Morgunblaðið - 05.09.1996, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 57
Gott fyrir
heilsuna að
græða fullt
af peningum
► AUSTURRÍSKA vöðvafjallið,
Ieikarinn og veitingamaðurinn
Arnold Schwarzenegger hefur
verið í sviðsljósinu í sumar í
tengslum við frumsýningu nýj-
ustu myndar hans, „Eraser“.
Hann hefur flest tromp á hendi.
Hann nýtur velgengni sem leik-
ari, rekur vinsæla veitingahúsa-
keðju í félagi við hasarmyndaleik-
arana Bruce Willis og Sylvester
Stallone og er kvæntur inn í hina
valdamiklu Kennedy-fjölskyldu.
Hann hóf að leika í kvikmyndum
fyrir tæpum 30 árum og verður
fimmtugnr á næsta ári. Arnold
veitir sjaldan eða aldrei blaðavið-
töl en nýlega lét hann undan um
stund við blaðamann slúðurblaðs-
•ns Ok Weekly. „Ég veit eiginlega
ekki af hverju ég er að tala við
þig. Ég veiti aldrei viðtöl en fyrst
við erum byrjaðir þá segi ég þetta:
Eg á yndislega konu og fjöl-
skyldu, ég nýt velgengni og græði
fullt af peningum. Ég finn ekki
fyrir álagi og veit ekki hvað það
orð þýðir,“ sagði Arnold kok-
hraustur. Hann segir það heilsu-
samlegt að græða peninga og
nýtur þess út í ystu æsar. „Ég hef
ekki hugmynd um hvað ég á mik-
ið inni í banka. Ég tek bara
nokkra þúsundkalla á viku í vasa-
pening. Endurskoðendur mínir
sjá um öll mín mál,“ sagði hann.
nAuðvitað hef ég ekkert að gera
við alla þessa peninga, þeir eru
einungis tákn fyrir stöðu mína í
kvikmyndaheiminum." Hann seg-
ir að rekstur Hollywood-Plánet-
anna tryggi honum laun í ellinni
því sá tími muni koma að enginn
vilji hann lengur í kvikmynd.
Framundan eru þó ótal verkefni.
Hann er að vinna að endurgerð
Apaplánetunnar og næsta sumar
setla hann og leikstjórinn Paul
Verhoven að byrja á myndinni
»Crusader“. Þá mun hann leika
William Tell í myndinni
iiCrossbow" og loks leikur hann
hinn illgjarna herra Frosta í
myndinni Batman 3. Einnig er
þriðji hluti Tortímandans í undii
búningi.
40.000.
gestinum
fagnað
^ YFIR 50.000 manns hafa séð
geimveruinnrásarmyndina „In-
dependence Day“ síðan hún var
frumsýnd hér á landi þann 16.
ágúst. síðastliðinn. Gesti númer
40.000, Ágústi Þór Sigurjóns-
syni, var fagnað sérstaklega í
Regnboganum í vikunni og hann
leystur út með ýmsum gjöfum
sem tengjast myndinni. Meðal
þess sem hann fékk var bolur,
vekjaraklukka og boðsmiðar í
bíó. Á myndinni sést Björn Sig-
urðsson frá Skifunni, til hægri,
afhenda Ágústi verðlaunin.
FÓLK í FRÉTTUM
Linda sigrar
krabba
► LINDA McCartney 53 ára, eig-
inkona Bítilsins, Pauls McCartney
sem var greind með krabbamein
í brjósti í fyrra og gekkst undir
aðgerð í kjölfarið, er nú á bata-
vegj að því er haft var eftir Paul
í vikunni. „Hún hefur það ótrú-
lega gott,“ sagði hann, „og fer
daglega á hestbak,“ bætti hann
við. Linda sem er ljósmyndari,
baráttumaður fyrir neyslu græn-
metis og fjögurra barna móðir
hefur ekki sést opinberlega frá
því hún fór í aðgerðina. Móðir
hennar lést af sama meini þegar
Linda var 14 ára gömul.
LANCOME
Ómótstæðilegir varalitir.
Byitingarkenndir kinnalitir.
Ráögjafi frá lancöme
verður í versluninni f dag, á
morgun og laugardag og veitir
förðunar- þjónustu og ráðleggingar.
Fjölmörg eftirsóknarverð tilboð og
kynningarafsláttur. Ómissandi tækifæri
Munið: laugardagurinn 7. sept. er
langur laugardagur.
v^r'°c
Fagmennska og þjonusta í f
Laugavegi 80, sími 561-
I
V
uelle
Þfnk gmöí
:@§ta wsfðið
FULL VERSLUN AF
NÝJUM VÖRUM
Vandaðat u'^°® Véttar 09
p.ð a án \o „0rðum-
,eVsur, mar^'r-
Verð fra kr. 1"
p^s.vmsargerð^
Verðfrakr. 199
Þaö borgar sig að kynna
sér úrvalið og veröiö í
verslunarhúsi Quelle.
L I S T A
I<AUP
SÍMI 564 2000
1
Quelle
VERSLUNARHÚSIÐ DALVEGI2 - KÓPAVOGI