstörf í Stokkhólmi.
Ari og Esther bjuggu fyrstu
búskaparár sín í Miðtúni 28, en
lengst af hafa þau átt heima í
Haðalandi 9. Þar bjuggu þau sér
fagurt heimili umkringt listaverk-
um og öðrum fögrum gripum og
allt var þar í röð og reglu því Est-
her var mikill fagurkeri.
Fyrr á árum fórum við stundum
saman í ferðalög, einkum erlendis,
og eigum við um þær stundir
ánægjulegar endurminningar. Ari
hafði víða farið sem loftskeytamað-
ur á farskipum og þekkti til ýmissa
staða sem við heimsóttum. Esther
var í öllu fari og fasi sem heims-
borgari og því á heimavelli hvar
sem hún fór. Reisn og rausn auð-
kenndi allt hennar líf.
Á kveðjustund hvarflar hugur til
gamalla minninga fyrstu búskapar-
ára, þegar við vorum öll ung og
spræk. Það var ekki hátt undir
súðina á loftinu í Miðtúni en oft
var þar glatt á hjalla í þá daga því
ungu hjónin voru miklir höfðingjar
heim að sækja. Esther var á þess-
um árum sem og alla tíð síðar skap-
föst kona með mikla réttlætis-
kennd, raungóð og hjálpfús og
leysti margan vandann. Ég og mín
fjölskylda eigum margar hugljúfar
minningar tengdar henni sem hafa
yljað okkur síðustu daga og munu
lengi gera.
En nú hefur syrt að á síðsumri.
Illvígur sjúkdómur gerði vart við
sig og erfið barátta hófst. í þeim
erfiðleikum sýndi Esther mikinn
sálarstyrk. Hún naut líka frábærrar
umönnunar dætra sinna og eigin-
mannsins sem alla tíð bar hana á
höndum sér. En ljóst var að hvetju
stefndi og eftir stuttan aðdraganda
lokaði rósin hans Ara blómknöpp-
um sínum. Við Bíbí og börn okkar
færum Ara og öðrum aðstandend-
um dýpstu samúðarkveðjur. Bless-
uð veri minning hennar.
Krislján Oddsson.
ANNA GUNNSTEINSDOTTIR OG
SIGURÐUR ÞORSTEINSSON
+ Anna Gunn-
steinsdóttir
fæddist í Skildinga-
nesi við Skerjafjörð
(nú Reynistaður) 5.
febrúar 1906. Hún
lést í Englandi 27.
október 1995. For-
eldrar hennar voru
Gunnsteinn Einars-
son bóndi og skip-
stjóri í Skildinga-
nesi, f. 23. júní 1871,
d. 14. maí 1937, og
Ólöf kona hans, f.
24. ágúst 1874, d.
1910. Þau giftust
1901. Börn þeirra,
auk Onnu, voru
Guðríður, 14. maí 1903, d. 28.
febrúar 1970, Erlendur, f. 12.
október 1908, d. 23. júní 1935
á Vífilsstöðum. Börn þeirra
þijú fæddust í Skildinganesi.
Eftirlifandi hálfsystkini Önnu
eru: Ólöf í Nesi, Asta, Sigríður
og Halldór, öll búsett á Sel-
tjarnarnesi. Anna giftist 1931
Sigurði Þorsteinssyni skip-
stjóra, f. 28. ágúst 1901, d. 17.
ágúst 1993. Foreldrar hans
voru Þorsteinn Sigurðsson
bóndi í Hraungerðishreppi í
Flóa og kona hans Helga Ein-
arsdóttir. Börn Sigurðar og
Önnu eru: 1) Tryggvi raf-
magnsverkfræðingur, f. í Hull
1932. Hann er kvæntur enskri
konu, Elísabetu. Börn þeirra
eru Páll, Jan og Magnús. 2)
Helga, f. í Grimsby 1935. Maður
hennar er Bill Franzu Hamm-
ons skipstjóri. Börn þeirra eru
Anna Sólveig og Jan. 3) Sigurð-
ur starfsmaður í lyfjaverk-
smiðju, f. í Grimsby 1946. Eftir-
lifandi systkini Sigurðar eru:
Guðmundur, Ingibjörg, Ólöf og
Jóna og einn hálfbróðir, Ólafur.
Minningarathöfn um Önnu og
Sigurð fór fram í Neskirkju 28.
águst síðastliðinn. Þau óskuðu eftir
að jarðneskar leifar þeirra yrðu jarð-
settar í íslenskri moid og voru þau
lögð í grafreit fjölskyldunnar frá
Skildinganesi og Nesi í gamla
kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Margir munu eiga góðar minn-
ingar um Sigurð Þorsteinsson, skip-
stjóra og Ónnu Gunnsteinsdóttur,
þessi glæsilegu hjón sem vöktu at-
hygli fyrir atgervi sitt. Fallega heim-
ilið þeirra Nes í Grimsby var rómað
fyrir myndarskap, gestrisni og sam-
hug þeirra hjóna til hjálpar ef með
þurfti.
Dæturnar Anna og Guðríður
stunduðu nám við Kvennaskólann í
Reykjavík. Einnig yngri hálfsystur
þeirra. Þá stunduðu þær einnig hús-
stjórnarnám. Guðríður var handa-
vinnukennari við Mýrarhúsaskóla.
Anna fór til Danmerkur og stundaði
nám í Soro. Eftir heimkomuna varð
hún kennari við hússtjórnardeild
Kvennaskólans í Reykjavík með frú
Elísabetu Jónasdóttur. Stofnaði hún
eigið heimili í Englandi 1931.
Guðríður systir hennar dvaldi hjá
henni fyrstu árin. Á unglingsárum
mínum fékk ég tækifæri til að dvelj-
ast hjá Önnu í Englandi og kynntist
hennar mikla myndarskap, festu og
reglusemi. Aðdáun mína vöktu allar
fallegu hannyrðimar, sem prýddu
heimilið, unnar af þeim systrum,
s.s. hekl, prjón og útsaumur. Einnig
prýddu heimilið málverk og margir
íslenskir listmunir. Heimilið var ís-
lenskt á erlendri grund. Ég minnist
þess er tveir sjómenn dvöldu á heim-
ilinu og biðu eftir ferð til íslands.
Þeir höfðu slasast og verið lagðir
inn til lækninga. Þá var ekki auð-
velt að komast á milli landa. Bíða
varð næsta togara er flutti þá heim.
Anna hafði alltaf íslenskar stúlk-
ur á heimilinu sér til aðstoðar og
þótti frami og menntun að komast
á slíkt heimili. Einnig þótti eftir-
sóknarvert að komast til annarra
landa. Stúlkurnar voru ávallt teknar
sem fjölskyldumeðlimir og voru oft
um langan tíma. Minningar úr
bernsku minni eru tengdar Nesi, þar
sem ég dvaldi oft.
Mikil vinátta og ættartengsl voru
milli foreldra minna og heimilisins
í Nesi, þar sem Sólveig og Soffía
móðir mín vom systur og mjög sam-
rýmdar. Þar dvaldi einnig amma
mín, Sigríður, hjá dóttur sinni. Hún
naut þar ástar og virðingar. Kristín
í Nesi og amma urðu góðar vinkon-
ur. Minnist ég þess er þær fengu
sér göngu niður túnið, teinréttar, í
stórum klæðispilsum og aðskornum
dagtreyjum.
Samgöngur milli Reykjavíkur og
fram á Nes voru ekki auðveldar og
því var áð á heimili foreldra minna.
Systkinin í Nesi dvöldu þar daglangt
er þau stunduðu framhaldsnám í
Reykjavík. Þessi fallega vinátta og
tryggð entist ævilangt. Sólveig hafði
mikið dálæti á stjúpdætrum sínum
og var stolt hennar að þær fengju
sem besta menntun og frama.
Skemmtileg minning frá því er ég
var barn er um glæsilegan hóp ungs
fólks frá báðum heimilunum með
sína góðu hesta hleypa niður Nestr-
aðirnar og ómur af söng þess og
glettni barst upp að Nesi. Enginn
fannst mér fallegri og skemmtilegri
en Anna í Nesi, enda átti hún marga
aðdáendur.
Miklar breytingar urðu á lífi þeirra
hjóna er stríðið braust út og Sigurð-
ur varð að vera við störf í Eng-
landi. Anna tók þá afstöðu að vera
við hlið manns síns. Þá kom sér vel
hve fjölhæf hún var og dugleg.
K-3KZi!l-3K«h,
Erfidrykkjur
P E R L A N
Slmi 562 0200
’lIIIIIIIllf
Listrænar höggmyndir
fyrir leiði. Minnismerki
og hefðbundnir legsteinar
úr marmara, graníti og kalksteini
Við bjódum sérstakt
tilb o ósverð á öllum
granítsteinum í þessum
m á n u d i.
Verkin eru öll hönnuð
af myndhö ggv aranum
Þóri tíarðdal.
S ÓLSTEINAR
Opið milli kl. 13 og 18.
Nýbýlavegi 30
(Dalbrekkumegin), 200 Kópavogi.
Sími: 564 3555. Fax: 564 3556
Allt frá árinu 1931 hefur heimili
þeirra staðið í Grimsby er Sigurður
varð skipstjóri þar. Hann sótti þá
heitmey sína heim að Nesi, en þau
höfðu kynnst á unglingsárum er
hann réðst til sjós hjá föður henn-
ar, Gunnsteini í Nesi. Bundust þau
þá kærleiksböndum, sem aldrei
rofnuðu.
Sigurður var af traustu bergi
brotinn og alinn upp á miklu mynd-
arheimili. Þorsteinn faðir Sigurðar
var stórbóndi í Langholti, alþekktur
myndarmaður. Hann var bróðir Sig-
urðar Sigurðssonar búnaðarráðu-
nauts, sem þekktur var fyrir land-
búnaðar- og félagsstörf.
Sigurður byrjaði snemma til sjós,
aðeins 15 ára gamall. Hann stund-
aði nám í Stýrimannaskólanum og
lauk þaðan prófi 23 ára. Hugur
hans stóð til skipstjórnar en ekki
voru mörg tækifæri hér heima. Fór
hann þá til Grimsby en fékk ekki
atvinnuleyfi. Komst hann þaðan til
Nýfundnalands og síðan til Kanada.
Þar var hann í fimm ár og sigldi á
togurum. Um þetta leyti öðlaðist
Sigurður kanadískan ríkisborgara-
rétt. Fór hann til Englands og var
þá leiðin greið. Sigurður lauk svo
prófi frá enskum stýrimannaskóla.
Hann var skipstjóri á torurum í
Grimsby, Fleedwood og Hull. Skip-
stjórnarferill hans er sagður hafa
verið einstaklega farsæll. Hann var
fengsæll og hélst vel á góðum mann-
skap, naut trausts yfirmanna sinna,
enda fékk hann alltaf ný skip.
Foreldrar Önnu voru fósturbörn
Erlends í Skildinganesi (frá Engey)
og Ólafar konu hans. Foreldrar Ól-
afar voru Hafliði Guðmundsson frá
Engey, f. 22. febr. 1849, verslun-
armaður í Reykjavík, bjó í Hafliða-
húsi í Suðurgötu 6, og kona hans
Friðrika Kristín úr Hafnarfirði
Knudsen, f. 4. des. 1849, d. 2. júlí
1924. Foreldrar Gunnsteins voru
Einar Gunnsteinsson, bóndi í Kerlin-
gadal f. 1846, d. 14. jan. 1927, og
kona hans Ástríður Sigurðardóttir,
f. 10. des. 1841, d. 26. jan. 1898.
Ólöf móðir Önnu var falleg kona,
en lést úr 'berklum um aldur fram.
Gunnsteinn kvæntist aftur 1912
ungri stúlku, 23 ára, Sólveigu dótt-
ur Jóns Sigurðssonar útvegsbónda
í Vík á Akranesi, en hann var náinn
frændi Erlends Guðmundssonar í
Skildinganesi. Báðir voru afkom-
endur Sólveigar Snorradóttur frá
Engey.
Fór vel á með þessari ungu konu
og fólkinu á Skildinganesi. Vann hún
traust og virðingu eldra fólksins og
ást fósturbarnanna, en með þeim var
ávallt gagnkvæmur kærleikur og
tryggð. Árið 1919 festu þau kaup á
Nesi við Seltjöm, þar sem þau urðu
í sambýii við ekkjuna Kristínu Ólafs-
dóttur og hennar fjölskyldu, en jafn-
an hefur verið tvíbýli á þessu gamla
höfuðbóli. Var sambúð þessa tveggja
stórheimila sem best var á kosið. í
Nesi hófu þau miklar framkvæmdir
og jarðarbætur. Heimilið var í göml-
um íslenskum stíl og heimilisiðnaður
í hávegum hafður.
Hálfsystkin Önnu urðu sjö og
sjaldan minna en tuttugu manns í
heimili, því mikið var að starfa á
sjó og landi. Börnunum í Nesi var
veitt traust og gott uppeldi við nám
heima og heiman eins og hugur
þeirra stóð til.
Gott var þá að eiga heimilið í
Nesi að, til að geta sent börnin fjög-
urra og sex ára heim meðan ógnir
stríðsins settu þau í hættu.
í Nesi nutu þau umhyggju og
ástríkis Sólveigar og barna hennar.
Ekki fór fjölskyldan í Nesi varhluta
af óþægindum hernámsins. Herliðið-
tók til sinna nota útihúsin og búsaf-
urðir fólksins í Nesi. Allt var notað
sem herliðið gat nýtt sér. Skotgraf-
ir voru grafnar í túninu.
Miklir hamingjudagar voru þegar
Sigurður og Anna gátu sótt börn
sín að Nesi í lok stríðsins og endur-
byggt sitt gamla heimili í Grimsby
af miklum myndarskap. Þau unnu
einnig mikið með og fyrir sjómanna-
félagið þar.
Anna var bundin æskuheimili
sínu sterkum tryggðaböndum og
kom heim á hveiju sumri meðan
kraftar entust.
Nú er lífsgöngu þeirra lokið og
þau endanlega komin heim. Ætt-
ingjar og vinir kveðja Önnu og Sig-
urð og þakka fyrir langa og trygga
vináttu.
Guð blessi minningu þeirra.
Jóna Kristín Magnúsdóttir.
t
ÆGIR JÓAKIMSSON
frá Siglufirði
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri sunnudaginn 1. september.
Útför hans fer fram frá Siglufjarðar-
kirkju laugardaginn 7. september kl. 14.
Aðstandendur.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
HALLGRÍMUR DALBERG,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. september
kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hans, láti Hjartavernd njóta.
María Dalberg,
Stefán Dalberg, Ingibjörg Kristín Dalberg,
Magnús Rúnar Dalberg, Ragnheiður Njálsdóttir,
Ingibjörg Dalberg, Sigurður Árni Sigurðsson
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar,
dóttur og systur,
HULDUTRYGGVADÓTTUR
kaupmanns,
Kársnesbraut 84,
Kópavogi.
Björg Kristjánsdóttir,
Stefania Brynjólfsdóttir
og systkini hinnar látnu.